Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 7
BIF VÉLAVIRK J AR Tökum allir þátt í kröfugöngu og útifundi verkalýðsfélaganna 1. maí. Breytum Félag bifvélavirkja Spurningin sem viö þurfum að svara er ekki fólgin í því hvort lögbinda eigi lágmarks- laun í þjóöfélaginu eða ekki. Vandinn er hins vegar fólginn í því að breyta tekjuskipting- unni og tryggja að launa- hækkun til þeirra lægst- launuðu gangi ekki upp til hinnahæstlaunuðu. 1. maí í Kópavoai Erum með opið hús á baráttudegi verkalýðsins í Þinghóli Hamra- borg 11. Húsið opnað kl. 14.30 Ræðumaður dagsins: Elsa Þorkelsdóttir, varabæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri jafnréttisráðs. Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Kaffihlaðborð. Fjölmennum. Alþýðubandalagið í Kópavogi. w Jámiðnaðarmenn Fjölmennið í kröfugöngu verkalýðsfélaganna og takið þátt í hátíðahöldum dagsins. Gleðilega hátíðl Félag jámiðnaðarmanna Þetta sagði Ásmundur Stefáns- son forseti Alþýðusambandsins meðal annars í samtali við Þjóð- viljann í tilefni af baráttudegi verkalýðsins 1. maí. í samtalinu ræddum við um þá miklu ólgu sem nú er á vinnumarkaðnum, innbyrðis sundrungu innan verkalýðshreyfingarinnar, stöðu hinna lægst launuðu og þá al- mennu þróun sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu í átt til sér- hyggju og pólitískrar og félags- legrar sundrungar. Fyrst vildi ég spyrja þigÁsmund- ur, hvort verkalýðshreyfingin sé í stakk búin til þess að breyta tekj- uskiptingunni í þjóðfélaginu, og með hvaða hcetti það verði þá gert. - Gagnvart því brýna verkefni að draga úr misskiptingunni í þjóðfélaginu stendur verkalýðs- hreyfingin nú frammi fyrir tví- þættum vanda. í fyrsta lagi er ekki fullkomin samstaða í reynd innan hreyfingarinnar um það að hækkun til þeirra lægstlaunuðu eigi ekki að ganga upp skalann. En jafnvel þótt slík samstaða væri fyrir hendi, þá ráðast laun að svo miklu leyti af ákvörðunum sem teknar eru utan við samninga að endanleg mótun tekjuskiptingar í þjóðfélaginnu verður aldrei mótuð við samningaborðið. Það eru ytri aðstæður og launa- skrið sem skera úr um það hvort launajöfnun nái fram að ganga. í mikilli þenslu springur allt, hvað sem hver segir. - En snýst ekki kjarabaráttan líka um það að auka hlut launa í þjóðarframleiðslunni, að stœrri hluti komi til launafólks af arðin- um af vinnunni? - Auðvitað hlýtur verkalýðs- hreyfingin sífellt að þrýsta á um aukinn hlut launa á kostnað fjármagnseigenda, en innbyrðis skipting hópa launafólks hlýtur óhjákvæmilega að vera til um- ræðu líka, því hún skiptir líka máli. - Ná hafa verið uppi hugmyndir um það eftir reynsluna af desemb- ersamningunum 1986, að Alþingi setji lágmarkslaun í landinu. Telur þú að löggjafinn geti leyst þennan vanda til frambúðar? - Það gildir nákvæmlega sama um lögbundna lágmarkstaxta eins og um desembersamningana 1986: það að lyfta lægstu launun- um er ekki nema hluti málsins. Til þess að aðgerðin þjóni ein- hverjum tilgangi og menn nái þeim markmiðum sem þeir ætla sér, verður að breyta launahlut- föllunum í þjóðfélaginu. í desembersamningunum 1986 voru lægstu launin látin hafa for- gang. í kjölfarið var svo vegið að forsendum samninganna úr tveim áttum. Annars vegar réðst ríkisvaldið beinlínis að kaup- mætti láglaunafólksins með mat- arskattinum. Hins vegar hefur þenslan í þjóðfélaginu deilt gæð- unum út til þeirra sem betur mega sín á meðan hinir hafa setið eftir. Veltiafkoma og óðaumsvif í verslun og ýmsum þjónustugrein- um