Þjóðviljinn - 30.04.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.04.1988, Blaðsíða 2
l.maí fundir Kröfugöngur og útifundir Tveir útifundir verða í Reykja- vík á sunnudaginn 1. maí. Kröfu- ganga verður frá Illenimi kl. 14.00 og síðan verður útifundur á Lækjartorgi sem verklýðsfélögin, iðnnemar og BSRB stendur að. Þar verða ræðumenn, Hjálmfríð- ur Þórðardóttir Dagsbrún, Pá- lína Sigurjónsdóttir Hjúkrun- arfélaginu og Guðmundur Hallvarðsson Sjómannafélagi Reykjavíkur. Félag einstæðra foreldra tekur þátt í kröfugöngunni og útifund- inum undir kröfum um samfelld- an skóladag og bætt ástand í da- gvistarmálum. A sama tima verður útifundur Samtaka kvenna á vinnumarkaði á Hallærisplaninu. Þar flytja ávörp: Ásdís Steingrímsdóttir SFR, Salome Kristinsdóttir VR, Málhildur Sigurbjörnsdóttir Fra- msókn og Birna Þórðardóttir VR og BÍ. Fundarstjóri verður Dag- björt Sigurðardóttir Stokkseyri. Alþýðubandalagið í Reykjavík verður að venju með opið hús og kaffi í Flokksmiðstöðinni að Hverfísgötu 105. Þar flytja ávörp, Margrét Björnsdóttir Sókn, Hörður Oddfríðarson VR og Sigurjón Pétursson. Enginn útifundur né kröfu- ganga verður í Hafnarfirði sem er einsdæmi sl. 40 ár en fulltrúaráð verkalýðsfélagnna heldur úti bar- áttudagskrá í Útvarpi Hafnarf- jörður FM 97,1 frá kl. 14-16 og á sama tíma verðu opið hús í Fél- agsmiðstöðinni Vitanum. Al- þýðubandalagið í Hafnarfirði verður með baráttufund í Skála- num kl. 15. Birna Þórðardóttir flytur ræðu dagsins. Á Snæfellsnesi verða verka- lýðsfélögin í Grundarfirði og Ól- afsvík með sameiginlega dagskrá sem hefst k] 14 í Grundarfirði og 17 í Ólafsvík. Ræðumaður dags- ins verður Páll Bergþórsson veð- urfræðingur og sonur hans Berg- þór syngur. Á Selfossi verður baráttufund- ur í Inghóli kl. 14.00. Ræðu- maður dagsins er Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssamb- ands iðnverkafólks og Ingibjörg Sigtryggsdóttir formaður Þórs flytur ávarp. Alþýðubandalagið verður með baráttufundi víða um land í tilefni dagsins. í Keflavík flytja ávörp þeir Arni Bergmann og Ólafur Ragnar Grímsson, á Sauðárkróki Ragnar Arnalds, á Ólafsfirði Svavar Gestsson og í Mosfellsveit ætla Alþýðubandalagsfélagar að vígja nýtt félagsheimili sitt kl 17.00 á sunnudag. FRETTIR Einhver styggö komst að Rauðku við alla athyglina og hér bjargaðist sopinn naumlega. (Mynd: Sig.) Kýrin Rauðka Baulað á úlfa og Ijón Spenvolg mjólk á Grens- ásveginum Mjólkurkýr stóð einsog ekkert væri eðlilegra innanum bfla og steinsteypu á gangstéttinni við Grensásveg í gærmorgun og var hún mjólkuð til nytja matargest- um í Ulfum og ljónum. Þar er þó ekki tekinn upp kúabúskapur ennþá. „Mér datt þetta si svona í hug í mjólkurleysinu og kom hug- myndinni strax í f ramkvæmd með hjálp hjónana Vigfúsar Guð- jónsssonar og Valgerðar Auðunsdóttur að Húsatóftum 1 á Skeiðum. Leikurinn var til þess gerður að fá fólk til að brosa og það hefur tekist framar vonum og er hún þegar búin að mjólka um 6 Iítra", sagði Úlfar Eysteinsson, veitingamaður í Úlfum og ljón- um. Þetta var ársgömul kvíga, Rauðka að nafni, og var ekki annað að sjá en að hún léti vel yfir öllu umstanginu sem í kringum hana var. Úlfar sagði að væri ekki að undra því hún blandaði ekki geði við aðra en úlfa og ljón. -grh Tölvumál „Spillingarlykt" í UN Átök íLÍN um tölvumál. Ráðgjafarsamningur Við VKS. Frestunartillaga námsmannafeUd. Kristinn Einarsson „Spill- ingarlykt af öllu samarí' fií Asíðasta fundi stjórnar Lána- sjóðs íslenskra námsmanna lagði formaður LÍN Sigurbjörn Magnússon fram tillögu um að gerður yrði ráðgjafasamningur við Verk- og kerfisfræðistofuna en fulltrúar námsmanna vildu að þessari tillögu yrði frestað meðan skýringar væru fengnar á þeim harða áfellisdómi sem kemur fram í skýrslu Ráðgjafanefndar um upplýsinga og tölvumál á stjórn LIN í tölvukaupamálum sínum. Frestunin var felld en hin tillagan barin í gegn af ríkis- stjórnarfulltrúunum. Helgarpósturinn hefur nokkuð fjallað um þetta mál en forsaga þess er að fyrir nokkru kom upp ágreiningur innan LÍN um fram- tíðarstefnu í tölvumálum. Sér- stök tölvunefnd LÍN taldi jafn- hagkvæmt að halda áfram sam- starfinu við Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar og verið hefur og að fest kaup á eigin bún- aði og valdi fyrri kostinn sem sína eigin tillögu. Formaður