Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.04.1988, Blaðsíða 10
SJÁVARÚTVEGUR Guðbjartur Jónsson, beitningamaður Tíu bala menn sjaldséðir Beitir fyrir StakkavíkÁR107sem gerir útfrá Hafnarfirði. 7-8 menn beitafyrir bátinn ogfá 650 krónur fyrir balann. Eingöngu er beitt smokkfiski og síld sem þorskurinn er vitlaus í Stakkavíkin ÁR 107 gerir út frá Hafnarfirði á línu og hefur aflað þokkalega á vertíðinni með því að egna fyrir þann gula í Breiðafirðinum. Áöng- ulinn beita beiningamennirnir í landi smokk og síld, og hefur þorskurinn verið sólginn í þessa gómsætu fæðu enda lítið um æti í Breiðafirðinum, eins og kunnugter. Alls eru sjö 'menn um borð í Stakkavíkinni og átta menn í landi sem beita. Þjóðviljinn lagði einn góðan veðurdag leið sína suður í Hafnarfjörð í beitningar- skúr Stakkavíkurinnar, þar sem menn voru í óða önn við að beita. Þar var Guðbjartur Jónsson beitningamaður tekinn tali og hann var fyrst spurður að því hvað margra bala hver og einn kláraði yfir daginn. 7-8 balar á mann - Það er liðin sú tíð að menn beiti tíu bala á dag eins og áður var. Nú beita menn þetta 7-8 bala á dag sem þykir gott. Við fáum 650 krónur fyrir hvern bala og að auki þurfum við ávallt að vera til taks þegar báturinn kemur inn til að taka á móti bölunum og koma þeim í hús og öfugt; að taka þá út úr frystiklefanum, þar sem þeir eru geymdir þegar búið er að beita í þá. Byrjum kl. átta á morgnana Hvencer hefst vinnudagurinn í skúrnum? - Hann hefst klukkan átta á morgnana að öllu jöfnu og menn eru búnir með skammtinn sinn um miðjan dag. Það fer þó eftir hraða hvers og eins og einnig fer það eftirástandi línunnar. Stund- um getur verið mikill flóki í bal- anum og það tefur dálítið fyrir þegar maður þarf að greiða úr flækjunni og að hnýta nýja öngla á hana ef á vantar. Ennfremur þarf hver maður að skera sjálfur sína beitu og allt þetta tekur að sjálfsögðu sinn tíma. Beitum smokk og síld Þið beitið eingöngu smokk og síld. Hafið þið ekki prófað að beita kúfiski? - Það hefur farið heldur lítið fyrir kúfiski hér hjá okkur, held- ur erum við svo til eingöngu með smokkfisk og síid fyrir þann gula sem hefur gefist all þokkalega hingað til. Þó hefur maður heyrt það hjá þeim sem hafa beitt kúf- iski að hann sé góður og gefist vel. En á meðan þorskurinn fúls- ar ekki við okkar beitu sjáum við ekki ástæðu til að skipta yfir hvað sem síðar kann að verða. Fiskurinn sem Stakkavíkin hefur fengið hefur verið góður það sem af er, en þeir róa alla leið vestur á Breiðafjörð sem mörg- um finnst vera dágóður spotti að sigla. Það hefur gefist vel að renna fyrir þann gula vestur á Jökuldýpi og þar hefur fengist góður afli. cn er HITABLASARI Bensín og gasolíuhitablásarar, 12 og 24 volt, fyrir báta, bíla og vinnuvélar. Varahlutir og viðgerðarþjónusta. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI VIÐGERÐARÞJÓNUSTA I. Erlingsson h/f, varahlutir, Ármúla 36 (Selmúlamegin),isími 688843. Viðgerðarverkstæði TURBÓ s/f. é íi RAFBRU SF. Helgi Sigurjónsson Helgaiandi 1, Mosfellssveit 91-667073 Síldarvinnslan hf. Neskaupstað - Sími 97-71500 Starfrækjum: Frystihús Saltfisk- og skreidarverkun Síldarsöltun bræðslu og reykingu Vélsmiðju bflaverkstæði og dráttarbraut. Gerum út eftirtalin skip: B/V Birtingur NK 119 B/V Barði NK 120 B/V Bjartur NK 121 M/B Börkur NK 122 M/B Beitir NK 123 Kann vel við mig í skúrnum Að lokum Guðbjartur. Er alltaf jafn gaman að beita og er góður vinnuandi meðal beitningamanna í dag sem endranœr? - Já, það er gaman að vinna hérna þó svo að við fyrstu sýn sé vinnustaðurinn ekki með þeim þrifalegustu sem finnast hér á landi, en það fylgir beitninga- skúrunum ákveðinn stemmning sem gerir þá sérstaka að mínum dómi. Hver hún nákvæmlega er þessi stemmning er erfitt kannski að lýsa í stuttu máli, en hér ráða menn nokkurn veginn sínum vinnutíma að því tilskildu að þeir verða að vera búnir með skammtinn sinn áður en báturinn kemur að landi. Strákarnir hérna eru heldur ekkert að skafa utan af hlutunum þegar þeim liggur eitthvað á hjarta og einnig, eins og flestir 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.