Þjóðviljinn - 27.04.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.04.1988, Blaðsíða 10
Aðlokinni leiksýn- ingu Framsóknarmenn voru aö halda miðstjórnarfund. Upphaflega skildist manni að hann ætti aðeins að standa einn dag. En gagnrýnin ááframhald- andi setu Framsóknarflokksins í þessum einkennilega félagsskap, sem nefnist ríkisstjórn, gagnslausar vangaveltur og aðgerðaleysi á þessu kostulega kærleiksheimili var svo mögnuð, að ekki veitti af öðrum degi til að lægja öldurnar. Síðan var sæst, í orði kveðnu a.m.k., á orðalag eins og þetta: „Framsóknarflokkurinn er reiðubúinn til þess að ræða allar leiðir til að skapa framleiðsluatvinnuveg- unum rekstrargrundvöll og draga úr viðskiptahalla og byggðaröskun. Hinsvegar er það ófrávíkjanleg krafa miðstjórnar að slíkt verði gert". Hafa menn nokkurn tíma heyrt þetta áður? Gengisfelling var eðlilega mjög á dagskrá, enda harðar kröfur uppi um hana, einkum frá fyrirtækjum í sjávar- útvegi og ýmsum valdamiklum fram- sóknarmönnum. Sjálfur hefur Steingrímurslegið úrog í. En af orð- um hans á miðstjórnarfundinum er þó helst að ráða, að hann vilji halda í fastgengisstefnuna, „hættulegustu efnahagsstefnu, sem við höfum séð“,erhafteftirGuðmundiG. Þórar- inssyni. Þóerdyrunum haldiðopnum í hálfa gátt, því að náist ekki fyrirhug- uð markmið verði ekki hjá því komist „að laga gengi íslensku krónunnar þeim aðstæðum, sem ríkja í íslensku efnahagslífi". Á venjulegu máli heitir þetta auðvitað að segja allt og ekkert. En hvað segja samráðherrar fram- sóknarmanna um þann skapnað, sem loksins fæddist á þessum fundi, eftir stranga jóðsótt? Það er sáralítið nýtt í þessum tillögum, segja þeir Þor- steinn verkstjóri og Jón Baldvin. Þetta er bara það sem við höfum ver- ið að ræða í ríkisstjórninni. Það er auðvitað ekkert við því að segja þó að framsóknarmenn spjalli um þetta á miðstjórnarfundi. Ef þeim líður eitthvaö betur eftir en áður þá er það baraánægjuefni... Nú eru mánuðir liðnir síðan Steingrimur sagði að öll þjóðarskútan logaði stafna á milli. Víðtækar björg- unaraðgerðir mættu ekki dragast stundinni lengur. Hvað hefur gerst síðan? Eldurinn hefur magnast með hverjum degi. En ráðherrarnir halda bara áfram að skrafa og skeggræða. Ólafurgæsabóndi Þórðarson úr Borgarfirðinum segir að Steingrímur verði að hætta öllum tilraunum við að stjórna veröldinni en reyni hinsvegar að stjórna Þorsteini Pálssyni. Út af fyrir sig ekki svo afleit tillaga fari ekki svo, að þar reynist blindur leiða blindan. -mhg í dag er 27. apríl, miðvikudagur í fyrstu viku sumars, 7. dagur hörpu. Sólin kemur upp í Reykjavík kl. 5.13 en sólsetur er kl. 21.40- ÞjóðhátíðardagurTogo. Atburðir: Útgáfa Þjóðviljans og önnur blaða- útgáfa á vegum Sósíalistaflokksins bönnuð af breska hernámsliðinu 1941. Ritstjórar Þjóðviljans, Einar Ol- geirsson, Sigfús Sigurhjartarson og Sigurður Guðmundsson teknir hönd- um og fluttir til Englands. Þjóðviljinn fyrir50árum: Alþýðusvikararnir reyna að smeygja fjötrunum á verkalýðssam- tökin í landinu. - Sjómenn á siglinga- flotanum hófu verkfall í gærkvöldi. - Breska þjóðin verður að vera viðbúin. Sir John Simon boðar aukinn