og miklar fjárfestingar í stór- hýsum og atvinnuhúsnæði á höf- uðborgarsvæðinu hafa fært til peninga í þjóðfélaginu og leitt til launaskriðs hjá afmörkuðum hópum. í kjölfarið hefur fylgt aukin verðbólga sem þrengt hef- ur að útflutningsatvinnuvegun- um sem búa við fast gengi og geta engu velt frá sér. Þannig verður til alvarlegt misgengi bæði á milli einstaklinga innbyrðis og á milli atvinnugreina og á milli lands- hluta. / framhaldi af þessu langar mig til þess að spyija þig um reynsluna af yfirstandandi samningalotu. Telurþú til dœmis að rétt hafi verið að falla frá þeim samflotum sem viðgengist hafa all lengi og dreifa samningagerðinni eins og nú hef- \ ur verið gert? - Samflot var auðvitað hugsan- legur kostur núna, en ég held að hann hefði verið óskynsamlegur við þær félagslegu aðstæður sem uppi voru. Þegar heildarsamflot hafa viðgengist um lengri tíma verður óhjákvæmilegt að ýmis smærri og sértækari atriði, sem snerta afmarkaða hópa, verði út- undan. Slík atriði er oft auðveld- ara að leiðrétta með dreifðari samningum. Þá hafa dreifðir samningar þann stóra kost að þeir gefa miklum fjölda félags- manna tækifæri til þess að takast beint á við atvinnurekendur. Þess vegna hefði ég kosið að samning- arnir hefðu verið jafnvel ennþá dreifðari í þetta skiptið. Við rek- um okkur hins vegar á það, að hvernig sem við stöndum að mál- unum, þá standa atvinnurekend- ur saman sem ein miðstýrð heild. Því reyndist ekki mögulegt að fá atvinnurekendur á hverjum stað til þess að mæta sínu fólki milli- liðalaust, eins og við hefðum kos- ið. Á hinn bógin er einnig augljóst að dreifðir samningar hafa einnig sína stóru anmarka, og þeir eru einkum tveir: í fyrsta lagi ýtir slík samningagerð ósjálfrátt undir hvers konar sérhyggju og saman- burðarpot gagnvart öðrum hóp- 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. mai 1988 tekjuhlutföllunum í þjóðfélaginu segir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ í samtali við Þjóðviljann um, á meðan hinir sameiginlegu hagsmunir hverfa í skuggann. Þannig verður til dæmis torveld- ara að ná fram viðunandi kauptryggingarákvæðum í dreifðum samningum. í öðru lagi gera dreifðir samn- ingar það að verkum að mun erf- iðara verður að ýta á eftir ýmsum félagslegum málum, sem snúa að stjórnvöldum. Vandi þeirra sem verst eru settir verður aldrei leystur með kauphækkunum ein- um saman, og því verður að leita allra ráða til þess að tryggja að þeir verði ekki útundan. Einstæð móðir kemst til dæmis aldrei í sömu stöðu og einstaklingur þótt hún fái sömu laun. Húsnæðismál- in og ótal aðrir þættir hljóta að koma þar inn í líka. Það er líka hægt að hugsa sér að matarskatt- urinn hefði ekki gengið eins auðveldlega í gegn, ef verkalýðs- hreyfingin hefði staðið sameinuð í þessum samningum, þótt þar með sé ekki sagt að við hefðum haft bolmagn til að hindra þá ósvinnu sem þar var framin. Niðurstaðan er því sú að báð- um aðferðunum fylgja kostir og gallar. Mat mitt er að það hafi verið rétt að beita dreifðri samn- ingagerð við þær aðstæður sem komnar voru upp, enda hafði það verið ákveðið innan hreyfingar- innar ári fyrir samningagerðina. - Er ekki hcetta á því að sú sundrung og sérhyggja sem magn- ast hefur upp innan hreyfingarinn- ar geti orðið einingu hennar hcettuleg til frambúðar og reynt á heildarskipulagningu sarntak- anna? - í samningagerðinni í ár hafa fleiri félagar tekið virkan þátt í samningagerð en oft áður. Það eitt teljum við mikinn ávinning