Þjóðviljinn - 27.04.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.04.1988, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Og þetta líka... Hjálmar Aöalsteinsson, sú gamla kempa, vann “old boys“ flokkinn i borötennis á (slandsmótinu fyrir skömmu. Hjálm- ar, KR, vann einliðaleikinn, Gunnar Hall Erninum lenti í ööru og í 3.-4. urðu Ragnar Ragnarsson og Ólafur H. Ólafsson, báöir úr Erninum. í tví- liðaleik unnu Ragnar Ragnarsson og Gunnar Hall, Ólafur H. Olafsson og Emil Pálsson voru í 2. sæti og Árni Ziemsen og Jóhann Örn Sigurjóns í því þriðja. Þessir kappar eru allir í Erninum. Léttar æfingar Pakistönsku squashstjörnurnar Ja- hangir og Jansher sigruöu andstæð- inga sína meö yfirburðum á opna breska meistaramótinu sem fram fór í vikunni. Heimsmeistarinn Jansher fékk létta æfingu þegar hann sigraði Bretann Philip Whitlock á 57 mínút- um 9-3, 9-3 og 9-2 en Jahangir fékk varla æfingu þegar hann vann annan Breta Jamie Hickox 9-0, 9-0 og 9-1. FH vann Götuhlaupið Það var ekki ÍR sem vann Götuhlaup íslands í síðustu viku heldur tóku Gaflararnir sig til og unnu. Það var qífurleg keppni á milli liðanna en veðrið var frekar slæmt, frost og nokkur vindstig. FH hljópá 69.10, IR á 70.02 og UMFB á 74.49. Hjá kven- fólkinu vann sveit ÍR, hljóp á 46.08 John Toshack hefur framlengt samning sinn við Real Sociedad til 1991. Toshack tók við liðinu 1985 og er það nú í 2. sæti í deildinni. „Honum líður vel hérna, hann nýtur þess aö vera með góða atvinnumenn, það er vel farið með hann og allt gengur vel,“ sagöi fram- kvæmdastjóri félagsins Inaki Otegui. Það er hætt við því að ef liöið tapar nokkrum leikjum í röð verði fram- kvæmdastjórinn að taka þetta allt til baka. Áfrýjun ítalska knattspyrnuliðið Verona hefur áfrýjað eins árs banni sem leikmaður þess Silvano Fontolan, fékk eftir að leifar af bönnuðu lyfi funudust í þvagsýni hans eftir leik. Hann er fyrsti fótboltamaðurinn sem fellur á lyfja- prófi hjá UEFA á þeim 8 árum sem prófin hafa farið fram. Danir hafa hvatt Knattspyrnusamband Evr- ópu (UEFA) til aö leyfa Englending- um að spila á ný. „Við höfum aldrei haft neitt á móti Englendingum og höfum lagt til að banninu verði létt af þeim,“ segja danskir. Líklega er langt síðan danskir hafa fengið Englend- inga á leiki hjá sér. Hnémeiösli hafa hrjáð þýska knattspyrnukapp- ann Uli Stielke svo mikið undanfarna 8 mánuði að hann ætlar að setja skóna uppá háaloft eftir þetta keppn- istímabil. Stielke lék með Gladbach og Real Madrid áður, en leikur nú með svissneska liðinu Neuchatel Xamax. Hann lék einnig 42 leiki með þýska landsliðinu en er orðinn 34 ára. Maradonna leikur ekki í fjögurra landsliða „turner- ingu“ sem fram fer í Ástralíu í júlí. Bilardo þjálfari Argentínu sagði hon- um að taka sér frí í einn mánuð eftir tímabilið. Liðin sem leika þarna eru auk Argentínu, Ástralía, Brasilía og Saudi Arabía. 