Þjóðviljinn - 30.04.1988, Síða 5

Þjóðviljinn - 30.04.1988, Síða 5
INNSYN Til hverra er leikurinn gerður? Nafn Þórs Whiteheads sagn- fræðingsins hefur verið allmikið í fréttum að undanförnu. Það er vegna umræðna á alþingi um skýrslu sem menntamálaráð- herra fékk hann til að semja og ber titilinn „Skýrsla menntamálaráðherra um frétt- aflutning Ríkisútvarpsins 9. og 10, nóvember 1987 vegna upplýs- inga frá Norðmanninum Dag Tangen um utanríkismál ís- lands“. Meginþættir hins svokall- aða Tangen-máls, sem í byrjun var kallað mál Stefáns Jóhanns Stefánssonar, eru flestum kunnir. Fréttnæm ummæli Fréttastofa Ríkisútvarpsins vitnaði til ummæla Norðmanns- ins þess efnis að hann hefði séð bandarísk skjöl sem sýndu að bandarískir leyniþjónustumenn hefðu haft náið samband við Stef- án Jóhann Stefánsson fyrrum for- sætisráðherra og formann Al- þýðuflokksins. Þegar á átti að herða fann Norðmaðurinn ekki ljósrit af viðkomandi skjali í fór- um sínum og fór svo að fréttastof- an harmaði „að heimild, sem hún taldi ekki ástæðu til að véfengja, skyldi reynast ótraust". Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur að sjálfsögðu margoft, líkt og aðrar fréttastofur, vitnað til ummæla nafngreindra manna án þess að gengið væri eftir skjal- legum heimildum um sannleiks- gildi orða þeirra. En í þetta skipti var eins og komið væri við opna und og fjölmargir menn í valda- stöðum, allt menn af hægri kanti stjórnmálanna, heimtuðu að ein- hverjum yrði refsað fyrir gáleys- istal. Það dugði að þeirra mati ekki að fréttastofan harmaði mál- ið og það var ekki nóg að siða- nefnd Blaðamannafélagsins úr- skurðaði í málinu. Menn vildu rannsóknarrétt og helst opinbera hirtingu. Þess vegna var farið fram á það að menntamálaráðu- neytið léti gera skýrslu um málið. Sérfræðingur ráðinn Ráðuneytið taldi að knappnóg væri að fá einn mann til að vinna verkið og sneri til Þórs White- head. Verkefnið sem hann fékk var tvíþætt. Flann skyldi leggja mat á eftirfarandi: „1) Skjöl þau um samskipti íslenskra og banda- rískra stjórnvalda er gerð voru að umtalsefni í fréttum og frétta- tengdum þáttum í Ríkisútvarpinu 9. og 10. nóvember 1987. 2) Vinnubrögð fréttastofu Ríkisút- varpsins varðandi skjöl þessi.“ Þegar ráðherra lagði fram skýrslu Þórs, sáu menn að skýrslugerðarmaðurinn hafði lagt megináherslu á síðara hluta verkbeiðninnar og hann var ómyrkur í máli. „Mál það sem nú hefur verið reifað,“ segir hann, „er í eðli sínu svikamál." Og síðar í skýrslu sinni hnykkir hann á: „Svik, sem framin eru undir yfir- skini fræðimennsku, getur verið erfitt að varast, ef kænlega er um hnúta búið.“ Því miður lagði Þór Whitehead ekki jafnhart að sér við fyrri þátt verksins, að leggja mat á skjöl þau sem vitnað hafði verið til í fréttum útvarpsins, og er það mikill skaði því að fár eða enginn núlifandi maður hefur jafnmikla þekkingu og hann á bandarískum skjölum um íslensk málefni eftir- stríðsáranna, skjölum sem verið hafa leyniskjöl en verið lögð fram til skoðunar 'samkvæmt banda- rískum lögum eftir 25 ára leyndarskeið. Þessi yfirburða- þekking Þórs, sem komið hefur fram í ýmsum stórmerkum rit- smíðum hans, hefur styrkst við það að hann hefur, einn allra ís- lenskra sagnfræðinga, fengið að sjá ýmis gögn forystumanna Sjálfstæðisflokksins frá fimmta áratuginum, m.a. dagbókarbrot Ólafs Thors. Þessi mikla sér- þekking hefði því átt að tryggja nokkuð fróðlega úttekt á um- ræddum skjölum. En nei! Því miður var áherslan lögð á annað. Lýðveldi og herstöðvar Sem dæmi um fróðlega ritsmíð eftir Þór Whitehead má nefna grein sem hann birti 1976 í Skírni, tímariti hins íslenska bók- menntafélags, undir