Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Og þetta lika... Boris Becker ætti ekki aö veröa í vand- ræðum í fyrst leik sínum á Opna Vestur-Þýska tennismótinu. Hann lendir þar á móti Mansour Bahrami frá íran sem er raöað í 230. sæti í heiminum. „Ég ætla að gera allt sem ég get ef ekki bara að vinna hann en annars vonast ég til að skemmta áhorfendum" sagði Bhrami kok- hraustur. 187 miljónir eru samtals í boði á næsta Wimble- don tennismóti. Fyrir sigur í karla- flokki fær sigurvegari tæpar 12 milj- ónir en í kvennaflokki rétt rúmar 11 miljónir (er það nú jafnrétti). Þetta er 5.8% hækkun síðan í fyrra og ef sig- urvegari skiptir upphæðinni strax yfir í dollara getur hann grætt enn meir vegna hagstæðs gengismunar (vin- samleg ábending). Sama tíma að ári Það er kominn ein breyting á í Wim- bledon. Ef áhorfandi missir af heilum degi vegna veðurs gildir miðinn á sama dag að ári. Þeir ættu að prófa þetta hérna heima. NBA leikmenn og NBA samtökin hafa gert 6 ára samning og eru báðir mjög ánægðir. Samtökin fá helst út úr þessum samningi að ef leikmaður ætlar að yfirgefa liðið sitt getur það boðið sömu upphæð en þetta er gert til að leikmenn flakki minna á milli félaga. Leikmenn hins vegar fá hærri eftirlaun og tryggingar. Einnig ætluðu leikmenn sér að fá hærri laun en fengu aðeins 10% hækkun á ári og verða meðallaun því líklega komin í 35 miljónir á ári 1992. Guðjón Ó. hvað. Meiðsli Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Mirandinha sem leikur með Newc- astle hefur aðeins tekist að byrja í einum af átta síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla. Hann verður því ekki meira með á þessu tímabili sem lýkur 7. maí en það verður oft hlutskipti erlendra leikmanna í Englandi að vera sparkaðir niður. Hinn knái en smái Giresse sem leikur með Marseilles í Frakklandi tilkynnti að . hans síðasti leikur [ knattspyrnu yrði þegar liðið hans leikur lokaleik frönsku deildarinnar gegn Monaco 4. júní. Giresse er aðeins 1.63 metrar á hæð og 62 kíló en saman með Jean Tigana og Luis Fernandez myndaði hann eitt hættulegasta sóknartríó í Evróþu um tíma. „Ég yfirgef fótbolt- ann með miklum söknuði og á eftir að fá sting í hjartað þegar ég mun sjá Marseilles liðið raða sér upp fyrir leik án mín“ sagði Giresse. Sjónvarp Bein útsending Á laugardaginn verður sýndur beint leikur Austur-þjóðverja og íslendinga í undankeppni Ól- ympíuleikanna í knattspyrnu. Hefst útsendingin kl. 12.55 og leikurinn sjálfur kl. 13.00. Að sögn þeirra sjónvarps- manna hefur gengið óvenju brösulega að fá gervihnött fyrir þessa útsendingu þar sem flest allir hnettir eru uppteknir vegna Evróvisionæfinga yfir daginn. Karfa Hætt við Fótbolti Enskir enn að Ungverska lögreglan þurfti að handtaka 7 enska ólátaseggi eftir vináttuleik Ungverja og Eng- lendinga sem lauk með marka- lausu jafntefli. Pað voru um 40 ólátaseggir sem byrjuðu ólætin á diskóteki í Búdapest með að brjóta húsgögn og þegar þeim var hent út réðust þeir á bíla og hentu bjórflöskum og dósum þannig að nokkrir veg- farendur meiddust lítillega. Það aukast ekki líkurnar á því að Evrópuleikjabanninu verði létt af Englandi með þessu fram- haldi en þess má geta að alls voru 1000 Englendingar í Ungverja- landi til að horfa á vináttuleikinn þannig að hlutfallið