Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 13
Framhald af bls. 11 Ég sigldi nánast stanslaust fyrstu árin án þess að taka nokkur frí. Ég hafði ekki í önnur hús að venda með tekjuöflun. Og fyrstu árin á Dettifossi var ég nánast alltaf á sömu rútunni: Rotter- dam, Felixto og Hamborg. Það var ekki fyrr en ég fór á Reykja- fossinn að ég fór líka að sigla á Kaupmannahöfn, Færeyjar, Pól- land, Rússland og fleiri staði. Ég hef hins vegar aldrei siglt á Amer- íku í öll þessi ár. Hver voru störf þín um borð? -Ég gegndi störfum þernu hjá undirmönnum. Þerna hugsar um matsal, þrífur hann og leggur á borð. Ég byrjaði á að ræsa háset- ana á morgnana, bera fram kaffi og ganga frá. Síðan þreif ég her- bergi undirmannanna og sá um að þar væri allt í reglu. Undir- menn og yfirmenn voru meira að- skildir hér áður fyrr og borðuðu til dæmis ekki í sama sal, þótt þeir borðuðu sama matinn. Nú er þetta mikið að breytast, um leið og fækkar í áhöfnunum er hætt að bera á borð, menn skammta sér sjálfir og þernurnar hverfa af skipunum. Hásetar hafa tekið við þrifunum af þernunum og nú eru bara 4 eða 5 skip eftir sem hafa bæði þernu og kokk í áhöfn. Hvernig aðbúnað hafa þernur um borð? -Við höfðum klefa með koju og smábekk. Á Mánafossi höfðu þernurnar saman sér bað og á Álafossi og Eyrarfossi hafa allir sitt bað. Annars höfðum við sam- eiginlegt bað á gangi. Þetta var allt huggulegt og snyrtilegt, og maður fann ekkert fyrir því að fara í klefann á kvöldin, þótt auðvitað kæmi fyrir að sú löngun gripi mann að vera heima. Og þegar ég var í landi gat ég varla farið úr húsi, ég naut þess svo að vera heima. Verður langvarandi sjómennska ekki tilþess aðmenn einangrastfrá því sem er að gerast í landi? —Jú, vissulega einangraðist ég frá fólki í landi. Ég hitti varla aðra en börnin mín þegar ég var í landi, mér fannst ég ekki hafa leyfi til þess að fara neitt þann stutta tíma sem maður hafði fyrir heimilið. Maður datt út úr öllu í landi, en félagsskapurinn á sjón- um var þeim mun mikilvægari. Áhöfnin um borð er eins og ein fjölskylda, og við sögðum stund- um að við værum sér þjóðflokk- ur, við sem vorum til sjós. Ég hef kynnst sérstaklega góðu fólki í gegnum þetta starf, bæði undir- mönnum og yfirmönnum. Var þá ekíci erfitt fyrir þig að koma í land eftir allan þennan tíma? —Jú, víst var það á margan hátt erfitt, og ég hugsa að ég væri enn á sjó ef Mánafoss hefði ekki verið seldur. Pá tvístraðist áhöfnin. Ég fór að vísu á annað skip en það var fljótlega selt líka, og það ýtti undir það að ég fór í land. M buðu þeir mér þetta starf í Faxa- skála. En það hefur tekið tíma að ná sambandi við fólk eftir öll þessi ár, og svo eru líka ýmsar venjur af sjónum sem sitja í manni. Þannig kemur það fyrir mig enn að setja kaffikönnuna í vaskinn þegar ég er að hella uppá - vegna veltingsins! Svo er það vélarhljóðið. Ég var margar vik- ur að venja mig af að heyra það ekki, og ég gat ekki sofið í landi vegna þess að ég heyrði ekki í vélinni. Ég hef ekki náð því enn að sofa jafn vel í landi og á sjón- um. Varstu aldrei sjóveik? -Nei, ekki