Þjóðviljinn - 27.04.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.04.1988, Blaðsíða 9
S-Afríka „Við getum ekki liðið að okkar fólki, félögum okkar, sé sláftrað daglega“ Prithiraj Ramkisun Dullay er fulltrúi Afríska þjóðarráðsins, ANC. Þjóðviljinn átti spjall við hann á dögunum P.R. Dullay. Mynd E.ÓI. Það eru svartir, hvítir, brúnir, ailavega litir í Afríska þjóðar- ráðinu, ANC. Við erum öll á sama máli. Við viljum ekki AP- ARTHEID, aðskilnaðarstefn- una, því hún er grimm! Sjáðu „Cry Freedom“. Ef maður er á móti kerfinu þá er maður dauður! Prithiraj Ramkisun Dullay er fulltrúi Afríska þjóðarráðsins. Hann kom hingað til íslands til að vera við kynningu á ræðum og ritum Che Guevara og hitti í leiðinni að máli ýmsa stjórnmála- menn til að ræða viðskiptaþving- anirnar sem s-afríska þjóðin grát- bænir heiminn að setja á landið sitt. Afríska þjóðarráðið hefur starfað síðan 1912 að auknum lýðréttindum íbúa álfunnar og var bannað 1960. Það var andsvar s-afrísku stjórnarinnar við þeim hryllingi sem umheimurinn sýndi þegar stjórnin gerðist sek um fjöldamorð á svörtum verka- mönnum í Sharpeville sama ár. Tveimur árum síðar stofnaði ANC skæruliðasveitir sem starfa enn. Hann segir þær nauðsyn- legar í frelsisbaráttu s-afrísku þjóðarinnar. Grimmdarverk Ef Donald Woods hefði verið áfram í S-Afríku hefði Apartheid-kerfið drepið hann. Vinur minn, Richard Turner, var lektor og flúði frá S-Afríku. Hann var skotinn til bana heima hjá sér. Þeir drápu hann! Samt var hann hvítur! Geanette Curtis, stúdent og virkur þátttakandi í andófinu gegn kerfinu, var myrt í háskólanum í Angóla. Hún fékk senda sprengju í pósti sem drap dóttur hennar og hana sjálfa. Sprengjan var svo öflug að það fannst hvorki tangur né tetur af dótturinni. Hún var fullkomlega sundurtætt! Höfuð Geanette fór af og önnur höndin líka! Þetta er sá raunveruleiki sem við erum að reyna að benda fólki á að við búum við, segir P.R.Dullay. Þetta er ekki beinlínis kynþáttabarátta. Þetta er barátta gegn kerfinu. Gegn Apartheid því það er gegnsýrt af ofbeldi! Þetta er það sem við erum að reyna að gera heiminum ljóst! Hvad um ANC, Afríska þjóð- arráðið? Hvernig starfar það? Eru þetta samtök sem byggja á skæruhemaði fyrst og fremst eða er þetta pólitísk hreyfing sem leggur sinn metnað í friðsamlega baráttu? Síðan 1961, eða í um það bil 27 ár, hefur ANC beitt sér fyrir tak- markaðri hernaðaríhlutun. Okk- ar viðleitni hefur að mestu verið að byggja upp grasrótarhreyfing- arnar, verkalýðsfélögin, náms- mannahreyfinguna, kvenna- hreyfingar og ýmsar borgaralegar hreyfingar; grasrótina. Það er okkur gífurlega mikilvægt að skapa skýran skilning á því fyrir hvað ANC stendur og trúir á, og um hvað þessi barátta snýst. Ef litið er á sögu ANC þá hefur það, síðan það var stofnað 1912, orðið fyrir áhrifum frá Ghandí; óvirk andstaða, ekkert ofbeldi, engin viðbrögð af nokkru tæi við of- beldisaðgerðum kerfisins. Fólk eins og Albert Luthuli, nóbel- sverðlaunahafa 1960, forseti ANC, Nelson Mandela og aðrir leiðtogar ANC voru allir í grund- vallaratriðum heillaðir af því sama; vildu ekkert ofbeldi. En samt sem áður eru leiðtogar okk- arhandteknirogpyntaðir. Okkar fólk er stöðugt beitt ofbeldi. Ef við hefðum átt í höggi við siðmenntað fólk, í þeim skilningi að það væri hægt að tala við það og það væri tilbúið að hlusta á okkur og ræða hlutina, þá hefðu málin horft öðruvísi við. Mannréttindi strax! Það væri tillölulega auðvelt fyrir okkur að bregðast við með hryðjuverkum en við erum ekki hryðjuverkamenn. Við erum