Þjóðviljinn - 27.04.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.04.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Afganistan Afmælishátíð og lokahóf? Najibullah og félagar skoðuðu vígtól á tíu ára afmœli „byltingarinnar“. Erforsetinn feigur eða er hann ófeigur? Najibullah, forseti Afganistans, og fylgismenn hans eru ger- samlega ósigrandi ef marka má öll þau býsn af hergögnum og vígamönnum sem til sýnis voru í Kabúl í gær. Þá héldu ráðamenn tíu ára afmæli „byltingarinnar" hátíðlegt og var ekki annað að sjá en að þeir væru staðráðnir í að halda völdum, hvað sem líður brottför sovésks herliðs. Að sögn fréttaritara var múgur og margmenni viðstatt hátíðar- hersýninguna og hátíðarskrúð- gönguna í miðbænum og hafði hluti viðstaddra verið fluttur nauðugur í gildið úr úthverfum ÖRFRÉTTIR" Michael Dukakis var sagður nær öruggur um sigur í prófkjöri Demókrataflokksins í Pennsylvaníufylki í gær. Fylgis- kannanir bentu til þess að um fjórðungi fleiri myndu greiða fylk- isstjóranum frá Massachusetts atkvæði en predikaranum frá Chicago, Jesse Jackson. Víst þykir að Dukakis verði frambjóðandi Demókrataflokksins í forseta- kosningunum í haust. Velta menn mjög vöngum yfir því hver verði varaforsetaefni hans og þykir miklu skipta að vandað verði val á því. Þar eð Dukakis er frjálslyndur demókrati að norðan þykir kjörið að varamaður hans sé íhaldssamur demókrati að sunnan. Eitt nafn hefur verið nefnt og er það auðkenni Georg- íumanns sem er formaður herm- álanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og lítur svona út: Samúel Nunn. 5 féllu þegar 3 palestínskir skæruliðar lögðu til atlögu við ísraelska her- menn sunnan landamæra ísra- els og Líbanons í gær. Að sögn talsmanns ísraelshers voru Pal- estínumennirnir í „sjálfsmorðs- ferð“ þegar skarst í odda með þeim og hermönnum. Allir árás- armennirnir féllu og tveir ísra- elskir hermenn. Sádíarabar slitu í gær stjórnmálasambandi við klerkastjórnina í íran. Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum í Rí- jad. Þessar fréttir koma ekki mjög á óvart því grunnt hefur verið á því góða með ráðamönnum í Sá- díarabíu og íran frá því í brýnu sló milli persneskra pílagrímaog lög- reglu í hinni helgu borg Mekka í fyrra. Þá létust að minnsta kosti 600 landar Kómeinís. Einnig hafa Saudíarabar stutt íraka leynt og Ijóst í maraþonstyrjöld þeirra við Irana. höfuðborgarinnar. Fjölmargir skriðdrekar óku fram hjá önd- vegi forsetans og vina hans og á eftir þeim komu langar raðir af beinstífum dátum sem hvergi fip- aðist gæsagangurinn. Þyrlur hnit- uðu hringa yfir höfðum hátíða- gesta og orrustuþotur flugu lág- flug. Öllu svipaði þessu mjög tii „byltingarafmæla“ í höfuðborg grannríkisins í norðri. Sendiráðsmenn að vestan höfðu gert því skóna að upp- reisnarmenn myndu sæta færis og gera óskunda í höfuðborginni. Þeim varð ekki að ósk sinni. Þó hefði skæruliðum verið í lófa Najibullah ráðgast við menn sína. Heldur hann velli? lagið að sprengja eina sprengju eða tvær í miðbænum í gær, mannfjöldinn var slíkur að óger- legt var að gæta fyllsta öryggis. Þeir sáu bara enga ástæðu til þess að myrða óbreytta borgara. Næstur Najibullah sat fulltrúi Sovétríkjanna, Vladimir Orlov. Hann er fyrsti varaforsætisráð- herra Rússlands og vakti athygli fréttaritara fyrir að vera