er ekki mikið. Frjálsar FRÍ veitir styrki Afreksmannasjóður sér um Véstein, Einar og Sigurð en FRÍ sér um Eggert Stjórn Frjálsíþróttasambands íslands hefur ákveðið að styðja við bakið á besta frjálsíþrótta- fólki landsins með því að veita því peningastyrki. Er það fyrst og fremst til þess að fólkið nái að undirbúa sig sem best fyrir þátt- töku í Ólympíuleikunum sem fram fara í Seoul í haust. Einnig eru þessir styrkir hugsaðir til að gera fólki sem ekki hefur náð Ól- ympíulágmörkum auðveldara að ná þeim. Samþykkt hefur verið að afgreiða 15 til 36 þúsund krón- ur mánaðarlega fyrir tímabilið apríl til ágúst, allt eftir því hvaða árangri fólk hefur náð. 132.000 á mánuöi Þrír kappar eru þegar á fullum styrk frá afreksmannasjóði en þeir eru Vésteinn Hafsteinsson, Einar Vilhjálmsson og Sigurður Einarsson og fá þeir 36.000 krón- ur á mánuði hver um sig frá af- reksmannasjóði. Þeir frjálsíþróttamenn sem náð hafa ÓL lágmarki 1987 eða ná því á þessu ári, og eru á 18.000 króna styrk hjá afreksmannasjóði ÍSÍ á mánuði, fá 18.000 kr. á mánuði hjá FRÍ. Eins og er munu þær Ragnheiður Ólafsdóttir, hlaupari úr FH, og Helga Halldórsdóttir, grindahlaupari úr KR, fá þennan styrk. Þeir frjálsíþróttamenn sem náð hafa ÓL lágmarki en fá samt sem áður ekki styrk úr afreksmanna- sjóði ÍSÍ, fá 36.000 á mánuði. Er hér um að ræða Eggert Bogason, kringlukastara úr FH, en ól- ympíunefnd viðurkennir ekki á- rangur hans á innanfélagsmóti í fyrra sem FRÍ telur fullkomlega löglegan. Þeir sem náð hafa A-flokks ár- angri 1987 og 1988 samkvæmt styrkleikaflokkatöflu FRÍ og fá ekki styrk hjá afreksmannasjóði, munu fá 15.000 krónur á mánuði. Eins og er eru fjórir frjálsíþrótta- menn í þessum hópi: Þórdís Gísl- adóttir, hástökkvari úr HSK, Írís Grönfeldt, spjótkastari úr UMSB, Sigurður Matthíasson, spjótkastari úr UMSE og Pétur Guðmundsson, kúluvarpi úr HSK. Að lokum hefur verið sam- þykkt að greiða 30.000 krónur til þeirra sem ná B-flokks árangri á þessu ári. Sú greiðsla mun fara fram eftir að menn ná árangrin- um. Styrkveitingarnar geta breyst aftur í vor eða haust þegar afreks- mannasjóður ÍSÍ heldur sína fundi, en næsti fundur stjórnar- innar er 1. maí. Hlaup Spenna í kariaflokki Það er aðeins í karlaflokki sem óvíst er hver verður sigurvegari. Þar berjast um titilinn Daníel og Jóhann þannig að það má búast við hörkukeppni um næstu helgi þegar Víðavangshlaup fslands fer fram í Dölunum. Steinunn er frekar örugg í kvennaflokki og Björn í drengjaflokki enda hafa þau hlaupið í flestum hlaupum. Staðan í stigakeppni vetrarhlaupanna Karlar 1. Daníel Smári Guðmundsson USAH...............138 stig í 10 hlaupum 2. Jóhann Ingibergsson FH.......................135 stig í 10 hlaupum 3. Gunnlaugur Skúlason UMSS.....................116 stig í 10 hlaupum 4. Bessi Jóhannesson ÍR..........................113 stig Í9 hlaupum 5. -6. Kristján Skúli Ásgeirsson ÍR...............88 stig í 9 hlaupum 5.-6. Frímann Hreinsson FH........................88 stig í 7 hlaupum 7. Gunnar Páll Jóakimsson ÍR.....................86 stig í 10 hlaupum 8. -9. Ágúst Þorsteinsson UMSB....................84 stig í 8 hlaupum 8.