Þjóðviljinn - 28.04.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.04.1988, Blaðsíða 8
Leyni- skýrslurnar Hverjir voru höfundar þeirra og hvaða starfa gegndu þeir hér á landi? William C. Trimble var áriö 1948 1. sendiráðsritari, ræðismaður og settur sendi- fulltrúi við bandaríska sendiráðið. Hann var þar næstæðsti maður og reyndar var hann næstæðsti borgaralegi embættismaður Bandaríkjastjórnar hér á landi. Það varTrim- ble sem sendi þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Dean Acheson, skeyti í mars 1948 þar sem hann sagði að forsætisráð- herra íslands, Stefán Jóhann Stefánsson, hefði nýlega spjallað við sig um áhyggjur af því hve margir kommúnistar störfuðu hjá hinu opinbera. Ræddu þeir síðan um nafn- greinda starfsmenn íslenska ríkisins sem víkja þyrfti úr starfi. Richard P. Butrick kom hingað sem sendi- herra 1948. Hugsanlegt er að Trimble hafi um eitthvert skeið ráðið ferðinni í sendiráðinu meðan beðið var komu Butricks. Kannski hefur Trimble þótt að allt hafi haft annan róm áður en Butrick kom til sögunnar. Petta eru þó hreinar getgátur sem byggjast á undar- legum tóni sem kemur stundum fram í skýrsl- unum. Það er engu líkara en Trimble sé hálf- partinn að ásaka Butrick um dugleysi, en sá síðarnefndi beri fimlega af sér sakargiftir og leggi fram sannanir fyrir því að svo sannar- lega reyni bandaríska sendinefndin undir hans stjórn allt sem í hennar valdi standi til að hafa áhrif á þróun mála á íslandi. Þann 4. ágúst sendi Trimble langa leyni- skýrslu til Mr. Hickerson á Evrópuskrifstofu bandaríska utanríkisráðuneytisins, Norður- Evrópudeild. Þetta var löng ritsmíð upp á 8 blaðsíður um „áhrif kommúnista á íslandi og tillögur um úrbætur". Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur beð- ið Butrick sendiherra um álit á þessum til- lögum og hann hefur sent bráðabirgðasvar 8. okt. 1948. Síðan hefur hann fengið greinargerðir frá nokkrum starfsmanna sinna við sendiráðið hér, þ.e. frá Reese menning- arfulltrúa, Byrns 2. sendiráðsritara og McKesson 3. sendiráðsritara. En þann 10. nóv. 1948 sendir hann skýrslu þá, sem hér er vitnað til, undir heitinu „Aðgerðir bandarísku sendinefndarinnar á íslandi til að berjast gegn kommúnisma". ÓP Trimble vildi að forystumenn „and-kommúnísku“flokkanna yrðu hvattir til að koma upp vopnuðum sveitum sem fengju á laun létt vopn og skotfæri. Butrick taldi á þessu m.a. þá annmarka að slíkar sveitir sköpuðu falska öryggiskennd sem komið gæti í veg fyrir bandarískar áætlanir um alvöru setulið á íslandi. Hemám hugarfarsins Bandarískir sendimenn voru í nánu sambandi við íslenska ráðherra og ritstjórasvokallaðra „andkommúnískra“ dagblaða. Langtíma hagsmunir Bandaríkjanna: Samningar um dvöl hersins á Keflavíkurflugvelli. Gripið niður íleyniskýrslur sem starfsmenn bandaríska sendiráðsins sendu yfirboðurum sínum I skýrslu sinni áminnir Trimble yfirmenn sína um aö gleyma ekki langtíma hagsmunum Bandaríkjanna, samningum um veru Banda- ríkjahers á Islandi. Mr. Trimble bendir á að styrk- ur kommúnista hafi nokkuð minnkað eftir að Nýsköpunar- stjórnin (Sjálfstæðisflokkur, Sós- íalistaflokkur og Alþýðuflokkur) fór frá völdum og ríkisstjórn Stef- áns Jóhanns (Stefanía: Alþýðu- flokkur, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn) var mynduð í febrúar 1947. En hann varar við að þeir séu allt of sterkir í landi sem hefur mikla hernaðarþýðingu fyrir Bandaríkin. En Trimbie vill að farið sé að öllu með gát. „Við ætt- um eftir því sem unnt er,“ segir hann, „að reyna að fara óbeint að hlutunum til að komast hjá því að vekja grunsamdir hjá almenn- ingi, sem hefur tilhneigingu til að vantreysta útlendingum, og koma þannig í veg fyrir öll okkar mark- mið.