sjóðsins fékk hinsvegar samþykkt tillögu um kaup á búnaði frá IBM og þjónustusamning við Tölvu- þjónustuna í Reykjavík hf. en þetta var pakki upp á 12 miljónir króna. Skömmu síðar barst LÍN svo tilboð frá Kristjáni Ó Skag- fjörð sem var 20% lægra og neyddist hann þá til að vísa mál- inu til RUT. í skýrslu RUT kom fram hörð gagnrýni á málsmeð- ferð stjórnar LÍN í þessu máli og sagt að flestar áætlanir um stofnkostnað og rekstrarkostnað hafi verið rangar eða óná- kvæmar. „Það er Ijóst að öll stjórn LÍN situr undir þessum ámælum og við sem ekki studdum þessar fyrirætlanir Sigurbjörns vildum fá útskýringar á því hvað átt var við með þeim." segir Kristinn Einarsson einn fulltrúa náms- manna í stjórn LÍN. „Ríkis- stjórnarfulltrúarnir hafa greini- lega engan áhuga á því og það er helvítis spillingarlykt af þessu öllu saman." Eins og fyrr segir var tillögu fulltrúa námsmanna um frestun á samningum felld en frestinn vildu þeir nota til að komast til botns í málinu. Að vísu fékkst fram til- laga um að RUT væri skrifað bréf þar sem óskað væri nánari skýr- inga frá þeim, ef skýrsla þeirra væri opinbert plagg. „Með þessu orðalagi á tillög- unni um bréfið er í raun verið að þiðja um neikvætt svar því vitað er að skýrslan er ekki opinbert plagg. Þessir menn virðast ekkert geta lært." segir Kristinn. „Og þeir vilja greinilega ekki vita hverja verið var að gagnrýna í skýrslunni." -FRI Sjónvarpið Næturganga á Stöðina? Vegna anna á tœknideild er enn óljósthvort Sjónvarpið kaupir leikritsvinnu afStöð tvö. Hrafn Gunnlaugsson gerði samning án vitundar annarra Auglýsing landlæknis í Mogga í gær. Eyðniauglýsingin Siðprýði a I i\W. Utboðið á tæknivinnunni í sjón- varpsleikritinu Næturgöngu hefur verið til umræðu innan Ut- varpsráðs og framkvæmda- stjórnar Sjónvarpsins en sem kunnugt er gerði starfsmannafé- lag sjónvarpsins við það athuga- semd á sínum tíma að verkinu var úthlutað til rekstraraðila Stöðvar 2 sem er íslenska myndverið. Enn er óljóst hvort Stöðin fær verkið vegna anna á tæknideild Sjón- varpsins. Samkvæmt nýju fréttabréfi RÚV gekk Hrafn Gunnlaugsson frá þessum samningi án samráðs við framkvæmdastjóra Sjón- varpsins, sem þó óskaði eftir hei- mild framkvæmdastjórnar til að samþykkja hann I umfjöllun fréttabréfsins kemur einnig fram að útvarpsstjóri líti svo á, í ljósi framkominna upplýsinga, að framkvæmdastjórn synjaði stað- festingu á fyrirliggjandi samningi milli Hrafns Gunnlaugssonar og íslenska myndversins. Pétur Guðfinnson fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins sagði í samtali við Þjóðviljann að enn sé verið að kanna hvort tækni- deild geti tekið þetta verk að sér og ættu niðurstöður úr þeirri könnun að liggja fyrir í næstu viku. Hvað varðar heimildina til að staðfesta fyrrgreindan samn- ing segir Pétur að hann hafi talið það besta kostinn í stöðunni og byggðist á því áliti að tækni- deildin væri fullsetin fyrir. Pétur sagði að þar sem um framlag úr Menningarsjóði hafi verið að ræða hafi Hrafn talið sig hafa frítt spil í að ráðstafa þeim fjármunum, en vissulega væri hefð fyrir því að samráð væri haft við stjórn stofnunarinnar þegar um svo stórar fjárhæðir væri að ræða, en hér skiptir milljónum. Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri segir að málið sé nú í höndum framkvæmdastjóra en hann lítur svo á að það þurfi stað- festingu hans og undirskrift til að samningurinn öðlist gildi. Mark- ús sagði missvísandi upplýsingar hafa komið fram um verkefna- skort hjá tæknideildinni. Enginn af þeim útvarpsráðs- mönnum sem Þjóðviljinn ræddi við vildi greina frá efni þeirra um- ræða sem urðu um mál þetta á fundi ráðsins í gærmorgun og ekki tókst að ná tali af Hrafni Gunnlaugssyni en hann er nú staddur í Dublin á vegna söngva- keppninnar. -FRI Landlœknir: Báðir sáttir Morgunblaðið er siðprútt dag- blað og vill engan dónaskap á sín- um síðum. Gildir þá einu hverjir dónarnir eru. Eyðniauglýsing Iandlæknisem- bættisins birtist því þannig í Mogga í gær að klippt hafði verið út par sem neðantil á auglýsing- unni er í stellingum sem benda til náinna kynna, -einsog sjá má á baksíðu Þjóðviljans í dag. Landlæknir vildi ekki segja annað um þetta í gær en að báðir aðilar væru sáttir við þessa gerð auglýsingarinnar".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.