skynsamt fólk og erum tilbúin að semja við fulltrúa S- Afríkustjórnar með vissum skil- yrðum. Þessi skilyrði eru: Að að- skilnaðarstefnan, Apartheid, verði rifin niður. Að þeir sætti sig við að það verði í framtíðinni jafnt vægi milli atkvæða í landinu; einn kjósandi, eitt at- kvæði. Að þeir sætti sig við sam- einaða S-Afríku þar sem engin * sérstök héruð blökkumanna fyrirfinnast og öll þau samtök sem bönnuð hafa verið verði viður- kennd á ný. Að allt það fólk sem nú er í útlegð og hefur verið hrak- ið burt af stjórninni verði velk- omið heim aftur frítt og frjálst. Að allir pólitískir fangar verði látnir lausir. Ef þeir ganga að þessum skilmálum þá erum við tilbúin að semja við þá. Við get- um ekki gengið að því að taka þátt í einhverjum viðræðum um að gera Apartheid „fallegri“ eða eitthvað slíkt. Við erum engin börn! Við vitum hvað við syng- jum! Við erum ekki að tala um réttindi manna sem hluta af ein- hverjum hóp heldur sem einstak- linga því hópbundin réttindi eru aðskilnaður í sjálfu sér. Sjáum til dæmis hver mannréttindi íslendinga eru. Þið hafið ákveðin réttindi sem ein- staklingar. Þið megið mynda hverslags hópa, vinna þar sem ykkur hentar, hafið málfrelsi, prentfrelsi, megið bindast þeim stjórnmálasamtökum sem ykkur hentar, megið bjóða ykkur fram til þings. Þetta eru grundvallar- atriði og það er einmitt þetta sem við erum að berjast fyrir í okkar landi. Við erum ekkert að biðja um eitthvað fjarstæðukennt og fáránlegt: Við viljum grundvallar mannréttindi! Viðskipta- þvinganir En hvað um aðferðirnar? Kemur viðskiptabann til með að hjálpa ykkur í baráttunni fyrir þessum markmiðum ? Hvaða áhrif hefur það? Algjörlega! Tilgangurinn með viðskiptabanninu er að veikja efnahag S-Afríku. Efnahagur hennar er gífurlega háður fjár- magni sem kemur frá Vestur- löndum. Ef fjármagnsgrund- völlurinn er veiktur og fjárfest- ingar í fyrirtækjum þá höfum við fengið það sem við viljum. Við erum að biðja þessi fyrirtæki að fara. Fyrir hvert fyrirtæki sem fer veikist staða S-Afríku. Hinn vest- ræni heimur verður að átta sig á að viðskiptaþvinganir hafa áhrif. Þær hafa svo sannarlega áhrif! Varðandi spurninguna hvernig þetta komi við svart fólk, því það er algeng spurning, er mitt and- svar mjög skýrt: I S-Afríku eru meira en 6 miljónir atvinnufærra manna atvinnulausar. 6 miljónir manna sem hafa engin störf núna, og hafa ekki haft nein störf síðustu 5 ár! Fjöldi þeirra eykst dag frá degi. Viðskiptaþvinganir koma til með að hafa þau áhrif að fleiri svartir menn missa störf sín. En þær koma líka til með að gera það að verkum að fleiri hvítir menn missa sín störf, og það eru nú þegar dæmi þess. Maður getur séð hvítt fólk koma á staði þar sem fátæklingum er gefinn súp- uspónn og fleira þesslegt, þar sem fólk getur fengið eina máltíð á dag. Þetta hefur aldrei fyrr gerst í S-Afríku. Viðskiptaþvinganirn- ar eru sannarlega farnar að hafa áhrif. Við trúum því að við séum tilbúin til, sem þjóð, að þjást að- eins meira til að öðlast frelsi okk- ar. Við þjáumst nú þegar, við höfum þjáðst síðastliðin 300 ár, lifað í þrældómi og ánauð. Við viljum einfaldlega ekki lifa sem feitari, brosmildari og betur klæddir þrælar. Við viljum fá að lifa með reisn; frjáls! Því á hver mannvera, hvar sem er í heimin- um, að eiga rétt á. Við krefjumst þess réttar! Við trúum því að eina friðsamlega leiðin sem hinn vest- ræni heimur getur valið til að hjálpa íbúum S-Afríku sé að setja á hana viðskiptaþvinganir. Við þjáumst núna, við höfum þjáðst síðustu 300 árin, við höfum verið