“ Tillögur sínar setur Mr. Trimble fram í 13 liðum. IErlend fjárhagsað- ■ stoð, hjálp og ráð- gjöf til að vekja Al- þýðuflokkinn úr dái Mr. Trimble segir að Alþýðu- flokkurinn hafi átt í mestu vand- ræðum með að greiða laun erind- reka í hlutastarfi á meðan Sósíal- istaflokkurinn sé með marga menn í vinnu. Þá þurfi að greiða hallann af Alþýðublaðinu og fjölga verulega ferðum forystu- manna Alþýðuflokksins til Norð- urlanda og annarra landa í Vestur-Evrópu. Verði slík fjár- hagsaðstoð veitt ætti hún helst að berast Alþýðuflokknum sem gjöf frá norska Verkamannaflokkn- um en alls ekki að koma beint frá Bandaríkjunum. Trimble leggur líka til að verkalýðsleiðtogar og kratar í öðrum löndum verði fengnir til að sækja Alþýðuflokkinn heim til að hressa hann við. Butrick sendiherra álítur að fjárhagsstuðningur við stjórn- málaflokka sé gróf afskipti af innri málefnum annars ríkis. Auk þess beri að athuga að það sé Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Al- þýðuflokkurinn sem sé tryggasti vinur Bandaríkjanna. „Það verð- ur að minna á að það var forsætis- ráðherra úr Sjálfstæðisflokknum sem kom Keflavíkursamningnum í gegn.“(Ólafur Thors) Auk þess sé Alþýðuflokkurinn alls ekki að dauða kominn. Forsætisráðherr- ann (Stefán Jóhann Stefánsson) sæki mjög oft ráðstefnur til Norð- urlanda. „Svo virðist að það sé rétt að blað flokksins, Alþýðu- blaðið, sé í fjárhagskröggum. En engu að síður er nægjanlegt ríki- dæmi í flokknum og meðal félaga hans til að bæta úr því ástandi.“ Sendiherrann segist hafa rætt slíkar heimsóknir fyrir nokkrum mánuðum við forsætisráðherr- ann og segist halda að hann sé ekki búinn að gleyma málinu. „En ég mun minna hann á þetta við hentugt tækifæri." 2Fyrrum kominar ■ sem „séð hafa ljós- ið“ heimsæki ísland Mr. Trimble segir að íslend- ingar séu hrifnir af að fá fræga útlendinga í heimsókn og telji það heiður fyrir landið. Þeir leggi mun betur eyru við orðum slíkra gesta en íbúar í miljónalöndum. Hann minnir á „vellukkaða“ heimsókn og fyrirlestur Arnulfs Överlands og stingur upp á að hingað komi menn á borð við Lo- uis Budenz og Arthur Koestler. Butrick sendiherra álítur þetta ekki nýstárlega hugmynd en engu að síður góða. Hann hefur líka verið hrifinn af fyrirlestrum Överlands um hættuna af komm- únistum en þeir voru haldnir á vegum Norræna félagsins en þar var forseti Stefán Jóhann .Stef- ánsson forsætisráðherra. Över- land stakk upp á (í maí 1948) að ísland léti land undir herstöð og kann það að hafa verið „startskot núverandi ríkisstjórnar undir rós í baráttunni fyrir að fá hervernd fyrir ísland.“ 3Bandaríkjaher end- ■ urskoði kaup á fiski og fiskafurðum fyrir Þjóðverja Mr. Trimble vill að þeim boð- um verði á óformlegan hátt kom- ið til forystumanna í Framsókn- arflokki og Sjálfstæðisflokki að endurskoðuð yrði sú stefna Bandaríkjahers að kaupa hér fisk fyrir hernámssvæðin í Þýskalandi ef á íslandi yrði mynduð ný ríkis- stjórn með þátttöku kommún- ista. Sendiherrann segist margoft hafa lagt þunga áherslu á þetta atriði m.a. í ferð sinni til Banda- ríkjanna í júlí 1948. Þessi við- leitni hafi þegar skilað miklum árangri. Kommúnistar víki ■ úr öllum ábyrgðar- störfum, þar á með- ai í skólum og í há- skólanum Mr. Trimble vill að leitað sé aðstoðar