Þjóðviljinn - 28.04.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.04.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Hin glataða æra og glötuðu tækifæri Nú er oröiö Ijóst aö ríkisstjórnin ætlar ekki aö láta alþingi þvælast fyrir sér fram eftir vori. Álíta sumir aö þinglausnir veröi eftir rúma viku. Flestir telja skýringuna á þessu vera þá aö ráðherrar vilji fyrir hvern mun losna viö svartagallsrausiö í eigin þingmönnum sem eru sífellt aö boöa það aö efnahagslíf þjóö- arinnar sé á heljarþröm. Ótækt sé aö alþjóð hafi fyrir augum sér á þingi stjórnarþingmenn sem láta eins og þeir séu í stjórnar- andstöðu, þaö sé sök sér aö þeir haldi heimsslitaræöur heima í kjördæmum sínum. Svo eru aðrir sem telja aö þingiö verði sent fljótlega heim vegna þess aö forsætisráðherrann ætlar aö þiggja heimboð Bandaríkjamanna. Þaö eru ekki ýkja margir mánuöir síöan þingmenn stigu trylltan dans viö aö gera ýmiss konar stjórnarfrumvörp aö lögum fyrir áramót. Nú er þeim boðið í dans á ný. Af öllum þeim fjölda frumvarpa, sem ráðherrarnir hafa ætlað sér aö koma í gegnum þingið, veröa nú örfá valin út úr og keyrð í gegn meö offorsi og aukafundum. Þótt undarlegt megi virðast er eitt þessara mála svokallaö kaupleigufrumvarp Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra um breytingar á lögum um Hús- næðisstofnun ríkisins. Telja veröur aö flestir þingmenn stjórnarandstööunnar hafi tekiö vel í þá hugmynd aö meö breytingum á lögum mætti auka framboð á leiguhúsnæöi. Þörfin er brýnni nú en oft áður á nýjum valkostum í húsnæðismálum. Fólk á ekki margra kosta völ í þeim efnum og flestir berast af nauðsyn út í þaö ævintýri aö eignast eigin íbúö meö því aö kaupa eöa byggja, ævintýri sem verðtrygging lána og okurvextir hafa gert aö lífshættulegri martröð. Sá sem treystir á aögang aö leiguíbúðum er að dæma sig og fjölskyldu sína til linnulítilla flutninga. Því miður hefur aöeins lítill minnihluti getaö leyst húsnæöismál sín innan verkamannabústaöakerfisins. Og í því kerfi er reyndar víöa pottur brotinn og þörfin fyrir endurskipulagningu mjög brýn. Þeir voru því margir sem glöddust við tal krata um kaupleigu- íbúöir þótt margir heyröu aö í þeirri ræöu blindfélli ekki hvert orö. Menn óttuðust aö frumvarp félagsmálaráðherrans yröi ekki bitastætt. Því miður hefur sá ótti ekki reynst ástæðulaus. í umsögnum ýmissa félagasamtaka um kaupleigufrumvarp- ið kemur víða fram sú skoöun aö mönnum þyki skrefið, sem taka á, ósköp stutt og aö eins gott hefði verið aö bíöa eftir þeirri allsherjarúttekt á húsnæðiskerfinu sem nú á að fara fram. Átta félagasamtök, sem myndað hafa meö sér samstarf um húsnæðismál og eru í forsvari fyrir leigjendur, öryrkja, náms- menn og aldraða, segja aö mjög lítið tillit hafi veriö tekið til ábendinga þeirra. Samband ísl. sveitarfélaga telur að rétt sé að samþykkja frumvarpiö ef gerðar veröi á því átta tilteknar breytingar. Fjölmargir aðilar leggja til aö málinu veröi frestað þar til heildarendurskoðun á húsnæðislöggjöfinni fer fram. Stjórnarandstaðan er ekki á móti málinu en vill gera á því nokkra bragarbót. Vinstri kanturinn er sem sagt heldur velvilj- aður kaupleigunni en mönnum finnst frumvarpið hvorki vera fugl né fiskur. Ýmsir þingmenn úr stjórnarflokkunum hótuöu því aö kaup- leigan myndi ekki ná fram að ganga. Andstaðan viö kaup- leiguna hefur fyrst og fremst verið innan þingmeirihluta ríkis- stjórnarinnar. Formenn stjórnarflokkanna urðu því að minna liðsmenn sína á aö þeir hefðu undirritað formlegan sáttmála við myndun ríkisstjórnarinnar á síðasta sumri aö sett yröu í lög ákvæði um kaupleiguíbúðir. Og þingmeirihlutinn svarar kalli formannanna. Meö