Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Blekkingaleikur Framsóknarmanna Ríkisstjórnin bar af sér lag stjórnarandstööunnar; alþingi vildi ekki samþykkja á hana vantraust. Engu að síður er það lýðum Ijóst að hún ber dauðann í brjósti sér. Þingmenn stjórn- arflokkanna hafa hrópað á torgum að ráðherrarnir stjórni ekki nógu vel, að þeir spyrni ekki við fótum þar sem það á við en fari á öðrum sviðum allt of geyst. Almenningur í landinu, sem fundið hefur óstjórnina í efnahagsmálum á eigin baki, hefur hlustað og haldið að blessaðir mennirnir meintu eitthvað með því sem þeir voru að segja. Nú er Ijóst að svo var ekki. Það eru einkum þingmenn Framsóknarflokksins sem tekið hafa að sér að gagnrýna ríkisstjórnina. Jafnt óbrotnir þingmenn sem sjálfur þingflokksformaðurinn hafa ásamt formanni flokks- ins, Steingrími Hermannssyni, kyrjað hástöfum þann söng að efnahagslíf þjóðarinnar væri í stórfelldri hættu, að þar væri eldur laus og að illa fari ef ekki væri tafarlaust gripið til róttækra ráðstafana. Þeir hafa látið í það skína að fáist ríkisstjórnin ekki til að grípa til þeirra aðgerða, sem geta komið í veg fyrir glæfra- legar kollsteypur í efnahagslífinu, þá sé ekki annað að gera en að ýta henni frá og fá aðra menn til þeirra verka sem ekki mega bíða. Nú er komið í Ijós að hvorki Framsóknarmenn né aðrir þeir stjórnarþingmenn, sem verið hafa hvað ákafastir gagnrýnend- ur ríkisstjórnarinnar, hafa meint nokkurn skapaðan hlut með því sem þeir voru að segja. Góður þingmeirihluti stjórnarflokk- anna hefur gert það að verkum að unnt hefur verið að hafa nokkuð langt taumband á kjaftforustu þingmönnunum. En þeg- ar til alvörunnar kemur er kippt í spottann og passað að grínið gangi ekki of langt. Þetta kemur engum á óvart. Hafi Framsóknarmönnum ein- hvern tíma tekist að ná upp spennu í þessari leiksýningu sinni, þá hvarf sú spenna eins og dögg fyrir sólu á miðstjórnarfundi þeirra um síðustu helgi. Alþjóð varð vitni að því að allt loft lak úr Framsóknarmaddömunni og hún lyppaðist niður eins og sprungin blaðra. Þegar Framsóknarmenn tala um óstjórn í efnahagsmálum þá er það íhugandi að þar tala menn sem haldið hafa um stjórnartaumana í býsna langan tíma. Eitt sinn var talað um Framsóknaráratuginn en tíminn er fljótur að líða og nú er svo komið að Framsóknarflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn nær óslitið í 17 ár. Formaður Framsóknarflokksins hefur setið í ráðherrastóli sleitulaust í 10 ár. í öllum þingflokki Framsóknar finnst enginn sem veit af eigin reynslu hvernia er að vera í stjórnarandstöðu ef frá er talið þriggja mánaða tímabil um áramótin 1979 - 1980. Ekki er nema ár síðan Framsókn boðaði í aðdraganda kosn- inga að hún væri sá klettur í hafinu sem aldrei kvarnaðist úr, að hún væri það þjóðfélagsafl sem treysta mætti. En er unnt að treysta þeim sem hrópa hátt á torgum um nauðsyn þess að nú verði heldur betur að fara að bretta upp ermarnar og fara að gera eitthvað af viti, en leggja svo niður rófuna og samþykkja óbreytt ástand þegar á reynir. Leikurað viðskiptavinum Það er furðulegt að flugfélögin skuli voga sér að leika sér að viðskiptavinum sínum eins og þeir séu peð sem unnt er að tefla fram í skák. Fólk, sem ætlar sér í ferðalag til útlanda, er látið keyra eldsnemma morguns til Keflavíkurflugvallar þótt vitað sé að verslunarmenn eru í verkfalli og að þar með falli öll flugaf- greiðsla niður. Hér er tæpast um að ræða athugunarleysi hjá forsvarsmönnum flugfélaganna heldur yfirvegaða aðgerð til að reyna að sverta kjarabaráttu verslunarmanna. Viðbúið er að þeir flugfarþegar, sem hafa þurft að snúa við á Keflavíkurflugvelli, hugsi ekki hlýlega til þess flugfélags sem narrar fólk í ferðalag sem er fyrirfram vitað að verður fýluferð. I hita augnabliksins hefur reiðin hjá sumum kannski beinst að verkfallsvakt verslunarmanna, en við nánari íhugun sjá allir að það eru forsvarsmenn flugfélaganna sem höfðu viðskiptavini sína að leiksoppi. . Umræðan lengi lifi Við höfum vanist því, að umræða sé af hinu góða. Hún sé þörf og brýn og nauðsynleg og gagnleg. Og þar að auki skemmtileg. Án hennar erum við eins og varnarlausir smáfuglar í neti lævísra valdhafa sem fjar- stýra okkar „vitund og vild“ einsogStephan G. kvað. Þetta er ekki nema satt og rétt. Og á tuttugu ára afmæli uppreisnar æskunnar árið 1968 er sjálfsagt að hamra nokkuð á því, að hún skildi eftir sig skilning á því, að þegnar hafa rétt á að vita sem flest og brúka kjaft eftir þörfum: m.