hjá Norðmönnum og hugsanlega hjá Bretum við að gera íslenskum ráðherrum ljóst að það sé algjörlega nauðsynlegt „að fjarlægja kommúnista úr öllum áhrifastöðum, þar á meðal úr skólum og háskólanum. Viss skref hafa þegar verið stigin í þessa átt, búið er að brjóta á bak aftur yfirráð kommúnista á Ríkis- útvarpinu og kommúnisti í starfi flugmálastjóra hefur verið látinn víkja." Vandræðin telur Trimble vera þau að íslensku ráðherrarnir óttist að vera ásakaðir um pólit- ískar ofsóknir og því hætti þeim til að slá slíkum málum á frest. „Þetta hefur undirritaður gert við öll heppileg tækifæri," segir Butrick sendiherra, „og ríkis- stjórnin hefur ekki slegið slöku við.“ Hann minnist líka á Erling Ellingsen flugmálastjóra. „Það þurfti lagasetningu á alþingi til að setja hann til hliðar, en það var engu að síður gert,“ segir sendi- herrann og er ekki frítt við að kenna megi nokkurs stolts í frá- sögn hans. „Höldum því áfram þeirri stefnu að knýja á um það við hag- stæð tækifæri að fólki með kommúnískar tilhneigingar verði vikið úr valda- og áhrifastöðum." Andkommúnísk ■ blöð fái aðgang að trúnaðarmálum til að geta betur túlkað erlendar fréttir Mr. Trimble kann að segja frá því að í einkasamtölum við hann hafi forystumenn and-komrnún- ísku flokkanna þriggja (lýðræðis- flokkanna!) óskað eftir að flokks- málsgögn þeirra fengju upplýs- ingar sem hnekkt gætu túlkunum kommúnistablaðsins (Þjóðvilj- ans) á erlendum atburðum. Ef þeir fengju aðgang að leyndarg- ögnum yrði reynt að gæta fyllstu varkárni. Trimble stingur upp á því að Morgunblaðið, Tíminn og Alþýðublaðið fái hjá blaðafull- trúa sendiráðsins vatnsþynnta út- gáfu af „Weekly Foreign Relati- on Summary“, leyniskýrslu sem vikulega var dreift til ýmissa bandarískra embættismanna. Þetta telur Butrick sendiherra bæði „erfitt og hættulegt“. Sam- skiptin við ritstjórana þurfi að vera óformleg. Agætt sé að koma hugmyndum á framfæri við þá yfir kaffibolla eða í kokteil-partíi. íslendingar kæri sig ekki um að vera settir upp að vegg og reyndar sé stundum erfitt að skilja hvað þeir séu að fara. Sem sagt: í samskiptum við ritstjórana á að fara að með gát. Sendiherrann rekur síðan dæmi um hvað unnt sé að gera. Hann nefnir t.d. útvarpsþátt frá „Voice of America" sem reyndar hafi ekki verið nægjanlega vel fluttur til að hann skildist á fs- landi. En efnið hafi verið gott og því ætti að dreifa útskrift af hon- um til vinveittra fjölmiðla. Aukin dreifing á ■ bandarískum tíma- ritum Mr. Trimble bendir á að ís- lendingar hafi áhuga á bók- menntum og að auk þess sé meiri- hluti þeirra læs á ensku. Skortur á erlendum gjaldeyri valdi því að lítið sé hér af bandarískum tíma- ritum. Það þurfi að flytja tímarit á borð við Time, Newsweek o.fl. með flugi til íslands. En þetta geti orðið erfitt vegna gjaldeyrishafta nema Bandaríkjamenn sætti sig við greiðslur í íslenskum krónum. Butrick sendiherra segir að þessi hugmynd hafi áður verið lögð fyrir bandaríska utanríkis- ráðuneytið en henni hafi verið hafnað. Aftur á móti hafi verið unnið að málinu á annan veg. Verktakar á Keflavíkurflugelli hafi tekið að sér að „safna saman öllum notuðum bandarískum tímaritum á Vellinum, en þau skipti hundruðum á mánuði, og sendi þau menntamálaráðuneyt- inu til dreifingar í sjúkrahúsum, í skólum og til annarra heppilegra viðtakenda. Þetta er umtalsvert jákvætt framlag.“ Þá ræðir sendiherrann mögu- leikann á því að Íslensk-ameríska félagið geti gert eitthvað í málinu og að íslenska ríkisstjórnin muni hugsanlega leggja fram eitthvert fé til að greiða áskrift að banda- rískum tímaritum. 