Þjóðviljinn - 30.04.1988, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Gu&laugur
Alþýðubandalagið Ólafsfirði
Svavar
1. maí samkoma
Alþýðubandalagið Ólafsfirði verður með 1. maí samkomu í Tjamarborg á
sunnudaginn kl. 15.00.
Ræðumaður: Svavar Gestsson alþingismaður
Upplestur: Guðlaugur Arason rithöfundur
Söngur: Kristján Hjaltason
Kaffiveitingar allir velkomnir.
Veiðifélag Elliðavatns
Stangveiöi á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1.
maí. Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og Elliða-
vatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfsbjörg,
unglingar (12-16 ára) og ellilífeyrisþegar úr
Reykjavík og Kópavogi fengið af hent veiðileyfi án
greiðslu.
Veiðifélag Elliðavatns
Útboð
Eyrarbakkavegur frá Hraun-
skeiði að Þorlákshafnarvegi
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint
verk. Lengd vegarkafla 4,5 km, fylling og burðarlag
70.000 m3 og sprengingar 1.600 m3.
Verki skal að fullu lokið 1. ágúst 1988.
Útboðsgögn varða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borg-
artúni 5,105 Reykjavík og Breiðumýri 2, 800 Selfossi
frá og með mánudeginum 2. maí 1988. Skila skal
tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 16. maí
1988.
Vegamálastjóri
Tilkynning
tilvörsluaðila
opinberra sjóða
Hér með er skorað á alla vörsluaðila opin-
berra sjóða, sem enn hafa eigi sent ársupp-
gjör til ársloka 1987, að gera það nú þegar.
Ríkisendurskoðun
29. apríl 1988
Eiginmaður minrt
Ragnar Á. Sigurðsson
sparisjóðsstjóri
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað þann 29. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kristín Lundberg
Amnesty International
Áskorun
Verkamenn, bændur og verka-
lýðsleiðtogar eru meðal þúsunda
samviskufanga og fórnarlamba
pyndinga og líflátsdóma um ger-
valla heimsbyggðina. Margir
hafa verið fangelsaðir og þeim
misþyrmt vegna þess eins, að þeir
neyttu mannréttinda sinna með
friðsamlegum hætti, þeirra á
meðal grundvallarréttinda
verkalýðsfélaga.
í löndum með sunduiicitustu
stjórnkerfi í sundurleitustu pört-
um heimsins þjást þúsundir fórn-
arlamba vegna grimmilegrar,
ómanneskjulegrar og niðurlægj-
andi meðferðar. Mörg þessara
fórnarlamba hafa hvorki hvorki
verið dregin fyrir rétt né dæmd og
geta átt fyrir hóndum löng ár
innilokunar án þess að vita frá
einum degi til annars, hvort þau
verða látin laus - eöa leidd fyrir
aftökusveit. Enn önnur fórnar-
lömb þjást vegna þess að þau vita
með vissu, hvenær þau eiga að
deyja. Þau hafa verið dæmd til
lífláts og ríkisvaldið hefur til-
kynnt þeim bæði dánardægur og
líflátsaðferðina.
Margir pólitískir fangar eru
hámenntaðir; aðrir eru forustu-
menn í stjórnmálum sem lent
hafa upp á kant við ríkjandi
valdamenn. En langstærsti
hlutinn eru venjulegir karlar og
konur sem eiga fáa eða enga vini í
öðrum löndum, er tekið gætu
málstað þeira. Bjargfastar
sannfæringar þeirra, trúnaður
þeirra við hugsjónir verkalýðs-
hreyfingarinnar og sú óheppni að
vera á röngum stað á röngum
tíma, allt getur þetta leitt til þess
að þau verði að horfast í augu
viðhandtöku, pyndingar, og
jafnvel „hvarf" og dauða.
Amnesty International var
komið á fót árið 1961 í því skyni
að koma í veg fyrir, að þetta fólk
verði „gleymd" fórnarlömb. Frá
öndverðu hafa samtökin leitað
eftir náinni samvinnu við aðra að-
íla, sem voru að starfi á sviði
mannréttinda og verkalýðsrétt-
inda löngu áður en þau voru
stofnuð. Amnesty International
Iítur á það sem höfuðhlutverk sitt
að safna réttum upplýsingum og
láta félaga sína um heim allan
koma þeim rétta boðleið til yfir-
valda og hvetja aðra til að nota
upplýsingarnar í sama skyni. í
krafti liðsstyrks síns og áhrifa-
valds grípur Amnesty Internatio-
nal til sérstakra aðgerða og sendir
áskoranir; en veigamikið atriði er
að fá j afnvel enn stærri stuðnings-
hópa til að vinna með eigin að-
ferðum í þágu þessara fórnar-
lamba. Einungis með því að
kveðja til fjöldahreyfingar og
koma til leiðar víðtækum aðgerð-
um getum við gert okkur vonir
um að fá verndað þá einstaklinga
sem eru hjálparþurfi.