heitinu „Lýðveldi og herstöðvar 1941- 46“ og byggir mjög á bandarísk- um leyniskjölum. Þar er fjallað um merkilegan þátt íslenskrar sögu: samningamakk íslenskra ráðamanna við Bandaríkjamenn um yfirráð og ítök Bandaríkja- hers hér á landi, aðallega á Kefla- víkurflugvelli. Meirihluti íslendinga er alinn upp við þá staðreynd að Banda- ríkjaher ráði hluta af íslensku landi. Menn þurfa að vera komn- ir vel á sextugs aldur til að muna eftir annars konar ástandi. En þrátt fyrir hversdagsleik Banda- ríkjahers í daglegri önn íslensku þjóðarinnar er vera hans hér það stór þáttur í sögu íslendinga að allt það, sem skýrt getur hvernig þetta langvinna hernám hófst, hefur geysimikið gildi. Þess vegna er umrædd Skírnisgrein Þórs, og reyndar ýmsar aðrar rit- smíðar hans, svo mikils virði. Upphafið var 1941 Sá grundvallarmunur var á komu breska hersins hingað 10. maí 1940 og þess bandaríska 7. júlí 1941 að Bretar komu hingað án þess að spyrja um leyfi en ís- lenskir ráðamenn voru beittir þrýstingi til að fara fram á her- vernd Bandaríkjamanna, þó með því skilyrði að „Bandaríkin skuldbinda sig til hverfa á brott af íslandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og á sjó, undir eins og núverandi ófriði er lokið“. Þór Whitehead hefur í skrifum sínum leitt að því líkur að áætlanir Bandaríkjastjórnar um varan- legar herstöðvar hér á landi hafi verið mótaðar eigi síðar en 1941. Fyrirvari íslendinga var því til- gangslaus. Fljótlega eftir að heimsstyrj- öldinni lauk í maí 1945 fór banda- rísk herseta á íslandi að verða vandræðaleg í augum heimsins. Bandarískum sendimönnum á ís- landi var því falíð að leggja á það ofurkapp að ná samningum við íslendinga. Fyrst var reynt að ná samningum um herstöðvar til 99 ára en síðan um ótímabundin ítök á Keflavíkurflugvelli. Banda- rísku sendimennirnir sendu yfir- boðurum sínum skýrslur um við- ræðurnar við íslendinga og á- standið í íslenskum stjórnmálum. Á árunum 1944-1947 var við völd Nýsköpunarstjórnin svo- kallaða og var Ólafur Thors for- sætisráðherra en auk sjálfstæðis- manna og alþýðuflokksmanna áttu sósíalistar aðild að stjórn- inni. Ólafi Thors var mikið í mun að halda þessari stjórn saman en hann vissi að samningar um her-' setu eða hernaðarítök yrðu henn- ar banabiti. Að neyta allra bragða í umræddri Skírnisritgerð Þórs Whitehead er því lýst, stundum á allt að því átakanlegan hátt, hvernig Bandaríkjamenn þjarma að Ólafi Thors, ýmist með kröf- um um að hann hætti samstarfi við „kommúnista" í ríkisstjórn eða að hann drífi í gegn her- stöðvasamninga. Þetta var leikur kattarins að músinni þar sem öll brögð eru leyfileg en kötturinn einn er fær um að beita þeim. Eitt af fjölmörgum skjölum, sem Þór vitnar þarna í, er skýrsla sem Dreyfus, sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi, sendi James F. Byrnes utanríkisráðherra sínum 4. september 1946. Þarsegirm.a: „ ... við verðum að neyta allra bragða og knýja forsætisráðherra til þess að krefjast tafarlausrar ákvörðunar með eða á móti samningsuppkastinu ... á þann hátt, að hann leggi að veði pólit- íska stöðu sína og þar með fram- tíð stjórnarsamstarfsins ... Ekki má gefa honum tóm til að koma ábyrgðinni yfir á einhverja stofn- un eins og alþingi. Þá yrði málið ofurselt öllum duttlungum ís- lenskra stjórnmála.