100.000 kr. sekt Chris Camara, sem er litaður leik- maður með Swindon réðist á Jim Melrose leikmann Shrewsbury og sló hann niður eftir aö leik liðanna lauk fyrir skömmu. Camara var kærður fyrir atvikið og hlaut dóm nú fyrir skömmu, sektin var tæpar 100.000 krónur auk málskostnaðar en þetta er í fyrsta sinn sem leikmaður er kærður og dæmdur í ensku deildunum. „Ég hef þurft að hlusta á móðganir vegna litarháttar míns í 13 ár á vellinum en hef aldrei gert neitt þessu líkt áður. Ég só eftir því sem ég gerði en ég ætlaði bara að svara fyrir mig,“ sagði Cam- ara. Melrose segist alsaklaus en hann hefur einmitt oft verið tengdur við slíkar móðganir í leikjum. Ítalía Spennan eykst ACMilan vann Derby-leikinn við Inter og nú munar aðeins einu stigi á topplið- unum á Italíu AC Milan er nú óðum að nálg- ast Napoli á toppnum á Italíu. A sínum tíma virtist allt stefna í að Napoli tækist að verja titil sinn, en í þremur síðustu leikjum hafa söngelsku drengirnir frá Mflanó sótt á Napolímenn sem nemur þremur stigum. Um helgina léku bæði liðin erfiða leiki þar sem AC mætti nágrönnum sínum í Inter, en Napoli hélt norður til Verona og lék þar við heimamenn. Það voru 80 þúsund áhorfend- ur á San Siro leikvanginum í Mí- lanó sem fylgdust með AC Milan vinna Inter 2-0 í sannkölluðum gæðaleik. AC, með Ruud Gullit knattspyrnumann Evrópu í broddi fylkingar, var mun betra liðið í leiknum en það tók Guliit engu að síður 44 mínútur að koma sínum mönnum yfir. Síðara mark AC gerði Antonio Virdis á 8. mínútu síðari hálfleiks og úr- slitin voru ótvíræð. Á meðan náði toppliðið Nap- oli aðeins jafntefli gegn Verona, 1-1, og var það sjálfur Maradona sem skoraði fyrsta mark leiksins á 26. mínútu. Verona sótti fast að Napoli eftir markið og uppskáru sanngjarnt jöfnunarmark á 66. mínútu. Roberto Galia gerði mark Verona með skalla eftir hornspyrnu. Napoli og AC Milan eru nú lang efst í ítölsku deildinni með 42 og 41 stig þegar þrjár umferðir eru enn eftir. Næsta sunnudag leiða þessi lið saman hesta sína og getur sá leikur gert út um hverjir hreppa ítalska meistaratitilinn í ár. Leiknum rná líkja við einvígi tveggja stórstjarna, Diego Mara- dona hjá Napoli og Ruud Gullit AC Milan. Hvor þeirra reynist nú sterkari þegar mest á reynir? -þóm Karfa Öðlingadeild í körfu Dagana 29. og 30. verður hald- ið opið mót í körfu AUSTUR- LAND OPEN á Egilsstöðum. Þetta er gullið tækifæri fyrir alla snjalla körfuboltakarla að kom- ast í sviðsljósið því þarna verður Glíma pa ■■■ ■ r Fjolgun i glímunni Sveitaglíma íslands fór fram í Reykjavík 16. apríl og var geysifjölmenn eins og raunin hef- ur verið með glímuna undanfarin ár. Alls kepptu 59 keppendur í fjórum flokkum á mótinu en til samanburðar má geta þess að keppendur á sama móti í fyrra voru aðeins 12. Úrsiit Flokkur 20 ára og eldri 1. HSÞ 2. Umf. Víkverji 3. KR Flokkur 16-19 ára 1. HSK 2. HSÞ Flokkur 13-15 ára 1. HSÞ 2. HSK 3. Umf. Víkverji Flokkur 10-12 ára 1. A-sveit HSK 2. B-sveit HSK meira lagt upp úr snilldartöktum og tilþrifum en beinhörðum sigri. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er, að þátttakendur hafi ekki leikið í úrvalsdeildinni í vetur og hafi aldur, þyngd og þroska til að keppa í svona móti. Sigurlaunin koma frá Álfasteini í Borgarfirði og NIKE umboðinu á Islandi. Flugleiðir verða með liðleg far- gjöld og Hótel Valaskjálf býður gistingu á hálfvirði. Áhugasamir geta haft samband við Einar í síma 97-11073 eða 97-11488. Handbolti íslenska lögreglan missti titilinn Evrópumeistarakeppni lög- regluliða í handbolta lauk um helgina. íslendingar náðu ekki að halda titilinum en náðu í bronsið því að Danir unnu Vestur- Þjóðverja í úrslitaleik 25-22 eftir framlengingu. íslendingar kepptu við Norð- menn og tókst að leggja þá að velli 23-20 um 3ja sætið og Frakk- ar náðu í 5. sætið með sigri yfir Svíum 32-31. Hlaup Hálf-Maraþon