Þjóðviljinn - 03.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.05.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Lærdómsríkt verkfall Gangurinn í kjarabaráttu síöustu daga hefur svo sannarlega verið óvenjulegur, og fyrir fólk sem er ekki þaulkunnugt lagakrókum og æöri hugsun vekur það auðvitað mesta athygli að þegar verið er að taka ákvarðanir um kauþ og kjör skuli minnihluti úrskurðaður meiri- hluti samkvæmt hefðum og lögum og venjum. Meirihluti þeirra VR-manna sem kusu vildi hafna miðlunartillögu sáttasemjara, en minnihlutinn var úrskurðaður í meirihluta. Þetta mun vera samkvæmt lögum, en er við núverandi aðstæður í hæsta máta óeðlilegt og ranglátt. Einkanlega í því Ijósi að hinumegin víglín- unnar, hjá VSÍ, hefur meirihlutinn ekki atkvæðisrétt, en nítján manna minnihluti ræður. Það er illt að verslunarmenn í Reykjavík skyldu ekki hafa mætt örlítið fleiri til atkvæðagreiðslunnar. Annarsvegar er það slæmt fyrir félagið að meirihluti þeirra sem taka afstöðu skuli verða að sætta sig við það að minnihlutinn taki ákvörðun í félagi við það fólk sem ekki tekur afstöðu eða lætur sig málefni félagsins engu varða. Hinsvegar voru hreinlega orðnar talsverðar líkur á því að verslunarmönnum væri að takast að ná mikilsverðum árangri vegna klofnings í röðum atvinnurekenda. Það er haft á orði í DV í gær að tillaga sáttasemjara hafi skorið forystumenn VR niðrúr snörunni, - að þeir hafi orðið manna fegnastir þegar hún var samþykkt, og er þá vísað til þess að VR-félagar höfðu í tvígang fellt samninga sem forystan hafði gert fyrir þá. Það er rétt að fara varlega í að gera mönnum uþþ skoðanir. Hinsvegar varð ekki vart mikillar áherslu á góða kjörsókn af hálfu helstu forystumanna VR, - og víst er um það að náin tengsl formanns félagsins við þá sem valdið hafa í búðum atvinnurekenda og ríkisvalds hafa ekki verið verkfallsmönnum til neinna sérstakra heilla, - og ekki aukið lífsnauðsynlegan stuðning við verkfallsmenn úti í samfélaginu. Fyrirfélagsmenn VR hlýtur verkfallið að vera lærdómur mikill, bæði hvað varðar forystu og skipulag, og það sama má raunar segja um aðrar vinnudeilur að undanförnu. Það er svo kapítuli út af fyrir sig hversu mikill munur er á afstöðu verslunarmanna á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni og sýnir að sínu leyti vel kjaramuninn þarna á milli, en skipulag og forystumál kunna einnig að hafa sitt að segja. Mörgum þeim sem fremst stóðu í einstæðu verkfalli VR mun nú þykja til lítils unnið. Einkum vegna þess að úrslitin hjá VR veikja óhjákvæmilega kjarabaráttu verslunarmanna á landsbyggðinni. Þá má þó ekki gleyma því að miðlunartillagan hefur auðvitað í för með sér nokkrar kjarabætur frá þeim samningum sem áður voru felldir. Og enn síður er ástæða til að gleyma því að verslunarmenn hafa öðrum fremur vakið almennan stuðning við þær kröfur að lægstu laun skuli ekki vera lægri en nemur skattleysismörkum, 42 þúsund krónum. Mikilvægastur er þó ef til vill sá árangur verslunarmanna að sýna að hægt er að höggva á kverkatak miðstýringarinnar hjá VSÍ í Garða- strætinu. Gríman fellur VSÍ hefur hótað því að setja viðskiptabann á þau fyrirtæki sem sjálf sömdu við verslunarmenn um kaup og kjör. VSÍ ætlar þannig að herða tökin á ný eftir atburði síðustu daga og - ekki síður - að refsa svo fyrir óþægðina að lengi svíði undan. Það er afar athyglisvert að VSÍ er ekki að refsa fyrirtækjunum fyrir það að semja sér, heldur fyrir að semja sér um að hækka lægstu laun. Þetta hefur opnað augu manna fyrir því að VSÍ er í raun annað og meira en samtök þeirra manna sem reka fyrirtæki. VSÍ er klúbbur nokkurra ríkustu ætta á (slandi, og þessi klúbbur ætlar sér að ráða því sem hann vill í samfélaginu hvað sem hver segir. VSÍ-klúbburinn á sér spegilfélag í forystu Sjálfstæðisflokksins, og samstaðan kemur aldrei betur í Ijós en þegar völdunum er ógnað. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra, sem er núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi framkvæmdastjóri VSÍ, lýsti því yfir í Morgunblaðinu um helgina að „það vekti athygli sína“ að Arnar- flug væri fyrirtæki á ríkisframlagi. Aðstoð ríkisins við Arnarflug á semsé að vera háð því að Arnarflug hagi sér í kjaramálum einsog VSÍ vill. Það má segja um Þorstein Pálsson að þegar gríman fellur þá fellur hún alveg. Það er svo spurning sem félagar í samvinnuhreyfingunni hljóta að spyrja sjálfa sig að næstu daga hvað Vinnumálasamband samvinnu- félaganna er að gera í slagtogi við þetta lið. -m KLIPPT OG SKORIÐ I stéttleysinu Það er ekki úr vegi að rýna svolítið í fyrsta maí leiðara Morgunblaðsins. Hann byrjaráþeirri staðhæfingu að fyrsti maí á Vesturlöndum sé ekki lengur til marks um það að ólíkarstéttirtakistá. „íraun eru lýðræðisríkin orðin stéttlaus", segirþar. Þetta er rangt - og þarf ekki að fara til rækilegra stétskiptra landa eins og t.d. Bretlands til að minna á þann mikla og reyndar vax- andi mun á ríkidæmi og fá- tækt sem leiðir af stéttskipt- ingu. Á íslandi eru andstæð- ur ekki eins skarpar- en við vitum vel, að sú ólga sem hefur risið meðal verkafólks og þá fyrst og fremst lág- launafólks, á undanförnum mánuðum, hún stafarekki af því að þessu fólki finnist það vera í sama báti og þeir sem eiga og stjórna fyrir- tækjum. Helduraf þvínátt- úrlega, að það er í öðrum báti en þeir, báti sem tekur á sig sjó vegna gusugangsins í hraðsnekkjum gróinna eða nýrra burgeisa. Marxdanskur íhaldsmaður? Leiðarinn vitnar til Pouls Schluters, forsætisráðherra Dana, sem lét þess getið í sinni kosningabaráttu, að marxisminn sé úrelturorð- inn, og líklega hefði Marx verið íhaldsmaður og kannski staðið í nýfrjáls- hyggjunni miðri hefði hann verið uppi á okkar dögum. Vegna þess að hann var svo skynsamur maður, segir Schluter. Ummæli Schluters eru gott dæmi um þann gikks- hátt sem íhaldið hér og þar um lönd temur sér: VIÐ erum, segja þeir, hinir skyn- sömu (og af því Karl Marx var gáfaður maður, þá skulum við taka við honum í anda). Við einir vitum. Hvað erskynsam- legt? Schluter og Morgunblað- ið styrkja kröfu sína til skyn- semi með því, að kapítalism- inn færi fólki betri lífskjör. Það er bæði rétt og rangt. Hann er feiknalega afkasta- mikiðkerfi, þaðerrétt. Hann framleiðir allan skrattannfljótt ogvel. Bæði vörurog vandamál. Fái hann að vera í friði með sín markaðslögmál, þá fram- leiðir hann feiknalegt ríki- dæmi og einnig mikinn her atvinnuleysingja og alls- leysingja, hann framleiðir gnótt vöru en tortímir um leið náttúru og umhverfi og slær jörðina sem athvarf mannkynsins um eyðslu- víxla sem hann ætlar sér aldrei að borga. Og hann eykur bilið á milli ríkra þjóða og fátækra. Og þess vegna er kapítalisminn ekki „skynsamlegur“ nema fyrir þá sem hagnast á honum í bráð. Og