get ég sagt það, en hins vegar varð maður þreyttari í vondum veðrum. Ég vil meina að ég hafi verið mjög heppin allan þennan tíma. Það kom aldrei neitt alvarlegt fyrir, og ég var alltaf örugg hjá þessum mönnum og treysti þeim fullkomlega í vondum veðrum. Hvernig voru kjörin í þessu starfi? -Þau voru kannski ekkert sér- stök. Eða álíka og í landi. Þegar ég byrjaði 1969 fékk ég 11.000 krónur gamlar í yfirtíð og hlunn- indi. Það munaði um yfirvinn- una. Maður hefði ekki haft þann- ig vinnu í landi að vinna alla laugardaga og sunnudaga, og svo voru allir hátíðisdagar borgaðir. Þessir peningar nýttust betur fyrir heimilið en vinnan í landi. Svo fékk ég að hafa börnin með mér á sjóinn þegar þau voru ekki í skólanum. Þú hefur líka kynnst framandi löndum ígegnum starfið. Upplifðir þú ekki margt skemmtiegt í er- lendum höfnum? -Jú, auðvitað kom maður víða. Ég hafði aldrei ferðast neitt þegar ég fór á sjóinn, nema þegar ég fluttist frá ísafirði til Reykjavík- ur. Og svo hafði ég farið austur fyrir fjall. Maður skellti sér í land ein- stöku sinnum. Ég fór til dæmis einu sinni á Silletan í Hamborg. Þar hoppuðu allir upp á borð og skáluðu og dönsuðu á miðnætti. Það þótti mér skrýtið. Annars þótti ég hlédræg og sat oft um borð í erlendum höfnum. Síðustu árin var fólk líka hætt að fara í land, þetta voru svo stutt stopp. En maður sá dýragarðana og vatnsorgelið og ýmislegt nýstár- legt. Svo fannst mér alltaf gaman að koma til Færeyja. Ég man eftir einum jólum í Vensbyl í Rússlandi. Við héldum okkar íslensku jól um borð með jólatréogskreytingum, en maður sá enga ljósadýrð í landi. Og svo var ekki hægt að hringja heim, en það var annars fastur liður þegar við vorum úti um jól að hringja heim þegar hátíðin gekk í garð. Þetta voru löng jól. Og einu sinni fengum við brotsjó inn á yfir- mannamessan á aðfanga- dagsmorgun, þegar við vorum á leiðinni til Noregs. Það getur ver- ið ótrúlegt högg og þrýstingur sem myndast þegar hnútur kem- ur á skipið, og mér fannst ég vera að springa. Það urðu talsverðar skemmdir í messanum og allur jólaundirbúningurinn okkar fór fyrir lítið, en við hjálpuðumst að um að gera sem best úr öllu. Það eru trúlega fúar konur sem hafa sótt sjóinn jafn stíft og þú hér á landi. Þegar þú lýtur til baka, finnst þér að þetta hafi verið glat- aður tími? -Nei, langt í frá. Þetta hefur verið yndislegur tími og ég gæti vel hugsað mér að lifa hann aftur. Það kemur enn yfir mig löngun til þess að fara aftur á sjóinn. Ég er kannski með þetta í blóðinu. Faðir minn var 50 ár til sjós. Hann heitir Halldór Ásgeirsson og var meðal annars lengi vél- stjóri á togara. Ég er alin upp við sjómennskuna og í æsku gekk lífið út á það að fylgjast með skip- unum. Þó er bara einn af sonum mín- um sem hefur valið sjómennsk- una. Hann heitir Halldór og er nú skipstjóri á Eyrarfossi. Tveir synir mínir eru lærðir kokkar, en kusu að vinna í landi. Svo er einn netagerðarmaður og einn rekur heildverslun og sá yngsti er nú í Kennaraháskólanum. En dóttir mín er húsmóðir. Ég á orðið 14 barnabörn og eitt langömmu- barn, og