og til þess fallið að treysta allt starf samtakanna. Við verðum að muna að ASÍ hefur frá upphafi byggt á fullkominni valddreif- ingu. Þannig getur sameiginleg samninganefnd ASÍ í algjöru samfloti aldrei tekið endanlegar ákvarðanir fyrir heildina. Þær á- kvarðanir sem máli skipta, eins og til dæmis boðun verkfalls eða samþykkt samninga, eru alltaf á hendi hvers staðbundins félags. Hvert einstakt verkalýðsfélag getur alltaf farið sínar eigin leiðir, og það höfum við einmitt séð ger- ast undanfarið í samfloti lands- sambandanna, bæði innan Verkamannasambandsins og Landssambands verslunar- manna. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort þessi valddreifing sé of mikil, hvort til dæmis ætti að setja þá reglu að greiða skuli atkvæði í öllum félögum fiskverkafólks f einu, og rökstutt þetta með því að baráttustaða hvers félags sé í svo ríkum mæli háð því hvað önnur félög gera. Ég hef hins vegar ver- ið þeirrar skoðunar að ákvörðun um slíkt eigi að vera í höndum félaganna sjálfra, og að ekki eigi að gera í boðhætti einhverjar breytingar þar á. -Nú hafa samningar verið felld- ir umvörpum að undanförnu, bceði innan Verkamannasambandsins og Landssambands verslunar- manna, þrátt fyrir það að stjórnir sambandanna hajfl mcelt með samningum. Hvernig skýrir þú þessa stöðu? Er forustan komin úr tengslum við félagana eða er hér um víðtœkari uppreisn að rceða? - Það er einfalt mál að þenslu- ástandið og misskiptingin sem við höfum búið við að undanförnu, og þó einkum á síðasta ári, hefur leitt til slíkrar röskunar í þjóðfé- laginu að fólk nánast hlýtur að gera uppreisn. í þessu sambandi er eitt atriði sem skiptir miklu máli og er kannski einn stærsti vandinn sem blasir við þjóðinni, en það er sú mikla byggðaröskun sem nú á sér stað með þenslunni á höfuðborg- arsvæðinu. Straumurinn frá landsbyggðinni til Reykjavíkur er ógnvekjandi fyrir mörg byggð- arlög og fólkið fyllist örvæntingu vegna afkomu sinnar og atvinnu- horfa. Við erum þarna að súpa seyðið af núverandi efnahagsstefnu og stefnuleysi í byggðamálum sem á eftir að verða okkur afar dýr- keypt. Menn voru ákaflega ánægðir með sjálfa sig á meðan þeir voru að byggja upp togaraflotann og frystihúsin og byggja skóla og heilsugæslustöðvar úti á lands- byggðinni. En um leið sýndu menn algjört andvaraleysi gagnvart nauðsyn annarrar at- vinnuuppbyggingar á þessum stöðum. Takmarkaðir fiskistofn- ar valda því að ekki verða keyptir fleiri togarar, þróunin í frystiiðn- aðinum stefnir nú að aukinni hag- ræðingu í stað uppbyggingar og þess er ekki að vænta að stór- tækar framkvæmdir verði á næst- unni vegna opinberra þjónustu- aðila. Á tímum þegar fjölbreytni og valfrelsi skipta æ meira máli í lífi fólksins blasir það við á þess- um stöðum að atvinnulífið dregst samanogverðureinhæfara. Þess- ar aðstæður tengjast óhjákvæmi- lega kjaramálaumræðunni í dag. - H vaða leið sérð þú þá fyrir þér að verkalýðshreyfingin geti farið til þess að taka á þessum vanda? - Eins og ég sagði áður, þá er lögbinding launa eða samninga- gerð ekki meginmálið, heldur hitt, hvernig við náum þeirri fé- lagslegu samstöðu sem nauðsyn- leg er til þess að launahlutföll- unum verði breytt og hvernig við getum náð tökum á ytri aðstæð- um þannig að launahlutföllin haldi í raunveruleikanum. Til þess að það megi vera þarf að taka á mörgum þáttum samtímis. Það hefur satt að segja verið afar fróðlegt að hlusta á málflutn- ing margra hópa hvað varðar lág- markslaunin. Það eru margir