Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 8
SJÁVARÚTVEGUR FISKVINNSLUSKÓLINN - FISKVINNSLUSKÓLINN - FISKVINNSLUSKÓLINN - FISKVINi Þokkaleg aðsókn á ári hverju Sigurður Haraldsson, skólastjóri: Veitumfrœðslu við vinnslu sjávarafurða. Námið skiptist ífiskiðnaðadeild og tœknideild. Námskeiðahald ýmis konar að aukast. Kvenfólk sœkir á Sigurður Haraldsson, skólastjóri Fiskvinnsluskóla Islands er bjartsýnn á framtíð skólans sem og sjávarútvegsins í heild og segir að svartsýni dragi úr manni allan þrótt. Mynd: E.Ol. Fiskvinnsluskóli íslands tók til starfa árið 1971 og var þá fyrstu tvö árin með starfsemi sína að Skúlagötu 4 í hér í borg en flutti síðan til Hafnar- fjarðar. Alltfrá byrjun hefur það háð skólanum að hafa ekki eigið húsnæði undir kennslunaog hefurkennslan því farið fram víðs vegar í bænum, íleiguhúsnæði. Nú sér þó loksins fyrir endann á þessu ófremdarástandi og er þegar farið að kenna verklega kennslu í eigin framtíðarhúsnæði skólans í Hafnarfirði en bóklega kennslan mun þó fara fram eftir- leiðis að Trönuhrauni 8 þar sem Þjóðviljinn hitti Sigurð Haralds- son, sem verið hefur skólastjóri frá upphafi. Hann var fyrst spurður um markmið og tilgang með starfi Fiskvinnsluskólans. Frœðsla við vinnslu sjávarafla - Hlutverk skólans er að veita fyrst og fremst fræðslu í vinnslu sjávarafla. Fiskvinnsluskólinn útskrifar fiskiðnaðarmenn og fisktækna auk þess sem hann heldur ýmis konar námskeið fyrir starfsfólk í fiskiðnaði. Kennslan miðar að því að fisk- iðnaðarmenn hafi öðlast nægi- lega undirstöðuþekkingu, bók- lega og verklega til þess að geta annast almenna verkstjórn, gæðaflokkun, einfalda vinnuhag- ræðingu og stjórnun. Vilji menn auka þekkingu sína umfram þetta verða þeir fisktæknar sem eiga að vera færir um að annast ýmis rannsókna- og skipulagsstörf. Bóklegt og verklegt nám Náminu er skipt í bóklegt og verklegt skólanám og starfsþjálf- un á vinnustöðum. Námstíminn fer eftir undirbúningi og því að hvaða námslokum er stefnt og getur því verið frá tveimur og hálfu ári og uppí 4 ár allt eftir því hvað nemandinn vill og ætlar með sínu námi. Bóklega námið skiptist í sér- greinar, sem kenndar eru í skól- anum og almennar námsgreinar ss. stærðfræði, efnafræði, ís- lenska, erlend mál o.s.frv., sem unnt er að stunda í ýmsum fram- haldsskólum. Námi í skólanum er skipt í tvær deildir: Fiskiðnaðardeild og Tæknideild. f Fiskiðnaðardeild- inni er námstíminn þrjár annir en aðeins ein önn í Tæknideildinni. Til að öðlast starfsréttindi sem fiskiðnaðarmaður skal nemandi hafa staðist próf upp úr Fiskiðn- deild og auk þess hafa lokið 36 vikna skipulagðri starfsþjálfun á vinnustöðum frá því að hann innritaðist í skólann. Áður en nám er hafið í skólanum er krafist undirbúningsnáms eftir grunn- skóla og er bent á fyrri hluta tæknibrautar í framhaldsskólum sem viðmiðun. Að námi loknu hafa þeir nem- endur sem stunda nám í Fiskiðn- aðardeild fengið réttindi til að starfa sem verkstjórar í frystihús- um, en þeirsem bæta við sig námi í Tæknideild útskrifast sem fisk- tæknar og þeirra bíður þá starf sem framleiðslustjórar hjá ýms- um fyrirtækjum sem vinna við framleiðslu sjávarafurða. Námskeiðahald hefur aukist Fiskvinnsluskólinn hefur brydd- að upp á þeim nýmœlum að halda námskeið fyrir áhafnir frystitog- ara. Virðistþér sem fiskvinnslan sé að fœrast í auknum mœlifrá landi og út á sjó? - Við höfum haldið námskeið fyrir áhafnir tveggja frystitogara, Venusar og Hólmadrangs sem gáfust mjög vel. Það er bráð- nauðsynlegt að áhafnir frystitog- arana viti hvernig best sé að vinna aflann til að ná sem bestum gæð- um hverju sinni. Menn vita það flestir að frystitogarar