Þjóðviljinn - 03.05.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.05.1988, Blaðsíða 6
FLOAMARKAÐURINN 3ja hausa Marants fbúð óskast kassettutæki til sölu á kr. 6000. Ný tæki kosta 60-70 þús. kr. Vel með farið og lítið notað. Til greina kemur að taka tónjafnara eða útvarp upp í. Uppl. í s. 21780. Búðarkassi og afgreiðsluborð óskast Uppl. í síma 21784. Barnapössun óskast 4ra og 8 ára drengi vantar einhvern til að líta eftir sér á daginn í sumar. Óreglulegur tími (ýmist brot úr degi, hálfan eða allan daginn). Uppl. í s. 21784. Stór bandsög til sölu Upplýsingar í síma 76343 eftir kl. 17.30. Óska eftir notuðum ísskáp og þvottavél, helst gefins. Á sama stað til sölu MAZDA 616 árg. ’78 í varahluti. Mjög góð vél. Sími 45196. Vill einhver vera svo góður að gefa 2 hægindastóla og borð- stofustóla. Vinsamlegast hringið í síma 22936 eða 14349. Óskum eftir íbúð helst i vesturbæ, með eða án hús- gagna frá 1. sept. fyrir tvo meölimi Sinfóníuhljómsveitar Islands sem reykja ekki og heita góðri um- gengni. Jane sími 20803. Gamall bíll til sölu Volvo 142 árg. '73 til sölu á 20.000. Nagladekk á felgum fylgja. Upplýs- ingar hjá Ingibjörgu í símum 192000 (f. hád.) 686000 (e. hád.) og 19975 á kvöldin. Regnhlífarkerra óskast Simi 17333. Sólbekkur Til sölu Super Sun sólbekkur. Upp- lýsingar í síma 51429. Til leigu íbúð í Kaupmannahöfn í sumar. Tveggja herbergja íbúð, um 5 mín. gang frá miðbænum. Leigist í 3 mánuði, maí, júní og júlí. Upplýsingar í síma 91-15702 eða í Kaupmannahöfn í síma 01 -377354. Góð Ignis þvottavél í fullkomnu lagi til sölu. Verð kr. 10.000 ca. Sími 74275. Baðkar Nýtt baðkar, hvítt, lítillega gallaö fæst á hálfvirði. Upplýsingar í síma 19624. Tveir páfagaukar ásamt búri til sölu. Upplýsingar í síma 617931 eftir kl. 15.00. Húsgögn óskast Undirbúningshópur um stofnun samtaka um S-Áfríku óskar eftir að fá gefins skrifstofuhúsgögn og önnur húsgögn sem að gagni mega koma. Vinsamlegast hringið í síma 74135, Kristinn eða Krístín. Bændur athugið Tvo hrausta, 11 ára stráka langar að komast í sveit í nokkrar vikur í sumar. Upplýsingar í síma 672753 eftir kl. 19.00. Ódýrt-ódýrt Það er raunverulega ódýrt að versla hja okkur. Mikið úrval af alls- konarvörum. FlóamarkaðurSam- bands dýraverndunarfélaga Is- lands, Hafnarstræti 17, kjallara. Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 14-18. Til sölu handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miklu úrvali. Póstkröfuþjónusta. Upplýsingar gefur Selma í síma 19239. Kaupið kaffið sem berst gegn Apartheid. Tanz- aníukaffi frá Ideele Import. Upplýs- ingar í síma 621083. Sólarlandaferð Happdrættisvinningur fyrir 50.000 kr. hjá Útsýn til sölu á 40.000. Gengur uppí allar sólarlandaferðir Útsýnar. Upplýsingar í síma 44430. Gasísskápur óskast Óska eftir ísskáp sem gengur fyrir gasi. Upplýsingar í síma 44430. Vantar þig húshjálp? Vil annast húshjálp og aðstoð á heimili í u.