“ Þarna er sendimaðurinn ekki í stöðu áhorfandans heldur einn þeirra sem mótar atburðarásina. Ólafur Thors þumbaðist á móti en gaf sig þó í lokin. Hvernig skyldu skýrslurnar vera um þá ráðherra sem telja íslandi skil- yrðislaust best borgið í náðar- faðmi Bandaríkjanna og mega ekki til þess hugsa að ítök þeirra hér á landi séu skert á nokkurn hátt? Hvers konar áætlunum starfa bandarískir sendimenn eftir í viðskiptum við slíka fslend- inga, hver er tilgangur þeirra með viðræðum við ráðherra sem er ekki að þvælast fyrir þeim á nokkurn máta? Til eru bandarískar skýrslur frá 1948 um viðræður við Stefán Jó- hann Stefánsson en hann varð forsætisráðherra eftir að Ný- sköpunarstjórnin fór frá. En svo virðist sem Þór Whitehead með alla sína sérfræðiþekkingu hafi aldrei séð þau skjöl, a.m.k. virð- ist svör hans við fyrri spurningu menntamálaráðherra grund- völluð á þeirri hugsun að ekkert skjal eins og það, sem hér verður vitnað til, fyrirfinnist. Afskipti af mannaráðningum Þann 23. mars 1948 sendir fyrsti sendiráðsritari Bandaríkj- anna í Reykjavík, Trimbel að nafni, skeyti til bandaríska utan- ríkisráðuneytisins þar sem sagt er frá samræðum hans við Stefán Jó- hann Stefánsson forsætisráð- herra. Og þar hefur nú ekki al- deilis verið látið sitja við að rabba um góða veðrið. í skeytinu segir m.a í lauslegri þýðingu: „í samtali, sem forsætisráð- herra fslands átti við mig fyrir stuttu, sagðist hann hafa áhyggj- ur vegna þess að fjöldi félaga í kommúnistaflokknum ynni hjá ríkinu og hefðu þeir fengið stöðu meðan síðasta samsteypustjórn sat að völdum en í henni voru tveir kommúnistar ráðherrar. Hann sagðist ætla að gera allt, sem honum væri unnt, til að koma öllum kommúnistum úr ábyrgðarstöðum eða koma þeim í stöður þar sem „þeir gætu lítinn eða engan skaða gert“. Hr. Stef- Hvers vegna þessi lœtiútafNorð- manninum Tang- en? Erbúið að finna skjalið sem Tangen gatekki fundið? Hvað er það sem ekki má talaum? Áað hrœðafréttamenn frá því að minnast á ákveðin mál? án Jóhann Stefánsson nefndi að hr. Hendrik Ottósson, óður kom- múnisti, hefði nýlega verið leystur frá störfum sem frétta- maður við Ríkisútvarpið, og bætti því við að hr. Eysteinn Jónsson menntamálaráðherra, en undir hann fellur Ríkisútvarp- ið, væri að leita að manni með „heilbrigðar skoðanir“ til að ráða í stöðuna." í skýrslunni segir síðan frá því að þeir félagarnir hafi rætt um nauðsyn þess að fjarlægja úr starfi þau Erling Ellingsen flug- málastjóra og Theresíu Guð- mundsson forstöðumann Veður- stofunnar. Svo hafa þeir endað á því að spjalla um það að utan- ríkismálanefnd alþingis væri sjaldan kölluð saman enda væri í henni þingmaður Sósíalista- flokksins. Á skjali þessu kemur skýrt fram að afrit af því er meðal ann- ars sent til CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Spurningar vakna Oft er það þannig að svör við spurningum fæða af sér nýjar spurningar. Það á svo sannarlega við um þau svör sem Þór White- head gaf í skýrslu sinni við fyrri spurningu menntamálaráðherra. Óg hér birtast nokkrar þeirra. 1) Er hugsanlegt að ofangreint skeyti frá Mr. Trimble sé það skjal sem Dag Tangen vitnaði í eftir minni en gat svo ekki fundið þegar eftir var leitað? 2) Er hugsanlegt að þrátt fyrir alla sérþekkingu sína hafi Þór Whitehead ekki vitað um þetta skeyti frá Mr. Trimble þótt það hafi birst í HP í desember s.l. og um það hafi verið fjallað oftar en einu sinni hér í blaðinu á undan- förnum mánuðum? 3) Er hugsanlegt að lætin í kring- um Tangen-málið hafi verið sett á svið til að hræða starfsmenn á fréttastofum ríkisfjölmiðlanna frá því að fjalla um ákveðin mál? Sé það tilfellið má spyrja sem svo: Hefur krossferðin lukkast vel og er það henni að þakka að Ríkisútvarpið hefur ekki fjallað um ofangreint skeyti um látinn heiðursmann né heldur ýmis önnur bandarísk leyniskjöl sem verið hafa til umræðu á alþingi síðustu daga? Laugardagur 30. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.