Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 7
SJÁVARÚTVEGUR ISKÓLINN - FISKVINNSLUSKÓLINN Sigurður Óskarsson, í miðið, að útlista fyrir nemendum Fiskvinnslu- skólans hverju huga þurfi að þegar saltfiskur hefur verið flattur í höndum og það er ekki laust við að nemendurnir hlusti gaumgæfilega á hvað hann hefur að segja. Mynd: Sig. Lífið er saltfiskur Sigurður Óskarsson kennari: Búinn að kenna við skólannfrá 1972. Nálœgð Fiskmarkaðar- ins tryggir okkur bestafáanlega hráefnið. Nauðsynlegtað kunna að fletja fisk íhöndum Sigurður Óskarsson er búinn að kenna við Fiskvinnslu- skólann frá því 1972 og meðal þess sem hann kennir verð- andi verkstjórum og fram- leiðslustjórum í fiskvinnslu er meðferð og vinnsla á saltfiski. Hann þekkir því tímana tvenna í sögu skólans þegar verklega kennslan var í byrjun í Reykjavík og hingað og þangað eftir það vegna hús- næðisskortsins sem hefur háð Fiskvinnsluskólanum meira en nokkuð annað. Þegar Þjóðviljinn leit við í verklegri kennslu í meðferð og vinnslu á saltfiski sem nú fer fram í nýjum og glæsilegum húsakynn- um skólans sem eru í þann veginn að verða fullkláruð, var Sigurður að útlista fyrir nemendum sínum hvað það er sem ber einna helst að varast í meðferð og vinnslu á saltfiski. Það leyndi sér ekki að þar fór maður sem þekkir vel til saltfiskverkunar og hefur gaman af að miðla þeirri þekkingu sinni til ungra og námfúsra nemenda sem síðan eiga eftir að miðla þekkingunni áfram til þeirra sem koma til með að vinna undir þeirra stjórn síðar meir víðs vegar út allt land. - Þetta er allt annað líf að vera með verklegu kennsluna hér steinsnar frá Fiskmarkaðinum í Hafnarfirði. Nálægðin við hann tryggir okkur ávallt fyrsta flokks hráefni til kennslunnar sem er al- veg nauðsynlegt ef vel á að vera. Því við kennsluna þurfa nemend- urnir helst af öllu að vera í náinni snertingu við gott hráefni til þess að kennslan skili sér hvað best til þeirra og þau sjái það svart á hvítu hvernig farið getur fyrir góðu hráefni ef þess er ekki gætt að verka það sem skyldi. -grh Miðstöðvarmótorar, 12 og 24 V, rafmagnsmið- stöð, 12 V. Kveikjuhlutir í allar teg. Gott verð. Vönduð vara Forþjöppur og varahlutir, viðgerðarþjónusta. II I. Erlingsson h/f, varahlutir, Ármúla 36 (Selmúlamegin), sími 688843. Við viljum betri skip Skipasmíðastöðvar, sjómenn og útgerðarmenn eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta. Meðal sam- eiginlegra hagsmunamála er að smíða sífellt betri og öruggari skip. í islenskum skipasmíðastöðvum er byggt á áratuga langri reynslu íslenskra sjómanna af skipum við misjafnar aðstæður á einu hættulegasta hafsvæði veraldar. Engir hafa meiri reynslu á þessu sviði en íslendingar. Tækniframfarir í íslenskri skipasmíði og reynsla og tækniþekking þjálfaöra starfsmanna gerir kleift að smíða skip fyrir íslenskar aðstæður og tryggja sjómönnum aukið öryggi og meiri afköst. VELJUM ÍSLENSKT - VELJUM BETRI SKIP Fclaé dráttarbrauta oá skipasmiðja HALLVEIGARSTÍG 1 - PÓSTHÓLF 102 - 121 REYKJAVlK - SÍMI 91-621590 utinlandsferðir á 75þúsund-og 40þúsund krónurhver Jifíöfe Eflum stuðning við aldmða. V^j ) Miði á mann fijrir hvem aldtaðan. HAPPDRÆTTIDVAIARHEIMIUS ALDRADRA SJÓMANHA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.