Þjóðviljinn - 30.04.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.04.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 30. apríl 1988 97. tölublað 53. órgangur í Verslunarskólanum I gær, - vígreifir verkfallsverðir úr VR á kjörstað. Góð kjörsókn í atkvæðagreiðslunni eykur líkur á að verslunarmenn víða um land felli miðlunartillögu sáttsemjara (Mynd : Sig) Verslunarmenn Verslunareigendur íbiðröðum eftir samningum eftir Arnarflugsamkomulagið. VSÍ: Sérsamingarnirgaffall íokkarraðir. Kjörsókn VR orðin um20% ígœrkvöldi, víða40-50% útá landi. Miðlunartillagan fallin? Verslunarmenn hafa byr í segl- um fyrir 1. maí-helgina. Sérsamningarnir við Arnarflug í fyrrinótt urðu áfall fyrir VSÍ, og segja má að verslunareigendur hafi síðan staðið í biðröðum á skrifstofu VR í gær til að skrifa undir svipaðan sammning, sem felur í sér rúmlega 42 þúsund króna lágmarkslaun. Alls höfðu tæplega 60 fyrirtæki gert slíka samninga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi, og annarstaðar á landinu er atburðarásin svipuð, á Akureyri voru 30 fyrirtæki búin að undirrita síðdegis í gær og 12 á Selfossi. Verslunarmenn fagna sérs- amningunum en t>órarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ segir þá afar ámælisverða og kallar þá gaffal inn í raðir VSÍ. Kjörsókn í atkvæðagreiðslunni um málamiðlunartillögu sátta- semjara var mismunandi eftir landshlutum, víða fór hún í 40- 50% í gær og sem dæmi má nefna að á Sauðárkróki, þar sem at- kvæðagreiðslunni er lokið greiddu 106 af 207 félagsmönnum atkvæði sem er rúmlega 50% kjörsókn. Kjörsókn hjá VR var orðin um 20% er kjörstað var lokað í gær- kvöldi og er það talið benda til að 35% markið náist í dag. Sjá síðu 3 Alþingi Samstaða gegn S-Afríku Lagafrumvarp um inn- og útflutnings- bann gagnvart S-Afríku lagtfram áAl- þingi ígœr. Trúlega ígegn fyrir þinglok Kaupkröfurnar erusvar okkarvið sukkinu Fólki er farið að ofbjóða misrétt- ið og sú blygðunarlausa sóun sem á sér stað fyrir sunnan, segir Björn Grétar Sveinsson formað- ur verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í 1. maí-viðtali við Þjóðvilj- ann. Treystum tengsl- in við fólkið í landinu Ég vil sjá verkalýðshreyfinguna í virkari tengslum við það sem er að gerast hjá fólkinu. Hún má ekki virka sem bremsa á vilja fólksins, þvert á móti á hún að vera hvetjandi, segir Vilborg Þorsteinsdóttir í 1 .maí-viðtali við Þjóðviljann. Breytum tekju- hlutföllunum í þjóðfélaginu í okkar litla þjóðfélagi getur ekki haldist friður um þá misskiptingu sem nú viðgengst. Við verðum að fylkja okkur saman um þá stefnu að bæta hag þeirra verst settu án þess að það fari upp allan launa- stigann, segir Ásmundur Stefáns- son í 1. maí-viðtali við Þjóðvilj- ann. Fulltrúar allra stjórnmála- flokka á þingi, nema Borgara- flokksins lögðu í gær fram frum- varp til laga um algert viðskipta- bann fslands við S-Afríku. - Þetta er ánægjulegur árangur af langri baráttu. Þingheimur er að átta sig, við getum ekki setið aðgerðarlaus lengur, segir Steingrímur J. Sigfússon einn flutningsmanna. Sjá síðu 3 Sjá 1. maí-blað Þjóðviljans sem fylgir blaðinu í dag!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.