Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 8
Kaupkröfur eru eina svar okkar við sukkinu - Ef samstaða næst um nógu há lágmarkslaun hlýtur að koma að því að þrengt verði að því svigrúmi sem at- vinnurekendur hafa skapað sér til þess að leika sér að samningsbundnum kauptöx- tum og hafa þá að spotti segir Björn Grétar Sveinsson ritari Alþýðubandalagsins og for- maður verkalýðsmálaráðs flokksins í tilefni baráttudags verkalýðsins 1. maí. Við ræddum um lágmarkslaun og tekjuskiptinguna í þjóðfé- laginu, samspil þverpólití- skrar hreyfingar og verka- lýðsflokkanna, byggðaröskun og kjaramál og þá uppreisn gegn misréttinu sem komið hefurfram í röðum láglauna- fólks á undanförnum vikum og mánuðum. - Fyrst langaði mig til þess að spyrja þig, Björn Grétar, hvaða lœrdóm þú vilt draga af þeirri samningalotu sem hefur staðiðyfir undanfarið? - Jú, vissulega má margan lær- dóm af henni draga eins og af öllum samningum. Það er augljóst að það hefur verið að magnast upp mikil spenna innan verkalýðshreyfingarinnar sem hefur komið að nokkru upp á yfirborðið í þessari samninga- lotu, þar sem mörg félög hafa hafnað tilmælum sérsamband- anna um að samþykkja gerða samninga. Pessi ólga á sér rætur allt aftur til desembersamning- anna 1986, og kannski lengra. Þarna hefur magnast upp tog- streita og spenna á milli hópa sem brotist hefur fram með keðju- verkun í gegnum samningalot- una. Upphaf málsins má þó kannski rekja til formannafunda verka- lýðsfélaganna í haust. Þar komu menn með ákveðnar mótaðar kröfur frá ýmsum verkalýðsfé- lögum þar sem rætt var um byrj- unarlaun yfir 40.000 krónum. A þessum fundum náðist hins vegar aldrei raunveruleg samstaða um ákveðna tölu og síðan þróaðist þetta út í það að samið var þarna í Garðastrætinu um ákveðna tölu, sem var lág. Og það var mjög einfalt mál að þegar við komum með þetta út í félögin þá var það þessi lága tala ásamt með ýmsum öðrum göllum sem olli því að fólkið einfaldlega hafnaði þessu. Þá var þessum leik haldið áfram, menn tvístruðust að vísu nokkuð en náðu einnig saman innan svæðasambandanna. Það kom mér reyndar á óvart hvað svæðasamböndin náðu vel saman þar sem þau voru til staðar, þegar á reyndi. Þetta endaði svo á Ak- ureyri með því að þeir „gætnari“ í okkar röðum höfðu vit fyrir okk- ur hinum og fengu okkur til að bera niðurstöðuna þaðan undir félögin aftur með þessum rúmu 32.000 krónum sem þar var talað um sem lágmarkslaun. Það var alveg rétt mat hjá þeim, að lengra varð ekki komist á Akureyri, þar var allt komið járn í járn. Það réðist náttúrlega af því að búið var að semja á Vestfjörðum, Suðurnesjum og víðar. Eftir á að hyggja þá ætti þetta að kenna okkur að við værum sterkari sam- einuð, þótt það þurfi ekki endi- lega að fela í sér heildarsamflot innnan ASÍ. Það er ekki hægt að alhæfa það að heildarsamflot sé það sterkasta í öllum tilfellum. það getur komið upp sú staða að menn séu tilbúnir að sameinast um einhverja ákveðna kröfu og fara fram með hana, en ég verð að segja það eins og er að ég er ákaflega efins um að það sé hægt að sameinast um ákveðna launaskiptingu og launastefnu innan þessara heildarsamtaka sem telja 60.000 manns. Mér hef- ur alla vega ekki sýnst það ganga of vel. Þetta ræðst meðal annars af breyttum atvinnuháttum, mis- munandi eftirspurn eftir vinnu- afli og mismunandi þenslu eftir stöðum, mismunandi greiðs- lugetu eftir starfsgreinum o.s.frv. - Sérð þú enga hcettu á því að verkalýðshreyfingin klofni upp í frumparta sína og þjóðfélagið sjálft klofni upp í innbyrðis deilum og flokkadráttum ef launþegas- amtökunum tekst ekki að móta neina heildarstefnu í launamál- um? - Jú, vissulega er sú hætta fyrir hendi og við höfum séð þetta ger- ast í kringum okkur að vissu marki. Það eru markaðsstéttirn- ar, sem ég vil kalla svo, sem hafa verið með markvissa eyðilegging- arstarfsemi innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Og því er heldur ekkert að leyna að verkalýðs- hreyfingin hefur bitið á agnið og hefur ekki átt svar við þessu. Eina svarið sem verkalýðsh- reyfing í vestrænu ríki