ekki hærra settur. Sendiráðsmenn að vestan voru einnig hissa. En so- véskir embættismenn ypptu bara öxlum. Náungi af hans tign og virðingu ætti heima á svona mannfagnaði. „Hann er nú þrátt fyrir allt frá stærsta lýðveldinu." sagði einn þeirra. Fréttaskýrendur í Moskvu segjast ekki vera í vafa um það að Kremlverjar séu hættir að gera afgönskum ráðamönnum hærra undir höfði en öðrum leiðtogum smáríkja. Orlov sé til marks um þetta. í Kabúl eru skoðanir manna mjög skiptar um það hvort Naji- Sýrland/PLO „Enginn ágreiningur í fjölskyldunni“ Jassír Arafat og Hafez Al-Assad segjast hafa sæst heilum sáttum Jassír Arafat, leiðtogi Frelsis:- samtaka Palestínumanna, hélt heim frá Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í gær. Þar hafði hann átt orðastað við Hafez Al-Assad forseta og þeir orðið ásáttir um að binda endi á fimm ára gamlan fjandskap sinn. Báðir lýstu þeir yfir heilshugar stuðningi sínum við palestínska uppreisnarmenn á hernumdu svæðunum við ísrael og hvöttu þá til frekari dáða. Ónefndur heimildamaður Re- uters úr röðum æðstu manna PLO kvað enn vera óleystan ágreining þeirra Arafats og Ass- ads um vináttu hins síðarnefnda við egypska ráðamenn en það stæði til bóta og hefði nefnd verið skipuð til þess að höggva á þann hnút. Alkunna er að valdsherrar í Damaskus og Kaíró hafa eigi set- ið á sárs höfði síðan Egyptar sömdu við ísraelsmenn um frið í Washington árið 1979. Arafat greindi frá því í við- ræðum við fréttamenn í gær að þeir Assad hefðu ákveðið að styðja dyggilega við bakið á upp- reisnarmönnum á Gazasvæðinu og vesturbakka Jórdanár, svæð- unum sem fsraelsmenn hafa slegið eign sinni á. Myndu þeir hvetja Palestínumenn til þess að herða enn róðurinn að settu marki. Uppreisnin hófst sem kunnugt er fyrir fjórum mánuð- um og síðan hafa 160 Palestínu- menn fallið. Jassír Arafat varð að hverfa frá Sýrlandi með hraði eftir að einn af ofurstum PLO, Abu nokkur Musa, hóf uppreisn gegn leið- sögn hans árið 1983. Fullvíst er talið að Assad hafi att hinum ógæfusama liðhlaupa á foraðið. Arið áður höfðu ísraelsmenn hrakið forystumenn Palestínu- manna frá Líbanon þannig að augljóst er að Sýrlandsforseti sætti færis og rak rýting í bak PLO þegar síst skyldi. Skömmu áður en Arafat sté uppí flugvél sína á Damaskus- flugvelli í gær var hann inntur eftir því hvort allt ósætti þeirra Assads væri úr sögunni. „Það er enginn ágreiningur í fjölskyld- unni.“ Reuter/-ks. Indverskir ráðamenn Kaupa bandarískt kom Sérfrœðingar álíta að ráðamenn íNýju-Delhi verði að kaupa 4-6 miljónir smálesta afkorni í ár til þess að koma í vegfyrir hungursneyð Nú eru erindrek'ar - indversku ríkisstjórnarinnar víða á ferli um heimsbyggðina. Þeir eru á höttunum eftir korni sem á að fæða landa þeirra og fylla tómar skemmur. Þurrkarnir í fyrra ollu uppskerubresti í fjölmörgum hér- uðum Indlands. Þar voru menn fyrir skemmstu sjálfum sér nægir í akuryrkju en nú er talið að ríkis- stjórnin verði að festa kaup á 4-6 miljónum smálesta af korni sem nota á til þess að seðja hungur landsmanna. Erindrekar þessir keyptu 600 þúsund smálestir af ódýru banda- rísku hveiti í fyrri viku. Það voru fyrstu kornkaup Indverja frá því árið 1983. Ogþeir hyggjast kaupa meira. „Þessi kaup voru aðeins upp- hafið á korninnflutningi Ind- verja. Þeir eru nú að eta