Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 01.05.1988, Blaðsíða 19
„Bris drepur sýkla!“ i Alkunna er aö Ingmar Berg- man er hættur kvikmynda- gerð þótt ekki sé hann sestur í helgan stein, nú njótasænskir leikhússgestir listar hans. í vitund margra er Bergman höfundurgrafalvarlegra, „þungra“ listaverka á borð við „Persónu" og „Sjöunda innsiglið". Snilldarverkið um Fanný og Alexander er margslungnara, íþvíslær meistarinn á fleiri strengi en fyrr. Það er hinsvegar á fæstra vitorði að í upphafi fer- ils síns sem kvikmyndaleik- stjóri kastaði Bergman perl- um fyrir svín. Eyddi hugviti sínu og starfsorku í gerð list- rænnasápuauglýsinga. Og vakti ásérathygli. Ferill Ingmars Bergmans er rakinn í nýútkominni bók, „Ing- mar Bergman sjðtugur", sem sænska kvikmyndastofnunin hef- ur af veg og vanda. Að vísu á meistarinn ekki afmæli fyrr en þann 14da júlí en ekki er ráð nema í tíma sé tekið. „Ingmar Bergman sjötugur“ er safnrit og eru greinarnar allar á ensku. Höfundar eru fræðimenn um kvikmyndalist, leikstjórar og leikarar að ógleymdu sjálfu af- mælisbarninu sem kvað brytja sköpunarverk sjálfs sín í spað. Verkið í heild þykir einstaklega skemmtilegt og skarplega saman sett, menn eru stórfróðir um Bergman og list hans að lestri loknum. Svanasöngur Bergmans á hvíta tjaldinu, „Fanny og Alexander“, aflaði höfundi sínum óskarsverð- launa árið 1984. Síðan hefur hann unnið hvert stórvirkið af öðru á leikhússfjölunum. Uppfærsla hans á „Fröken Júlíu“ Strind- bergs var lofuð í bak og fyrir, fs- lendingar voru svo lánsamir að þeim gafst kostur á að sjá þá sýn- ingu á listahátíð hér í Reykjavík í hittifyrra. II Fyrir hálfum mánuði frum- sýndu leikarar Konunglega leikhússins í Stokkhólmi „Dag- leiðina löngu inn í nótt“, meist- araverk Eugenes O'Neills, í túlk- un Bergmans. Leikritið er upp- gjör höfundar við fortíð sína og fjölskyldu, „...leikur um löngu liðnar sorgir sem ég skrifaði með tárum og blóði.“ í>að er merkilegt að verk þetta var sviðsett fyrsta sinni á þessu sama sviði fyrir 32 árum. Sagt er að O'Neill hafi verið Svíum svo þakklátur fyrir að veita sér Nó- belsverðlaun (1936) að hann arf- leiddi Konunglega leikhúsið að höfundarrétti „Dagleiðarinnar“. Með því fororði þó að verkið yrði hvorki gefið út á prenti né svið- sett fyrr en eftir sína daga. Leikritið skrifaði hann árið 1941. „Það var sársaukafullt ferðalag að vinna með þetta verk O'Neills en þó uppgötvaði maður eitthvað nýtt við hvert fótmál. Þetta er einsog holskurður, hann leggur til atlögu með skurðhnífnum og sker djúpa skurði sem sýna okkur hvaðeina sem leynist undir hör- undinu,“ sagði Bergman. Gagnrýnendur hafa lokið miklu lofsorði á þessa sýningu. „Þetta er leikhús á heimsmæli- kvarða,“ sagði gagnrýnandi „Svenska Dagbladet". „Útgáfa Bergmans er nakin og skrautvana, meinlætaleg... snilldarleg nektarsýning," stóð í „Aftonbladet“. III Meðal greinarhöfunda í fyrr- nefndu afmælisriti er „Bergman- fræðingurinn“ Maaret Koskinen. Hún greinir frá því að sápuaug- lýsingar meistarans hafi verið vendipunkturinn á ferli hans, þær Dauðinn og riddarinn, söguhetjur hafi verið einkar hugvitssamlega gerðar því höfundurinn krafðist „listræns frelsis" áður en hann hóf gerð þeirra. Bergman hafi verið verkefnalaus í verkfalli sænsks kvikmyndagerðarfólks árið 1951 og þá framieitt níu sáp- ukúlur. „Bris drepur sýkla! Engir gerlar, engin óþefur!