Þjóðviljinn - 30.04.1988, Side 17

Þjóðviljinn - 30.04.1988, Side 17
ERLENDAR FRÉTTIR Pólland Verkföll 15þúsund verkamenn Lenín iðjuversins við Kraká hafa hald ið að sér höndum ífimm daga. Igœr bœttust 9þúsund verkamenn í Einsog kunnugt er hefur helm- ingur starfsmanna Lenín iðju- versins við Kraká verið í verkfalli frá því á þriðjudag. Rúmlega 6 þúsund verkamenn lögðu niður vinnu í annarri pólskri risaverk- smiðju í gær og gera framámenn Samstöðu því skóna að mun fleiri feti í fótspor þeirra áður en langt um líður. Heimildamenn í bænum Stal- owa Wola, sem liggur um 125 kflómetrum sunnan Varsjár, segja félaga Samstöðu vera í for- ystu fyrir verkfallsmönnum þar. Þeir hafi tekið þrjár deildir iðju- versins herskildi, þar á meðal verkfærageymsluna og skrifstof- ubygginguna. Lenín iðjuverið við hið forna höfuðból „Sléttumannalands“, Kraká, er hið stærsta sinnar teg- undar í landinu. Verkamenn þar krefjast kauphækkanna þegar í stað. Þetta eru mestu vinnudeilur í Póllandi frá því í desember árið 1981 en þá reif herinn völdin í sínar hendur til þess að auðvelda Bochniu og Stalowa höfuðpaur sínum, Wojciech Jar- uzelski, að ganga á milli bols og höfuðs á frjálsu verkalýðshreyf- ingunni. Embættismenn og andófs- menn í Kraká kváðu hafa sagt fréttamönnum að 3 þúsund verkamenn dótturfyrirtækis Len- íns í Bochnia hefðu bæst í hóp verkfallsmanna í gær. í aðaliðju- verinu munu um 15 þúsund af 32 þúsund verkamönnum ekki hafa neitt fyrir stafni. Þeir krefjast aukins fjár fyrir vinnu sína og endurráðningar rekinna Sam- stöðufélaga. Iðjuverið í Stalowa Wola er rekið í náinni samvinnu við pólska herinn. Þetta veldur vita- skuld enn meiri taugaveiklun en ella á æðstu stöðum. Hin opin- bera fréttastofa pólska ríkisins, PAP, greindi frá því í gær að verkamenn yrðu reknir ef þeir sneru ekki tafarlaust til starfa. í gær voru birtar glefsur úr við- tali við Lech Walesa í vesturþýsk- um dagblöðum. Fer hann hörð- um orðum um það sem hann Wola í hópinn nefnir „gjaldþrot kommúnis- mans“ í Póllandi og segir núver- andi ráðamenn hafa gert landið að „betlara Evrópu.“ Hann kveður landsmenn vera verr setta nú en í kreppunni sem leiddi til stofnunar Samstöðu árið 1980. Walesa staðhæfir að ólga eigi eftir að aukast mjög á pólsk- um vinnumarkaði. „Við kærum okkur ekkert um að fara í verkföll. Enginn seður hungur sitt með því að leggja nið- ur vinnu. En vegna gjörða ríkis- stjórnarinnar eigum við einskis annars úrkosta í baráttunni fyrir rétti okkar.“ Hann hæðist að rökum þeim sem ráðamenn færðu fyrir því að leggja bann við starfi frjálsu verkalýðsfélaganna fyrir sjö árum og bætir síðan við: „í átta ár hefur ríkisstjórnin haft frjálsar hendur um endurnýjun efna- hagsmálanna. Og hver er staðan nú? Efnahagsástandið er verra en í upphafi áratugarins og skuldirn- ar hafa aukist." Reuter/-ks. Frönsku kosningarnar Bitur kurteisi, aukin harka Chirac talinn hafa haft eilítið betur ísjónvarpseinvíginu við Mitter- rand. Aukin harka fœrist íkosningabaráttuna, hvorsakar annan um undanlátssemi við hryðjuverkamenn Jacques Chirac er talinn hafa staðið sig eilítið betur en Fra- n^ois Mitterrand í sjónvarps- einvígi frambjóðendanna tveggja í fyrrakvöld, - þegar forseti og forsætisráðherra Frakklands deildu í fyrsta sinn é opinberum vettvangi um landsins gagn og nauðsynjar. Þrátt fyrir þennan úrskurð fag- manna í stjórnmálum, leiklist og auglýsingamennsku bentu hrað- kannanir eftir einvígið til að Mitterrand héldi forskoti sínu á Chirac í forsetakosningunum næstu helgi, en ljóst er að sigur hans er engan veginn öruggur. Viðræður frambjóðendanna í beinni sjónvarpsútsendingu þóttu einkennast af ískaldri og biturri kurteisi, og segja frétta- skýrendur að hér hafi berlega komið í ljós sú spenna sem hlaðist hefur upp í tveggja ára pólitískri nauðungarsambúð forsetans og forsætisráðherrans. Frambjóðendurnir sökuðu hvor annan um undanslátt við hermdarverkamenn og kenndu hvor öðrum um átökin í Nýju Kaledóníu. Mitterrand, sem Chirac sakar um samúð með her- skáum samtökum innfæddra á eyjunni, sagði Chirac á sínum tíma hafa sleppt úr haldi írönsk- um hryðjuverkamanni til að fá lausa