Þjóðviljinn - 28.04.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.04.1988, Blaðsíða 2
Eftir formannskjörið var Stefaníu Traustadóttur færður blómvönd- ur frá félögunum. ABR Nýr foimaður Stefanía Traustadóttir tekur við. Forval ekki lengur skylda við upp- stillingu á lista Á aðalfundi Alþýðubandalags- ins í Reykjavík, sem haldinn var í fyrrakvöld, var kjörinn nýr for- maður Stefanía Traustadóttir. Aðrir í stjórn voru kosnir: Árni Páll Árnason, Guðrún Guð- mundsdóttir, Einar Gunnarsson og Sólveig Ásgrímsdóttir en auk þeirra sitja í stjórn formenn 6 fé- lagsdeilda. Gerðar voru nokkrar breyting- ar á lögum félagsins, m.a. sú að nú er ekki lengur skylt að viðhafa prófkjör þegar raðað er á lista fyrir borgarstjórnar- eða alþing- iskosningar. Ákvörðun um þau mál verður því í höndum félags- fundar. En hvernig er hljóðið í nýja formanninum? „Ég bæði hlakka til og kvíði fyrir,“ sagði Stefanía þegar Þjóðviljinn ræddi við hana í gær. „Þetta verður erfitt. Fjárhagurinn er bágborinn og nú þarf mikla vinnu. Annars gerir formaðurinn ekkert einn, það þarf samstillt átak og mikla sam- vinnu til.“ Kennarar Ekkert tilboð Ríkið hefur ekki enn lagtfram nýtt tilboð fyrir kennara Kennara er nú farið að lengja eftir tilboði frá ríkinu en enn ból- ar ekkert á því. Fulltrúar fjár- málaráðherra og aðstoðarmaður hans neituðu í gær að taka við ályktun stjórnar og samninga- nefndar HIK. í ályktuninni kemur fram að kennarar hafa af því þungar áhyggjur ef samningar verða enn lausir í byrjun næsta skólaárs og að ljóst sé að HÍK telji sér ekki fært að semja um kaup og kjör við fjármálaráðherra meðan hann heldur þvf fram að kennarar svíkist um í sínum störfum. HÍK lagði fram fyrirspurn til stjórnvalda 15. apríl sl. þar sem félagið vænti svars við því hvort opinber ummæli fjármálaráð- herra um vinnutíma kennara endurspegli mat ríkisstjórnarinn- ar á störfum þeirra. -tt _________________FRÉTTIR_________________ S-Afríka Bann nýtur stuðnings Steingrímur J. Sigfússon: Prýstáað tillaga Alþýðubandalags- ins um viðskiptabann á S-Afríku verði afgreidd í utanríkis- málanefnd. Sjálfstœðismenn þverir fyrir Irétta fímm mánuði hefur utan- ríkismálanefnd alþingis haft til umfjöllunar þingsályktunartil- lögu þingmanna Alþýðubanda- lagsins um algert viðskiptabann á S-Afríku án þess að afgreiða hana frá sér. - Það er verulegur þrýstingur á nefndina og formann hennar að afgreiða þetta mál og ég veit að þessi tillaga nýtur víðtæks stuðn- ings. Það er með öllu ótækt að Alþingi fái ekki að taka afstöðu til þessa máls, segir Steingrímur J. Sigfússon formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, fyrsti flutn- ingsmaður tillögunnar. Það eru Sjálfstæðismenn sem fyrst og fremst hafa tafið af- greiðslu málsins en fulltrúar ann- arra flokka á þingi eru samþykkir viðskiptabanni á S-Afríku. And- staða Sjálfstæðismanna kom ber- lega fram á fundi ríkisstjórnar- innar á þriðjudag en þá tilkynnti Steingrímur Hermannsson utan- ríkissráðherra að hann myndi leggja til einhliða viðskiptabann á S-Afríku fyrst ekki næðist sam- staða um málið innan stjórnar- innar. Það vekur hins vegar furðu fyrst áhugi utanríkisráðherra á málinu er þetta mikill að hann sjái ekki til þess að sú tillaga sama efnis sem legið hefur á borði utanríkismálanefndar sl. fimm mánuði fái afgreiðslu nú þegar fyrir þinglok. -*g- Fjölbýlishús íbúðaverð sjaldan hærra Nœr20% raunhækkun á fjölbýlishúsaíbúðum íReykjavík á einu ári. íbúðir ekki dýrari síðustu 20 ár Söluverð íbúða í fjölbýlishús- um í Reykjavík hækkaði um 17-20% að raungildi á síðasta ársfjórðungi sl. árs miðað við sama tíma 1986 