Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 3
ópu besta fáanlega hráefnið á silf- urfati á útsöluverði eins og verð- lagið á gámafiskinum hefur verið að undanförnu. Á þessu máli þarf að taka föstum tökum, án þess að ég sé tilbúinn á þessari stundu að gerast dómari í málinu. En þetta mál snýr ekki ein- göngu að útflytjendum, heldur einnig að afkastagetu og þeirri fjárfestingu sem ráðist hefur ver- ið í í okkar fiskiðnaði. Frá mínum bæjardyrum séð er afkastageta fiskvinnslunnar á landinu mjög vannýtt. í stað þess að flytja fiskinn óunninn út í gámum vegna þess að vinnslan á viðkom- andi stað getur ekki unnið hann, á að vera hægur vandi að miðla honum til vinnslustöðva sem van- nýttar eru. Það hlýtur að vera keppikefli okkar að vinna fiskinn á þann hátt að sem mest verð fáist fyrir hann á hverjum tíma. Það er ekki að ófyrirsynju í sambandi við gámaútflutninginn, að hver og einn spyrji sig þeirrar spurningar til hvers við vorum á sínum tíma að berjast við tjallann og aðra um yfirráðin yfir land- helginni þegar það kemur svo á daginn að það erum við sem fisk- um fyrir þá en þeir vinna hann?“ Landsbyggðarfiskur Hefur verið mikið um það að þið hafið fengið fisk frá landsbyggð- inni til sölu á markaðnum? „Já, það hefur verið og hefur hann komið nánast frá öllum landshornum þó í mismiklum mæli. Sem dæmi get ég nefnt að fiski sem landað hefur verið á Siglufirði að kveldi til er kominn hingað að morgni daginn eftir. Þetta var hægur vandi í því renni- færi sem var í haust og fyrripart vetrar og þetta er til sanninda- merkis um það sem ég sagði hér að framan að fiskmiðlun er ekk- ert vandamál ef menn hafa vilj- ann til þess.“ Samkeppni milli fiskmarkaða Það hefur kornið til tals að fisk- markaðirnir þrír hér fyrir sunnan samtengist og samvinnan milli verði meiri ennú er. Hvað líður því máli? „Það er rétt að það hefur kom- ið til tals að við, Faxamarkaður- inn og Fiskmarkaður Suðurnesja samtengist að því leyti að kaupandi geti keypt fisk af þess- um þrem mörkuðum án þess að þurfa að ferðast á milli þeirra eins og reyndin er í dag. í stuttu máli má segja að þessi samvinna sé í athugun en að öðru leyti er ekki meira um það að segja í bili. Auðvitað er samkeppni á milli okkar og þeirra um hráefnið því það er alltaf vöntun á fiski til að selja og því meiri fiskur sem við seljum því betri afkoma. En sú samkeppni er eðlileg og ekkert nema gott eitt um hana að segja. Hún mun að sjálfsögðu halda áfram þrátt fyrir samtengingu, ef af henni verður.“ Purfum ekki fleiri fiskmarkaði Að lokum Einar. Er komið nóg af fiskmörkuðum í landinu eða megum við báast við fjölgun þeirra frá því sem ná er? „Starfandi fiskmarkaðir eru í dag fimm talsins, þrír hér fyrir sunnan að viðbættum markaðn- um í Vestmannaeyjum sem er sér á báti landfræðilega séð og sá fimmti er á Norðurlandi, en framtíð hans er óviss á þessari stundu og sá sjötti er ku vera í startholunum á Vesturlandi með væntanlegu aðsetri á Akranesi. Frá mínum bæjardyrum séð er ekki þörf á fleirum miðað við það framboð sem er af fiski í dag og í rauninni alveg nóg að hafa þessa þrjá sem virkir eru að viðbættum Eyjamarkaðnum." -grh Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Hafnarfjarðar: „Þessi gegndarlausi útflutningur á óunn- um fiski í gámum er tilræði við fiskiðnaðinn í landinu og leiðir hugann að því hvort landhelgisstríðin hafi verið háð til einskis." Mynd: Sig. Vinnslan út á sjó Hefur ekki fjölgun frystitogara héðan ár Firðinum áhrif á fisk- framboðið og stöðu markaðarins? „Jú vafalaust mun það hafa einhver áhrif á framboðið en ég hef þó þá trú að það komi ein- hverjir aðrir í staðinn og fylli upp í þær holur sem togararnir skilja eftir. Það eru þegar gerðir út þrír frystitogarar héðan og sá fjórði er væntanlegur. Á síðasta ári kom 56% af fisknum sem við seldum úr hafnfirskum togurum en það sem af er þessu ári hefur hlutdeild þeirra aðeins verið um 30% og fer lækkandi. Þó svo að þessi þróun komi sér kannski illa við okkur um stund- arsakir, þá er hún að vissu marki vel skiíjanleg; að frystitogurum fjölgi og jafnframt að fisk- vinnslan færist í auknum mæli út á sjó. Skýringin á því er sú að á sjónum er hægt að hafa fisk- vinnslutækin í gangi allan sólar- hringinn og nýtingin á þeim miklu betri en í landi auk þess sem þar er verið að vinna hráefn- ið um leið og það veiðist. En að sjálfsögðu verður þessi þróun að vera innan vissra takmarka eins og annað.“ Tilrœði við fiskiðnaðinn Hvað finnst þér um gegndar- lausan gámaátflutning á óunnum fiski á erlenda markaði? „Það segir sig sjálft að ef gám- aútflutningurinn á óunnum fiski heldur áfram í þeim mæli sem hann hefur verið, þá er hann á vissan hátt tilræði við fiskiðnað- inn í landinu sem ég held að geti ekki gengið öllu lengur að óbreyttu. Sérstaklega þegar þess er gætt að með honum erum við að færa keppinautum okkar á Englandi og á meginlandi Evr- gjI3cv r. Vélaverkstæði, Grandagarði 18, sími 28922 Tökum að okkur: vélaviðgerðir, niðursetningu á vélum og vélbúnaði í skip, vökvakerfi og fl. Framleiðum austursskiljur. SJOMENN ÚTGERÐARMENN FISKKAUPENDUR Miðstöð viðskiptanna við Faxaflóa. Dagleg uppboð-frábæraðstaða. Veitum fúslega allar upplýsingar um tilkynningar- frest, skilmála og fleira sem máli skiptir. ÖRUGG SALA- HÆSTA VERÐ TRAUST VIÐSKIPTI FAXAI73 MARKAÐURINN HF UjéíV P.O. Box 875, 121 Reykjavík. Sími 623080 Skipakranar HMF tramleiðir skipakrana í miklu úrvali: Krana sem leggja má saman auk krana sem búnir eru útdregnum gálga með vökva- knúinni framlengingu. HMF kranarnir fást með mismunandi lyttigetu, allt frá 2,7 til 28 tonnmetra. HMF skipakranar eru vel varöir gegn taeringu. Þeir eru sand- blásnir og vandlega ryðvarðir fyrir lökkun og eru stimpilstangir krómnikkelhúðaðar eða úr krómhúðuðu, ryöfriu mf stáli.HMF er vörumerki Höjbjerg Maskinfabrik A/S /qA [ Danmörku sem framleitt hefur krana í 30 ár. lÁNDVÉLAflHF SMICULMEGI66. PÓSMÓIF20. 202KÓHWGI.S 9176600 Föstudagur 29. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.