vígbún- að. - Uggur ÍTékkum. Sendiherra þeirra í London kallaður heim. - Af- hending íslenskra forngripa og skjala fráDönum. Þingsályktunartillaga borin fram af öllum flokkum. - Stjórn norska verkalýðssambandsins með inngöngu Sovétska verkalýðssamb- andsins í Amsterdamsambandið. & SJÓNVARP Járnfrúin Sjónvarp, kl. 20,35 Sagt er að Bretar séu allra þjóða vanafastastir og það jafnvel svo, og gengið geti út í hreinar öfgar. Til þess bendir nú kannski tryggð þeirra við Thatcher forsætisráð- herra, en hún hefur gegnt því starfi lengur en nokkur annar Breti þótt manni hafi nú stundum sýnst sumar stjórnarathafnir hennar með þeim hætti, að hún væri fyrir löngu fokin úr stólnum annarsstaðar. - Og í kvöld sýnir sjónvarpið nýja, breska heim- ildamynd um Margaret Thatcher og nefnist hún „Þrjú þúsund daga stjórnartíð". í myndinni er farið yfir feril forsætisráðherrans og rætt við ýmsa samferðamenn hans og andstæðinga. Meðal þeirra, sem þannig verða teknir tali, eru Ronald Reagan Banda- rfkjaforseti og Helmut Schmidt fyrrum kanslari Vestur-Þýska- lands. - Án efa er þetta hin fróð- legasta mynd. Óvænt endalok Stöð tvö, kl. 23.00 Fjárhættuspil hafa mörgum reynst skeinuhætt freisting. Það mátti hann Roger karlinn Carson reyna. Hann lifir heldur sviplitlu lífi. Býr hjá aldraðri frænku sinni. Hún er vel í álnum en í aðra rönd- ina hálfgert skass, skilur illa eðli- legar þarfir og tilfinningar frænda síns og vill stjórna lífi hans í einu og öllu. Þetta gengur auðvitað ekki og fangaráð Rogers verður að leita sér huggunar við fjár- hættuspil. Ekki verður sú ferð til fjár. í spilavítinu kynnist hann ungri starfsstúlku þar. Hún lætur sem henni renni til rifja óheppni Rogers. En hvað býr á bak við þá samúð? Ætli það sýni sig ekki áður en yfir lýkur? Neyðaróp Stöð 2, kl. 23,25 í kvöld sýnir Stöð tvö bandaríska kvikmynd, sem nefnd hefur verið „Neyðaróp“. Myndin fjallar um ungan dreng, sem orðið hefur fyrir kynferðislegu ofbeldi. Mynd þessi er engan veginn tilbúningur heldur byggð á sannsögulegum atburði. Félagsfræðingur nokkur fékk mál drengsins til meðferðar og er myndin að miklu leyti byggð á frásögnum hans og drengsins. Með aðalhlutverk í myndinni fara Lindsay Wagner og Peter Coyote en leikstjóri er Gilbert Cates. /'UM ÚTVARP Foreldrar og börn Útvarp Rót, kl. 22,30 Sveinbjörg Guðmundsdóttir sér um útvarpsþátt mormóna í kvöld. Þar verðurfjallað um sam- band foreldra og barna og þá ekki síst spurninguna: Hvað kennum við foreldrar börnum okkar og hvernig? - María Rósinkrans- dóttir flytur stuttan frásöguþátt um móður sína og þau áhrif, sem hún hafði á líf hennar. Sveinbjörg Guðmundsdóttir segir frá föður sínum, kennslu hans og fordæmi og nefnir frásögnina „Ráð- herrann og róninn“. - Á milli þáttanna og á undan þeim og eftir verður flutt ýmiss konar tónlist. Ólafur Ólafsson og dætur hans, Lilja og Anja, syngja t.d. lag um foreldra og börn við gítarundir- leik Rafnhildar Bjarkar Eiríks- dóttur. Og auðvitað syngur svo hinn heimsfrægi Tabernacle-kór mormóna. Tabemacle-kórinn. GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 27. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.