sem telja það nauðsynlegt að hækka lægstu launin mest, en svo eru þeir sömu jafnframt furðu fljótir að finna röksemdir fyrir því að þeir sjálfir verði að fá enn meiri hækkun vegna þess að þeir hafi orðið útundan í fyrra eða vegna þess að aðrir sambærilegir hópar hafi svo og svo há laun o.s.frv. Það er meðal annars þessi hugsunarháttur sem við verðum að fást við ef við ætlum okkur að breyta launahlutföllunum. Og það er í þessu sambandi sem mér finnst að verkalýðshreyfingin hafi orðið undir. Sú samstaða og sú gagnkvæma ábyrgð, sem við viljum að höfð sé í fyrirrúmi, hef- ur í vaxandi mæli látið undan síga fyrir sérhyggjunni. Viljinn og löngunin til þess að eiga og deila með öðrum hefur látið undan síga fyrir einstaklingshyggju og sérhyggju, sem kemur ekki bara úr herbúðunum frá hægri - þótt auðvitað sé duglega unnið að henni þar. Við sjáum þetta í fjölskyld- unni, þar sem áherslan á sam- heldni og samstöðu er ekki söm og áður. Við sjáum þetta á vinnustöðu- num þar sem verkaskiptingin verður æ skýrari og þar sem jafn- framt er ýtt undir þau viðhorf, að rnenn eigi ekki að skipta sér af störfum annarra eða láta sig mál- efni þeirra varða. Þetta segir líka til sín innan verkalýðshreyfingar- innar, þarsem verkalýðsstéttin er ekki lengur sá samstæði og einliti hópur sem hún var, heldur marg- ir sérhæfðir hópar sem vinna ólík störf og búa oft í félagslegri ein- angrun. Þá hafa fjöldahlutföllin í þjóðfélaginu líka breyst. Þeir tekjulægstu eru ekki lengur stór meirihluti. Fjölgun á sér fyrst og fremst stað í hinum ýmsu hópum sérhæfðs fólks og staða hinna tekjulægstu verður því fyrir bragðið önnur. Verkalýðshreyfingin hlýtur í framtíðinni að takast á við þessar breyttu aðstæður og taka mið af þeim í allri sinni stefnumótun. Við verðum að gera hverjum ein- staklingi ljóst að hann en ekki bara hinir bera ábyrgð á því að okkur takist að ná úrbótum fyrir þá lægst settu. Við verðum að fylkja hópum saman um gagnkvæma ábyrgð þeirra sem eru sterkari á að lyfta þeim sem ver eru settir. Við þurfum að ná þeim tökum á þjóðfélaginu að öllum stjórntækjum sé beitt að því marki að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og jöfnuð í tekjum og aðstöðu. í okkar litla íslenska þjóðfélagi getur ekki haldist friður um þá alvarlegu misskiptingu, sem nú viðgengst. Þeim skilaboðum þurfum við að koma til skila. -ólg Kaffisala MÍR Kaffisala veröur í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, síð- degis 1. maí. Jafnframt veröur opnuð sölusýning á svartlistarmyndum og listmunum frá Sovétríkjunum og sýndar kvikmyndir. Húsiö opnað kl. 14.30. Allir velkomnir. Stjórn MÍR SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Forstöðumaður sambýla Staöa forstööumanns sambýla fyrir þroskahefta er laus til umsóknar og er umsóknarfrestur til 10. maí n.k. Við leitum að starfsmanni með menntun þroska- þjálfaeða aðrasambærilega menntun. Stjórnun- arreynsla er æskileg. í starfinu felst yfirumsjón með rekstri og starfsemi sambýlanna, sem staðsetteru á Akureyri. Starfið býður upp á fjölþætt samskipti og samvinnu við annað fagfólk og stofnanir innan málaflokksins. Mótandi og áhugavert starf fyrir fólk með ferskar hugmyndir sem vill taka þátt í þróun vaxandi starfsemi. Upplýsingarveitirforstöðumaðursambýlannaog framkvæmdastjori Svæðisstjórnar í síma 96- 26960. Skriflegar umsóknir skal senda í pósthólf 557, 602 Akureyri Svæðisstjórn Málefna fatlaðra Sunnudagur 1. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.