tvo franska gísla í Lfbanon, en Chirac neitaði þessum ásök- unum. Þessi deila þykir einstæð þarsem þeir félagar hafa hingað- til látið vera að deila um viðkvæm ríkismálefni, og sýnir með öðru að í síðari umferð forsetakosn- inganna er hlaupin slík harka að ekki getur gróið saman aftur. Mitterrand þótti óstyrkari á taugum í upphafi einvígisins en sótti í sig veðrið þegar á leið, Chirac hinsvegar öruggur allan tímann, þótt á honum dyndu ýmsar pústrur Chiracs. Haft er á orði að Chirac hafi reynt að stilla málum þannig að hann væri svo- sem að útskýra stöðuna einsog sonur fyrir öldruðum föður, en Mitterrand lét hvergi undan síga. Mitterrand ávarpaði Chirac ævinlega sem forsætisráðherra meðan Chirac sleppti forsetatitli, og skýrði það í útsendingunni því að nú væru þeir ekki lengur for- seti og forsætisráðherra heldur tveir frambjóðendur jafnvígir fyrir dómstól þjóðarinnar. Mitterrand svaraði kalt: „Eins og þér viljið, monsieur premier ministre." Meðfram kosningaballettinum voru dregnar upp pólitískar landamæralínur. Chirac hyggst halda á lofti efnahagsstjórn sinni síðustu tvö ár, og leggur áherslu á óheftari kapítalisma í stíl Reag- ans og Thatchers, meðal annars með sölu fleiri ríkisfyrirtækja, og hann leggur einnig mikla áherslu á lög og reglu. Mitterrand talar margt um félagslegt réttlæti og sameinað Frakkland, og varar Chirac við öllu samkrulli með Le Pen. Sá heldur mikinn fund 1. maí og er búist við að hann lýsi þar stuðningi við Chirac þótt Chirac hafi forðast alla opinbera samn- inga við hægriöfgamanninn. Ekki er talið þarmeð tryggt að allt fylgi Le Pens nýtist Chirac, enda margir kjósendur Le Pens á skjön við hefðbundinn stuðningshóp hægrifylkingarinnar. kynditæki (olía og/eða kol) Fjarlægja þarf katla o.fl. úr varakyndistöö Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur við Barónsstíg. Um er að ræða 2 stóra stéypu járnkatla og 1 millistóran frá Ideal Standard með tilheyrandi búnaði. Katl- arnir voru upphaflega kolakynntir, en eru í dag með olíubrennara. Katlarnir með tilheyrandi búnaði verða eign þess sem verkið hlýtur. Hægt er að fá að skoða tækin og skal þá haft samband við Björn Eiðsson í síma 91-22400. Þeir sem hafa áhuga skulu leggja inn nafn, heimilisfang og síma til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, fyrir 16. maí nk. I framhaldi af því verður stofnað til lokaðs útboðs. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatna- málastjórans í Reykjavík, óskar eftirtilboðum í að helluleggja eldri gangstéttir víðsvegar í Reykja- vík. Áætlað heildarflatarmál u.þ.b. 6000 m2. Einnig felur verkið í sér hleðslu á grásteinskanti, áætlað magn u.þ.b. 1000 m, og hellulögn og jarðvinnu við Þrastargötu u.þ.b. 230 m2. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudag- inn 11. maí kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR ____ Fríkirkjuvegi 3 - Sírni 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkur, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í undirstöður og frágang lóðar við skiljustöð Nesjavallavirkjunar. Verkið felst meðal annars í að steypa undirstöður og gólfplötu skiljustöðvarhúss og lokahúss, uppsteypu á stoðveggjum, fetum og uppsetningu pípuundirstaða fyrir safnæðar. Vettvangsskoðun verður á Nesjavöllum 10. maí kl. 14.00. skrifstofu vorri, að gegn kr. 15.000,- Utboðsgögnin eru afhent á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 24. maí kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - sTmi 25800 Rffl **< _ t|r utboð Innkaupstofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatna- málastjórans í Reykjavík og Hitaveitu Reykjavík- ur, óskar eftir tilboðum í Gatnagerð, lagningu holræsa, Vatns- og hitaveitulagna. Um er að ræða Bústaðaveg frá Öskjuhlíð norður undir Miklatorg ásamt Litluhlíð, Flugvallarvegi og teng- ingum við Vatnsmýrarveg. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Frík- irkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 17. maí kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 AugWs'0' pjóbvttýanum 'SímÍ681333 Laugardagur 30. apríl 1988 pjÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.