og Víðavangshlaup íslands Hálf-Maraþonið og 4 km skemmtiskokkið sem var fært aft- ur til 7. maí verður haldið 8. maí kl.12.00 á Akureyri. Keppt verð- ur bæði í karla og kvennaflokki í hálfmaraþoninu. Umsjón er í höndum UMSE síma 96-24011 og HSÞ síma 96-43107. Víðavangshlaup íslands sem var frestað vegna slæmrar færðar verður haldið laugardaginn 30.apríl kl. 14.00 við Grasköggla- verksmiðjuna á Saurbæ í Dala- sýslu. Nánari upplýsingar eru hjá Bryndísi á skrifstofu UDN síma 93-41490. Leiðir Maradona Napolí til sigurs á ný á Ítalíu? Eða verður það fimm milljón punda leikmaðurinn Rund Gullit sem hampar meistaratitli innan skamms? Hlaup Jóhann sígur á Daníel Víðavangshlaup ÍR var haldið um daginn og luku tæplega 90 keppendur hlaupinu. Hörku- keppni var í karlaÓokki þegar sig- urvegarinn í karlaflokki, Jóhann seig framúr Má Hermannssyni á síðustu 20 metrunum. Úrslit Meyjar 16 ára og yngri Þorbjörg JensdóttirÍR .....19.02 ArngerðurViðarsdóttirÍR....22.23 ÁsdísMaría RúnarsdóttirT...23.29 Konur 17 ára og eldri Marta Ernstsdóttir ÍR......15.06 FríðaRúnÞórðardóttirUMFA 16.51 Rakel Gylfadóttir FH.......17.07 Sveinar 16 ára og yngri ísleifurKárason UBK........16.39 ArnaldurGylfason (R........16.53 Helgi B. Bjarnason ÍR......17.09 Karlar 17-29 ára Jóhann Ingibergsson FH....13.28 MárHermannsson UMFK..........13.28 Bessi Húnfjörð Jóhannesson ÍR 13.34 Karlar 30 ára og eldri Ágúst Þorsteinsson UMSB...14.16 SighvaturDýriGuðm.son ÍR...14.20 Guðni Einarsson USVS......15.05 í þessum flokki vakti athygli Jón Guðlaugsson sem hleypur fyrir HSK en hann er á 63. árinu og náði 37. sæti yfir heildina. Höskuldur E. Guðmannsson, en hann er 56 ára, náði 47. sæti. Getraunir Sprengivika 219.640 krónur á 11 rétta ísíðustu viku Þar sem enginn hefur fengið 12 rétta undanfarnar tvær vikur, verður næsta vika sprengivika með þreföldum potti og eru þeg- ar komnar í pottinn 1.200.000 krónur. Aðeins einn var með 11 rétta í síðustu viku enda var vinnings- röðin allóvenjuleg eða 7 jafntefli. í hlut vinningshafans kom því 2. vinningur óskiptur og voru það að þessu sinni tæpar tvö hundruð og tuttugu þúsund. 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 35. leikvika Chelsea-Liverpool...... Coventry-Portsmouth.... Everton-Charlton....... ManchesterUnited-QPR. Newcastle-Oxford....... Norwich-Luton.......... Nott.Forest-Wimbledon... Sheffield Wed.-Arsenal.... Southampton-West Ham. Watford-Derby.......... Crystal Palace-Blackburn Swindon-Leeds.......... 2222222x2 111111111 1 1 1 1 1 1 1 1 x 11x111111 111111111 ,x 1 2 x x 1 1 1 x 111111112 11x1x12 11 x 1 1 1 1 1 1 x 2 . X 1 X X X 1 1x1 11x12 1111 1 12 2 12 12 2 Ferð til Stuttgart í næstu viku er síðasta umferð hópleiksins sem notið hefur fá- dæma vinsælda í vetur. Aðeins 2 hópar eiga möguleika á sigri og eru það BIS með 163 stig og SÆ-2 með 162 stig. Verðlaunin eru ferð fyrir 5 á úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í Stuttgart þann 25. maí milli PSV Eindhoven og Benfica. Undanúrslit Úrslit í 8 liða úrslitum bikar- keppni getrauna: Fákur-Elías...............*7-7 Sleipnir-Abba.............*8-8 Portsmouth-Ricki2001...... 6-7 Bis-GH box258............. 8-6 Dregið hefur verið í undanúr- slit: Fákur og Bis Abba og Ricki 2001 PARIS 1 x í viku FLUGLEIDIR g -fyrirþig- Miðvikudagur 27. aprfl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.