þess vegna er það svo, að enda þótt aðstæður breytist mikið þá lifa áfram þær spurningar sem uppi voru með Marx karlinum og samtíðarmönnum hans á fyrri öld: Ætla menn að vera „skynsamir" fyrir sjálfa sig og koma sér þægilega fyrir í ríkjandi ástandi, eða ætla þeir að vera svo „heimskir" að leita annarra lausna, rétt- látari - og „skynsamlegri“ fyrirþáheild sem mannkynið er, þrátt fyrir allt. í nafni Marx En þegar Morgunblaðs- leiðarinn útfærir hugmyndir sýnar um hinn óskynsam- lega marxisma vísar hann á ríki þau sem sprottið hafa af rússnesku og kínversku bylt- ingunum. Leiðarinn segir: „Samtíminn sýnir okkur að í þeim ríkjum, þar sem stjórnarstefnan byggist á marxisma-'lenínisma eða kommúnisma og sósíalisma, hefur gengið verst að ná því markmiði að bæta hag al- mennings." Einnig þetta er rangt. Það er rétt að þeim ríkjum sem við er átt hefur margt mis- tekist. En vissulega hefur þeim ekki tekist „verst“ að leysa úr vanda vanþróunar ogfátæktar. Þærbyltingar sem um ræðir urðu í raun leið til að hrinda af stað skjótri menntunarbyltingu og iðnvæðingu sem lyftu hinum verst settu í kjörum, en gerðu ekki hina fátækari allslausa eins og gerst hefur víða í þeim löndum þriðja heimsins þar sem menn treysta á kapítalískar fyrir- myndir. Hitt vita menn og vel, að með einsflokkskerf- inu og þunghentri miðstýr- ingu þeirra ríkja sem helst kenna sig við Marx, magnast ný vandamál, sem draga mjög úr framförum öllum og ýta undir misrétti af nýj u tagi. Kjarninnerannar Eins og menn vita er per- estrojka Gorbatsjovs tilraun til að brjótast úr þeim víta- hring stöðnunar. Morgun- blaðsleiðarinn segir að þar með sé tekin stefna „í átt frá ríkisforsjá og öðrum þáttum sem hafa verið kjarnaatriði marxismans“. Það errétt, að siglt er frá allsherjar ríkis- forsj á, en það er rangt að slík forsj á hafi verið „kjarnaatriði marxismans". Marx karlinn neitaði sér um þann munað að kortleggja framtíðina, en hitt er víst, að hann átti ekki við þá alls- herjarstýringu á mannlegum þörfum og athöfnum sem reynd var í Sovétríkjunum, þegar hann talaði um þá þróun, að með fulltingi al- þýðuvalda stigi menn úr ríki nauðsynjarinnar inn í ríki frelsisins. „Hann er ekki hérna hér, heldur annarsstaðar þá“ - þessi orð mætti vel hafa um marxismann í heiminum. Hann er ekki lokað kerfi og á ekki að vera það: sá sem settist niður og segðist hafa fundið marxismann er illa úti að aka. Marxismi er áhrifavaldur víða, hann hef- ur að nokkru leyti (ekki nærri því nóg nátturlega) mótað byltingarríki í austri, hann hefur sett svip sinn bæði á þriðjaheimskristni og velferðarkerfi í okkar hluta heims. Hans heimska og hans skynsemi eru á dagskrá með einum eða öðrum hætti hvenær sem menn þurfa að spyrja sjálfa sig að þessu hér: erum við dæmd til þess ástands sem við búum við, eða finnum við færar leiðir til annars og réttlátara? ÁB þlÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, MöröurÁrnason, ÓttarProppé. Frótta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Blaöamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útiitsteiknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: HannaÓlafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu:60kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mónuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 3. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.