Alex- ander Stefánsson í broddi fylkingar er því lýst yfir aö rétt sé aö samþykkja frumvarpið þótt mikilvægi þess sé dregið í efa. Það verði að starfa í samræmi við skuldbindingu formanna stjórn- arflokkanna frá því í fyrra. Hvílíkt tækifæri var ekki hér fyrir krata til að koma í gegn alvöru lögum um nýjar leiðir í húsnæöiskerfinu. Eöa heföi samkomulagið frá í fyrra kannski ekki haldið nema vegna þess aö kratar lofuðu aö kaupleigan yröi þynnt út í ekki neitt? Niður- staöan er Ijós: Kratar hamast við aö koma í gegn frumvarpi sem enginn telur máli skipta nema þeir sem standa vilja heilagan vörð um ímynd Jóhönnu félagsmálaráöherra. KLIPPT OG SKORIÐ Blindirsjá Það var ánægjuleg reynsla að mega verða vitni að enn einu sjónvarpsafreki Ingi- mars Ingimarssonar í fyrra- kvöld,ogerleitunájafn skýrlega uppbyggðu áhorfs- efni með jafn markvissa höfðun. Reyndar var heildarsvip- urinn núna aðeins annar en síðast en þegar Ingimar lét hóp blindra segja álit sitt á sjónvarpskvikmynd,-eða þegar hann sýndi norska mynd um sifjaspell og talaði á eftir við Stebba Ben um reynslu hans af fréttum um fjármál stjórnmálaflokka á Stöð tvö. Sem var stór- merkileg tilraun til að tengja ólík tilverusvið þótt almenn- ingur hefði orð á því að sam- hengið lægi ekki í augum uppi. En þarna átti auðvitað að skynja og ekki skilja eins- ogíöðrum æðri listum. Þegar betur er að gáð má raunar greina í þessum síð- asta þætti Ingimars einskon- ar ljóðræna tilvísun til þátt- arins þar á undan þarsem blinda fólkið var að horfa á sjónvarp. Nú varnefnilega boðið í stofurnar fjórum ís- lenskum viðskiptajöfrum til að horfa á breska mynd um fjármálabrask, pólitík og spákaupmennsku. Jöfrarnir fjórir urðu strax ásáttir um að breska myndin væri óraunhæf frá toppi til táar, svonalagað svindl og svínarí gæti varla gerst yfir- höfuð, enda hefði fólkið í myndinni þverbrotið bæði lög og starfsreglur. Myndin væri einungis spennureyfari settur í umhverfi fjármála- heimsins og atburðarásin af- skaplega ótrúverðug. Og fór sjónvarpsáhorfendum strax að verða rórra við þennan dóm. Ekki hjá okkur Síðan sögðu spekingarnir að það væri að minnsta kosti hæpið að svona nokkuð kæmi fyrir í gjaldeyrisversl- uninni, það værifrekarí hlutabréfunum. Til fróð- leiks og skemmtunar voru síðan rifjaðir upp nokkrir djúsí skandalar í hlutabréf- akauphöllunum í New York, Kaupmannahöfn og París á síðustu misserum; og eftir það harmað mjög að hér á íslandi skyldi ennþá skorta rnarkað til að geta verslað nógu mikið með hlutabréf í íslenskum fyrir- tækjum (það er smæðin sem háirokkur, sagði Seðla- bankastjóri og sá glitra á tár íhvarmi). En hver veit nema Eyjólf- ur sé að hressast? Jón Sig- urðsson viðskipta- og kirkjumálaráðherra hefur nýlega lagt fram frumvarp um að útlendingar geti eignast fjórðung hlutafjár í íslenskum bönkum, og er þá ekki eftir annað en að koma þeim fjórðungi á erlendan hlutabréfamarkað, - þar á eftir gæti svo fylgt allur sá fjöldi fyrirtækja sem bank- arnir gætu eignast á morgun ef þeir vildu útaf vítahrings- trikkinu góða með hávaxtað lánsfé. Fögur fylking Þetta var fríður hópur af- burðamanna sem settist saman í hring í Sjónvarpinu, og sem betur fer ekki verið að spilla samræðunum með neinu þrasi eða gagnrýnisnöldri að ekki sé minnst á sífrandann og heimtufrekjuna sem Alþýð- ublaðinu er svo illa við. Hér lofaði hver annan í slíkan hástert að Ingimar átti í erf- iðleikum með að halda jafnvægi í hóli milli þátttak- enda samkvæmt lögbundn- um hlutlægnisreglum ríkis- útvarpsins; - það var helst að Friðrik saltfiskstjóri væri með hjáróma athugasemdir um gengisfestuna. Sem bet- ur fer þurfti ekkert að passa uppájafnvægiðaðöðru