Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 9
Björn Grétar Sveinsson formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls ö Höfn í Hornafirðiísamtali um reynsluna af afstaðinni samningalotu Að því leyti var hann rétt stefna. En vinnumarkaðurinn í landinu hlýtur náttúrlega að hafa sinn gang eftir sem áður. Ég segi hins vegar að eftir því sem lágmarks- launin eru hækkuð í landinu, og jafnvel þótt það gangi eitthvað upp eftir launastiganum eins og alltaf hlýtur að gerast, þá hljóti að koma að því að atvinnurek- endur hafi ekkert svigrúm lengur til þess að leika sér að hreyfing- unni og samningum hennar að eigin geðþótta. Það er þessi staða sem við þurfum að endurheimta. - Þcer raddir hafa heyrst að verkalýðshreyfingin njóti ekki lengur þess pólitíska stuðnings innan verkalýðsflokkanna sem hún hefur löngum haft. Er ekki erfiðleikum bundið að samsama þverpólitíska verkalýðshreyfingu ákveðnum pólitískum öflum? Verða ekki báðir aðilar að halda í sitt sjálfstœði viðþessar aðstceður? - Þverpólitísk verkalýðsh- reyfing eins og við höfum hér - bæði í grasrótinni og í toppnum - getur ekki ætlast til þess að einn stjórnmálaflokkur dansi eftir hennar skoðunum og móti sína stefnu í kjara- og launamálum eftir því sem t.d. ASÍ gerir í hvert skipti. Stjórnmálaflokkar verða að móta sína eigin stefnu í launamálum. Hins vegar hljóta þessi samtök að geta lært hvort af öðru og það er ekki óeðlilegt að verkalýðshreyfingin líti á þá stjórnmálaflokka sem kenna sig við verkalýðshreyfingu og sósíal- ismasem ákveðna bakhjarla. Það þýðir hins vegar ekki að til dæmis Alþýðubandalagið geti orðalaust skrifað upp á þá stefnu sem mið- stjórn ASI mótar í launamálum. Ég held hins vegar að einmitt þetta hafi viðgengist of lengi hjá Alþýðubandalaginu. Þetta hefur líka staðið í vegi fyrir því að flokkurinn gæti mótað ákveðna Iaunastefnu og talað óhræddur um ákveðin laun. Þó að ég lendi í því í þverpólitísku samfloti að semja um 32.000 króna laun, þá dettur mér ekki í hug að það eigi að vera hlutverk Alþýðubanda- lagsins að segja halelúja við því. Þess vegna hika ég heldur ekki við að skrifa undir þá kröfu að lágmarkslaunin eigi að vera 42.000 eða hvaða tala sem við nefnum, þó við höfum ekki náð því í samningum. - Þœr raddir hafa heyrst undan- farið úrröðum kvenna að nauðsyn beri tilþess að kynskipta verkalýðs- hreyfingunni í auknum mœli. Hver er skoðun þín á því? - Það er einfalt mál að slík breyting fæli í sér áratuga skref aftur á bak. Það er hvergi hægt að benda á að kynskipt verkalýðsfé- lög hafi náð betri árangri nema síður sé. Og reynslan hér úti á landsbyggðinni þar sem við erum með fjölmenna kvennavinnust- aði er sú að þar eru einmitt taxtar í gangi sem við erum að leita að með 40-50.000 króna laun. Kvennalistinn hefur undanfar- ið verið að reyna að vekja upp ■ ákveðna úlfúð innan hreyfingar- innar með þessum hugmyndum, en þar eru þær einfaldlega að not- færa sér viðkvæma stöðu á röng- um forsendum. Og hvað fisk- vinnsluna varðar, þá held ég að einmitt þar sé hvað minnstur launamunur á milli kynjanna miðað við það sem gerist annars staðar. Ég fullyrði líka að í stjórnum og ábyrgðarstöðum blönduðu félaganna gætir yfirleitt mikils jafnvægis á milli kynjanna, þann- ig að slíkar röksemdir standast einfaldlega ekki. - Undanfarið hefur það misvœgi sem skapast hefur á milli höfu- ðborgarsvceðisins annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar dregist inn í kjaramálaumrœðuna. Sjávarplássin sem afla gjaldeyris- ins hafa séð ofsjónum yfir þen- slunni fyrir sunnan. Hefur þetta misvcegi ekki sín áhrif á um- rœðuna um kjaramál og tekjusk- iptingu? - Jú, því er ekki að neita að við sem búum hér úti á landi höfum undanfarið búið við allt önnur skilyrði en ríkja á höfuðborgar- svæðinu. Þetta gildir bæði um hit- unarkostnað, vöruverð, framboð á þjónustu og eftirspurn eftir vinnuafli og fleira og fleira. Við vitum það líka að obbinn af því fjármagni sem sóað er í þessa gegndarlausu hít þarna fyrir sunnan verður til hér úti á landi. Við eigum alltaf að vera fyrst til að taka á okkur skellinn í fram- Ieiðslugreinunum, eins og sést best í þeim þrengingum sem fisk- vinnslan er nú að ganga í gegn- um. Við horfum upp á gegndar- lausar erlendar lántökur í Kring- luna, flugstöðina og annað sukk og svo er okkur sagt að viðskipta- hallinn sé slíkur að ekki megi hækka kaupið. Eða Haf- skipsmálið. Við hérna úti á lands- byggðinni vitum að það eru okk- ar fjármunir sem eru fluttir í þessa óseðjandi hít fyrir sunnan, og auðvitað á óánægjan með kjarasamningana úti á lands- byggðinni meðal annars rætur í þessu misrétti. Við erum ekkert að fara fram á að bera meira úr býtum en aðrir, en fólki er farið að ofbjóða misréttið og sú blygð- unarlausa sóun sem á sér stað fyrir sunnan. -ólg. Fjölmennið í kröfugönguna 1. maí og á útifundinn á L/EKJ ARTORGI. Lagt verður af stað kl. 14 f rá JHIeVimtorgi. Stjórn Dagsbrúnar Dagsbrúnar menn LAUNAFÓLK, TRYGGIÐ ALÞÝÐUBANKANUM HLUTDEILD í ÞRÓUN PENINGAMÁLA. ÞAÐ ERU HAGSMUNIR BEGGJA! í þeim grannlöndum, þar sem lýðfrelsi er mest og lífskjör best, eru alþýðubankar löngu grónar stofn- anir, sem átt hafa dijúgan þátt í heiliavænlegri þróun efnahagsmála. Að stofnun Alþýðubankans hf. stóð fjöldi félaga launafólks um land alh og banldnn setti sér frá upphafi það markmið, að gera hagsmuni launa- g fólks að sínum hagsmunum; með það að leiðar- ;• ljósi hefur hann ávaxtað það fé, sem honum er | trúað fyrir og veitt fjármagni sínu þangað sem það l hefur komið vinnandi fólki að mestu gagni. Hvort sem þú færð laun þín í landbúnaði, útvegi, iðnaði eða verslun, þá er Alþýðubankinn hf. banki þinn. Alþýöubankinn hf. IAUGAVEGI 31. SUÐURLANDSBRAUT 30. SKIPAGÖTU 14. AKUREYRI. Sunnudagur 1. maf 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.