Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 6
Kennarar ALLSHERJAR- ATKVÆÐAGREIÐSLA um MIÐLUNARTILLÖGU RÍKISSÁTTASEMJARA fer fram dagana 29. og 30. apríl n.k. Atkvæöa- greiðslan fer fram í Verzlunarskóla íslands, Of- anleiti 1, jarðhæð. Kjörfundir veröa eins og hér greinir: föstudag 29. apríl 1988 frá 09:00 til 19:00 laugardag 30. april 1988 frá kl. 10:00 til 18:00 Kjördeildir veröa í stafrófsröð þannig: Kjördeild I: Kjördeild III. A-F L-R Kjördeild II. G-K Kjördeild IV. S-ö og deild samvinnustarfsmanna Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu V.R., Húsi Verslunarinnar sími 68 71 00. Kjörstjórn. í vörslu óskilamuna- deildar lögreglunnar er margt óskilamuna svo sem: reiðhjól, barnakerrur, fatnaður, lyklaveski, lykl- ar, buddur, seðlaveski, kvenveski, skjalatösk- ur, úr, gleraugu o.fl. Er þeim sem slíkum munum hafa glataö, bent á að spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna, Hverfisgötu 113, (gengið inn frá Snorrabraut) frá kl. 14.00-16.00 virka daga. Þeir óskilamunir sem eru búnir að vera í vörslu lögreglunnar ár eða lengur verða seldir á upp- boði í portinu að Borgartúni 7, laugardaginn 30. apríl 1988. Uppboðið hefst kl. 13.30. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 27. apríl 1988 Laus staða við verkfræðideild Háskóla íslands Staða kerfis- og rafeindafræðings við verkfræði- deild Háskóla Islands er laus til umsóknar. Starfið er einkum fólgið í því að hafa yfirumsjón með tækjum og tölvum deildarinnar og sjá um þjónustu fyrir deildina í rafeindamálum. Æskileg menntun er tæknifræði. Laun samkvæmt launa- kerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um námsferil og störf umsækjanda, skulu sendar til skrifstofu deildarinnar að Hjarðarhaga 6, 107 Reykjavík, fyrir 25. maí 1988. Nánari upplýsingar veitir Valdimar K. Jónsson, deildarforseti, í síma 694653. Menntamálaráðuneytið. 25. apríl 1988. Sími 681333 6 SÍÐA - Þ.IÓÐVILJINN. Föstudagur 29. apríl 1988 Óttast haustið Gœti orðið kennaraskortur. Börn send heim í viku Forustumenn kennara óttast að illa gangi að fá kennara til starfa í haust, takist ekki samn- ingar við ríkisvaldið. Ráðningar eru þegar hafnar og hafa ekki gengið vel. Kennarar hitta full- trúa ríkisvaldsins á föstudag. Félögin hafa farið þess á leit við félagsmenn sína að þeir sinni ekki forfallakennslu. Að vísu þarf engar skipulagðar aðgerðir til að börn séu send heim veikist kenn- ari þeirra. Sigrún Ágústsdóttir, formaður Kennarafélags Reykjaness sagði kennara svo of- hlaðna vinnu að þeir geti ekki sinnt forfallakennslu. Þau tvö félög sem hafa farið þess á leit við sitt fólk að sinna ekki forfallakennslu eru á Reykjanesi og í Reykjavík. Þetta hefur leitt til þess að 17 sex ára kvæmdaaðila sem hafa það mark- mið að tryggja ákveðnum hópum aðstöðu, t.d. samtök, öryrkja, námsmanna o.fl. sem ekki geta sætt sig við það að íbúðir á þeirra vegum verði að almennri mark- aðsvöru. í upphafi bauð félags- málaráðherra þessum samtökum til samráðs um gerð kaupleigufr- umvarpsins, en í endanlegri gerð þess er ljóst að engin þessara samtaka eiga erindi við kaupleigukerfið. Dœmið gengur ekki upp Einn veikasti hlekkurinn í kaupleigufrumvarpinu er að það gerir ráð fyrir að í öllum hornum séu fyrir hendi framkvæmdaaðil- ar sem hafi vilja og getu til þess að fjármagna verulegan hluta bygg- ingarkostnaðar. Einhver sveitar- félög hafa sjálfsagt bolmagn til þess en mörg eru illa stödd og hafa það ekki og einmitt í þeim sveitarfélögum er þörfin fyrir leiguhúsnæði mikil. Breytingar- tillögur Alþýðubandalagsins um möguleika til viðbótarfjárm- ögnunar til illra staddra sveitarfé- laga og að heimila takmarkaða hlutareign leigjenda í húsnæði