Þjóðviljinn - 30.04.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.04.1988, Blaðsíða 8
RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Fulltrúi: Almennt skrifstofustarf, vélritun, skjá- vinnsla og skráningar. Æskilegt er aö umsækj- andi hafi verslunarpróf eða stúdentspróf. Skrifstofustarf: Almennt skrifstofustarf, svara í síma og færa ýmsar tilkynningar. Innheimturmaður: Eftirrekstur og lokanir vegna vanskila á rafmagnsreikningum. Inn- heimtumenn fá stutt námskeið í þáttum sem tengjast starfinu. Skilyrði fyrir ráðningu: Hreint sakavottorð, bílpróf og eigin bíll. Upplýsingar um störfin gefur forstöðumaður við- skiptadeildar og starfsmannastjóri R.R. í síma 686222^- Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Óskum að ráða í stöðu læknafulltrúa II á Lyf- lækningadeild frá 1. júní 1988 eða eftir sam- komulagi. Umsóknir sendist skrifstofustjóra fyrir 10. maí n.k. Óskum að ráða hjúkrunarfræðinga í sumaraf- leysingar og/eða f astar stöður á geðdeild sjúkra- hússins, 1. júní 1988 eða síðar. Æskileg menntun: Almenn hjúkrunarfræði með nám og/ eða reynslu í geðhjúkrun. Geðdeildin er 10 rúma deild og tók til starfa í nýju húsnæði í apríl 1986. Upplýsingar gefa hjúkrunarframkvæmdastjóri (kl. 13.00-14.00) og deildarforstjóri. að ráða starfsstúlkur til afieysinga- Óskum ( starfa. Um er að ræða störf í skoli eða búri sjúkradeilda. Vinnutími: 4 klst. fyrri eða seinni hluta dags. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri alla virka daga, kl. 13.00-14.00. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri s. 96-22100 ALLSHERJAR- ATKVÆÐAGREIÐSLA um MIÐLUNARTILLÖGU RÍKISSÁTTASEMJARA fer fram í dag, 30. apríl. Atkvæðagreiðslan fer fram í Verzlunarskóla íslands, Ofanleiti 1, jarðhæð. Kjörfundir verða eins og hér greinir: laugardag 30. apríl 1988 frá kl. 10.00 til 18.00. Kjördeildir verða í stafrófsröð þannig: Kjördeild I: A-F Kjördeild III: L-R Kjördeild II: G-K Kjördeild IV: S - Ö og deild samvinnustarfsmanna. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu V.R., Húsi Verslunarinnar sími 687100. Kjörstjórn SKAK Neðsti maður með gerunnið á Karpov Fyrsta heimsbikarmótinu lokið í Brússel Anatoly Karpov varð sigurveg- ari á fyrsta heimsbikarmóti al- þjóðasamtaka stórmeistara sem lauk í Brussel um síðustu helgi. Karpov varð einum vinningi fyrir ofan landa sinn Valeri Salov og var vel að sigrinum kominn. Hann tapaði einni skák fyrir Alex- ander Beljavskí en tefldi uppfrá því skínandi vel, þó með einni óvæntri undantekningu: Það þekkja allir að minni spámennirn- ir gera stóru nöfnunum oft ýmsar skráveifurog kann skáksagan frá að greina fjölmörgum slíkum atyikum. Fáir áttu von á að heimamaðurinn Winants gerði miklar rósir í þessu móti og hvert tapið á fætur öðru styrkti þá trú manna að Karpov ætti vart í mikl- um erfiðleikum með að yfirbuga hann, jafnvel þó hann hefði svart. Þetta fór á annan veg. Þeir mætt- ust í 15. umferð og er skemmst frá því að segja að skákin vakti feiknarlega athygli því Winants byggði upp vinningsstöðu eftir ónákvæmni heimsmeistarans fyrrverandi, en missti af glæsi- legri vinningsleið. Þar með gullt- ryggði Karpov sér efsta sætið. Áður en við lítum á þessa dram- atisku viðureign skulum við skoða lokaniðurstöðuna í Brúss- el: 1. Karpov (Sovétr.) 