þ.b. 3 klst. 2svar-3svar í viku. Helst í Kópavogi eða austur- bæ Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 43650. miðsvæðis í Reykjavik. Upplýsing- ar í síma 685576 eftir kl. 19. Trabanteigendur athugið 5 sumardekk á felgum til sölu ódýrt. Upplýsingar í síma 18648. ísskápur - BMX reiðhjól Tvískiptur, Blomberg ísskápur, hæð 1,85 m, 2ja ára dökkgrænn til sölu. Alls konar skipti koma til greina. Á sama stað óskast ódýrt BMX reiðhjól. Upplýsingar í síma 79319 eftir kl. 18.00. Fæst ódýrt gegn þvi að f jarlægja af staðnum Ljóst teppi, baðkar og eldhús- innrétting með nýlegri eldavél. Upplýsingar í síma 32251. Til sölu BRIO barnavagn, vínrauður, lítill og léttur, gott að keyra, frábær fyrir fólk sem hefur lítið geymslupláss. Innkaupagrind fylgir. Verð kr. 6.000. Upplýsingar í síma 13923. Myndavél óskast Ég er 9 ára og óska eftir ódýrri, notaðri myndavél í góðu lagi. Upp- lýsingar í síma 78482. Til sölu Honda 1100 mótorhjól. Uplýsingar í síma 11988 til kl. 17. Hjól Til sölu telpureiðhjól fyrir ca. 6-10 ára. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 23982. Fjöldinn allur af notuðum hjóium, stórum og smáum til sölu. Upplýsingar í síma 621309. Peningar i boði Hver getur leigt út herbergi, íbúð eða jafnvel heilt hús, staðsett í Reykjavík, í einn mánuð í sumar? (18/7-17/8). Á leiðinni eru um 30 stúdentar frá Norðurlöndunum sem ætla á sumarnámskeið í íslensku við Háskóla íslands. Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Svavar Sigmundsson (s. 22570/694406) eða Valgerði Benediktsdóttur (s. 42598) íbúð til leigu i París Lítil íbúð á besta stað í miðborg Par- ísar er til leigu frá 1. júní til 1. sept. Verð 2.500 frankar á mánuði. Nán- ari uppl. gefur Ása í síma 30589 á kvöldin. Ýmislegt til sölu Góður svefnsófi með skúffum, 3 bastgardínur og myndlykill. Einnig Toyota Cressida árg. '78. Fallegur bill. Verð kr. 160.000. Uppl. eftir kl. 17 í síma 688204. Til sölu birkirúm með áföstum náttborðum, dýnulaust og kommóða til sölu. Uppl. í síma 12767. Vantar þig aukatekjur? Ef svo er hafðu samband, því við viljum ráða fólk í áskrifendasöfnun fyrir ört vaxandi tímarit. Kvöld- og heigarvinna næstu vikurnar. Nánari uppl. ísíma 621880. Fréttatímaritið Þjóðlíf. Selfoss - Reykjavík húsnæðisskipti Óskum eftir góðri 4-5 herbergja íbúð í Reykjavík í leiguskiptum fyrir stórt og gott einbýlishús á fallegum stað á Selfossi. Húsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu íbúð í Reykjavík frá 1. júní. Uppl. í síma 623605, Anna Hildur og Gísli Þór. Húsnæði 5 manna fjölskylda óskar eftir stórri íbúð eða húsi í vesturbæ eða á Sel- tjarnarnesi. Fyrirframgreiðsla eða öruggar mánaðargreiðslur. 100% reglusemi og góð umgengni. Uppl. í síma 12635. Renault 21 RX árgerð '87 til sölu. Góður og rúm- góður fjölskyldubíll. Verð kr. 650.000. Skipti á ódýrari koma til greina. Upplýsingar gefur Guð- mundur, heimasími 622084 og vinnusími 79400. Húsnæði óskast Par, kennari og garðyrkjumaður, óska eftir 3-4 herbergja íbúð sem allra fyrst. Reglusemi og góðri um- gengni heitið svo og skilvísum greiðslum. Meðmæli auðfengin. Upplýsingarísíma 688601 ákvöld- in. Stórkaupmenn Virðisaukaskattur alltof hár Stórkaupmenn: Skattheimta eykst um 5-7miljarða við virðisaukaskattinn. Á að vera22%, 15% vœrinóg Stórkaupmenn segja að ef ná ætti sömu skattheimtu og nú með hinum nýja virðisaukaskatti ætti sá skattur að nema 15% en ekki 22% eins og gert er ráð fyrir. Verði þessi skattur 22% þýðir það stóraukna skattheimtu ríkis- ins og enn frekari verðhækkanir og verðbólgu nema stjórnvöld felli niður ýmsa skatta og tollgjöld er stuðla að hækkun vöruverðs, sögðu forystumenn stórkaup- manna á blaðamannafundi í gær. Stórkaupmenn mæla hina