svelt til dauða. Fjöldamörg unga- börn, svört ungabörn, deyja í S- Afríku árlega. Þau deyja því þau fá ekki nóg að borða, fá ekki rétta fæðu. Við viljum breyta þessu! Við höfum goldið harðræðið háu verði og við erum tilbúin að kalla yfir okkur örlítið meira harðræði til að geta uppskorið frið í fram- tíðinni! Framfarir eða hvað? Nú heyrum við afþví að Botha sé tilbúinn að hleypa blökku- manni í nefndina sem sér um for- kjör forsetans. Er það ekki skref fram á við? Fagnið þið ekki slíkri viðleitni? f okkar augum er þetta skref aftur á við. Þetta er gervitillaga hjá Botha um að hleypa fulltrúa svartra í forsetanefndina. Hver einasti leiðtogi sem nýtur minnsta snefils af trausti hefur hafnað slíku og þvílíku. Meira að segja leiðtogar Bantustan hafa hafnað þessu. Leikbrúðurnar í Bantustan! Botha er bara að leita að einhverjum jánkandi þræl. Öllu sem Botha segði, jánkaði hinn með: „Já, herra! Já, herra!“ Hann er bara að leita sér að stimpilpúða! Enginn afrískur leiðtogi sem nýtur trausts fólksins tæki þátt í svonalöguðu. Þetta er ekkert framfaramerki. Þetta er kænskubragð sem Botha ætlar að reyna að beita okkur en við af- neitum þessu með fyrirlitningu! Ef Botha væri alvara með að breyta einhverju í S-Afríku, hví var hann þá ábyrgur fyrir því að 18 félög sem berjast gegn aðskiln- aðarstefnunni voru bannaðar í fe- brúar á þessu ári? 18 stærstu fé- lögin. Friðsamleg félög, lögleg félög, voru bönnuð innan S- Afríku! Við segjum einfaldlega, fólk eins og Desmond Tutu, segj- ir: „Hverjir eru valkostirnir? Hvaða úrræði eru eftir?“ Frið- samleg samtök sem starfa innan ramma laganna, ekki bendluð við vopnaskak eða neitt slíkt, eru bönnuð. „Ef friðsamleg andstaða gegn aðskilnaðarstefnunni er ekki leyfð, hvaða leiðir eru okkur þá færar?“ Er andsvarið það að allir í S-Afríku eigi að grípa til vopna? Er það það sem stjórn Botha er að segja okkur? Hún er að banna að öllu leyti öll frið- samleg mótmæli. Það ríkir neyðarástand í landinu. Herinn ræður öllu. Þar er mesta rit- skoðun í heiminum. Eitt dagblað hefur þegar verið bannað og fjögur eða fimm eru búin að fá hótanir um að þau verði bönnuð. Ritstjóri blaðsins sem hefur verið bannað hefur nú setið í fangelsi í tvö ár. Það eru fjórir aðrir blaða- menn í fangelsum núna. Að minnsta kosti 11 blaðamenn hafa verið reknir frá S-Afríku. Allir þeir erlendu blaðamenn sem vilja koma inn í landið verða að fá leyfi stjórnarinnar til að koma til landsins. Allar leiðir til að afla frétta um það hvað er að gerast í bæjunum, í öðrum hlutum lands- ins hvar svo sem vandamál koma upp, eru algjörlega lokaðar öllum blaðamönnum, hvort sem þeir eru s-afrískir eða útlendir. Þeir verða að koma á upplýsinga- skrifstofu ríkisins, sem er skrif- stofa stjórnarinnar, til að fá frétt- ir. Hvar svo sem vandræði koma upp mega blaðamennirnir ekki koma á staðinn. Þeir verða að fá leyfi Upplýsingaskrifstofunnar til að fara þangað og sjaldnast fá menn það leyfi. Þannig að nú höfum við bann við starfsemi 18 samtaka, her- stjórn í landinu öllu, hörðustu rit- skoðun á allri jarðarkringlunni, við höfum ekki frjálsa fjölmiðlun eða prentfrelsi í S-Afríku. Teng- du alla þessa hluti saman. Hvað höfum við? Við höfum hefð- bundið lögreglu- og herríki í S- Afríku! Hvaða valkosti höfum við svosem? Eigum við einhverra kosta völ? Jafnvel á þessari stundu, í ANC, í öðrum sam- tökum í S-Afríku, erum við enn að hrópa út til hins vestræna heims: Þið verðið að beita við- skiptaþvingunum! Fylgjast Islendingar með? Tökum lítið land eins og ís- land. Er til einhver siðferðileg réttlæting á því að viðskipti ís- Fjöldaútför í kjölfar grimmdarlegra ofsókna hersins gegn fólkinu. Hvað er til ráða? Hermenn stjórnarhersins ganga um og myrða tólk eftir hentugleikum. I Soveto, árið 1976, skutu hermenn á hópa grunnskólabarna og drápu 700 þeirra. 