“ „Bergmanfræðingurinn“ hefur orðið: „Þær (sápuauglýsingarn- ar) eru einskonar Bergmaniana í smækkaðri mynd. f þeim brydd- aði hann uppá ýmsu sem síðan hefur gengið einsog rauður þráður í gegnum allt höfundar- verk hans.“ Forstjóri kvikmyndafyrirtækis sá auglýsingarnar og fékk Berg- man til þess að leikstýra nokkrum gamanmyndum. Ein þeirra var „Bros sumarnætur". Hún fór sigurför um byggð ból árið 1955 og Bergman var orðinn frægur maður. IV Það eru engir aukvisar úr röðum kollega Bergmans sem mæra hann í „Ingmar Bergman sjötugur". Einn er bandarískur, Woody Allen, annar ítalskur, Fe- derico Fellini, sá þriðji á ætt og óðul í Japan, Akiro Kurosawa, sá fjórði er Indverji, Satyajit Ray, en sá fimmti er breskur sir, Ric- hard Attenborough að nafni. „Umfram allt, sjálfur Berg- man, sem er líklega mesti kvik- myndasnillingur, sé allt tekið með í reikninginn, sem til hefur orðið frá því kvikmyndin var fundinn upp.“ Segir Allen. „Ég vona að þú haldir góðri heilsu og gerir margar dásam- legar kvikmyndir til viðbótar handa okkur. Þraukum saman í þágu kvikmyndanna!“ Þannig farast Kurosawa orð en hann hef- ur nú sjö um sjötugt og heldur enn ótrauður áfram að skapa kvikmyndir. En ekki er allt á eina bókina lært því gagnrýnandinn Ernest Riffe hefur fengið inni í afmælis- ritinu með eldgamlan pistil, frá því á öndverðum sjöunda ára- tugnum, og er mjög strangur í dómum, gengur jafnvel svo langt að kalla verk Bergmans „óttalegt bókmenntaseyði". „Sjöunda innsiglisins". „í kvikmynd á kvikmynd ofan líða þessar sömu ámátlegu skugg- averur um þilin og þylja bóklegu þulurnar sem Bergman gafst uppá á nota í leikhúsinu. Að vísu hefur hann sykrað þær lítillega en það gerir þær aðeins enn viður- styggilegri en ella.“ Illar tungur herma að Riffe sé dulnefni Bergmans sjálfs sem var orðinn svo dauðleiður á þvaðrinu í matsmönnum úr röðum landa sinna að hann endurtók klisjur þeirra en færði eilítið í stílinn, sjálfum sér og öðrum til skemmtunar. V En Bergman ítrekar að hann muni aldrei kvikmynda meir. Þau hjónin, hann er kvæntur frú Ing- rid von Rosen, dvelja jöfnum höndum í Stokkhólmi og í sumar- bústað á eynni Farö á Eystrasalti. Uppfærsla hans á Hamlet er á förum til Lundúna og New York en sjálfur hefur hann annað á prjónunum. Til að byrja með leggst hann undir skurðhnífinn vegna meinsemdar í mjöðm en „Svanasöngur" kvikmyndasnillingsins. Eugene O'Neill og Ingmar Bergman. Afrakstur samvinnu þeirra þykir með miklum ágætum. þvínæst hefst ný glíma við Shak- espeare. Að þessu sinni hyggst Bergmann setja „A Winter Tale“ á svið. Á lítið svið í litlum sal sem rúmar „aðeins“ 150 manns í sæti. í Konunglega leikhúsinu. „Mér finnst tími kominn til að ég fái að spreyta mig á litlu og aðlaðandi sviði. Þetta er einsog með gamla hesta. Undir lokin fá þeir að nasla á girtum túnblett- um“ -ks. Hin langa för Ingmars Bergmans frá sápu- auglýs- ingum uppá lítið og aðlaðandi svið í afkima Konunglega leikhússins ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.