síðustu leifar gömlu birgðanna. Ég tel fullvíst að þeir kaupi allt að fjórar miljónir smálesta af korni á næst- unni, einkum hveiti," sagði yfir- maður vestrænnar hjálparstofn- unar sem ekki vildi láta nafns síns getið. Frá því Indland öðlaðist sjálf- stæði og allar götur fram á ofan- verðan sjöunda áratuginn neyddust leiðtogar þess til þess að verja all verulegum hluta þjóðartekna til kornkaupa. En fyrir tuttugu árum voru landbún- aðarmálin tekin mjög föstum tökum, ráðamenn nutu aðstoðar erlendra hjálparstofnana og gerðu „græna byltingu“. Árang- urinn lét ekki á sér standa og undir lok áttunda áratugarins hófu Indverjar útflutning mat- bullah haldi velli eftir brottför so- véska herliðsins eður ei. Sumir segja stöðu hans sterka og vissu- legaáhannnóg afvopnum. Aðrir telja uppreisnarmenn eiga sigur- inn vísan. Sovéskir hermenn sem fréttamaður Reuters tók tali í höfuðborginni í fyrradag sögðu skæruliðum hafa aukist ásmegin. „Þeir hafa öðlast mikla reynslu í bardögum og hertækni á umliðn- um 9 árum og eru auk þess betur búnir vopnum en áður.“ Reuter/-ks. væla. En veðurguðirnir eru dutt- lungafullir mjög. í fyrrasumar kom ekki deigur dropi úr lofti í fjölmörgum landbúnaðarhér- uðum um miðbik Indlands. Því varð uppskerubrestur og grípa varð til varabirgða. Indverjar áttu 23 miljónir smálesta korns í birgðaskemmum sínum í fyrra- haust en nú eru aðeins 9 miljónir eftir. Háttsettur embættismaður í Nýju-Delhi sagði húsbændur sína reikna með því að uppskeran yrði 128,5 miljónir smálesta í sumar sem er 16 miljónum minna en í fyrra. Það er því ljóst að Indverj- ar verða að kaupa umtalsvert magn af korni á erlendum mörkuðum í haust og næsta vet- ur. Reuter/-ks. Miðvikudagur 27. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Alþjóðadómstóllinn Jþjóðalög æðri landslögum“ Bandaríkjastjórn dœmd til að leggja ágreining sinn og Sam- einuðu þjóðanna um skrif- stofu PLO ígerðardóm Dómarar við Alþjóðadómstól- inn í Haag kváðu í gær upp þann úrskurð að Bandaríkjastjórn yrði að leggja í gerðardóm ágreining sinn og Sameinuðu þjóðanna um skrifstofu PLO í New York. Þannig er mál með vexti að árið 1974 ákváðu Sameinuðu þjóðirn- ar að heimila Frelsissamtökum Palestínumanna að hafa áheyrnarfulltrúa á fundum alls- herjarþingsins. Sama ár kom sendinefnd samtakanna til New York og opnaði þar skrifstofu vegna tengslanna við S.Þ. Vitaskuld voru ísraelskir ráða- menn ekki ánægðir með þróun mála og fyrir orðastað vina þeirra ákvað bandaríska þingið í fyrra að setja lög um „baráttu gegn hryðjuverkahópum", gagngert í því augnamiði að loka þessari skrifstofu og hrekja áheyrnafull- trúa PLO á brott úr Bandaríkjun- um. Forráðamenn Sameinuðu þjóðanna vildu ekki una þessu gerræði og kærðu „gestgjafa" sína fyrir Alþjóðadómstólnum. Fimmtán dómarar fjölluðu um mál þetta og þegar niðurstaða fékkst kvaddi oddviti þeirra, Jose Maria Ruda, sér hljóðs. „Dóm- urinn varð að úrskurða Banda- ríkjastjórn skylduga til þess að leggja málið í gerðardóm,“ sagði hann meðal annars. Bandaríkjastjórn neitar að leggja málið í gerðardóm og segir landslög æðri alþjóðalögum. Því hafnaði Alþjóðadómstóllinn með öllu í gær; „landslög þoka fyrir alþjóðalögum,“ stendur ásamt öðru í tólf síðna álitsgerð hans um mál þetta. Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.