Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 1
SJAVARUTVEGUR Skerseyri hf. Draumurinn að veruleika Magnús Andrésson: Stofnuðumfyrirtœkiðíágústl987og hófum starfsemifyrirskömmu. Hráefnið kaupum við af fiskmörkuðum aukfastra viðskipta við tvo vertíðarbáta. Vinnslulínan teiknuð og hönnuð ísamstarfi okkar við Traust hf. Fjárfestumfyrir30 miljónir og teljum okkur hafafjárfest afskynsemi Einfullkomnasta saltfiskverksmiðja landsins, Skerseyri hf., tók nýveriðtil starfa í Hafnaríirði og standa að fyrirtækinu ungir og f ram- takssamir einstaklingar sem allir eiga það sameiginlegt að hafa starfað lengi við f ram- leiðslu á saltf iski, ýmist hér á suðvesturhorni landsins eða úti á landsbyggðinni, auk þess að hafa menntun á sviði fiskvinnslu og stjórnunar. Mjög fullkomin tæki eru í verksmiðjunni sem teiknuð voru og hönnuð af fyrirtækinu Traust hf. í samvinnu við eigendurna, sem eiga margra ára reynslu að baki í verkun saltfisks. Á dögunum sótti Þjóðviljinn verksmiðjuna heim og tók tali Magnús Andrésson, einn for- ráðamanna hennar. Hann var fyrst spurður um tildrögin að stofnun fyrirtækisins og hvenær hafist hefði verið handa við upp- byggingu þess. Fjárfest af skynsemi - Fyrirtækið var stofnað í ág- ústmánuði 1987 og strax í októ- ber sama ár var hafist handa við að byggja upp húsnæði þess sem er um 970 fermetrar að stærð. Góð samvinna við bæjar-og hafn- aryfirvöld hér í Hafnarfirði og skilningur þeirra á nauðsyn fyrir- tækisins gerði það að verkum að við gátum nánast valið um stað- setningu fyrirtækisins og gátum ekki fengið betri stað fyrir það en hér, þar sem auðvelt er um alla aðdrætti, hvort sem um er að ræða hráefni til vinnslunnar eða annað. Vinnslulínan fyrir framleiðsl- una var teiknuð og hönnuð í sam- starfi við fyrirtækið Traust hf. en annað smíðuðum við sjálfir eftir því sem okkur þótti vanta. Heildarfjárfestingin í fyrirtækinu er um 30 miljónir króna og við teljum að við höfum fjárfest af skynsemi því það er ekki fjarri lagi að ætla að við getum umsett þessa fjárfestingu nokkrum sinn- um á ári með þeirri framleiðslu sem hér fer fram. Þannig að ég tel ekki að í okkar tilfelli hafi verið um offjárfestingu að ræða, eins og því miður hefur stundum vilj- að brenna við þegar menn fara af stað með ný fyrirtæki í sjávarút- vegi sem og öðrum atvinnugrein- um hér á landi. Kaupum hráefni af fiskmörkuðum Hvernig gengurykkur að útvega hráefni til vinnslunnar? Hafið þið báta í fóstum viðskiptum eða skiptið þið mikið við fiskmarkað- ina? - Mest af fiskinum fáum við af fiskmörkuðum og vegna nærveru okkar við Fiskmarkað Hafnar- fjarðar er þægilegt fyrir okkur að kaupa fisk þaðan sem við og ger- um. En einnig kaupum við fisk af markaðnum í Reykjavík og Suðurnesjamarkaðnum. Það fer allt eftir framboðinu hverju sinni hvar við kaupum og verðlaginu á hverjum tíma, en að auki erum við í föstum viðskiptum við tvo vertíðarbáta. Það er engin spurning um það hjá okkur að hagur fyrirtækisins væri allt annar ef við hefðum ekki tækifæri til að kaupa fisk af fisk- mörkuðunum. Fiskverðið er að vísu breytilegt hverju sinni, en á móti kemur að við getum stjórn- Magnús Andrésson hjá Skerseyri hf. í Hafnarfirdi: - Skilningur stjórnvalda á vanda sjávarútvegsins sýnist mér vera lítill. Andstreymi í upphafi rekstursins eflir okkur til enn frekari dáða, enda vinnum við saltfisk úr fyrsta flokks hráefni. Mynd: E.ÓI. að hráefniskaupunum sjálfir og kaupum það inn sem við þurfum hverju sinni. Það gerir það að verkum að framleiðsian verður miklu markvissari en ella og ein- ungis það er nokkurra króna virði í hærra hráefnisverði. Því er auðvitað ekki að neita að hráefn- isgæðin geta verið misjöfn en þar sem við kappkostum að vinna fyrst og fremst úr fyrsta flokks hráefni, getum við valið og hafn- að eftir gæðum hverju sinni. Sá bátur sem kemur inn með lélegt hráefni geldur fyrir það strax í lægra aflaverðmæti. Frá því að markaðirnir hófu starfsemi sína hefur öll umhirða fisks um borð í bátunum batnað verulega, sem er bæði sjómönnum og okkur fram- leiðendum til góðs, auk þess sem afurðin verður verðmeiri. Það er heldur ekki að ófyrirsynju að skilningur sjómanna á mikilvægi fiskmarkaða er einna mestur, þó svo að í augnablikinu fari minna fyrir ánægjunni meðal útgerðar- manna og hefðbundinnar fisk- vinnslu. Andstreymi í upphafi Nýverið lækkaði verð á saltfiski tilPortúgals um8% vegna offram- boðs. Setur þetta ekki afkomuna í hœttu hjá ykkur? - Vissulega hefur verðfall á saltfisknum áhrif á afkomuna, því er ekki að neita. En hvað okk- ur snertir munu þessir erfiðleikar