Þjóðviljinn - 30.04.1988, Síða 10

Þjóðviljinn - 30.04.1988, Síða 10
Almenna auglýsingastJSÍA I Barátta okkar allra 1. maí ávarp Samtaka kvenna á vinnumarkaði Kjarasamningarnir sem gengið hafa einsog draugur yfir alla verkaiýðshreyfinguna nú í vetur voru búnir til á Vesturgötunni og fluttir vestur á ísafjörð í fæðing- arbæ fjármálaráðherra. Frá ísa- firði lá leiðin í Dagsbrún þarsem samningarnir voru afgreiddir með mjög vafasömum hætti. Eftir þessi herfræðilegu útspil var samningsréttur í raun tekinn af öðrum félögum Alþýðusam- bandsins. Þrátt fyrir það að samningarnir hafi verið felldir í flestum félögum og jafnvel tvisv- ar í sumum þá skulu þeir samt í gegn hvað sem það kostar. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt með þessum kjarasamning- um að hún er alls ófær að standa í baráttu fyrir hagsmunum félaga sinna. Síðustu mánuðir hafa einnig sýnt hvílíkt bíl er orðið á milli félaga og forystu. Þjóðarsáttir síðustu ára hafa gert forystuna værukæra og um leið leyft at- vinnurekendum og ríkisvaldi að valsa að vild með launakjör. Geðþáttaákvarðanir sem sundra launafólki eru orðnar ríkjandi. Víða á vinnustöðum er bannað að ræða laun. og launaseðlar jafnvel merktir sem trúnaðarmál. Samtök kvenna á vinnumark- aði heita því á launafólk að standa saman innan verkalýðs- hreyfingarinnar og skilja að án samstöðu og samtakamáttar næst ekkert fram, annars verða upp- reisnir einstakra félaga andvana fæddar. Launafólk, við verðum að gera okkur grein fyrir því að barátta sérhvers verkalýðsfélags er bar- átta okkar allra. Samtök kvenna á vinnumark- aði benda líka á að verkalýðsbar- átta er alþjóðabarátta og styðja því heilshugar þá mannréttinda- baráttu sem nú er háð í S-Afríku og skorta á íslensk stjórnvöld að samþykkja viðskiptabann á S- Afríku. Barátta verkalýðsfélaga er líka barátta heildarsamtaka. f undan- gengnum átökum hefur lítið sem ekkert heyrst frá Alþýðusam- bandi fslands, enda hafa félag- arnir ekki treyst heildarsamtöku- num eftir reynslu síðustu ára. Því er tími hreinsunardeildar- innar kominn. Við þurfum verkalýðsfélög sem nýtast okkur í baráttu fyrir bættum kjörum og öðrum félags- legum réttindamálum. Við þurfum heildarsamtök sem nýtast okkur til samræming- ar og samstöðu í baráttu. Við höfum ekkert að gera við steinrunnar stofnanir eða ferð- aklúbba. Við þurfum hreyfingu lifandi fólks sem skiptir sér daglega af öllum málum. Sérhver launakona, sérhver launamaður ber ábyrgð á kjörum sínum. Þess vegna segjum við nei við ómögulegum kjarasamning- um. Við neitum að bera ábyrgð á því að geta ekki framfleytt okkur. Samtök kvenna á vinnumark- aði styðja heilshugar þau félög sem enn standa í baráttu. Samtök kvenna á vinnumark- aði telja forkastanlegt að laun séu undir skattleysismörkum, þó 42 þúsund kr. á mánuði dugi skammt ti! að framfleyta fjöl- skyldu. Samtök kvenna á vinnumark- aði