Þjóðviljinn - 30.04.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.04.1988, Blaðsíða 9
Launamisrétti er þjóðarböl 1. maíávarp fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna íReykjavík, Iðnnemasambands íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bœja Á 1. maí, baráttudegi launa- fólks, stöndum við frammi fyrir vaxandi misrétti í íslensku þjóðfé- lagi. Á síðustu vikum höfum við enn á ný fengið að heyra gamalt slagorð atvinnurekenda: hóflegar kauphækkanir, bág staða fyrir- tækjanna, verðbólgudraugurinn á næsta leiti. Á sama tíma og sam- ið er um litlar kauphækkanir ber- ast fregnir af miljón króna launum forstjóranna. Launamis- réttið í landinu er orðið að þjóð- arböli, sem fyrr eða síðar leiðir til átaka og sundrungar með þjóð- Á sama tíma og sagt er von- laust að hækka kaupið, er hægt að ráðast í ævintýralegar fjárfest- ingar um allt þjóðfélagið. A sama tíma og Reykvíkingar sjá vart til himins fyrir skýjaborgum versl- anahalla, er ekki hægt að borga verslunarmönnum mannsæm- andi laun. Á sama tíma og at- vinnufyrirtæki í fiskiðnaði telja sig ekki geta greitt starfsmönnum viðunandi kaup, er miljörðum sóað í óarðbæra fjárfestingu sam- anber uppbyggingu rækjuverks- miðja um land allt. Á sama tíma og stjórnarflokkarnir leita að týnda miljarðinum í flugstöð Leifs Eiríkssonar er framlag til launa uppeldisstéttanna skorið við nögl. Það er fjárfestingabruðl, gjald- eyrissóun og vaxtaokur sem er höfuðorsök vandans í íslensku atvinnulífi í dag. Arðurinn af vinnu launafólks brennur upp í vanhugsuðum framkvæmdum og gæluverkefnum atvinnurekenda og stjórnmálamanna. Þetta eru ástæður svimandi viðskiptahalla, sem er að leiða þjóðarbúið fram á hengiflug. Þetta er einnig ein ástæðan fyrir lágu kaupi og bág- um kjörum margra launamanna. Þrátt fyrir hóflegar launahækk- anir undanfarinna ára er verð- bólgan á fullri ferð. Nú er kominn tími til að segja hingað og ekki lengra. Það er eðlilegt að fólk fyllist beiskju þegar það sér mil- jarðahallirnar rísa, sem einungis eiga sér hliðstæður í stórborgúm, meðan ekki er hægt að borga fólki viðunandi laun. Enn gerum við kröfu um sömu laun fyrir sömu vinnu. Reynslan hefur sýnt að það er ekki nóg að taxtar séu þeir sömu. Konur búa enn við lakari kjör en karlar. Mis- réttið hefur fengið á sig nýjan blæ. Nú kemur launamisrétti kynjanna fram í duldum greiðslum, óunninni yfirvinnu, bflastyrkjum, hlunnindum og starfsheitum sem breiða yfir raunverulegt launabil milli karla og kvenna. Þessa mismunun kynjanna verður að afmá á sama hátt og mismunur taxtakaups milli karla og kvenna var jafnað- ur á sínum tíma. Það fer ekki fram hjá neinum, sem fylgist með verkalýðsmálum, að sundrung og sérhyggja hefur aukist innan samtaka launafólks undanfarin ár. Einstök félög og sambönd launamanna telja sig ekki lengur eiga samleið með heildarsamtökum og sundrung innan verkalýðshreyfingarinnar er stöðugur fjölmiðlamatur þegar að samningum dregur. Yfirborg- anir atvinnurkenda hafa alið á vantrausti á verkalýðsfélögum og skaðað hreyfinguna í heild. Það er athyglisvert að þeir atvinnu- rekendur sem harðneita viðun- andi hækkunum í kjarasamning- um eru fúsastir til að greiða yfir- borganir. Þannig vilja