Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 6
SJÁVARUTVEGUR FISKVINNSLUSKOLINN - FISKVINNSLUSKOLINN - FISKVINNSLUSKOLINN - FISKVINNSLL Óskar Skúlason frá Grindavík Odrepandi áhugi á fiskvinnslu Alltað helmingur starfsfólks ífiskvinnslu erlendisfrá. Nútíma verk- stjórarþurfa að vera góðir tungumálamenn. Stefni aðþvíað verða Óskar Skúlason frá Grindavík saknar þess mest að fá ekki tilsögn í framandi tungumálum í Fiskvinnsluskólanum þar sem verðandi verk- stjórar í fiskvinnslunni þurfa að vera fjölhæfir tungumálamenn til þess að starfsmennirnir geti skilið þá. Mynd: Sig. - Ég hef alla tíð haft ódrep- andi áhuga á fiskvinnslu og er haldinn þeirri bjartsýni að hún eigi eftir að færa mér auð og völd í framtíðinni. Miðað við ástandið eins og það er í dag sakna ég þess að læra ekki neitt í tungumálum eins og júgóslavnesku, pólsku og sænsku til þess að gera mig skiljanlegan hjá því fólki sem er að verða uppistaðan í fisk- réttsýnn verkstjóri vinnslunni, segiróskar Skúlason, verðandi verkstjóri hjá Þorbirni hf. í Grindavík þegar hann var spurður af- hverju hann hefði farið í Fisk- vinnsluskólann. Erlent vinnuafl - Það færist sífellt í vöxt að er- lendir verkamenn sjái um vinn- una í fiskiðjuverum suður með agnes Er launauppgjör sjómanna þitt vandamál? sjó og dæmi eru um það að allt að helmingur starfsfólksins sé er- lendis frá. Þessi þróun er heldur dapurleg fyrir okkur íslendinga og segir meira en margt annað hvernig komið er fyrir fiskvinnsl- unni. I mínum heimabæ ræður fólk sig frekar í láglaunuð af- greiðslustörf í stað þess að vinna í fiskinum. Ástæðan er einkum sú að það þykir ekki lengur fínt að vinna í fiskinum af ástæðu sem ég kann ekki að skýra, því ekki get- ur það verið vegna launanna, því þó þau séu lág í fiskinum eru jjau ekki hærri bak við búðarborðið. Kannski er það vegna þess að af- greiðsluvinnan þykir eitthvað hreinlegri, sem er í sjálfu sér nokkuð langsótt skýring; því fisk- vinnslan er jú vinna við matvæla- framleiðslu þar sem hugtakið þrifnaður er ansi hátt skrifað og veitir ekki af. Nú hefur þú sjálfur unnið undir stjórn verkstjóra ífiskvinnslu. Ertu ekkert smeykur um að þér verði ekki sýnd nógu mikil virðing í starfmu? - Nei, blessaður vertu. Ég er ekkert hræddur við það. Að vísu veit maður það af reynslunni að þær ákvarðanir sem verkstjóri verður stundum að taka eru ekki þær vinsælustu sem finnast undir sóiinni. En þá er bara að taka því og bíta á jaxlinn. Eins og staðan er í dag er miklu meiri höfuðverk- ur að geta gert sig skiljanlegan við starfsfólkið fremur en það hvernig það kemur til með að taka mér þegar þar að kemur. Það er nú eitt af því sem hér er kennt við skólann hvernig góður verkstjóri vinnur og ég stefni staðfastlega að því að vera í þeim hópnum. Það er að mestu liðin sú tíð að verkstjórar gengu um grenjandi og ragnandi og allir voru hræddir við þá og þorðu ekki annað en að hlýða þeim, al- veg sama hvað það var ruglað. í dag veit fólk miklu meira um rétt- indi sín og skyldur en áður var og nútíma verkstjórar komast ekki upp með neitt múður ef þeir reyna að misbjóða sínu fólki. Alla vega þekkist sú manntegund ekki í minni sveit. Ef svo er þá er AGNES eitthvaö fyrir þig. AGNES er tölvuforrit sem leysir þetta vandamál, enda sniðið að þörfum útgerðarfýrirtækja. AGNES miðlar af mikilli reynslu, enda verið í notkun undanfarin ár hjá á annað hundrað aðilum. Reynsla ánægðra notenda sýnir að AGNES stendur við sitt og gerir þetta annars flókna verk nánast að leik. Nú veit AGNES líka allt um sjómannaafslátt, fæðispeninga, skatt- og aukaskattkort, bæði nýttan og ónýttan persónuafslátt, bílabók og yfirleitt allt annað sem viðkemur staðgreiðslukerfi skatta. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar r hugtak Bíldshöfða 12 112 Reykjavík Sími 91-67 33 55 Margir vita ekki af skólanum Hvernig hefur þér fundist skól- inn? - Þó að skólinn sé að mörgu leyti mjög góður er því ekki að neita að það eru ansi margir sem vita bara ekki að hann sé yfir- höfuð til. Ástæðan fyrir því held ég að sé að hann hefur ekki verið auglýstur nægilega mikið og ekki verið í sviðsljósinu eins og svo margir aðrir skólar. En þar fyrir er ég ekki að segja að mikilvægi skólans liggi í því að hann sé ein- att á milli tanna á fólki, síður en svo. Þó svo að maður hafi unnið í fiski frá því maður byrjaði að vinna er hér margt sem maður kunni ekki fyrir. Til að mynda er þessi verklega kennsla ntjög mikilvæg ásamt þeirri bóklegu að ekki sé talað um það hvað það er manni góður skóli að kynnast viðhorfum skólafélaganna, sem koma víða að og hafa margt fram að færa sem ég hafði ekki hugleitt fyrr. _grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.