-9. Már Hermannsson UMFK........................84 stig í 6 hlaupum Eggert Bogason hefur ekki fengið náð fyrir augum ólympíunefndarinn- ar en Frjálsíþróttasambandið hefur á tekið hann upp á arma sína. * Holur Á síðast keppnistímabili náðu yfir 30 íslenskir kylfingar þeim ár- angri að fara “holu í höggi“ í golf- íþróttinni. Þessu draumahöggi allra kylfinga náði þessi fjöldi á golfvöllum hér á íslandi, en einn- ig á völlum til dæmis í Skotlandi, Bandaríkjunum, á Spáni og á Tenerife. Nú er komið að því að afhenda viðurkenningar fyrir þetta afrek og verður það gert laugardaginn nk. Það er Johnny Walker um- boðið á fslandi, Vangur hf. sem veitir viðurkenninguna en þau koma frá Johnny Walker Hole in one club sem er alþjóðaklúbbur Einhverja, en svo nefnast þeir kylfingar hér á landi sem hafa far- ið holu í höggi. Hófið verður laugardaginn 30.apríl í Síðumúla 35 og hefst kl.17.00. Þeir sem fóru holu í höggi og eiga að taka við verð- launum sínum eru: Auður Guð- jónsdóttir GK, Birgir Marinós- son GA, Bert Hanson NK, Berg- ur Guðnason GR, Bjarni Rögnvaldsson GR, Björn Arna- son NK, Einar Jónsson GS, Erlar Kristjánsson GM, G.Hafsteinn Ögmundsson GS, Haukur Þór Hannesson GR, Gunnar Har- aldsson NK, Jón Tryggvi Njarð- arsson GL, Jón G. Tómasson GR, Jóhann E.W.Stefánsson G.Kjöl, Karl Frímansson GA, Kristján Örn Sigurðsson NK, Kjartan Aðalbjörnsson GH, Kristinn Óskarsson GS, Leifur Golf r m mm ■ i hoggi Ársælsson GV, Oddur Jónsson GA, Óli Magnússon GA, Pétur Sigurðsson GR, Ragnar Ólafsson GR, Ragnar Lár NK, Sigurbjörn L. Bjarnason GR, Skúli Ágústs- son GA, Sindri Óskarsson GV, Sigríður Birna Ólafsdóttir G.Hús, Sigurður Th. Ingvarsson GÍ, Þorvaldur Ásgeirsson GR, Þorsteinn Geirharðsson GS, Þór- hallur Dan Þorgeirsson GHH. Um helgina 29.apríl til 2.maí Hlaup Laugardaginn 30.apríl kl.14.00 verður haldið Víðavangshlaup ís- lands við Graskögglaverksmiðjuna á Saurbæ i Dalasýslu. Þessu hlaupi var frestað fyrir skömmu því menn kom- ust ekki á staðinn vegna slæmrar færðar. Bogfimi Frá kl.11.00 fyrir hádegi fram til kl.11.00 á sunnudag verður bogfimi- deild ÍFR með maraþon-bogfimi í æf- ingasal félagsins að Hátúni 10 A kjall- ara. Afmæli Sunnudaginn Lmaí kl.14.30 opna Frammarar formlega nýja félags- heimilið sitt í Safamýri. Allir velunnar- ar eru velkomnir að skoða þetta 835 fermetra Framheimili. mót vegna verkfalls Öðlingamótið í körfu, sem halda átti á Egilsstöðum um helg- ina hefur verið aflýst því útséð er um að keppendur komist ekki á staðinn vegna verkfalls hjá flug- félögunum. Konur 1. Steinunn Jónsdóttir ÍR.............................114 stig í 8 hlaupum 2. Margrét Brynjólfsdóttir UMSB........................97 stig í 7 hlaupum 3. Margrét Guðjónsdóttir UBK...........................50 stig í 4 hlaupum 4. Marta Erntsdóttir ÍR................................45 stig í 3 hlaupum 5. Rakel Gylfadóttir FH................................38 stig í 3 hlaupum Drengir 1. Björn Pétursson FH.................................106 stig í 8 hlaupum 2. Finnbogi Gylfason FH................................57 stig í 4 hlaupum 3. ísleifur Karlsson UBK...............................54 stig í 4 hlaupum 4. Björn Traustason FH.................................46 stig í 4 hlaupum 5. Bragi Smith UBK.....................................24 stig í 2 hlaupum ORLANDO 2xí viku FLUGLEIÐIR -fyrírþíg- Föstudagur 29. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.