11 v. 2. Salov (Sovétr.) 10 v. 3.-5. Ljubo- jevic (Júgóslavíu), Nunn (Eng- landi) og Beljavskí (Sovétr.) allir með 9¥i v. 6.-7. Andersson (Sví- þjóð) og Portisch (Ungverja- landi) 9 v. hvor. 8. Speelman (Englandi) 8V2 v. 9. Sokolov (So- vétr.) 8 v. 10.-13. Tal (Sovétr.), Nikolic (Júgóslavíu), Timman (Hollandi) og Seirawan (Banda- ríkjunum) allir með IVi v. 14. Nogueiras (Kúbu) 7 v. 15. Korts- noj (Sviss) 6V2 v. 16. Sax (Ung- verjaland) 6 v. 17. Winants (Belgíu) 2V2 v. k '//////// «*:' ,4fcv á mk á jp ÉIAfö H Hji <—';< '^m, 'w/////. g h a b c d e f Winanats - Karpov Karpov hafði greinilega lengi beðið eftir afleik Belgíumanns- ins. Hér hefur ýmislegt farið úr- skeiðis og einungis tímaskortur- inn sem var farinn að hrjá Win- ants gat komið Karpov til bjarg- ar: 35. Rf6!! De7 (Karpov á ekki betri leik t.d. 35... Rxf636. exf6Bxf637. Ba3!! og vinnur.) 36. Ba3?? (Eins og enski stórmeistarinn Speelman benti á eftir skákina gat hvítur nú unnið með 36. Rde4!! t.d. 36. .. dxe4 37. Hxg7 Kxg738. Bcl! Hh8 39. Dg3+ Kf8 40. Bxh6+ Hxh6 41. Dg8 mát eða 38. .. Rxf6 39. Dxh6+ Kg8 40. exfó Df8 41. Dg5+ Kh8 42. Dh5+ Kg8 43. Bh6 og vinnur. Fyrir þjálfað auga er þessi leikur ekkert sérlega erfiður en tíma- hrakið tekur sinn toll.) 36. .. Dxa3 37. Rxd7 Rb5 38. Rf6?? (annar slakur leikur. Jafntefli a.m.k. var að fá með 38. Hxg7+ Kxg7 39. Dg3+ Kh8 40. Df4 Hg8+ 41. Kh2 Hg7 42. Dxh6+ Hh7 43. Df6+ o.s.frv.) 38. .. Dal+ 39. RH Rxd4 40. Hxg7 (Of seint.) 40. .. Kxg7 41. Dg3+ Kh8 42. Dd3 Rf5 43. Da6 - og gafst upp um leið. Að lokum ein skemmtileg Tal- skák: Mikhael Tal - Andrei Sokolov Katalan-byrjun 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 dxc4 5. Rf3 c5 6. 0-0 Rc6 7. Re5 Bd7 8. Ra3 cxd4 9. Raxc4 Bc510. Db3 0-011. Itf4 Dc812. Hfdl Hd8 13. Hacl Rd5 14. Rxf7! (Óvænt fórn sem gerir svörtum afar erfitt fyrir. Rólegri leið er 14. Rd3.) HELGI ÓLAFSSON 14. .. Kxf7 15. Re5+ Rxe5 16. Bxe5 b617. Df3+ Kg8 18. Dg4 g6 19. Be4 Be8 ?? (Eitt helsta einkenni Sokolovs sem skákmanns er einkennilegur þrái hans hvað varðar byrjana- val. Síðar í mótinu fékk hann þessa stöðu upp gegn Beljavskí og hafði þá fundið endurbótina 19... Bc6 sem dugði til jafnteflis: 20. b4 Rxb4 21. Bxg6 hxg6 22. Dxg6+ Kf8 23. Hxc5 bxc5 24. Dg7 - jafntefli!) 20. 1)4! Rxb4 21. Bxa8 Dxa8 22. Dxe6+ Bf7 23. Df6 Kf8 24. Dh8+ Ke7 25. Bf6+ Kd7 26. Bxd8 Rc6 (Eða 26. .. Dxd8 27. Hxd4+! og vinnur.) 27. Bf6 Dxh8 28. Bxh8 Bxa2 29. c3 a5 30. Bxd4 Rxd4 31. exd4 Bd6 32. d5 a4 33. Hc6 Bc5 34. Hcl Bd4 35. H6c4! Bxc4 36. Hxc4 b5 37. Hxd4 a3 38. Hdl b4 39. Hal! Kd6 40. Kfl Kxd5 41. Ke2 - Alveg í tíma. Sokolov gafst upd. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA VESTFJÖRÐUM Forstöðumaður Bræðratunga, þjálfunar- og þjónustumiðstöð fatl- aðra á ísafirði, óskar eftir að ráða forstöðumann til starfa frá 15. júní n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Æskilegt er að umsækjandi sé þroskaþjálfi, eða hafi aðra uppeldislega menntun. Einnig er óskað eftir að ráða þroskaþjálfa í al- menn störf. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 15. maí n.k. Nánari upplýsingar gefur for- stöðumaður Bræðratungu í s: 94-3290 og for- maður Svæðisstjórnar, Magnús Reynir Guð- mundsson, s: 94-3722.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.