3000 önnur slösuðust. Hermennirnir voru á „skyttiríi". lands við S-Afríku aukist? Hefur fsland í rauninni augun opin fyrir því sem er að gerast í heimalandi mínu? Svarið hlýtur að vera það að þið getið ekki verið svo blind að þið sjáið ekki hvað er að ger- ast. Ef maður bara sér kvikmynd- ina „Cry Freedom“ þá getur maður séð hvernig ástandið var fyrir 10-11 árum. Núnaerástand- ið 10-11 sinnum verra en það var þá! Síðan 1984 hafa 3 þúsund manns verið drepnir í heimalandi mínu! 40 þúsund manns hafa ver- ið handteknir og færðir í hlekki! Af þeim eru 10 þúsund börn á aldrinum 7-17 ára! Er hægt að réttlæta svona villimannlega hegðun?!! Við erum enn að reyna að höfða til vestrænna rík- isstjórna og segjum: „Það er ekki of seint enn! Þið hafið í höndun- um möguleikann á að knésetja S-Afríkustjórn með því að beita hana viðskiptaþvingunum. Það ■ mftfiiini muttmr Grimmdin hefur kostað mörg þúsund blökkumenn lífið. Þetta eru þau örlög sem s-afríska þjóðin horfir uppá. er síðasta friðsamlega úrræðið sem hægt er að grípa til. Öll önnur sund eru lokuð!“ En hvað gera íslendingar? Þetta er orðið spurningin um það hvort ísland er að dragast afturúr. Öll hin Norðurlöndin hafa samþykkt að sniðganga S-Afríkustjórn. Með öðrum orðum hafa þau bannað nýjar fjárfestingar, stöðvað allan innflutning frá S-Afríku og út- flutning til S-Afríku, hætt að fljúga með s-afrískum flugfé- lögum, hætt að selja s-afríska gullpeninginn, kruge-randið, og fleiri og fleiri lög hafa verið sett gegn S-Afríkustjórn. Ef ísland tilheyrir þessu bræðralagi þjóða, Norðurlandaþjóðunum, þá getur það varla haldið áfram að skipta við S-Afríku. Við erum að benda á að þið eruð útúr hól í afstöðu ykkar, ekki aðeins varðandi það sem gerist innan S-Afríku heldur líka við það sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum! Við segjum að auðvitað eigið þið að gæta að sjálfstæði ykkar, ykkar rétti til að taka sjálfstæðar á- kvarðanir, en þessar ákvarðanir sem teknar hafa verið af hinum Norðurlandaþjóðunum, hafa ekki verið teknar af neinni léttúð. Þær hafa verið teknar eftir mikla umhugsun. Þau hafa ákveðið að Siau hafi tekið rétta stefnu. Þið, slendingar, eruð hluti af þessum Norðurlandaþjóðum. Þið ættuð að fylgja dæmi þeirra og setja strax víðtækar efnahagsþvinganir á S-Afríku. Það er eina leiðin fram á við sem hægt er að grípa til! Einkaherir En hvað um aðferðir lögregl- unnar? Hverjar eru þær? Hverjar ■ eru hinar raunverulegu aðferðir sem lögreglan notargegn ykkur? Lögreglan og herinn hafa alltaf beitt okkur ofbeldi. S- Afríka er eina landið í heiminum sem heimilar einkafyrirtækjum að hafa sína eigin heri. Einkaher- ir stóru námufyrirtækjanna eru gráir fyrir járnum og er verkfall skellur á þá eru verkamennirnir í stöðugri lífshættu. Svo er það lög- reglan. Járnbrauta- og hafnalög- reglan eiga að framfylgja lögun- um en í stað þess útbreiða þær hræðslu og ótta. Á hverju ári eru að meðaltali 560-600 manns skotnir í S-Afríku og um þriðj- ungur þeirra eru skotnir til bana. Venjulega er afsökunin sú að þessi og hinn hafi sýnt mótþróa við handtöku eða að hinn og þessi hafi hlaupist á brott, og því hafi hann eða hún verið skotin. Þetta eru venjulega útskýringarnar sem við fáum á þessum drápum. Á meðaldegi er