ég held að þetta þyki bara mikið í dag. Nei, ég er lánsöm kona og sé ekki eftir neinu. Og hver veit nema ég eigi eftir að skreppa einn túr í viðbót þegar færi gefst? -ólg. Þeir dekruðu við mig á kvennafrídeginum - Það var erfiðast þegar ég þurfti að fara á sjóinn frá börn- unum á Þorláksmessu, segir Anna Ólafsdóttir bryti, þegar hún rifjar upp 10 ára sjóferða- sögu sína, en Anna réði sig á sjóinn sem bryti og matráðs- kona árið 1977, þá einstæð móðir með 5 börn heima og eitt búið að stofna heimili. Anna hefur verið á farskipum og siglt um heimshöfin í nærri 10 ár og á á annað þúsund sjóferðadaga að baki. Eftir að ég stóð uppi ein með börnin fór ég í skóla til þess að geta séð fyrir fjölskyldunni. Svo þegar mér bauðst vinna á sjónum var ekki um annað að ræða. Elsta dóttir mín hjálpaði mér með börnin, en yngsti sonurinn var 10 ára þegar ég fór fyrst á sjóinn. Hann fór reyndar oft með mér heilu túrana þegar hann átti frí frá skólanum. Hann er nú tví- tugur og lýkur stúdentsprófi í vor. Ég væri sjálfsagt ennþá á sjónum ef ég hefði ekki lofað honum að halda fyrir hann heim- ili þennan síðasta vetur hans í menntaskólanum. Hvernig var fyrsta reynsla þín á sjónum? - Það var 1977 að ég réði mig á Bæjarfoss hjá Eimskip sem kokk- ur. Fyrsta ferðin mín var til Murmansk í Sovétríkjunum. Ég hafði aldrei komið til útlanda áður og það hafði næstum farið illa fyrir mér þegar ég fór í land. Þarna var strangt eftirlit með öllu og við áttum að vera komin um borð fyrir miðnætti. En ég varð viðskila við skipsfélgana þegar við vorum komin inn í bæinn og vissi ekki hvert ég átti að fara til þess að finna hliðið inn að hafnar- svæðinu. Ég var algjörlega mál- laus þarna, en einhverjum góð- viljuðum manni tókst að skilja mig og vísa mér réttu leiðina. Það var ekki gerð nein rekistefna út af þessu þótt komið væri framyfir tímann, en skipstjórinn skamm- aði strákana fyrir að skilja mig eftir og síðan hef ég aldrei farið í land án þess að hafa á mér skrif- legar upplýsingar um það hvernig maður kemur sér til baka. Enda hef ég aldrei lent í teljandi vand- ræðum í landi eftir þessa fyrstu reynslu. Lentir þú aldrei í óhöppum eða slysum á sjó? -Jú, jú, ég lenti í skipsskaða þegar ég var með Berglindinni út af Nova Scotzia í júlí 1981. Þetta var á sunnudegi þann 20. júlí og ég man að ég var nýbúin að gefa kvöldmatinn og rétt, komin inn í klefann minn til að hvfla mig. Ég var að kveikja á sjónvarpinu þeg- ar högg kemur á skipið og það kastast til svo að ég fæ sjónvarpið í fangið. Það kemur strax halli á skipið og ég lendi í basli þarna inni og heyri um leið hringingar og læti uppi. Ég hleyp upp á báta- dekk á sloppnum einum fata, en er þá sagt að fara niður og ná mér í föt. Ég hleyp niður í klefa og næ mér í peysu og buxur en gleymi í flýtinum að fara í sokka og skó. Þegar ég kem aftur upp á dekk eru þeir búnir að setja út gúmbát, en hann slitnar frá í látunum. Einn hásetinn fór þá í sjóinn til þess að sækja bátinn og við kom- um okkur um borð öll nema skipstjórinn, stýrimaðurinn og 1. vélstjóri. Þá var kominn mikill