Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 1
Föstudagur 29. apríl 1988 96. tölublað 53. örgangur. J Miðlunartillagan Oánægja og reiði Geysifjölmennirfundirhjáverslunarmönnum. Tillaga sáttasemjara mœtir mikilli andstöðu, tvísýntum úrslit. Sífelltfleiri atvinnurekendursemja um 42 þúsund króna lágmarkslaun. Atök á Keflavíkurflugvelli Fjölmennir kynningarfundir voru haldnir í gær hjá félögum verslunar- og skrifstofufólks um miðlunartillögu ríkissáttasemj- ara og samkvæmt viðbrögðum fundarmanna um allt land við henni má allt eins búast við að hún verði felld í atkvæðagreiðslu í dag og á morgun. Niðurstöðu úr henni er að vænta annað kvöld. Mikill fjöldi kaupmanna og smærri atvinnurekenda á höfuð- borgarsvæðinu, á Akureyri og á Selfossi hefur hlaupist undan merkjum og samið milliliðalaust við viðkomandi félög verslunar- manna um 42 þúsund króna lág- markslaun. Búast má við að enn fleiri kaupmenn fylgi í kjölfarið í dag. Formaður Kaupmannasam- takanna á Akureyri segir að hjörðin hjá sér sé farin að riðlast og þetta veiki samstöðu samtak- anna gegn launþegum. Fram- kvæmdastjóri VSI segir hinsveg- ar að þessir samningar breyti engu um afstöðu vinnuveitenda í deilu þeirra við verslunarmenn. Hörð átök voru á Keflavíkur- flugvelli í gærmorgun þegar verk- fallsverðir komu í veg fyrir af- greiðslu farþega Flugleiða og Arnarflugs. VSÍ hefur skrifað Verslunarmannafélagi Suður- nesja bréf þar sem félagið er gert bótaskylt fyrir öllu því tjóni sem félögin telja sig hafa orðið fyrir vegna verkfallsins. Sjá síðu 2 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara vakti litla hrifningu meðal hinna fjölmörgu félaga VR sem hlýddu á formann félagsins kynna hana í gær. Hiðsamavaruppiáteningnumhjáöðrumfélögumverslunarmannaút um land allt. Mynd: Sig. Alþingi Framsóknatiingmenn treysta stjómiimi Hörð gagnrýni stjórnarandstöðu í van- traustsumrœðum. Atkvœðagreiðsla eftir bókinni en Óli Þ. með sér-bókun Eins og búist hafði verið við var vantrausttillagan á alþingi í gær- kvöldi felld með atkvæðum stjórnarflokkanna gegn at- kvæðum stjórnarandstöðunnar og studdu allir þingmenn Fram- sóknar stjórnina, Ólafur Þ. Þórð- arson gerði þó sérstaklega grein fyrir atkvæði sínu. Umræðurnar um vantrausttil- löguna einkenndust af hraðri gagnrýni stjórnarandstöðu á stefnu stjórnarinnar, einkum í efnahagsmálum. En stjórnar- sinnar vörðu gerðir sínar þótt þeir viðurkenndu jafnframt að margt mætti betur fara. Steingrímur J. Sigfússon Al- þýðubandalagi hóf umræðurnar enda fyrsti flutningsmaður til- lögunnar. í máli hans kom m.a. fram að góðæri undanfarinna ára hefði brunnið upp sem eldsneyti í þeirri hraðkapitalísku tilraun sem hér væri í gangi undir merkj- um frjálshyggjunnar. „Af fullkomnu tillitsleysi gagn- vart lífskjörum fólks, hagsmun- um byggðanna, og jafnvel sjálfu efnahagslegu sjálfstæði landsins keyra öfgaöflin í Sjálfstæðis- flokknum dyggilega studd af frjálshyggjuliðinu í framsókn og alþýðuflokki hér áfram braut frjálshyggjunnar eins og ísland væri tilraunastofa og íslenska þjóðin tilraunadýr.“ sagði Stein- grímur. Sjá síðu 3 ísrael 40 ára Hvað fór úrskeiðis? fsraelski rithöfundurinn Henri upp á Gazasvæðinu og vestur- Zoller íhugar hlutskipti fsraels- bakka Jórdanár og bjóða valds- manna og stöðu ríkis þeirra á herrunum í Jerúsalem byrginn? fertugsafmælinu. Hvað fór úr- --------------- skeiðis? Hví rísa Palestínumenn Sjá bls.8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.