Þjóðviljinn - 28.04.1988, Síða 1

Þjóðviljinn - 28.04.1988, Síða 1
Fimmtudagur 28. apríl 1988 95. tölublað 53. árgangur Magnús L Sveinsson horfir von- araugum á miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara. Hvað aetli honum finnist? - Mynd: Sig Stormsker Hneykslið í mótun Okkar maður í Eurovision þetta árið Sverrir Stormsker segir að hann hafi það bærilegt í Dy- flinni á írlandi, maturinn sé að vísu óætur en viskíið aftur á móti þolanlegt. Hvað „hneykslið" varðar og allir bíða eftir hér á íslandi með öndina í hálsinum segir Stormsker að það sé enn í mótun. Sjá bls 3 vv.iuju.-nsn. ./fli 3Y UViA l/ :KA 'TF jíC L: D;j 'JJi/X )5L IIvirORABLL’ OF oT.4TL V/A3MIKGTCL. 3ir: porso.-i instrucvion Ko?°62th? D«Partaei'.t• -oumunist In"‘ * OT f " y/h ic Lion Ko. 62 oT laDte'íb ,1iV' s tliird íjily bv n.r.of b ?e.f'te.mber >(•', onö t • mv -•7U8. . V vy necret deepatch Ko. 282 ér Octc 9«v* . . . vdIfnnal St my Jer c 71angen/Trimble Leynískýrslur Sendimenn Bandaríkjanna: Viðtöl við háttsetta ráðmenn. Vopnaðar sveitirIs- lendinga. Aukinn bandarískuráróður. Þrýst á biskupinn Skýrsla sem Þór Whitehead sagnfræðingur samdi fyrir menntamálaráðherra um Tangen-málið var rædd á alþingi fyrir skömmu. Norðmaðurinn Dag Tangen sagðist hafa séð bandarísk skjöl sem sýndu að Stefán Jóhann Stefánsson hefði haft náið samband við banda- ríska leyniþjónustumenn. Þegar á átti að herða fann Tangen ekki skjalið sem hann sagðist hafa vitnað til. Fiskvinnslan Baráttan vonlaus UmmœliJóhannesarNordals um oflitlafram- leiðnifiskvinnslunnar vekurgremju. Freyja hf. á Súganda: Tal fávísra manna Mikið vonleysi er farið að grípa um sig meðal forráðamanna fisk- vinnslufyrirtækja um land allt vegna síversnandi afkomu vinnsl- unnar og aðgerðarleysis stjórnvalda og ekki bætti það úr skák þegar Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri sagði á ársfundi bankans í fyrradag, að aðalvandi fiskvinnslunnar væri of lítil fram- leiðni. Baldur Jónsson, framkvæmda- stjóri Freyju hf. á Súgandafirði segir þessi ummæli seðlabanka- stjóra vera tal fávísra manna og vísar þeim alfarið á bug. Sjá bls. 3 Hjörleifur Guttormsson hefur aftur á móti lesið á alþingi upp úr bandarískum skjölum, sem voru áður leyndarskjöl. Þar kemur fram að starfsmenn bandaríska sendiráðsins hafa unnið kapp- samlega að því að tryggja að Is- lendingar hefðu „réttar“ skoðan- ir. Þeir höfðu náið samband við háttsetta íslenska embættismenn, þar á meðal ráðherra. Sjá bls. 8-9 Miðlunartillagan 42 þúsund eftir fimm ár Lágmarkslaun verði36þúsund. Hœkki um 15,8% á samningstímanum. Verkfallsverðir stoppa Flugleiðir Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans gerir miðlunartillaga sáttasemjara ráð fyrir að lág- markslaun verði um 36 þúsund krónur. Þetta er töluvert langt frá kröfum verslunarmanna sem höfðu farið fram á 42 þúsund. Verkfall heldur áfram þangað til niðurstaða atkvæðagreiðslu liggur fyrir. Verslunarmenn munu ekki ná 42 þúsundum í laun fyrr en eftir 5 ára starf í sömu starfsgrein. En samningurinn sem var felldur gaf þá tölu eftir tíu ár. Samningurinn verður kynntur hjá félögunum í dag og atkvæða- greiðsla hefst á morgun. Al- mennt er búist við góðri þátttöku í atkvæðagreiðslunni sem lýkur kl. 18 á laugardag. Þá hefst taln- ing og niðurstaðan ætti að verða ljós á laugardagskvöldinu. Flugleiðir ætla að hefja milli- landaflug sitt að nýju í dag. Stöðvarstjóri Flugleiða ætlar að sjá um afgreiðslu með aðstoðar- manni sínum. Suðurnesjamenn hyggjast koma í veg fyrir þetta og fá liðsstyrk frá Reykjavík. Þessi ákvörðun Flugleiða gæti leitt til alvarlegustu deilna í verkfallinu til þessa. Sjá bls 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.