á við svona aðferðum er að setja fram kaup- kröfur sem girða fyrir það svig- rúm sem atvinnurekendur hafa skapað sér til þess að leika þá leiki sem þeir hafa verið að leika. Ég sé ekki að hægt sé að byggja samflot á öðru en því að setja upp kaupkröfur sem eru ekki svo lágar að atvinnurekendur geti svo hagað sér nákvæmlega eins og þeim sýnist með launagreiðslur á eftir og verið þá algjörlega úr takt við launataxta verkalýðshreyf- ingarinnar. Það hefur auðvitað grafið stórlega undan öllu trausti á verkalýðshreyfingunni að fjöl- margir vinna alls ekki eftir þess- um töxtum. Margir vinnu- veitendur, flestir á suðvestur- horninu, hlægja að þessum samn- ingum sem verið er að gera. Svo situr þetta fólk eftir með sárt enn- ið sem er á þessum svokölluðu töxtum. Þetta skapar auðvitað innbyrðis togstreytu um leið og það grefur undan hreyfingunni í heild. Ef ekki verður að gert sé ég ekki fram á annað en að þetta leiði til þess að frjálshyggjan nái endanlega undir sig vinnumark- aðnum þannig að þar gildi bara lögmálið um framboð og eftir- spurn. - Ef við lítum nú til baka til síðastliðins hausts og hugsum okkur að við hefðum borið gæfu til að fara saman fram með kröfu- na um 40-42.000 króna lágmarks- laun og staðið fast á henni, þá hefðu málin snúið öðruvísi við núna að mínu mati. Að vísu hefðum við fengið að heyra verðbólgukórinn og allar hótanirnar um að þetta kollvarpaði þjóðfélaginu. Og það má kannski til sanns vegar færa að einhverju leyti með verðbólg- una. Miðað við óbreytt kerfi, miðað við óbreyttan hugsunar- hátt og miðað við óbreytt streymi fjármagns í þjóðfélaginu þá er það engin spurning að slíkurn launahækkunum fylgir aukin verðbólga. En ég vil benda á að það er ekki lengra síðan en 1983 að ríkisvaldið átti frumkvæði að því að stórfelldir fjármagnsflutn- ingar áttu sér stað í þjóðfélaginu. Þá var með lögum frá Alþingi flutt gífurlegt fjármagn frá launþegum til atvinnurekenda, og þetta sýnir okkur að það er hægt að flytja til fjármagn ef pól- itískur vilji er fyrir hendi. Og fjármagnið er til staðar. - En getur það ekki orðið til þess að grafa enn frekar undan trausti fólks á verkalýðshreyfingunni ef til dcemis Alþingi fer að setja lög um lágmarkslaun? - Það er auðvitað hugsanlegt þótt ekki vilji ég fullyrða neitt um það fyrirfram. Hins vegar vita all- ir að Alþingi hefur ótal sinnum gefið út lög sem varða kjör verka- fólks á íslandi. Ég bendi á stytt- ingu vinnutímans. Ég bendi á réttindamál, orlofsmál, veikind- arétt, uppsagnarfrest, vökulögin o.s.frv. Þá má líka benda á það að ríkisvaldið hefur tekið samnings- réttinn af verkalýðshreyfingunni með lögum. Ég sé ekkert athuga- vert við það að Alþingi taki líka afstöðu til lágmarkslauna í landinu og til tekjuskikptingar- innar. Alþingi setur ekki bara lög. Það er líka einhver besti vett- vangurinn sem við höfum til þess að vekja upp almennar umræður í þjóðfélaginu um þessi mál: lág- markslaunin og hver tekjuskipt- ingin eigi að vera. Þótt tveir flokkar hafi nú flutt tillögur um þetta á Alþingi, þá er ég ekki svo barnalégur að ætla að þetta gerist á svipstundu. Hins vegar er þetta mikilvægur þáttur í því að breyta hugarfari fólks. því öll pólitísk stefnumótun ræðst endanlega af hugarfari fólksins. - En segir ekki reynslan af des- embersamningunum okkur það að þótt menn bindi launin við ein- hverja ákveðna tölu þá leysi það í rauninni ekki vandann? - Jú það er rétt að slíkt leysir engann vanda varðandi launa- skrið umfram samninga. Ríkið sýndi þarna fordæmi með því að semja út fyrir þennan launaram- ma við einhverja hópa og svo gengu atvinnurekendur á eftir og umbunuðu öðrum hópum þar til taxtafólkið sat eitt eftir. En þetta breytir ekki því að desember- samningurinn, sem hljóðaði upp á eitthvað um 26.500 kr. lág- markslaun fól í sér allverulega hækkun í prósentum - þótt krón- utalan hafi kannski ekki verið há. TRÉSMIÐIR! Sýnum öfluga samstöðu í kjarabaráttunni. Fjölmennum á útifundi , og i kröfugöngu verkalýðsfélaganna. Trésmiðafélag Reykjavíkur 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.