og hefur raun- verð á slíkum íbúðum ekki verið hærra síðan 1982 en þá var verð íbúða í Reykjavík hvað hæst sl. tvo áratugi. Samkvæmt athugun Fasteigna- mats ríkisins hækkaði útborgun- arhlutfall í 79,4% á þessum sama tíma og hefur ekki mælst hærra áður á heilum ársfjórðungi. Sölu- skýrslur íbúða sýna að verðhækk- unarbylgjan sem hófst í ágúst á sl. ári stóð fram í nóvember en þá dró úr henni aftur. Meðalverð á um 80 fm. íbúð í fjölbýlishúsi í höfuðborginni hækkaði úr rúmum 3 miljónum í október sl. í 3.350 þús. í desemb- er að meðaltali. Söluverð á hvern fermetra hækkaði þannig úr 41.749 kr. í 45.326 kr. Frá fjórða ársfjórðungi árið 1986 fram á sama tíma í fyrra hækkaði framreiknistuðull um 44,7% og fermetraverð fjölbýlis- húsaíbúða um 41,7%. Á sama tíma hækkaði lánskjaravísitalan hins vegar um 20,9% svo raun- verð íbúða hækkaði á þessum tíma um 17-20% -lg- Ráðhúsið „Graftar- leyfið“ löglegt Skipulagsstjórn ríkisins felldi tillögu skipulags- stjóra um að dœma „graftarleyfið“ ólöglegt Á fundi Skipulagsstjórnar ríkisins í gær var tillaga skipu- lagsstjóra, Stefáns Thors, um ó- gildingu „graftarleyfís“ við ráð- húslóðina felld með 3 atkvæðum gegn 2. Tillöguna lagði skipulagsstjóri fyrir stjórnina vegna beiðni fé- lagsmálaráðherra, Jóhönnu Sig- urðardóttur, um umsögn Skipu- lagsstjórnar á kæru íbúa Tjarnar- götunnar vegna veitingar „graftarleyfis" áður en bygging- arleyfi hefði verið veitt. Meiri- hluti Skipulagsstjórnar lítur svo á að leyfi til byggingaframkvæmda hafi verið í fullu samræmi við reglur þar að lútandi. - Ég lagði greinilega allt annan skilning í þessa leyfisveitingu en félagar mínir, sagði Stefán Thors í gær. Þeir sem voru fylgjandi tillögu- nni voru Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og Hermann Guðjóns- son, Vita- og hafnarmálastjóri. Þeir sem voru andvígir voru Sig- urgeir Sigurðsson, Garðar Hall- dórsson og Snæbjörn Jónasson. -tt Sláturfélag Suðurlands Hverfaverslanir seldar Tíðinda að vœnta áfundinum. Starfsfólk áhyggjufullt. Sútun- arverksmiðjan flutt austur fyrir fjall Aðalfundur Sláturfélags Suð- urlands verður haldinn í dag á Hvolsvelli og þaðan er tíðinda að vænta um endurskipulagningu þá á fyrirtækinu sem stendur fyrir dyrum. Stjórn félagsins vill losa það við smásöluverslunina hér á höfuðborgarsvæðinu og því er rætt um að selja þær verslanir og fyrir liggur að fíytja sútunar- verksmiðjuna á Grensásveginum austur fyrir fjall. Raunar eru þeg- ar hafnar viðræður við Byggða- stofnun um það mál. Páll Lýðsson stjórnarformaður SS segir að hann vilji ekki ræða um þau atriði sem til umræðu verða á aðalfundinum fyrr en eftir að þau hafi verið kynnt fyrir félagsmönnum en hann tekur undir það sem fram hefur komið í fjölmiðlum um að áhugi sé fyrir því innan stjórnarinnar að beina rekstrinum meir að framleiðslu- þættinum og draga jafnframt úr verslunarekstrinum. Hann nefnir sem dæmi í þessu sambandi að nú fari aðeins 12% af framleiðslunni til sölu í eigin verslunum SS en 88% fari í gegn- um heildsölur. Starfsfólk SS hér í Reykjavík hefur töluverðar áhyggjur af þeirri óvissu sem mál félagsins eru í vegna endurskipulagningar- innar, einkum af því að hluti þess muni missa störf sín. Fólkið hefur rætt þetta sín í millum og brátt mun stjórn starfsmannafélags þess ræða þetta mál. Páll Lýðsson segir að þessi flötur á málinu hafi lítt verið ræddur innan stjórnar- innar enda hafi hún haft margt annað á sinni könnu að undan- förnu. Hann bendir þó á að þótt verslanir séu seldar þurfi eftir sem áður starfsfólk til að vinna í þeim. _FRI 2 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.