fjöldi þeirra sem eru í fangelsi 193 þúsund manns. Þetta eru nýjustu tölur. Á síðustu 12 mánuðum hafa 134 verið líf- látnir í S-Afríku með dómsúr- skurði. Þetta er hæsta ársmeðaltal á aftökum í S-Afríku síðan ríkið var stofnað 1910 en í S-Afríku er hæsta aftökumeðal- tal í heiminum. Síðasta ár hefur meira að segja slegið öll fyrri met í S-Afríku sjálfri. Lögreglan, stjórnarherinn, einkaherirnir, eru styrktarstoðir aðskilnaðar- stefnunnar, sem í sjálfri sér er gegnsýrð af ofbeldi. Sú þróun sem hefur átt sér stað í landinu okkar á síðustu þremur til fjórum árum, og hefur magnast á síðasta ári, hefur verið að dauðasveitir eru farnar að láta til sín taka. Þessar dauðasveitir starfa nák- væmlega eins og þær hafa verið starfræktar í E1 Salvador, Arg- entínu og Chile. Oftast eru árá- sirnar gerðar að næturlagi því þá er fólk ekki vart um sig. Þær koma inn í húsin, skjóta og drepa. Það eru ótal dæmi um það að fólk hefur verið valið sem skotmörk, sérstaklega fólk sem hefur starfað í framfarasinnuðum samtökum, jafnvel leiðtogar þeirra, stjórnarformenn, eru valdir úr og einstaklingar innan lögreglunnar vita hvar það sefur og heldur til, því þeir hafa einnig uppljóstrara, og að næturlagi drepa þeir fólk. Ofsóknir! Fyrir tveimur vikum sagði Alan Busac að hann fengi símhringingar þar sem honum væri hótað dauða. Þessvegna kom hópur stúdenta sér saman um að halda vörð úti fyrir húsinu hans til að varna því að eitthvað henti hann. Skyndilega tóku stúdentarnir eftir því að það kom bíll upp að húsinu, með ljósin slökkt. Þá fylltust þau grun- semdum og tóku eftir því að þetta var lögreglubíll, opinber lögregl- ubíll. Allir opinberir lögreglubíl- ar eru merktir með SAP á núm- eraplötunnum, sem þýðir s- afríska lögreglan. Einn af glugg- unum á bílnum var skrúfaður nið- ur og út um þann glugga stóð byssa og miðaði í áít að húsi Alans Busac. Um leið og lögregl- an sá stúdentana þeysti hún í burtu því þeir hefðu getað tengt lögregluna við verknaðinn. Desmond Tutu erkibiskup fær daglega morðhótanir. Hvenær verður hann myrtur? Hann hefur sagt frá þessu því þetta er mál alls samfélagsins. Eina ástæðan fyrir því að Tutu hefur ekki enn verið drepinn er að hann er þekktur um allan heim. Svo þekktur að þeir eru hræddir við að láta til skarar skríða gegn honum. En hver veit? Það gæti skyndilega komið upp ofstækisfullur maður innan lögreglunnar og sagt sem svo; „Jæja, nú bindum við endaá óþægindin sem þessi svarti maður hefur bakað okkur!" og skotið hann eða drepið á einhvern ann- an hátt. Nú, eða rænt honum. Fólk hefur horfið sporlaust í landinu okkar. Oft hefur hvorki tangur né tetur fundist af því. Stundum hafa fundist lík, stund- um ekki. Stundum hefur fólk ver- ið sett inn í bíla sem hafa síðan verið brenndir til ösku. Fólk mætir þvílíkum skelfingarenda- lokum í landinu okkar! Ofbeldið er ekkert að minnka. Það eykst! Og það heldur áfram að aukast því Botha-stjórnin hefur engar lausnir á okkar vandamálum, og þeir vita að Afrfska þjóðarráðið býður upp á raunhæfar lausnir. Við segjum að S-Afríka tilheyri öllum þeim sem í henni búa, bæði svörtum og hvítum. Það geta þeir ekki sætt sig við. Þeir geta ekki sætt sig við að landinu okkar verði stjórnað á lýðræðislegan hátt því því verður ekki stjórnað samkvæmt skilgreiningunni á yfirburðum hvítra. Við trúum á stjórn meirihlutans. Ekki endi- lega í þeim skilningi að það sé meirihlutastjórn svartra heldur trúum við á meirihlutastjórn sem yrði kosin af meirihluta fólksins. Það vill svo til að svartir eru í meirihluta í S-Afríku svo það er eðlilegt að það yrði meirihluta- stjórn þeirra. En ef upp kæmi hvítur framfarasinni sem hefði eitthvað að bjóða sem höfðaði til fólksins þá mundi fólkið að sjálf- sögðu kjósa hann. Það mundi ekki kjósa eftir litarhætti, heldur verðleikum. Þetta er það sem þeir hræðast og þeirra eina and- svar er ofbeldi. „Hver stjórnar í S-Afríku?u í dag eru spurningar eins og „Hver stjórnar í S-Afríku núna?