krefjast þess að sett verði 3 skattþrep, stóreignaskattur aukinn og skattafrádráttur at- vinnurekenda aflagður, enda á- standið slæmt þegar fyrrverandi framkvæmdastjóri atvinnurek- enda lýsir áhuggjum vegna sívax- andi skattbyrði launafólks. Samtök kvenna á vinnumark- aði krefjast nægra og góðra dag- vistarstofnana - strax. Samtök kvenna á vinnumark- aði krefjast 9 mánaða fæðingar- orlofs. Samtök kvenna á vinnum- arkaði fordæma ummæli for- manns atvinnurekenda er hann taldi lífeyrissjóðina ekki eign verkalýðsfélaganna, heldur sjóði sem hans nótar gætu sölsað undir sig. Samtök kvenna á vinnumark- aði fordæma sífelldarárásir á fisk- vinnslufólk, nú síðast af borgar- stjómaríhaldinu þegar 50 manns var sagt upp í Granda. Samtök kvenna á vinnumark- aði átelja stöðugan flutning á fjármagni frá landsbyggðinni til dekurdrengja Reykjavíkur. Samtök kvenna á vinnumarkaði átelja stöðugan flutning á fjár- magni frá landsbyggðinni til dek- urdrengja Reykjavíkur. Samtök kvenna á vinnumarkaði skora á verkalýðshreyfinguna að standa vörð um öll þau réttindamál sem áunnist hafa, ekki síst um samn- ingsrétt verkalýðsfélaga sem hef- ur verið ráðist á hvað eftir annað að undanförnu af hálfu ríkis- valdsins með Félagsdómi og af hálfu atvinnurekenda með ósk- um um breytingu á vinnulöggjöf og síaukinni notkun á sáttasemj- ara. Duglaus verkalýðshreyfing nær engu fram umfram það sem ríkisvald og atvinnurekendur hafa ákveðið sín á milli. Valdið er hinsvegar í höndum fólksins, tak- ist að virkja það - þar stendur ekki á okkur. Samtök kvenna á vinnumark- aði skora á launafólk að rísa upp og taka sín réttmætu völd. Á BESTA STAB í BÆNUM j Aðeins mínútugangur i ' helstu banka, verslanir, kvikmyndahús, sundiaug, leikhús, pósthús o.fl. ' - / Vistleg og björt gisti- jfy herbergi, vel búin húsgögnum. HHjg/ Sér snyrting, sturta, HF sjónvarp, útvarp og sími. Wj Veitingasalurinn Lindin er WQK opinn allan daginn. Glæsilegur matseóill i hádeginu og á kvöldin og girnilegar tertur siödegis. —I Veislu-, funda- og ráöstefnusalur fyrir allt að 100 manna fermingaveislur, erfis- / drykkjur, afmælisveislur, fundakaffi / o.s.frv. Salurinn er vel búinn tækjum I s.s. myndvörpum, skuggmynda- véium, töflum, Ijósritunarvél, telexi, ræðupúlti, hátalarakerfi, pianói o.m.fl. HÖTEL UMV RAUÐARÁRSTlG 18-SlMI 623350 Grísku kvikmynda- vikunni er að Ijúka Nú eru síðustu forvöð að sjá nokkrar þeirra ágætu kvikmynda sem hingað er stefnt á gríska kvikmyndaviku. Slíkar uppá- komur eru afar vel þegnar hér í annars feiknalega einhæfu kvik- myndaframboði og er ekki á kot vísað þar sem Grikkir eru með sitt magnaða og þverstæðufulla þjóðlíf, sem þeirra ræmumeistar- ar hafa margoft sýnt að þeir kunna prýðisvel með að fara. Njóta þeir þess líka Grikkir, að hafa lengur en flestar aðrar þjóð- ir fengist við að tjá mikla harma og lífsins gamanmál í leikrænu