Þar eð samstaða hefur jafnan
verið veigamikill þáttur í viðleitni
verkalýðshreyfingarinnar, hefur
Amnesty Inernational frá upp-
hafi átt vísa velviljaða eftirtekt
verkalýðsleiðtoga, þegar greint
hefur verið frá fangelsuðum
verkamönnum um heim allan,
sem þörfnuðust hjálpar þeirra.
Amnesty International skorar
á félagi sína og verkalýðsfélög um
heim allan að láta þessi tilteknu
mál til sín taka, einkanlega í til-
efni alþjóðadags verkamanna 1.
maí 1988. Askoranir sendar
stjórnvöldum munu bæði hjálpa
þeim einstaklingum sem í hlut
eiga og minna ráðamenn á, að
enginn er gleymdur.
Með hliðsjón af því, að í ár eru
liðin 40 ár síðan Mannréttinda-
yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna
tók gildi, vill Amnesty Internat-
ional leggja sérstaka áherslu á að
verkalýðshreyfingar um heim all-
an taki undir þá alþjóðlegu
áskorun, að ríkisstjórnir sjái
sóma sinn í að standa við þau lof-
orð, sem voru svo auðveldlega
gefin, en svo oftlega virt að vett-
ugi.
6 SÍDA - ÞJÓÐVILJINN
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Kóþavogi
Morgunkaffi ABK
Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi og Pétur Már Ólafsson fulltrúi í tóm-
stundaráði verða með heitt á könnunni í Þinghól, Hamraborg 11, laugar-
daginn 30. apríl klukkan 10-12.
Allir velkomnir
Stjórnin
Alþýðubandalagið Skagafirði
Opið hús í Villa Nova
Alþýöubandalagio í Skagafirði verður með opið hús í Villa Nova þann 1. maí
frákl. 15-19.
Ragnar Arnalds alþingismaður ræðir stjómmálaviðhorfin.
Kaffiveitingar, allir velkomnir. Stjórnln
Alþýðubandalagið Kjósarsýslu
Félagsheimili vígt 1. maí
Félagsheimili Alþýðubandalagsins í Kjósarsýslu verður formlega vígt sunn-
udaginn 1. maí kl. 17.00
Hið nýja félagsheimili er að Urðarholti 4, 3ju hæð Mosfellsbæ. Gengið inn
frá Þverholti.
Allir félagar og stuðningsmenn eru hvattir til að láta sjá sig og fagna þessum
áfanga í sögu félagsins.
Stjórnin
Vl&ar
Blrna
Alþýðubandalagið íHafnaríirði
Baráttusamkoma 1. maí
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði heldur baráttusamkomu í Skálanum
Strandgötu 41, á baráttudegi verkafólks sunnudaginn 1. maí frá kl. 15-17.
Ræða dagsins: Birna Þórðardóttir félagi í VR.
Upplestur: Viðar Eggertsson leikari.
Kaffiveitingar.
Félagarfjölmenniðogtakiðmeðykkurgesti.Allirvelkomnir. Stjórnin
Alþýðubandalagið Reykjavík
Aðalfundur 2. deildar
Aðalfundur í 2. deild ABR verður haldinn mánudaginn 2. maí kl. 20.30 að
Skarphéðinsgötu 20, 2. hæð.
Venjulegaðalfundarstörf. Stjórnin
Margrét
Hör&ur
Slgurjón
Alþýðubandalagið Reykjavík
1. maí-kaffi ABR
Alþýðubandalagið í Reykjavík verður að venju með opið hús að Hverfisgötu
105 1. maí. Húsið opnar kl. 14.30.
Ávörp flytja: Margrét Björnsdóttir ritari Sóknar, Hörður Oddfríðarson í
samninganefnd VR. Sigurjón Pétursson form. framkvst. AB.
Jasstríó Tómasar Einarssonar leikur.
Félagið fjölmennið og munið að taka með ykkur kökur.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Reykjavík
Aðalfundur 3. deildar
Aðalfundur 3. deildar ABR verður haldinn miðvikudaginn 4. maí kl. 20.30 að
Hverfisgötu 105.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnln
Arnl Bergmann Ö|«,>"- Ragnar
AB Keflavík og Njarðvík
Fundur 1. maí
1. maí-fundur verður haldinn á Víkinni, húsi verkalýðsfélaganna við Hafn-
argötu 80 sunnudaginn 1. maí kl. 20.30
Aðalræða kvöldsins: Árni Bergmann ritstjórí Þjóðviljans.
Upplestur: Jón Stefánsson les úr nýrri bók sinni.
Erindi: Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins: Launa-
stefna Alþýðubandalagsins.
Kaffiveitingar. Félagar hvattir til að mæta og taka með sér gesti.
Stjómln