Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 9
SJAVARUTVEGUR VISLUSKÓLINN FISKVINNSLUSKOLINN FISKVINNSLUSKOLINN - Ásdís Pálsdóttir, frá Siglufirði Leigi í bffskúr Kennslan er ágœt ískólanum. Tækin mœttu vera nýrri. Dýrt að koma suður til náms. Fiskvinnsla er kjölfestan fyrir byggð út á landi Nemendur Fiskvinnslu- skólans koma margir hverjir frá sjávarplássum víös vegar af landinu og einn þeirra er Ásdís Pálsdóttir, frá Siglufirði. Hún hefur unnið í fiski frá blautu barnsbeini, eðasvotil, hjá Þormóði ramma sem er eitt stærstafiskvinnslufyrir- tæki þeirra Siglfirðinga. Þegar Þjóðviljann bar að garði hjá Fiskvinnsluskólanum voru nemendur hans í verklegri kennslu í vinnslu saltfisks undir stjórn Sigurðar Óskarssonar, sem hefur kennt við skólann frá upphafi. Meðal þess sem var ver- ið að kenna var hvernig hand- fletja skuli þorskinn. Venjulega er allur fiskur sem unninn er í salt vélflattur en þó kemur það fyrir að stór fiskur verður ekki flattur nema í höndum og þá er eins gott að kunna réttu handtökin með hnífinn til að ná sem bestri nýt- ingu á hráefninu. Kennslan ágæt Ásdís var fyrst spurð að því hvernig henni fyndist kennslan í skólanum og hvort skólinn kenndi henni eitthvað sem hún kunni ekki fyrir í vinnslu fisks? - Kennslan hér innan veggja skólans er að mörgu leyti mjög góð, þó svo að tækin sem hann hefur yfir að ráða mættu vera mun nýrri. Þó svo að ég sé búin að vinna lengi í fiskvinnslu er alltaf hægt að læra svo lengi sem maður nennir. Sérstaklega gefst hér meiri tími til að velta hlutunum Ef einhver röskun verður þar á má búast við stórfelldri byggða- röskun, og afleiðingarnar af því þori ég ekki að spá í, enda held ég að enginn þori að gera það. Framtíðin er í fiski Að lokum Ásdís. Að námi loknu verður þú vœntanlega verkstjóri hjá Þormóði ramma hf. Ertu stað- ráðin í að gera Jiskvinnu að þínu framtíðarstarfi? - Aðsjálfsögðuerégþað.ann- ars væri ég ekki hér að mennta mig fyrir ærið fé. Að vísu geta runnið á mann tvær grímur þegar maður heyrir ekkert annað en bölsýnisraus og barlóm hjá fisk- vinnslunni eins og staðan hjá henni er í dag. En bjartsýnin heldur í manni lífinu eins og svo oft áður og á meðan ekkert annað kemur í staðinn fyrir vinnslu sjáv- arafurða hér á landi held ég ó- trauð mínu striki. -grh Ásdís Pálsdóttir verðandi verk- stjóri hjá Þormóði ramma á Siglu- firði skoðar þorskinn vandlega áður en hún bregður hnífnum á hann og fletur hann samkvæmt tilsögn kennara. Mynd: Sig. FYLKIR LTD. KYNNIR Lægri löndunarkostnað hjá Grimsby Port Services Ltd/ Dæmi Áður: Núna! Þú sparar!! 1000 kassar £3.400 £3.008 £392/1000 kassar 2000 kassar £6.800 £5.503 £1.297/2.000 kassar 2500 kassar £8.500 £6.750 £1.750/2.500 kassar *Dæmin sýna kostnað við löndun, verkstjóm og þrif á kössum. Athugið: A.B.P. hafnargjöld í Grimsby eru núna £6.84 (£8.80 íHull) pernettó tonn ogA.B.P. vörugjald í Grimsby er £21.47 (£21.72 íHull) þer tonn affiski. GOÐAR FRETTIR! NÚNA ER fyrir sér en í vinnunni þar sem hraðinn er stundum mikill þegar mikill afli berst á land. Dýrt að koma suður Hvernig er að koma frá lands- byggðinni og setjast á skólabekk hér fyrir sunnan? Er þetta ekki óhemjudýrt? - Jú, það er það svo sannar- lega. Til að mynda leigi ég í bíl- skúr, annað var ekki að hafa og þú mátt hafa það eftir mér. Við landbyggðarfólkið þurfum að kosta mikinn pening í námið þar sem það fer fram fjarri okkar heimabyggð sem setur svip sinn á líf manns hér fyrir sunnan. Að vísu hefur verið mikið að gera fyrir norðan og maður hefur haft sæmilegar tekjur og í páskafríinu var landburður af fiski sem kom sér vel fyrir tóma budduna sem þurfti verulega á aukapening að halda. Fullvinna fiskinn heima Hvaða skoðun hefurðu á út- flutningi óunnins fisks í gámum. Er þetta tilrœði við fiskiðnaðinn í landinu? - Jú, og þá er vægt til orða tekið. Það segir sig sjálft að um leið og fiskurinn er fluttur óunn- inn út á erlenda markaði og seld- ur þar á spottprís öðrum fiskverk- endum sem eru á sama tíma að keppa við okkur á mörkuðunum, er þetta til háborinnar skammar og grefur undan stöðu okkar á mörkuðunum fyrir fullunnar sjávarafurðir. Ef þessi skefjalausi útflutning- ur heldur svona áfram eins og verið hefur, getur svo farið að það fjari undan fiskvinnslunni í landinu og þá er ástandið farið að verða heldur slæmt. Því það vita allir sem vilja vita að allt atvinnu- líf á landsbyggðinni stendur og fellur með vinnslu sjávarafurða. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 FYLKIR LTD. FÉLAGI ÞINN HJÁ GRIMSBY PORT SERVICES LTD. Jón Olgeirsson, FYLKI LTD Hinn 16. desember 1987 gerðist Fylkir Ltd. hluthafi í nýju löndunarfyrirtæki, Grimsby Port Services Ltd. Viðskiptavinir okkar hafa þannig eignast talsmann á öllum stöðum frá löndun til sölu. Þetta þýðir að einokun á löndunarþjónustu í Grimsby hefur verið aílétt og að Fylkir tekur virkan þátt í samningum við hafnarverkamenn- ina, auk þess að hafa áhrif á verðlagningu allra verkþátta. Okkur hefur tekist að lækka heildarkostnað- inn verulega. Kassaleiga lækkar t.d. úr 90p í 40p á kassa. Þú borgar ekkert aukalega fyrir „A.B.P. Cleaning Buyers or Sellers“, né fyrir heilbrigðisvottorð: ekkert fyrir að gera skipið klárt eða fyrir öryggisgæslu! Allt þetta er inni- falið í þjónustu Grimsby Port Services Ltd. Þú sparar umtalsverðar upphæðir eins og sést á töflunni hér að ofan. Auk þessa bjóðum við hjá Fylki hagstæðustu kjörin á flutningi, losun, sölu og hreinsun kassa og gáma. Ertu með afla? Hafðu samband! FYLKIR LTD ÖRUGGASTA LEIÐIN AÐ SÖLUMETI WHARNCLIFFE ROAD. FISH DOCKS. GRIMSBY. TELEX 527173 FYLKIR G. BRETLANDI. PÓSTFAX 355134. SlMAR: (90-44-472) 4472! og 353181. HEIMASÍMAR: 43203 (JÓN OLGEIRSSON) OG 823688 (ÞÓRARINN S.GUÐBERGSSON). ARGUS/SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.