þeir deila og drottna. Þetta er óþolandi ástand, sem verkalýðshreyfingin í heild verður að bregðast við af hörku. Á sama tíma og vegið er að verkalýðshreyfingunni og sund- urlyndi innan raða launamanna fer vaxandí, er umhugsunarvert að samtök atvinnurekenda eru öflugri og sameinaðri en nokkru sinni fyrr. Það verður ekki vart sundrungar og einstök félög at- vinnurekenda eru keyrð til miskunnarlausrar hlýðni. At- vinnurekendur hafa lært að sam- staða er allt sem þarf til að halda óskertum völdum. Afl þeirra byggist á sterkri miðstýringu og samtryggingu peningavaldsins. Við þessar aðstæður er ljóst að aðeins með aukinni samstöðu getur verkafólk á íslandi tryggt sér sóknarstöðu gegn atvinnurek- endum og peningavaldi þeirra. Margt bendir til þess að þrátt fyrir nýgerða samninga verði verkafólk að búa sig undir harða baráttu til verndar kaupmættin- um. Yfirlýsingar stjórnmála- manna og stjórnmálaflokka bendir til þess að áfram verði haldið á þeirri braut að ætla lág- launafólki að taka á sig óráðsíu þjóðfélagsins. Það er fráleitt að kenna láglaunafólki um við- skiptahallann og verðbólguna. Gengisfelling eða aðrar efna- hagsráðstafanir sem ekki verða bættar í kaupi ykju enn á ójöfnuð í þjóðfélagínu, sem er þó ærinn fyrir og verður ekki þolaður. Heildarsamtökin verða að vera viðbúin því, að beita afli sínu til varnar lífskjörum launafólks ef að þeim verður vegið. Nú sem hingað til verður baráttan háð í krafti samtaka fólksins. Samtök launafólks er baráttutæki sem duga ef hinn almenni félagi tekur þátt í starfi þeirra. Aðeins með samstilltu átaki, þar sem lýðræð- isleg vinnubrögð eru í öndvegi, mun verkalýðshreyfingin ná markmiðum sínum um bætt kjör og betri framtíð. Um árabil hafa skattsvik verið þjóðarmein á íslandi. Alþekktir hálaunamenn hafa komist hjá að greiða réttmætan skatt til þjóð- félgsins. Með breytingum á skatta og tollalögum um áramót voru skattar hækkaðir á matvöru og lífsnauðsynjum heimilanna. Verkafólk krefst þess nú, að rík- isstjórnin standi við sitt og hefji nú þegar umfangsmikla herferð gegn skattsvikum. Launamenn hljóta að mótmæla matarskattin- um harðlega. Ungt fólk stendur í dag frammi fyrir ýmsum erfiðum kostum í húsnæðismálum. Markaðsverð á leiguhúsnæði á Reykjavíkur- svæðumnemur um þessar mund- ir andvirði dagvinnulauna. Ríkis- FRANKFURT 1 x í viku FLUGLEIDIR -fyrír þíg- valdið hefur ekki staðið við sitt til að fjármagna húsnæðiskerfið. Meginhluti fjármagns Húsnæðis- stofnunar kemur úr lífeyrissjóð- um verkafólks, en hluta þessa fólks er synjað um lán vegna lágra launa, þetta er óviðunandi. Biðröðin eftir húsnæðislánum er orðin allt of löng. Hið félagslega íbúðakerfi annar ekki eftirspurn. Ljóst er að stjórnvöld verða að bjóða þegnum sínum upp á fleiri aðgengilega kosti í húsnæðismál- um. Samtök launafólks eiga að vera opin fyrir nýjum kostum s.s. kaupleiguíbúðum. Ljóst er að kaupleiguíbúðir munu leysa hluta vandans, bæði á höfuðborg- arsvæðinu og úti á byggðum landsins, þar sem mikill skortur er á húsnæði. Kaupleiga þjónar best þeim sem verst eru settir. Til að svo megi verða er óhjávæmi- legt að veita meira fé til félags- legra íbúðaframkvæmda. Á síðustu árum hafa sjónir manna beinst í auknum