formi. Ein myndanna sem sýnd er í dag er Kaupverð ástarinnar undir leikstjórn Tonia Marketaki. Sögusviðið er eyjan Korfú um aldamót, það segir frá ást sem er svikin fyrir peninga - borgara- legur kærasti þorir ekki að giftast elskunni sinni vegna þess að hún fær engan heimanmund, og öfug- uggaháttur þjóðfélagsins er svo mikill að stúlkan er sek gjörð og eiginlega útlæg úr samfélaginu - fyrir það eitt að vera svikin. Kon- an unga reynist þó eiga styrk til að sigrast á þeim vítahring sem reynt er að hneppa hana í. Myndin er úr Kaupverði ástar- innar, I timi tis agapis.. Nýjar bækur 78unda prentun Passíu- Ljóðmyndir Sverris Páls Pú og heima nefnist ljóðabók eftir Sverri Pál Erlendsson sem út er kom- in hjá Umsjón á Akureyri. Allstór ljóðabók, 123 síður og hefur Þorvald: ur Þorsteinsson gert í hana myndir. í kynningu segir á þá leið að þetta séu „orð í myndum - myndir í orðum. Og viðfangsefnið þú - heima og heiman... Ljóðmyndir sem Sverrir Páll hefur fært í orð og hagrætt handa þér“. „Hagræðíngin" er mjög í anda hins opna ljóðs sem stefnir að einfaldri og aðgengilegri tjáningu eins og segir í þessu kvæði hér: Þó ég fari langt langt í buriu sjáí hundruð þúsundir miljónir manna borg eftir borg land eftir land sé ég bara þig þegar ég loka augunum mínum. Penelópa Aðalheiðar Gumundsdóttur ára Reykvíkingur sem stundar nú ís- lenskunám í Háskólanum. f formála lætur Aðalheiður þess getið að ljóðin séu ort á unglingsárun- um (17-19 ára) og hafi þeim upphaf- lega ekki verið ætlað að komast á bók. „Þó ákvað ég nú að leyfa þeim að horfa framan í einhverja aðra en mig sjálfa og vona að þeir sem lesa þau vilji og reyni að skilja þau, því að ljóð eru alltaf einhverskonar skilaboð milli manna.“ í kveri þessu fer all- mikið fyrir rími blendnum unglingar- aunum - þar eru og tilvistarmál af- greidd m.a. með þessum hætti hér: Um tilvist mína sorgir og gleði veit ég þó að leitin að eldinum skiptir sköpum sálmanna Marsbók bókaklúbbs Almenna bókafélagsins var Passíusálmar Hallgríms Péturssonar. Útlit hannaði Guðjón Ingi Hauksson en stuðst er við útgáfu Helga Skúla Kjartanssonar frá 1977. í formála þeirrar útgáfu segir Helgi Skúli m.a.: „Passíusálmarnir... standa við hlið hinna bestu fornrita, eddukvæða úr heiðnunt sið og íslendingasagna frá kaþólskum tíma; eiga það sammerkt með þeirn að halda gildi sínu þótt tímar og viðhorf breytist, að geyma einkennishugsanir sinnar aldar svo djúpt hugsaðar og svo fagurlega greyptar í dýran málm tungunnar, að hverjum manni er sálubót og andleg hressing að rekja þá stigu sem gest- ur.“ ........... ............ ......... Ðreyttur opnunartími í sumar Frá 1. maí til 1. september verður skrifstofa Rauða kross íslands að Rauðarárstíg 18 opin frá kl. 08.00 til kl. 16.00. RAUÐI KROSS ÍSLANDS Penelópa heitir fyrsta Ijóðabók Aðal- heiðar Guðmundsdóttur sem er 23ja 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 BLÝLAUST BENSÍN 0RÐSENDING TIL EIGENDA T0Y0TABIFREIÐA Eftirfarandi tafla er gerð Toyotaeigendum til hagræðis. Hún sýnir hvaða ráðstafanir þarf að gera við tilkomu blýlauss bensíns. LÁGMARKS KVEIKJU- MÁ EKKI OKTANÞÖRF STILLING NOTA MEÐ BLÝ- NAUÐSYN- BLÝLAUST TEGUND ÁRG. VÉL BLÝI LAUST LEG BENSÍN Starlet 1000 KP60 78-85 2K 89 90 Starlet 1200 KP 62 78-82 3K 89 90 Corolla 1200 KE 20 71-77 3K 89 90 Corolla 1200 KE 30 75-81 3K 89 90 Corolla 1300 KE 50 76-79 3K 89 90 Corolla 1300 KE 70 79- 4K 89 90 Corolla 1300 AL20 83-85 2A 89 90 Corolla1300AE80 83-85 2A 89 90 Corolla 1300 EE 80 85-87 2E 90 90 Corolla 1300 EE 90 88- 2E 90 90 Corolla 1600 TE51 76-79 2T 90 90 Corolla 1600 TE 71 80-83 2T 90 90 Corolla1600 TE71 80-83 2T-B 98 96 X Corolla 1600 TE 71 80-83 2T-G 98 96 X Corolla 1600 AE 82 83- 4A 97 95 X Corolla 1600 GTAE86 83-87 4A-GE 98 96 X Corolla 1600 GT AE 82 85-87 4A-GE 98 96 X Corolla 1600 GTiAE 96 88- 4A-GE 98 96 X Corolla 1600 GTiAE 92 88- 4A-GE 98 96 X Tercel 1300 AL11 79-82 2A 89 90 Tercel 1300 AL 20 82-83 2A 89 90 Tercel 1500 4WD AL 25 82-84 3A 89 90 Tercel 1500 4WD AL 25 84- 3A 97 95 X Carina 1600TA40 77-81 2T 90 90 Carina 1600 AT151 84- 4A 97 95 X Celica 2000 RA40 77-79 18R 97 X Celica 1600 AT160 86- 4A-GE 98 96 X Celica 2000 ST 162 86- 3S-GE 98 96 X Supra2,8 MA61 82- 5M-GE 98 96 X Cressida RX 30 76-78 18R 97 X Cressida RX 60 80-85 1G-E 97 X Cressida RX 60 80-85 21-R 97 X Camry 1800 SV10 82-86 1S 98 96 X Camry 2000 SV 11 82-86 2S-E 98 96 X Camry 1800 SV 20 87- 1S 98 96 X Camry 2000 SV 20 87- 3S-FE 98 96 X Camry 2000 SV 25 87- 3S-FE 98 96 X Crown MS112 79-83 5M-E 98 96 X Crown MS 132 83-86 5M-GE 98 96 X MR2GTAW11 85- 4A-GE 98 96 X LiteAce KM 20 84- 4K 89 90 LiteAce KM 36 86- 5K 89 90 HiAce RH 20 77-82 12R 90 X HiAce RH 11 77-82 12R 90 X HiAce RH 11 82- 12R 90 X HiAce YH 50 83- 2Y 90 91 HiAce 2000 YH 51 84- 3Y 90 91 HiLux RN 25 78-83 12R 90 X HiLux RN 40 78-83 12R 90 X HiLux RN 36 79-83 18R 90 X HiLux YN 56 83-84 2Y 90 91 HiLux YN 56 84- 4Y 90 91 Land Cruiser FJ 45 77-84 2F 91 91 Land Cruiser FJ 55 77-84 2F 91 91 Land Cruiser RJ 70 85- 22R 90 X Til að geta lesið töfluna rétt er nauðsynlegt að vita hvaða vél er í bílnum. Það má sjá á ventlalokinu og í skráningarskírteininu. Þeir sem notað hafa 98 oktana bensín hingað til og hyggjast halda því áfram þurfa engar ráðstafanir að gera. Hins vegar biðjum við þá sem notað hafa 98 oktana bensín og vilja skipta yfir í blýlaust að lesa athugasemdirnar vel. Þetta á einnig við um þá sem notað hafa 93 oktana bensín þar sem það mun eftirleiðis ekki verða á markaðnum. Allar frekari upplýsingar verða fúslega veittar á Toyota verkstæðunum og hjá umboðsmönnum um land allt. i TOYOTA I & /:/ Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogi, Sími 91-44144 AUK/SlA K109-60

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.