halli á skipið. Síðan kom strand- gæslubátur og tók okkur uppí, og við vorum flutt í land, en skipið var tekið í tog því það átti að freista þess að draga það að landi. Það var farið með okkur til Sydney í Nova Scotzia og inn á hótel þar, en klukkanm 10 morg- uninn eftir fréttum við að Berg- lindin hefði sokkið á leiðinni með öllum varningi um borð, en skip- stjóra, stýrimanni og vélstjóra verið bjargað. Þetta var mikið áfall, ekki síst vegna þess að daginn eftir fékk ég þau skilaboð að heiman að dóttir mín hefði orðið alvarlega veik og fengið lömun. Hún náði sér sem betur fer seinna. Skipið sem sigldi á okkur þarna hét Charm og var í eigu Norð- manna. Svo einkennilega vill til að það komst síðar í íslenskar hendur og siglir nú frá Keflavík og ber einnig nafn bæjarins. Þessi óhugnanlega reynsla hef- ur samt ekki orðið til þess að þú hœttir sjómennsku? -Nei, égvissi það reyndar ekki þá, að ég átti samkvæmt samn- ingum inni mánaðarfrí á launum eftir slíkt skipbrot, og þeir hjá Eimskip komu mér strax á Goða- foss eftir að ég kom heim. Það var kannski eins gott, því ég hef stundum hugsað um það eftirá að ekki er víst að ég hefði farið fleiri sjóferðir ef ég hefði flenst eitthvað í landi eftir þessa reynslu og fengið næði til þess að hugsa um það sem gerðist. Þú hefur siglt víða á þessum árum? -Já, blessaður, ég hef farið víða um Evrópu, um Miðjarðar- hafið og Karíbahafið og Mið- Ameríku en þó hef ég mest siglt á Norður-Ameríku. Við sigldum mikið á Boston, New York og segirAnna Ólafsdóttir sem verið hefur 10 árá sjó og komið ein upp 6 börnum með sjómennskunni Philadelphia, en auk þess hef ég komið til New Orleans, Panama, Costa Rica og Everglades í Flór- ída og víðar og víðar. Það er hins vegar undarlegt að.ég hef aldrei komið til Kaupmannahafnareftir öll þessi ferðalög, og finnst mér nú vera kominn tími til þess að bæta úr því. / hverju var starf þitt fólgið á þessum siglingum, og hvað voru túrarnir langir? - Túrarnir gátu verið allt upp í 3-4 mánuðir í einu, og starf mitt var alltaf að vera kokkur eða bryti. Ég sá um að elda ofan í mannskapinn, hafa allt í reglu í eldhúsinu og skipuleggja innkaup og aðdrætti. Vinnudag- urinn hefst kl. 7 með morgun- kaffinu og hádegisverðinum. Ég hef venjulega frí frá kl. eitt til hálf-þrjú, en þá er fyrst kaffi og síðan kvöldmaturinn kl. sex, þannig að ég er búin klukkan hálf átta. Þannig er það alla daga vik- unnar- nema á kvennafrídaginn, þá dekruðu þeir við mig karlarnir og færðu mér kaffi á sængina og ég veit ekki hvað! Það var stór- kostlegt! Hafðir þú ekki aðstoðarfólk? -Nei, yfirleitt var ég ein, nema þegar ég var á Goðafossi, þar voru 3 þernur. Annars voru þern- ur bara á einstaka skipi, og þær eru nú nánast að hverfa sem stétt. Svo hafði ég reyndar messagutta á Akranesinu, en það var svo tekið af. Nú er orðið mun fálið- aðra um borð en tíðkaðist áður fyrr, kannski ekki nema um 13 manns í allt. Svo eru stundum fjölskyldumeðlimir eða farþegar þar fyrir utan.. Hvað eru stoppin í landi yfirleitt löng? -Þau voru lengri áður fyrr en eru nú oft ekki nema 