mæli að starfsmenntun í atvinnulífinu. Stórátak hefur verið gert hjá nokkrum hópum ófaglærðs verkafólks. En þetta er bara upp- hafið. Sóknin er hafin og við verðum að gera miklu betur, ef við eigum að standa jafnfætis öðrum þjóðum í verkmenntun. Hér verður ríkisvaldið að koma til skjalanna og tryggja þegnum jafnrétti til að öðlast menntun og viðhalda henni í samræmi við þarfir á hverjum tíma. f alþjóðamálum eru ýmsar blikur á lofti. Við fögnum þeim áföngum sem náðst hafa í samn- ingum stórveldanna um tak- mörkun kjarnorkuvopna, við styðjum kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. En púðurtunnur heimsins leynast víða. Á hverjum einasta degi horfum við á mar- tröð palestínsku þjóðarinnar á sjónvarpsskjánum. Þettaerþeim mun hörmulegra þar sem aðgerð- irnar gegn Palestínumönnum eru framdar í nafni þjóðar, sem upp- lifað hefur mestu grimmdarverk aldarinnar. í Suður-Afríku er hörmulegt ástand. Þar situr lítill minnihluti hvítra manna að öllum auði landsins og kúgar meirihluta íbúanna. Það sýnir mikið geð- leysi íslenskra stjórnvalda, að þeir skuli ekki fyrir löngu hafa stöðvað öll viðskipti við S- Afríku, í stað þess eykst verslun við kúgarana. ísland er auðugt land. Kostir þess til lands og sjávar eru miklir. Höfuðverkefni okkar er að eyða hinu skaðlega launamisrétti í landinu. Það verður ekki gert án lifandi hreyfingar samtaka launa- fólks. Einungis með samstilltu átaki mun okkur takast að tryggja frelsi, jafnrétti og bræðra- lag. Fulltrúaráðs verkalýðs- féiaganna í Reykjavík Bandalags starfsmanna ríkisogbæja Iðnnemasambands Islands Búamöldruönm Váiiii'tiiriKi þjjíhusttuuia alctraða era margþætt og fara' 'awmii, ii..;. 'ctit;; i'.i.'uui lizmsamn ntójaaiiiun; Affbftifn náftim .;:'.n )rý/iusl iru uilauanar ti lyggihg Ibíri ijfiKmtiartluifniIa jjril iltítBðai tð u;m;; ijjnurn mmuim þeiir;; sjúhrahusa *;.n ;;iíu úð ijttjuðu (':ilii :i teHnihga ogjtsndlutiaafíngji .".t iórttóata irgggj »g jjpnuatu tio>bá em tejmaliúaum ÍSaijp :iiniiitiui;;iii;u:-.-.ainc)iai H:\7ííí;ví; ig lafnartTrtBi :«:n lliiinöít) ;;.; ;i.; tfmíHliÉ ífis ; [Bsauiáíii laía ;au irattiaii •K:'i a< nwniuiii íi inr.n;; vaiuianailutilajtöamra tihs BJ 5i;aiii:itiiit;'iiiiiln lc.'.viiia'Mi ;••( tiariia.'íiai au (v.ianii i<;:'iu iin, h:>u íi-.a.; m \w ;n r.ai-a ;aiiiH-al;ai;a; „,iaiiut:;tiirs;aiii' i.a'v.tn ):a tVcljjtsf auiiitiii al'..:.;u(i;a/at: a, laiitiiiu.. i':-¦¦' ; t:i i'KeykjavfKerunniðað ettöuitötum á 'Kninaid.'ildum og endurbyggingu þvottahúss o<] samtengingu feess og eidhuss við hjúknmaiheimilið Skjól, ,; þes.sararþjónusiu fra Hrafiiistu. n innan tíðar heljast bygging 2. áf3nga ónustuíbúða, sem em 28 fbúðir við 1 Nestum þeirra helur þegar verið ráðstafað lii ein.stakiinga og samtaka. fe^si hús sem hin fyrri við Boðahlein i ;tstu frá Hrafnistu og eru í sambandi við heimilið cía;j og nótt vegna örýggis fbúanna. Við skyndileg veil • er akut sjúkraherbergiá lirafnistu til rei ¦'. áðýmissLþjónostuá Hrafnistu sVo sem föndri. siindlaug og annarri endurhæfingu svq oq lækna- oo hjúkranarþjönustu. Happdtætti Dvala Ummí ^ífnfnmímilf^ )m Sjómanm irifftTiJSJ ^iin ; mnm nm"wy.rn mmúim. - -.,-;-.;. imæm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.