Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 10
„Ung- menna- félags- andinn“ Stundum heyrir maöur talað um þaö, sem kallað er ungmennafélags- andi og þá oftar en hitt í hálfgerðum lítilsvirðingartóni. Venjulega eru þetta menn, sem aldrei hafa kynnt sér störf ungmennafélaganna og aldrei tekið þátt í þeim. Þeir telja þetta bara ein- hverja gamla sveitarómantík, sem hvergi eigi heima í nútíma þjóðfélagi. Eitthvað á þessa leið fórust orð ein- um góðum kunningja mínum, sem ég rakst á „fyrir austan Fjall" um síðustu helgi. Ég lagði lítt til mála en hlustaði áfram á orðræður kunningja minna um ungmennafélagsskapinn og það fólk, sem væri blint að dæma um lit. - Nú skal écj segja þér nokkuð, hélt hann áfram. Ég gekk í ungmennafé- lagstrax og éghafði aldurtil, 14ára gamall. Félagið hafði starfað með miklum blóma í 20 ár en um sinn hafði hvílt yfir því nokkur lægð. Nú var ákveðið að hressa það við og unga fólkið hópaðist á fundinn. Og ég veit ekki betur en þetta félag starfi af full- um krafti enn í dag. f hverju var svo starfsemi félagsins fólgin? Það hélt fundi, hálfsmánaðarlega að vetrinum og fram á vor, eðlilega sjaldnar að sumrinu. Á fundunum voru tekin til umræðu fyrirfram ákveðin málefni, eitt eða fleiri. Áður en langt um leið voru allir farnir að taka þátt í umræð- um. Þannig þjálfuðust menn í ræðu- flutningi og bjuggu síðan aö því alla stund. Haldið var úti handskrifuðu blaði, sem lesið var upp á hverjum fundi og skiptust menn á um að leggjaþvítil efni. Þannig þjálfuðust menn í ritleikni. Sá, eða þeir, sem bestir þóttu að sér í íslensku máli, voru skipaðir „móðurmálsverðir". Hripuðu þeir niður hjá sér óíslensku- leg orð, sem fyrir komu í máli manna og bentu á önnur í þeirra stað. Á hverjum fundi voru æfðar ýmiss kon- ar íþróttir. Gengist var fyrir skemmtisamkomum að vetrinum og skemmtiferðum að sumrinu, efnt til leiksýningao.s.frv. Hér er stiklað á stóru um menning- arstarfsemi ungmennafélaganna. Þau lögðu jöfnum höndum áherslu á að efla líkamlegt og andlegt gerfi meðlima sinna. Flestir þeirra, sem hæst bar í þjóðmálabaráttu íslend- inga, langt fram yfir yfirstandandi öld, fengu félagslegt uppeldi sitt í ung- mennafélögunum. Mættu þeir, sem nú þykjast þess umkomnir að hnjóða í „ungmennafélagsandann" þakka fyrir ef þeir kæmust þangað með tærnar sem þessir menn höfðu hæl- ana. Við höfum talað um fortíðina. Tím- arnir eru breyttir. Kraftar mannanna dreifast meira en áður. Allt um það starfa ungmennafélögin enn af mikl- um þrótti um allt land, enda hefur þjóðin kannski aldrei verið í meiri þörf fyrir hugsjónir þeirra en á yfirstand- anditímum. Þriðja manninn bar nú að og um- ræðurnarféllu í annan farveg. - mhg í dag er 29. apríl, föstudagur í annarri viku sumars, 9. dagur Hörpu. Kóngsbæn- adagur. Sólin kemur upp í Reykjavík kl. 5.06 en sólsetur er kl. 21.46. - Þjóðhátíðardagur Japana. Atburðir Jón biskup helgi vígður 1106. - Hásetaverkfallið 1916. Útgerðar- menn ætluðu að lækka lifran/erð til háseta. Hásetafélagið bar sigur úr býtum þann 12. maí. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Öll alþýða eitt 1. maí. Til baráttu fyrirfrelsi, atvinnu og sósíalisma. Gerið sameiningarkröfugönguna 1. maí voldugt tákn einingar alþýðunn- ar. - Samningar komast á við ríkis- verksmiðjurnar. Búið var að semja við aðra atvinnurekendur. - Fyrsti maí í 50 ár. Á þessu ári eru liðin 50 ár síðan verkalýðurinn helgaði 1. maí þaráttu sinni. - mhg UM ÚTVARP & SJONVARP Kvöldvakan Útvarp, rás 1, kl. 20.30 Kvöldvakan er að þessu sinni í fimm liðum og skiptist þar á tal og tónlist, svo sem venja er. - Það er þá fyrst þátturinn Úr Mímis- brunni. Nefnist hann „Hvergi fylgd að fá“. Er þar fjallað um smásögu Ástu Sigurðardóttur: „Sunnudagskvöld til mánu- dagsmorguns". Umsjón hefur Sigríður Albertsdóttir en lesari er Guðrún Ólafsdóttir, - þá syngur Ágústa Ágústsdóttir íslensk sönglög við píanóundirleik Jón- asar Ingimundarsonar. - Síðan kemur þáttur, sem nefnist Vor fyrir vestan. Baldvin Halldórsson les úr minningabók Gunnars M. Magnúss rithöfundar „Sæti núm- er sex“. Ef ég man rétt þá segir Gunnar þar frá setu sinni á Al- þingi og kynnum sínum af þeirri stofnun og ýmsum þeim, sem þar voru samtímis honum. - Svo syngur Hamrahlíðarkórinn ís- lensk lög. Þorgerður Ingólfsdótt- ir stjórnar. - Loks er það svo „Upphaf frystitækni á íslandi" en þar segir Sigurður Kristinsson frá fiskifélögum Héraðsmanna. Og nú held ég að ýmsir sperri eyrun. - Kynnir á Kvöldvökunni er Helga Þ. Stephensen. - mhg „Viðmótsviðurkenning“ Stjarnan kl. 16.00 Föstudaginn 22. apríl fór fram á Stjörnunni afhending fyrstu „viðmótsviðurkenningar" Stjörnunnar og Gulls og Silfurs. Viðurkenningin er veitt, - eftir ábendingum hlustenda - þeim, sem þykir hafa skrarað fram úr um góða þjónustu í einhverri mynd, én hlustendur hringja í Stjörnuna kl. 2 daglega og gera sínar tillögur. Sérstök nefnd á- kveður svo hver hjóta skuli viður- kenninguna hverju sinni og síðan er hann boðaður í viðtal. Fyrir valinu varð að þessu sinni Guð- mundur Steinsson lyfsali í Lyfja- bergi í Breiðholti en hann sýndi þá einstöku lipurð að sækja lyf út í bæ og færa það veikri konu, sem erfitt átti með að nálgast það. Guðmundi var afhent skjal og sérsmíðaður gripur, unninn í Gulli og silfri. - Vegna góðra undirtekta hlustenda er ráðgert að halda þessu áfram um óákveð- in tíma. - mhg Robert Schumann Útvarp, kl. 17.03 Nú er það Robert Schumann sem á síðdegistónlistina. Margar- et Price syngur nokkra ljóða- söngva við píanóundirleik James Lockhart. Þá koma fimm þættir úr „kreisleriana“ op. 16, Vladim- ir Horowitz leikur á píanó. Síðan tvö smálög, sem Cantabile sveitin í Montreal leikur og loks Ara- beska í C-dúr op. 18, Andras Schiff leikur á píanó. - mhg Robert DeNiro Síðasti jöfurinn Sjónvarp kl. 20,30 ^ Síðasti jöfurinn nefnist banda- rísk stórmynd, sem sjónvarpið sýnir í kvöld. Er hún frá árinu 1976. Harold Pinter hefur gert handritið eftir frægri skáldsögu F. Scott Fitzgerald. Margar kvik- myndastjörnur síðari ára koma þarna fram svo sem Robert De- Niro, Tony Curtis, Robert Mitc- hum, Jack Nicholson og Donald Pleasence. Leikstjóri er Elia Kazan. - Myndin gerist auðvitað í Hoílywood á 4. áratugnum þeg- ar kvikmyndagerðin þar var verulega í essinu sínu. Kvik- myndaframleiðandi nokkur, sem annars vegnar vel, verður skotinn í kvenmanni, sem endilega þarf nú að minna á látna eiginkonu hans og veldur það honum ómældri armæðu. - Myndin hef- ur fengið misjafna dóma en hvað skyldi þér finnast um hana? - mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI Ætli mamma vilji nokkuð ísinn og kökuna sem við tókum handa henni? FOLDA Hafiði fundið muninn á því að vakna á morgnana. Stundum er|' maður glaður, stundum niðurdreginn... í morgun vaknaði ég í sjálfsvorkunnarkasti. Ekki gaman, en satt. Vorkenni sjálfum mér. Það reynum við að þola þangaðtil þú hættir því. Til hvers eru annars vinir? —, ________A v 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. apríl 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.