2-3 dagar. Stundum er jafnvel alls ekki farið í land, og viðdvölin hér heima er oft ekki nema 1-2 sólarhringar. Hvernig er aðbúnaðurinn fyrir starfsfólk um borð í þessum skipum? -Yfirleitt höfum við bara lítinn svefnklefa og sturtu á ganginum. Á Hofsjöklinum hafði ég lítið' bað innaf klefanum, en mestur var lúxusinn á Saltnesinu. Þar hafði ég litla íbúð, setustofu og svefnkrók ogbað, og matsalurinn var eins og á fínasta restaurant. Saltnesið var skemmtilegasta skipið sem ég hef siglt með hvað aðbúnað snertir. En kjörin, hvernig eru þau? -Þau eru kannski ekki góð miðað við sambærilegan vinnu- tíma í landi, en mér hefur samt fundist þetta betra. Peningarnir verða ódrýgri í landi og mér finnst liggja við að maður verði að vinna á tveim stöðum til þess að hafa ofan í sig. Ég hef oft unn- ið í landi, en yfirleitt enst stutt í starfi. Nema þá helst núna, af því að ég var búin að lofa yngsta drengnum að vera heima. Ég tók mér þó hvíld frá sjónum frá 1982- 85 og rak þá mötuneyti og sumar- hótel á Reykjaskóla við Isafjarð- ardjúp. Eftir það sigldi ég á Akranesinu og Saltnesinu fyrir Nesskip. Ég hætti hjá þeim í fe- brúar síðastliðinn og sé nú um mötuneytið í Miklagarði. Heldurðu að þú eigir eftir að fara aftur á sjóinn? -Já, ég er ekki í nokkrum vafa um það. Sjómennskan togar alltaf í mig. Þetta gat verið mikil vinna, sérstaklega í vondum veðrum, en ég hef alltaf verið heppin með mannskap. Um borð erum við eins og ein fjölskylda, og allir reyna að gera sem best úr öllu. Varstu aldrei sjóveik? -Nei, aldrei. Það væri útilokað að vera í þessu ef maður væri sjó- veikur. En það hefur komið fyrir að mér hefur liðið illa. Það var núna síðast þegar ég var á Saltnesinu um jólin 1986. Við vorum komin til Honigsvoj í Nor- egi og það var búið að vera brjál- að veður. Við biðum eftir því að Suðurlandið kæmi, en það kom aldrei. Við létum úr höfn á 2. í jólum eftir að við höfðum frétt af slysinu og sigldum til Fredrik- stad, þar sem við lesetuðum járn- blendi. Þaðan fórum við til Mai- ami í Flórida og fengum leiðinda- veður alla leiðina. Þá leið mér illa, en þessi ferð var hrein und- antekning. Ég er nú búin að vera meira og minna til sjós í 10 ár og hef komið upp 6 börnum. Börnin hafa hjálpað mér að halda heimilið, og þetta hefur bitnað mest á yngsta syni mínum sem hefur mikið ver- ið hjá systur sinni. En nú verður hann stúdent í vor, og ég fer að ráða mér sjálf. Ég á örugglega eftir að fara einn túr í viðbót, en svo á ég mér líka draum. Minn draumur er að fara skemmtiferðaskipi í siglingu með um heiminn! -ólg. Sjókonur á íslandi 1891-1981 Nýtt rit komið út á vegum Sagnfrœðistofnunar Háskólans Sagnfræöistofnun Háskólans hefur sent frá sér ritið Sjókon- ur á íslandi 1891-1981 eftir Þórunni Magnúsdóttursagn- fræðing. Bókin er að efni til skýrsla um sjósókn íslenskra kvenna á þessum tíma unnin að mestu upp úr lögskráning- arbókum, en lögskráning ís- lenskra sjómanna hefur verið lögbundin frá árinu 1891. í bókinni er gerð grein fyrir fjölda sjóferðardaga kvenna á áratug eftir landshlutum og á landinu öllu. Þá er