leyti, -því að hinn snjalli stjórnandi hafði búið svo um hnútana fyrirfram að allir þátttakendurnir voru úr sama stjórnmálaflokki, og hallaði því hvorki á né af. Það var líka aðdáunarvert á uppsteytstímum og laus- ungar allskonar að sjá að þar sem mest ríður á er ekki látið undan varðandi eðli- lega og náttúrlega virðing- arröð í mannlegu félagi. Æðstur er hinn aldni Seðla- bankastjóri í hlutverki guð- föðurins. Hann byrjarað tala, leggur meginlínur um- ræðunnar og sker úr komi upp vafi. Honum næstir koma synirnir þrír, Sem, Kam og Jafet, h ver yfir sín- um próvins fjármálaverald- arinnar, hafa málfrelsi en nota það fyrst og fremst til að mæra foringjann og verk hans. Þar neðanvið situr kallari hirðarinnar, sjón- varpsfréttamaðurinn, sem að öðru leytinu er dyravörð- ur í veislunni og gætir þess að allt haldist innan fyrir- fram settra kurteisimarka, að hinu leytinu einskonar skutilsveinn samdrykkjunn- ar og sér um að enginn þátt- takenda verði verulega út- undan frá hljóðnemanum. Konurá sínum stað Fyrir neðan þessa fimm merkilegu karlmenn koma svo konurnar, sem í þætti Ingimars voru þrjár, og sátu við símaborðið einsog konur á framabraut eiga að gera. Munur kynjanna í þeim geira samfélagsins sem Sjónvarpið var að kynna okkur í gærkvöldi var með vissu millibili dreginn skörpum dráttum með því listbragði sjónvarpsvélar- innar að konurnar þrjár við símana voru sýndar saman í einni mynd innaní myndinni af körlunum knáu á rökstól- unum. Þetta sýndi vel að oft fer einkar smekklega á kon- um í sjónvarpi - þegar þess er gætt að halda þeim á sín- um stað. Neðsta lagið í þeim píra- mída sem okkur var sýndur í þætti Ingimars mynda svo áhorfendur. Þeir eru nafn- lausir og verða að notast við búktalara til tjáningar. Kon- urnar góðu hafa nefnilega það hlutverk að hreinsa sor- ann úr spurningum og skoð- unum þessa óþrifahóps, - gæta þess að heimskulegar athugasemdir hans tefji ekki störf öldungadeildarinnar í beinu útsendingunni. Björt framtíö Þetta var í einu orði sagt indæl kvöldstund og sann- færði mann um að blessun- arlega væri allt enn á sínum stað í samfélaginu þótt blik- ur kynnu að sýnast á lofti. Þátturinn var enn betri vegna tímasetningarinnar, sem gaf honum táknrænt inntak. Öll umgjörð og upp- bygging umræðuþáttarins var í fullkomnu samræmi við fyrirmæli íhaldsþingmanns að austan um „opinbera fréttastofu" í kvöldfréttum sama Sjónvarps. Hér var þess svo sannarlega gætt að ekki væri troðinn skórinn niður af opinberum sjónar- miðum. Og ekki er síður ánægju- legt að vita að umræddur þáttur á eftir að verða fyrir- mynd margra annarra í sjón- varpsdagskránni eftir að Markús Órn Antonsson er búinn að reka burt óþæga menn sem voru með kjaft um heilbrigða húsbónda- hollustu og þjónustulund Ingimars Ingimarssonar. -m þlÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. , Rltstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaöamenn: Guömundur Rúnar Heiöarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SiguröurÁ. Friöþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.).Sævar GuÖbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útlitateiknarar: GarðarSigvaidason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofu8tjóri: Jóhannes Haröarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingast jóri: Sigriður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Sfmavarsla: Hanna Ólafsdóttir, SigríöurKristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. lnnheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson.ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 28. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.