eru ekki aðeins fiskiskip heldur fljótandi frystihús og Ríkismat sjávaraf- urða krefst þess að um borð í þeim séu starfandi menn sem hafa kunnáttu og reynslu í vinnslu aflans. Ennfremur höfum við haft námskeið í meðferð fiskvinnslu- véla, svonefnt Baader-námskeið sem er kennt við þær vélar sem notaðar eru við fiskvinnsluna. Það er ljóst að eftir því sem frystitogurum fer fjölgandi, fær- ist vinnslan í auknum mæli út á sjóinn, því þar er hægt að koma fyrir meiri hagræðingu en í landi. Vinnsluvélarnar eru þar í gangi allan sólarhringinn og hráefnið er unnið jafnóðum og það veiðist sem á að skila sér í auknum gæð- um. í maí nk. er svo stefnt að því að halda á vegum skólans námskeið í lagmeti. Enginn kvenmaður fyrstu tvö árin Til skamms tíma voru yfirmenn frystihúsa eingöngu karlmenn. Er þetta að breytast og hefur kvenfólki farið fjölgandi meðal nemenda skólans? - Já, því er ekki að neita að kvenmenn hasla sér völl í auknum mæli frá því sem áður var í stjórnunarstörfum í fiskiðn- aðinum og þess verður vart hér innan veggja skólans. Til að mynda voru fyrstu tvö starfsár skólans eingöngu karlmenn en engin kvenmaður. Síðustu ár hef- ur það hins vegar verið að breytast og það hefur komið fyrir að kvenfólk hefur verið hér í meirihluta af nemendum. Þetta breytist eins og hvað annað í okk- ar samfélagi og sjálfsögðu fögnum við því að kvenfólk sækir skólann heim í meira mæli en áður hefur verið. Framtíðin Að lokum Sigurður. Það tala margir um að hagkvœmast sé að steypa öllum skólunum sem kenna á sviði sjávarútvegs í einn skóla; sjávarútvegsskóla. Ertu sammála því? - Þetta hefur komið til tals að gera svo, eins og þú segir, en ég á bara eftir að sjá það gerast sem ég er vantrúaður á. í sjálfu sér er mikill og aukinn samgangur á milli skólana. Sem dæmi má nefna að hingað koma verðandi útgerðartæknar frá Tækniskólan- um og einnig fyrsta árs nemendur úr Stýrimannaskólanum til kynn- ingar og fræðslu sem hefur gefist vel. Þessi samskipti eru alltaf að aukast, sem er af hinu góða, en í sjálfu sér er ég vantrúaður á þá hugmynd að steypa skólunum í einn skóla, hvað sem síðar kann að verða. Varðandi framtíð Fiskvinnslu- skólans er ég bjartsýnn á hana og lít björtum og jákvæðum augum til framtíðarinnar, enda ekki um annað að ræða því svartsýnin dregur úr manni allan þrótt.-grh FERSKFISKÚTFLYTJENDUR OG FRYSTI-ÚTFLYTJENDUR Gíslason & Marr, Ltd. St. Andrew’s Dock í Hull, umboðsaðilar fyrir íslensk fiskiskip í Hull, Grimsby og Fleetwood. Við náum ávallt hæsta verði fyrir þig á ofangreindum fiskimörkuðum, enda með reyndustu sölumennina. Mjög lág umboðslaun fyrir sölur bæði úr gámum og fiskiskipum, greitt samdægurs með bankamillifærslu eða ávísunum. Erum komnir með mjög góð sambönd fyrir frosinn fisk bæði í Englandi og á meginlandinu. Leitiö upplýsinga. Hull: Skrifstofusimi 0482-27873 Telex 592214 - Telefax 0482-226792 Heimasímar: Baldvin Gíslason 482-632150 — bílas. 860-617701 Charles Marr 0482-815463 Frank Knight 0482-633690 Upplýsingar á íslandi veitir: Landssamband íslenskra útvegsmanna, simi 29500 Rómuð þjónusta við íslenska sjómenn og útgerðarmenn um áraraðir. Lægstsa fáanlegt olíuverð við Humber-ána. Við tökum við viðhalds- og nýbyggingarverkefnum f.h. Globe Engineering og fylgjum þeim eftir. Einnig leitum við tilboða fyrir þig hjá mörgum öðrum skipasmíðastöðvum á Bretlandseyjum. Vetur, sumar, vor og haust velur þú Gíslason & Marr sem umboösmann þinn, og tryggir þér bestu þjónustuna og tryggustu greiösluna. GISLASON and MARR LTD. TELEPHONE: (0482) 27873 TELEX: 592214 TELEFAX: (0482) 226792 TELEGRAMS: „MARR HULL'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.