ö.o. skilning á því að menn mega ekki taka allt gott og gilt sem að þeim er rétt. Skilning á umræðuþörf- inni. Að kjafta alltíhel Hinsvegar er okkur ekki leyft að gleyma því, að allar ágætar hreyfingar og straumar hafa mikla til- hneigingu til að úrkynjast. Og þá einnig umræðuviljinn góði. Hann vann gegn þeim skepnuskap í samfélaginu, að mál væru þöguð í hel. Nú er hinsvegar kominn upp annarvandi: semsagt sá, að mál eru nánast kjöftuð í hel með mikilli fyirferð og til- þrifum Menn segja alltaf minna og minna í meira og meira máli. Þetta sjáum við á hverjum degi í blöðum og heyrum í Ijósvakafjölmiðlum ef við megum vera að. Mynstrið er venjulega það, að einhver geysist fram og tekur stórt upp í sig: ástandið er skelfi- legt, segirhann, þaðertil stórskammar, það verður að gera eitthvað. Þetta er allt saman rétt. Ástandið er yfirleitt vont, einkum og sérí lagi í efna- hagsmálunum og stjórnmálunum og hefur lengi verið. Allt í Iagi að geta þess. En svo þegar komið er að því að benda á það sem GERA þarf, þá lyppast um- ræðan niður í yfirþyrmandi náttúruleysi. Umræðan verður einhverskonar mis- skilningur þess sem talar á sjálfum sér: ég tala þess vegna er ég til. Eða svo held- urhann. Þingmaður tekurtilmáls Og ekki nóg með það að úrræðaleysið sé mikið, held- ur er skilgreiningin á ástand- inu vonda yfirleitt næsta slöpp líka. Gott dæmi um þetta (eitt af átján) er grein eftir Karvel Pálmason al- þingismann sem birtist í D V í gær og heitir „Er stjórnin á íslandi í molum?“ Karvel er að sjálfsögðu inni á því að svo sé: hér er ríkidæmi mikið en samt er allt að sigla í strand. Illt er það allt og bölvað, skítt veri með það og svei því. Síðan dregur þessi ágæti þingmaður Al- þýðuflokksins saman alla al- vöru ástandsins og hugljómun sína um úrbætur á því saman í þessum orðum hér: „Það er krafa, og hún á fyllilega rétt á sér, að þeir sem kosnir hafa verið til að stýra þjóðarskútunni taki sig nú saman um að lagfæra þetta ófremdarástand sem nú ríkir. Stjórnendur verða að fara að láta af þessari endalausu sýndarmennsku í fjölmiðlum, draga sig til baka og fara að stjórna. Stjórnun, ef hún á að skila árangri, krefst þess að menn einbeiti sér að vekefnunum og Ieysi þau af hógværð. Þetta er það sem hinn al- menni borgari gerir, það sama gildir um forsvars- mennina“. Þessi hugsun er svo ítrek- uð með hvað eftir annað í greininni. Stjórnmálamönn- um er bent á það, að fólkið í landi eigi það til að sinna hugðarefnum sínum af „hógværð og skyldurækni“ einsogt.d. þegarmennæfa karlakór til að fegra mann- lífið. Það er ítrekað að menn í ábyrgðarstörfum eigi ekki að sýna hroka heldur „stjórna málum af hógværð og festu“. Og svo framvegis og þar fram eftir götum. Hin óbærilega misnotkun málfrelsisins Það dapurlega við um- ræðu af þessu tagi (og hún er útbreidd og algeng eins og hver og einn getur sannfæst um með lítilli fyrirhöfn) er ekki það, að með slíkum og þvílíkum orðum sé endilega verið að segja einhverja vit- leysu. Dapurleikinn stafar blátt áfram af því að með slíkri ræðu er eiginlega ekki neitt sagt. Nema allra sjálf- sögðustu hlutir. Hver mót- mælir því að þeir sem kosnir eru til að stjórna þjóðar- skútunni eigi að stjórna henni? Hver er sá sem mót- mælir því, að menn forðist gikkshátt og sýndar- mennsku og séu „lítillátir ljúfir kátir“ ? Hver efast um að erfið verkefni verði helst leyst með einbeitingu? Ekki nokkur kjaftur náttúrlega. Ef þetta (og aðrar greinar skyldar) á að heita ádrepa, þá er það hinn almenna og sjálfsagða og fullkomlega meinlausa, bitlausa og gagnslausa ádrepa sem allir geta klappað fyrir án þess að depla auga. Ekki síst þeir „stjórnendur“ sem átti nú að skamma. Og svo gerist ekki nokkur skapaður hlutur, enda engin ástæða til. Það er stundum talað um að málfrelsi sé misnotað. Helst er þá átt við það, að menn fari með skæting, lygar og aðrar vafasamar staðhæfingar um menn og málefni í slóttugri von um að málfrelsið skjóti þeim undan ábyrgð en komi öðr- um í vandræði. Menn gleyma því hinsvegar alltof oft, að algengasta misnotk- un á málfrelsi er sú, að menn tala og skrifa án þess að segja nokkurn skapaðan hlut. ÁB þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, Óttar Proppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita-og prófarkalestur: ElíasMar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdóttir. FramkvæmdastjórhHallurPállJónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. AuglýsingastjórhSigríðurHannaSigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiöslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsia: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumenn: BrynjólfurVilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70kr. Áskrlftarverö á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. april 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.