sjósókn kvenna einnig flokkuð eftir teg- und skipa og tilgangi sjóferða. Einnig er í bókinni tafla yfir Þórunn Magnúsdóttir aldursskiptingu starfandi sjó- kvenna á hverjum áratug og síð- an er einnig gerð grein fyrir fjölda sjóferðardaga einstakra kvenna sem hafa stundað sjóinn um lengri tíma. Þá er einnig að finna í bókinni lýsingu á hinum ólíku störfum sem konur hafa sinnt til sjós, allt frá matreiðslu-, háseta- og þernu- störfum til vélstjórnar og skip- stjórnar. Þórunn Masgnúsdóttir sagn- fræðingur og höfundur bókarinn- ar sagði í samtali við blaðið að rannsókn hennar hefði leitt margt skemmtilegt í ljós, en þó fyrst og fremst það að þátttaka íslenskra kvenna í sjósókn hefði verið meiri en fólk gerði sér yfir- leitt grein fyrir. Þannig sagðist hún hafa fengið öruggar heimild- ir fyrir 3.439 konum á sjó á þessu 90 ára tímabili, en sú tala væri lágmarkstala því öllum vafaat- riðum hefði verið sleppt. Þessar 3.439 konur eiga samkvæmt sjó- ferðabókum að minnsta kosti 530.000 sjóferðardaga að baki, en sú tala er einnig lágmarkstala þar sem vafaatriði voru ekki tekin með. Þórunn sagði að hún hefði áður gert grein fyrir því í riti sínu „Sjó- sókn íslenskra kvenna frá ver- stöðvum í Árnessýslu 1697- 1980“ að þátttaka kvenna í sjó- sókn hafi verið algeng fyrir tíma lögskráningar. Hér væri hins veg- ar sýnt fram á virkan þátt ís- lenskra kvenna í sjósókn á 20. öldinni, þar sem þær hafa stöðugt sótt inn á fleiri og sérhæfðari svið. Þórunn sagði að aldursdreifing sjókvenna væri þannig að flestar þeirra stunduðu sjóinn á yngri árum, einkum framan af öldinni. Hins vegar verður sú athyglis- verða breyting á þessu upp úr 1950 að þá fjölgar þeim konum sem komnar eru yfir sextugt á sjó og verða á síðasta áratug á 10. þúsund. Sú kona sem vitað er til að hafi átt lengstan starfsferil íslenskra kvenna á sjó er Ólöf Loftsdóttir, sem er fædd 1896 og lést 1982. Ólöf starfaði sem þerna á skipum Eimskipafélagsins í 29 ár og var alls lögskráð í 8.306 sjóferðadaga eða 286 daga á ári að jafnaði. f ritinu er einnig gerð grein fyrir því hvernig konur hafa sótt inn á ný starfssvið á sjónum, bæði í vélarrúmi og brú og einnig sem brytar, matsveinar, hafrann- sóknakonur og leiðangurs- stjórar. Sú kona sem náð hefur mestum skipsstjórnarréttindum er Sigrún Elín Svavarsdóttir frá Djúpa- vogi, fædd 1956. Hún varð fyrst kvenna til þess að Ijúka prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík auk þess sem hún fór í fram- haldsnám fyrir yfirmenn á varð- skipum, en Sigrún Elín var meðal annars stýrimaður á varðskipinu Ægi um tíma. Bókinni fylgir nafnalisti yfir allar konur sem vitað er að hafi verið lögskráðar á skip á um- ræddum tíma auk þess sem starfs- ferli margra einstakra sjókvenna er frekar lýst. Bókin Sjókonur á íslandi 1891-1981 er 132 bls. að stærð með töflum og ljósmyndum og sér Sögufélagið, Garðastræti 13 b um dreifingu hennar. -ólg FAST Þ/íR SÓTU) SJÓINN ... OG SÆKJA HANN ENN 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. maí 1988 Sunnudagur 1. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.