í hinu félagslega kerfi eru því ein- faldlega nauðsynleg forsenda þess að framkvæmdaaðilar geti börn eru kennaralaus þessa viku í Hofstaðaskóla í Garðabæ. Kenn- ari þeirra hefur verið veikur frá því fyrir páska og hefur skóla- stjórinn, Hilmar Ingólfsson reynt að sjá þeim fyrir kennslu. Þessa viku var hins vegar ákveðið að gera það ekki. Hilmar sagði þetta vera ákaflega erfiða aðgerð, „það er ekki gaman að senda þetta lítil börn heim og foreldrar hafa bæði komið og hringt til að kvarta". Hilmar sagði stöðuna í kjara- málum kennara vera afleita. „Menntakerfið kostar tugi milj- óna á ári og maður skyldi ætla að ráðamenn vildu fá eitthvað út úr því. Fjármálaráðherra og menntamálaráðherra verða að gera það upp við sig hvort þeir vilja frið í menntakerfinu“. Að sögn Hilmars hefur ríkisvaldið ekki boðið neina bót á kjörum náð utan um fjármögnun húsn- æðisins. Hins vegar er hér komið of nálægt hugmyndum um búset- uréttaríbúðir til þess að félags- málaráðherra telji það leggjandi á taugar sjálfstæðismanna að samþykkja þessar sjálfsögðu breytingar. Erfðagóss frá verkó Þegar menn nú ræða nýja val- kost í hinu félagslega húsnæðis- kerfi þá er það m. a. vegna þess að öllum er Íjós nauðsyn þess að fram komi nýir kostir samhliða núverandi verkamannabústaða- kerfi þar sem menn reyni annað fyrirkomulag á úthlutun, eignar- haldi o.s.frv. til þess að reyna að sneiða framhjá þeim vandamál- um sem þar hafa hrannast upp. Það urðu því mikil vonbrigði að sjá að í kaupleigufrumvarpinu höfðu öll þessi atriði verið tekin lítt breytt upp úr verkamannabú- staðakerfinu og engin tilraun gerð til nýsköpunar í þessum efn- um. Þetta er auðvitað löng og flókin sorgarsaga sem fleiri þekkja en vildu kynnast. Dœmi til umþenkingar Bara til þess að nefna dæmi þá kennara. Þeim hafi aðeins verið boðin kauplækkun og ekki einu sinni þær hækkanir sem aðrir hafi verið að fá undanfarið. Sigrún Ágústsdóttir sagðist óttast kennaraskort í haust verði samningar lausir langt fram á sumar. Þessi skortur verður verstur á landsbyggðinni en þar hefur ástandið víða verið mjög erfitt fyrir.„Við Ieggjum mikla áherslu á að semja fyrir sumarið. Kennarar hitta fulltrúa ríkis- valdsins á föstudaginn kl 15. Eng- ar viðræður hafa átt sér stað í 10 daga. Svanhildur Kaaber, for- maður Kennarasambands ís- lands, sagðist reikna með að gengið yrði frá samkomulagi um vinnubrögð í viðræðunum á föstudag, ekki öðru. -hmp hefur sveitarfélagið endurkaupa- skyldu í fimm ár eftir að íbúðin hefur verið seld leigjanda á fram- reiknuðu kostnaðarverði. íbúð- areigandi á stað þar sem íbúðir seljast á 50% byggingarkostn- aðar hefur ekki um annað að velja en að flýja íbúðina áður en að því kemur til þess að tapa ekki miljónum króna yfir eina nótt. Mönnum hefur hingað til þótt nóg um þá niðurlægingu sem um- sækjendur um íbúðir í verka- mannabústöðum hafa þurft að ganga í gegnum til að hljóta náð fyrir augum úthlutunarnefnda. í hinu nýja kaupleigukerfi verða hagir íbúa metnir með sama hætti á fimm ára fresti. Tjaldað til eins sumars Þörfin fyrir leiguíbúðir er brýn og allt framtak sem bætir úr henni er af hinu góða. En eins og ég hef rakið hér að ofan þá verður að knýja á að heildarendurskoðun húsnæðiskerfisins fari fram nú þegar þannig að með þessu kaup- leigufrumvarpi í núverandi mynd sé aðeins tjaldað til eins sumars. Guðni er verkfræðingur og for- maður Búseta. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKIRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983- 2. fl. 1984- 3. fl. 01.05.88-01.11.88 12.05.88-12.11.88 kr. 295,59 kr. 282,13 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1988 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.