“ bornar fram og hafa verið það síðustu 2 ár. Er það Botha? Eða er það varnarmálaráðherrann Malan? Er þingið sjálft í ein- hverri aðstöðu til að segja að það stjórni S-Afríku? í grundvallarat- riðum trúum við því að S-Afríka sé undir einræðisstjórn hersins og Botha er hluti af honum, hann var varnarmálaráðherra áður. Það er herráð sem er ábyrgt fyrir stjórn S-Afríku sem þýðir að Bot- ha, Malan, öryggissveitirnar og leynilögreglan og fleiri stjórna S- Afríku. Það er alls ekki þingið sem gerir það. Þingið er bara stimpilpúði! Hvernig bregðast skæruherir ANC við? Ég get ekki annað en endur- tekið orð forseta okkar, Olivers Tambo, þar sem hann segir að hinar síauknu árásir á ANC, innan landsins og utan, með morðum á leiðtogum okkar kalli á andsvör innan landamæra S- Afríku. Vopnaskakið eykst. Við erum að fara fram á uppreisn fólksins í S-Afríku. Við hvetjum fólk til að vígbúast, finna öll þau tiltæk vopn sem til eru og vígbú- ast, pvi pao se eina leioin ui ao fólkið geti varið sig sjálft. Við erum enn ákveðin í að hæfa efna- hagslega mikilvæg skotmörk, s.s. olíugeymslurnar og skotmörk sem heyra undir herinn og lögregluna, lögreglustöðvar og herbúðir. Þetta eru iögmæt skot- mörk í okkar hugum. Við erum að segja hvítum íbúum, vegna þess að það eru aðallega hvítir sem styðja Botha, að hætta strax allri hernaðarstarfsemi. Við höf- um beint athyglinni að bændum sem búa nálægt norðurlanda- mærunum. Þessum bændum hef- ur verið lofað alls kyns stuðningi ef þeir tækju upp búskap á þess- um slóðum. Þeir sem hafa tekið tilboðinu eru vopnum búnir af s- afríska hernum. Þeir fá vopn, girðingar og fjarskiptatæki sem eru tengd næstu herstöð eða næstu s-afrísku lögreglustöð. Við erum að reyna að koma þeim í skilning um að þeir séu einfald- lega útvíkkun á S-Afríska hern- um. Við ráðleggjum því fólki, hvítu og svörtu, að blanda sér ekki í svonalagað, því með þessu velur fólk að standa með kúgur- unum en ekki þeim kúguðu! Fólk verður að taka ábyrgð á þeirri af- stöðu sem það tekur. Þetta eru ekki börn sem við erum að tala við. Þetta er fullvaxið fólk sem á að vita hvað það gerir. Það er sorglegt hve mikið er af hvítu fólki í S-Afríku sem getur ekki séð hvað gerðist í Zimbabwe því að mörgu leyti er margt líkt með því sem þar gerðist og því sem nú er að gerast í landinu okkar. Það verður stigmagnandi skæruhern- aður í S-Afríku. Og það er ekki vegna þess að það sé eitthvað sem við höfum kosið okkur, heldur það sem Botha-stjórnin hefur kosið. Þeir hafa hrakið okkur til að bregðast við, verja okkur! Við getum ekki liðið það að okkar fólki sé slátrað! Við getum ekki liðið þetta ástand þar sem okkar fólk er drepið daglega! Það verð- ur að verja fólkið! Það er okkar skylda að veita þá vörn! Ef við bjóðum ekki vörn okkar þá bregðumst við fólkinu! Auðvitað erum við ekki nærri jafn öflug og s-afríska einræðisstjórnin en við ætlum ekki að berjast á neinn hefðbundinn hátt! Skæruhernað- ur er enginn venjulegur hernað- ur! -tt 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 27. apríl 1988 Miðvikudagur 27. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.