Þjóðviljinn - 03.05.1988, Page 1

Þjóðviljinn - 03.05.1988, Page 1
' y afgreiðslu- og viðskiptabann á þá sem sömdu um 42 þúsund króna lágmarkslaun. Björn Þórhallsson: Greiðir ekkifyrir sáttum. ÓlafurRagnar Grímsson: Bannfœringarherferð sem er atlaga að lýðréttindum og samningafrelsi í gærkvöld undirbjuggu 19 manna framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambandsins og 7 manna stjórn Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna að setja í dag afgreiðslu- og viðskiptabann á öll þau fyrirtæki sem á síðustu dögum hafa gengið til samninga við verslunar- sís Hörð mannafélög víðs vegar um landið um 42 þúsund króna lágmarks- laun. Framkvæmdastjórn VSÍ segir sérsamninga fyrirtækjanna, sem orðnir eru hátt á annað hundrað, ólöglega og marklausa og ætlar að banna fyrirtækjum innan VSÍ að eiga nokkur viðskipti við þessi fyrirtæki eða einstaklinga. Vinnumálasambandið fylgir í fót- spor VSÍ í þessu máli. - Stórar yfirlýsingar eru þessu máli ekki til framdráttar, segir Björn Þórhallsson forseti Lands- sambands iðnverkafólks og ann- ar varaforseti ASÍ. 13 félög versl- unarmanna um allt land felldu með miklum mun miðlunartil- lögu sáttasemjara í allsherjarat- kvæðagreiðslum en í Reykjavík var tillagan samþykkt vegna ón- ógrar þátttöku þrátt fyrir að fleiri væru henni andsnúnir en fyl- gjandi. Mikillar reiði og gremju gætir meðal verslunarmanna vegna hótana VSÍ og Sambandsmanna og sér engan veginn fyrir endann á verkfallsátökunum. - Með þessum samsærisvinnu- brögðum er verið að drepa samn- ingafrelsi allra annarra í þjóðfé- laginu, segir Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins. - Allt þjóðfélagið á að lúta vilja þessarar 19 manna klíku í VSIog þáttur Vinnumála- sambandsins er síðan hneyksli út af fyrir sig. Sjá bls. 3 26 gegn þúsundum Þúsundir launamanna í atkvœðagreiðslu. 19 ráða öllu í VSI, 7 takaákvörðunfyrir samvinnufyrirtœkin íeigu tugþúsunda Rúmlega 60 prósent þeirra verslunarmanna sem greiddu at- kvæði um miðlunartillögu sátta- semjara voru á móti henni, en hún telst þó samþykkt hjá stærsta félaginu, VR, af því að 1,8% vantaði uppá 35% kjörsókn. Á sama tíma greiddu atvinnu- rekendur atkvæði, og var tillagan samþykkt 13—4 í 19 manna fram- kvæmdastjórn VSÍ, og 3-2 í 7 manna stjórn Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna. í framkvæmdastjórn VSÍ eru þessir 19: Gunnar J. Friðriksson, Frigg Ólafur B. Ólafsson, Miðnesi Arnar Sigurmundsson, Samfrosti Árni Brynjólfsson, Rafverktökum Einar Sveinsson, Sjóvá Guðjón Oddsson, Litnum Guðjón Tómasson, Hraðfrystihúsi Grindavíkur Gunnar Birgisson, Gunnari og Guðmundi. Hörður Sigurgestsson, Eimskip Jón Páll Halldórsson, Norðurtanganum Jón Sigurðsson, Járnblendifélaginu Jónas Haraldsson, LÍÚ Konráð Guðmundsson, Hótel Sögu Kristinn Björnsson, Nóa-Síríusi Páll Bragason, Fálkanum Pétur Óli Pétursson, Vélum og þjónustu Sigurður Helgason, Flugleiðum Víglundur Þorsteinsson, B.M. Vallá Örn Jóhannsson, Árvakri í stjórn VMS eru þessir: Þorsteinn Ólafsson, Árni Benediktsson, Jón Alfreðsson, Ólafur Ólafsson, Ólafur Sverrisson, Hermann Hansson, Sigurður Jóhannesson. Plútóníum veldur útta slagsmál Valur í atlögu að Guðjóni við stjórnarkjór í Samvinnutryggingum Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS vann Þorstein Sveinsson naumlega í einstæðum kosning- um til stjórnar Samvinnutrygg- inga nú um helgina. Þorsteinn var studdur af þeim Vali Arnþórssyni og Erlendi Ein- arssyni, og er þetta í fyrsta sinn sem átökin í æðstu stjórn SÍS- veldisins verða opinber með þessum hætti. Sjá bls. 2 í sameinuðu þingi hóf Hjör- leifur Guttormsson umræðu utan dagskrár í gær um flutninga með hágeislavirkt plútóníum í lofti við ísland. Samkvæmt nýjum samn- ingi Japana og Bandaríkjamanna á að fljúga með þetta lífshættu- lega efni frá Frakklandi og Bret- landi til Japan yfir norðurhvelið. Flugslys gæti orðið íslendingum dýrt. Sjá bls. 7 Sjónvarpið getur horft á þig Motiveac er nafn á nýju tæki sem komið er fyrir undir sjón- varpstækjum. Þaðan getur það fylgst með öllum sem á sjónvarp- ið horfa, þekkt í sundur húsbónd- ann og nágrannann. Tækið sendir samstundis boð til töivu ef þú sofnar fyrir framan sjónvarpið. Sjá bls. 8

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.