7Sýningar á and- ■ kommúnískum kvikmyndum Mr. Trimble leggur til að með svipuðum aðferðum og rætt er um í lið nr. 6 hér að ofan verði reynt að tryggja að hér verði sýndar ýmsar þær andkommún- ísku myndir sem verið sé að sýna í Bandaríkjunum. Butrick sendiherra telur þetta ýmsum vandkvæðum bundið en þó hafi bandaríska sendinefndin á íslandi tekið málið til athugun- ar. Hann geti þó mælt með þessu ef unnt væri að fá bandaríska kvikmyndaframleiðendur til að sætta sig við málamyndagreiðslur frá íslandi. En eitt þurfi að at- huga: kvikmyndir, sem hingað koma, þurfa að hafa auðmeltan- legt skemmtigildi. Listrænn mælikvarði sé ekki það sem ávallt skipti mestu. „Hinrik 5. gekk ekki hér.“ Reynt verði að ■ sanna njósnir á Ein- ar Olgeirsson Mr. Trimble telur að það kæmi heldur betur við kaunin á íslensk- um kommúnistum og eyðilegði ímynd þeirra sem ættjarðarvina ef takast mætti að koma í hendur forsætisráðherrans (Stefáns Jó- hanns) eða utanríkisráðherrans (Bjarna Benediktssonar) sönn- unargögnum um njósnir. Á heppilegum tíma, t.d. í miðri kosningabaráttu, mætti leggja fram gögn er tengdu Einar Ol- geirsson við sovéskan njósna- hring. Sendinefndin í Rekjavík hafi komið fram með slíka tillögu í ársbyrjun 1948 og málið sé nú líklega til athugunar hjá CIC (Intelligence Center?) í Þýska- landi. Það yrði líka mjög hjálplegt, segir Mr. Trimble, ef unnt væri að leggja fram myndir til sönnun- ar þeim fréttum að verið væri að koma upp sovéskum hernaðar- mannvirkjum á Svalbarða. Þær yrðu nýttar til „varfærinnar dreif- ingar til ráðherra í íslensku ríkis- stjórninni." Butrick sendiherra er hjartan- lega sammála þessum' tillögum. En hvað við kemur Svalbarða segir hann að sér hafi skilist, þeg- ar hann var í heimsókn í banda- ríska utanríkisráðuneytinu, að engar afgerandi sannanir lægju fyrir. 9Dreifíng á opinber- ■ um bandarískum skýrslum um kommúnisma Mr. Trimble leggur til að bandaríska sendiráðinu í Reykja- vík verði send 50-100 eintök af ýmsum skýrslum um kommún- isma, t.d. skýrslum til fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings. Hann nefnir að skýrsla sem borist hafi sendiráðinu 1947 hafi haft veru- leg áhrif á þá íslenska stjórnmálaleiðtoga sem fengu af henni eintak, hlutar úr henni hefðu verið þýddir og prentaðir í einu af dagblöðunum. Þetta höfum við einmitt gert,“ segir Butrick sendiherra. En séu skýrslurnar ekki nýlegar, eins og stundum hafi orðið raunin, þá sé að þeim lítið gagn. Vopnað varðlið ■ andkommúnísku flokkanna Mr. Trimble telur að íslenskir kommúnistar þyrftu ekki nema 500 menn til að ná völdum og „hvað sem liði þeim aðgerðum, sem við (Bandaríkjamenn) beittum, gætu þeir haldið völdum nægjanlega lengi til að eyðileggja mannvirki á Keflavíkurflugvelli ... Við ættum að hvetja forystu- menn and-kommúnísku flokk- anna til að stofna vopnaðar sveit- ir (party militia) og sjá ætti til þess að þær fengju á laun létt vopn og skotfæri." Butrick sendiherra er ekki hrif- inn af þessari hugmynd þótt hún virðist á yfirborðinu og skoðuð með köldu blóði hafa mikla kosti. Óæfðar sveitir séu í reynd gagns- lausar og ekki unnt að koma þeim á fót án þess að Kommúnistafl- okkurinn komist á snoðir um það. Ef ráðast eigi í þetta, verði ríkisstjórnin að hrinda því í fram- kvæmd. Slíkar sveitir geti skapað falska öryggiskennd hjá ísland- ingum. Það geti unnið gegn öllum áætlunum um setulið alvöru