í upphafi aðeins efla okkur til frekari dáða og verða okkur hvatning til að gera enn betur en við hefðum gert að öllu óbreyttu. Það er ljóst að ástandið í sjáv- arútveginum hefur að undan- förnu verið slæmt og ekki margt sem bendir til þess að það muni batna á næstunni. Mér finnst skilningur stjórnvalda á vandan- um ekki vera mikill, enda hefur lítið sem ekkert komið frá þeim til úrlausnar og sýnist mér á öllu að það sé fyrst og fremst verkefni okícar sem stöndum í þessu að bjarga okkur eftir bestu getu, sem við og munum gera. Blóðugast þykir okkur þegar verið er að flytja út óunninn fisk með gámum á útsöluverði, enda er það svo að nú þegar er byrjað að fjara undan rótgrónum fyrir- tækjum í fiskvinnslu, án þess að liægt sé að kenna um óhag- kvæmum rekstri. Þessi gegndar- lausi útflutningur vekur til um- hugsunar um það, til hvers við vorum eiginlega að heyja land- helgisstríðin á sínum tíma. Við framleiðum saltfisk fyrir markaðina í Portúgal, á Spáni, ftalíu og Grikklandi og seljum í gegnum Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, SÍF. Þessu fyrirkomulagi fylgja vissir kostir en einnig ókostir. Kostirnir eru þeir að við seljum í gegnum sterk sölusamtök með öðrum, sem tryggir okkur hærra verð og betri kjör en ef við værum einir á báti. Okostirnir er þeir að markaðstil- finningin hjá okkur framleiðend- um er ekki eins næm og hún þyrfti að vera, vegna þess að við stönd- um ekki sjálfir í eldlínunni við að koma vörunni á markað. -grh Einar Víglundsson verkstjóri Anægt starfsfólk gulli betra Skerseyri hf.: Takmarkið að vinna 2200 tonn afhráefni á ári. Gerir um 900 tonn affullunnum saltfiskifyrir 150-160 miljónir króna. Afkastagetan um 40 tonn álO tímum Einar Víglundsson erverk- stjóri hjá Skerseyri hf. og einn af eigendum fyrirtækisins. Hann starfaði ma. á Þórshöfn við saltfiskvinnslu áður en hann f lutti suður og hóf undir- búning ásamt félögum sínum að uppbyggingu og rekstri fyr- irtækisins, og er því öllum hnútum kunnugur í bransan- um. Hann var spurður að því hvernig gengið hefði að ráða starfsfólk að fyrirtækinu? Vinnukraftur að austan Einar sagði að starfsfólk fyrir- tækisins væri að jafnaði 10-14 manns og tæplega helmingur þess eða um 6 manns væri að austan, nánar tiltekið frá Þórshöfn, og væri alvant saltfiskvinnslu. Auk þess hefðu þeir í vinnu fólk að norðan og austan úr sveitum. Hann sagði að þeir væru mjög ánægðir með hvernig til hefði tekist um mannaráðningar hjá fyrirtækinu því að algjör forsenda þess að vel gengi í vinnslunni væri að hafa vant fólk og ánægt. Til þess að svo mætti vera gerðu þeir vel við starfsfólkið í launum og væri því borgað samkvæmt hæsta taxta auk prósentuálagningar. Þá hefði verið kappkostað að hafa vinnuaðstöðuna eins góða og hægt væri og hefði vinnslulínan verið hönnuð með það í huga að sem best færi um starfsfólkið í vinnunni. Hann sagði jafnframt að þeir hefðu aðstoðað landsbyggðar- fólkið við útvegun húsnæðis og hefði það gengið vonum framar. Vinnutímann sagði hann vera frá morgni til kvölds og einnig væri unnið á laugardögum. Þetta væri að vísu langur vinnutími um þess- ar mundir, enda væri fyrirtækinu það nauðsynlegt að nýta vélarnar eins og hægt væri á meðan nægi- legt hráefni væri fáanlegt því þeg- ar sólin hækkaði á lofti mætti bú- ast við minna hráefni til vinns- lunnar frá því sem nú væri. Að- eins einu sinni hefðu þeir þurft að auglýsa eftir starfsfólki og fengið Einar Víglundsson verkstjóri: - Það eru engin ný sannindi að fyrirtæki sem gerir vel við sína starfsmenn f ær það margfalt borgað til baka með miklum afköstum og góðum vinnuanda. Mynd: E.ÓI. þá upphringingar frá 40 aðilum. En þeir hefðu það fyrir reglu, sem byggð væri á reynslu, að ráða ekki fólk í gegnum síma heldur þyrfti viðkomandi að koma á staðinn og sýna sig. Vinnum 2200 tonn fir árið yfi' Aðspurður hvað þeir hefðu gert ráð fyrir að vinna mikið magn af hráefni yfir árið, sagði Einar að þeir hefðu sett markið á 2200 tonn sem myndi skila þeim um 900 tonnum af unnum saltfiski og verðmæti hans yrði trúlega um 150-160 miljónir króna, sem væri vel við unandi þegar tillit væri tekið til þess að fjárfesting fyrirtækisins í húsnæði og vélum ásamt öðru er til þyrfti væri uppá 30 miljónir króna. Einar sagði að á góðum degi gætu þeir með 10 tíma vinnu af- kastað um 40 tonnum á dag vinnu sem gerði um 14-15 tonn af full- unnum saltfiski. Þótt ekki væri langt um liðið frá því fyrirtækið hóf starfsemi, hefðu þeir unnið úr 400 tonnum af hráefni sem þætti allgott. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.