her- manna á íslandi. Áætlanir um bandaríska her- setu hafa sem sagt verið til þótt annað væri látið í veðri vaka í umræðunni sem varð um inngöngu íslands í NATÓ 1949. Sendiherrann vitnar í tilgreind leyniskjöl um þau mál. 4 4 íslendingar þjálf- I ■ ■ aðirhjáFBI Mr. Trimble vill að bandaríska sendinefndin í Reykjavík ýti undir með beiðni íslenska dómsmálaráðherrans (Bjarna Benediktssonar) um að senda einn eða tvo menn til Bandaríkj- anna til að kynnast aðferðum og tækni kommúnista hjá alríkislög- reglunni. Auk þess ætti að setja hér á fót gagnnjósnaþjónustu sem starfaði með FBI og sam- svarandi stofnunum á Norður- löndunum. Butrick sendiherra vill meina að þessi mál séu á dagskrá nú þegar. Beiðni um að Sigurgeir Jónsson fái þjálfun hjá FBI hafi verið send í október 1948. „Það er álitið að þegar dómsmálaráðu- neytið loks ákvað að senda Mr. „Biskupinn yfir ís- landihefurekki reynt að hafa áhrif á pólitíska hugsun presta sinna en samkvæmt áreiðan- legum heimildum er hann nú að hugleiða að gera það. Þetta væri mjög djarf- mannleg ákvörðun af hans hendi og því er eðlilegt að hann gaumgæf i málið vel. Með aðstoð mjög náins vinar hans, sem er f rekar vel- viljaður Bandaríkj- unum, hefur banda- ríska sendinefndin beitt léttum þrýst- ingi á biskupinn.“ Jonsson, fulltrúa í ráðuneytinu, til Bandaríkjanna í sérþjálfun, þá hafi gagnnjósnastarfsemi verið höfð í huga. Hvernig hún verði þróuð, þegar Mr. Jonsson kemur til baka, er undir dómsmálaráð- herranum komið." Sendiherrann telur líklegt að mikilla upplýsinga sé unnt að afla um foringja kom- múnista á íslandi með réttri njósnatækni. í Lögfræðingatali Agnars Kl. Jónssonar (1963) segir m.a. um Sigurgeir Jónsson, sem var full- trúi í dómsmálaráðuneytinu á þessum tíma en síðar bæjarfógeti í Kópavogi: „var hjá lögreglu New York borgar fyrri hluta árs- ins 1949 til þess að kynna sér lög- reglurannsóknir". Koma upp um ■ peningasendingar fráUSAtilís- lenskra kommún- ista Trimble rifjar upp það álit sitt að Sósíalistaflokkurinn fái fé frá Bandaríkjunum, líklega úr leyni- legum sovéskum sjóðum í New York. Endilega þyrfti að kanna þetta mál og kæmust menn að einhverju bitastæðu ætti að láta íslenska utanríkisráðherrann (Bjarna Benediktsson) vita. Butrick sendiherra segist og hafa þetta í huga. En til að vinna verkið af viti yrði að skoða póstsendingar. „Það er ekki lík- legt að okkur takist að fá miklar upplýsingar um þetta, þar eð ís- lensku rfkisstjórninni með langt- um betri aðstöðu hefur ekki tek- ist að færa sönnur á erlendar fjár- uppsprettur Kommúnistaflokks- ins.“ íslenska þjóð- ■ kirkjan hvött til dáða Mr. Trimble leggur til að kir- kjan verði hvött til að halda fast við and-kommúnískar skoðanir. í þessu skyni þurfi að koma á heimsóknum lúterskra guðs- manna frá Norðurlöndum. Einn- ig þurfi að safna áskrifendum að „Það verður að minna á að það var forsætisráðherra úr Sjálf- stæðisflokknum sem kom Kefla- víkursamningnum í gegn.“ Ólafur Thors forsætisráðherra 1944-47. Þróun gagnnjósnastarfsemi á ís- landi undir dómsmálaráðherran- um komin. Bjarni Benediktsson dómsmála- ráðherra 1947-49. bandarískum tímaritum á trú- málasviði sem birti pólitískar greinar. Það gæti gagnast vel að þýða þær og birta í ýmsum ís- lenskum kirkjuritum. Butrick sendiherra segir að nú þegar séu íslenskir klerkar hvattir til að taka and-kommúníska af- stöðu. En ekki mega ofmeta áhrifavald íslensku þjóðkirkj- unnar, íslendingar hafi almennt ekki djúpa trúarlega sannfæringu. „Biskupinn (Sig- urgeir Sigurðsson) yfir íslandi hefur ekki reynt að hafa áhrif á pólitíska hugsun presta sinna,“ segir Butrick, „en samkvæmt ár- eiðanlegum heimildum er hann nú að hugleiða að gera það. Þetta væri mjög djarfmannleg ákvörð- un af hans hendi og því er eðlilegt að hann gaumgæfi málið vel. Með aðstoð mjög náins vinar hans, sem er frekar velviljaður Bandaríkjunum, hefur banda- ríska sendinefndin beitt léttum þrýstingi á biskupinn." Síðan segir sendiherrann frá því að prestum séu annað veifið látnar í té heppilegar upplýsingar. Persónunjósnir um Islendinga Mr. Trimble vill meina að margt fleira sé unnt að gera en ávallt verði að gæta að langtíma hagsmunum Bandaríkjanna á fs- landi en þar sé m.a. um að ræða endurnýjun samninga um Kefla- víkurflugvöll 1951. Butrick sendiherra bætir um betur og bendir á fjölmargt sem unnið hafi verið að á þessu sviði: „Þegar herinn fór frá íslandi afhenti hann sendiráðinu mikið af gögnum. Við erum að koma reiðu á þær spjaldskrár með sér- stöku tilliti til einstaklinga með kommúnískar tilhneigingar. Við erum að endurnýja þessar skrár og uppfæra þær eins og kostur er. Við höfum beðið um vaktlista („watch-lists") frá ráðuneytinu til aðstoðar í þessari viðleitni. Við erum nú að undirbúa sendingu með skrám yfir vel þekkta ís- lenska kommúnista sem búsettir eru erlendis svo að fylgjast megi „Ég mun minna hann á þetta við hentugt tækifæri." Stefán Jóhann Stefánsson for- sætisráðherra 1947-49. Mætti reyna að leggj'a fram gögn er sýna tengsl við sovéskan njósnahring. Einar Olgeirsson formaður Sósí- alistaflokksins-Sameiningar- flokks alþýðu 1939-68 með gjörðum þeirra. Við fylgj- umst með og látum vita um gjörð- ir útlendinga. Við látum stöðugt vita um aðra þætti í aðgerðum kommúnista, svo sem verka- lýðsfélög, verkföll o.s.frv. Við höfum í hyggju að koma á fót liðssveit nokkurra íslendinga sem hægt væri að treysta fullkom- lega og tækju að sér útgáfu bóka og bæklinga á íslensku með áhug- averðu efni. Við höfum ekki haldið að okkur höndum við að hafa áhrif á fjölmiðla svo að þeir beiti sér skeleggar gegn kom- múnistum ... ég hef lagt að fors- ætisráðherranum (sem í raun stjórnar ritstefnu Alþýðublaðs- ins) að ráðlegra væri að sækja fram fremur en að setja sig í varn- arstellingar." Áhrif á ritstjórnarstefnu dagblaðanna Og Butrick kann að segja frá enn frekari aðgerðum banda- rískra sendiráðsmanna til að hafa áhrif á skoðanir íslendinga. „Vegna persónulegra aðgerða minna birtist grein um Kosenkina-málið í Tímanum, málgagni Framsóknarflokksins sem hefur verið mjög hikandi við að beita sér gegn kommúnisman- um. Fyrir dagblaðið Tímann var hér um róttæka kúvendingu að ræða frá viðtekinni stefnu. (Tím- inn er mjög undir áhrifum Her- manns Jónassonar, pólitísks tækifærissinna með vinstri til- hneigingar.)“ „Þann 11. ágúst heimsótti mig Valtýr Stefánsson ritstjóri Morg- unblaðsins og skýrði hvers vegna blað hans beitti sér ekki af fullri hörku gegn kommúnistum. Hann sagðist geyma skotfærin til stór- árásar en Þjóðviljinn, kommún- istablaðið, eyddi skotfærum í smáskærur. Atburðir síðustu tveggja mánaða hafa sýnt að sjónarmið Valtýs Stefánssonar var réttmætt.“ (Lauslega þýtt og endursagt eftir Ijós- riti af skýrslu Williams C. Trimbles dags. 4. ágúst 1948, og skýrslu Ric- hards Butricks sendiherra, dags. 10. nóv. 1948) 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 28. apríl 1988 Fimmtudagur 28. aprtl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.