auknu skattheimtu á bilinu 5-7 miljarða króna en eru sjálfir með í pokahorninu tillögur til stjórnvalda um hvernig hægt væri að auka ráðstöfunartekjur heimilanna um sömu upphæð. Hið fyrsta sem stórkaupmenn leggja til er að afnumin verði svo- kölluð bankastimplun, sem þriðj- ungur af öllum innflutningi fellur undir, þ.e. að innflytjendum verði gert kleift að fá greiðslu- frest hjá erlendum viðskiptaaðil- um sínum en þurfi ekki að stað- greiða vöruna við komuna til landsins eins og nú er. Þessi þriðj- ungur sem hér um ræðir eru aðal- lega neysluvörur og heimilistæki og með því að fá greiðslufrestinn ytra segja stórkaupmenn að lækka megi vöruverð um 2-4%. Stórkaupmenn vilja að gengið verði enn lengra í tollalækkunum en gert var um síðustu áramót og benda á að enn séu allt að 50% tollgjöld á mikilvægum vöru- flokkum. Þeir benda einnig á að toílgjöldin leggist á flutnings- kostnað sem er mikill sökum legu landsins. Þeir segja síðan að jafna verði þann mismun sem er á toll- um á vörum frá Bandaríkjunum og Evrópu og benda á að veik staða dollarans bjóði upp á hag- kvæm innkaup nú. -FRI Eurovision Ömggasta 16nda sætið íslenska þjóðin hefur sennilega aldrei orðið fyrir jafnmiklum vonbrigðum með Eurovision og nú þrátt fyrir að þetta hafi verið öruggasta lónda sætið frá upp- hafi - næstu þjóðir fyrir neðan okkur áttu aldrei möguleika á að ná því af okkur. Að venju var það álitið algert formsatriði að mæta í Dublin; fyrirfram vorum við með lang- besta lagið enda þjóðin búin að segja hug sinn um það svo ekki varð um villst: fullt hús stiga fyrir þetta „sérsamda" Eurovision-lag sem Stormsker sagðist hafa hirt upp af gólfinu heim hjá sér í ein- hverju þynnkukasti. Eina vand- amálið síðustu dagana fyrir keppnina virtist vera að sjá til þess að Stormsker gerði ekki ein- hvern andskotann af sér eins og hann hafði lofað. Eftir á að hyggja hefur þetta líka brugðist því Stormsker brást ekki aðdá- endum sínum frekar en fyrridag- inn; er til meiri bömmer en að lenda í lónda sæti í þriðja sinn í röð? Skýringa á óförunum er nú helst að leita í því að Eurovision eigi ekkert skylt við söngva- keppni heldur séu Evrópuþjóð- irnar ýmist að klappa hver ann- arri á bakið eða skamma og noti þetta form til þess. Dæmi um það er frammistaða Austurríkis en engri þjóð datt í hug að gefa því landi stig. Waldheim er greini- lega þungur baggi að bera. Annað tengt þessu er braskið með stigin. Hingað bárust fréttir af því að Tyrkir vildu eiga við okkur „samstarf1 í stigagjöfinni en því var hafnað, enda vorum við þá öruggir með eitt af efstu sætunum. Tyrkland hlaut merki- lega mikið af stigum og ef skoðað er hverjir gáfu þeim stigog hverj- ir fengu stig frá þeim er ljóst að aðrir hafa verið tilbúnir í „sam- starfið". Stormsker segir að ekkert sé ömurlegra en lónda sætið en kappinn ber sigt samt mannalega og segir jafnframt að hann muni hvorki hengja sig eftir þessi úrslit né heldur senda aftur lag í þessa keppni. Raunar þótti öllum ís- lensku þátttakendunum niður- staðan vera brandari ársins, hvað hún og réttilega er. Svissneska lagið sem sigraði er þetta venjulega Eurovisionsull, hið eina athyglisverða við það er að Svisslendingar virðast ekki hafa átt söngkonu til að flytja það og fengu hina kanadísku Céline Dion til liðs við sig, en hún ku ekki hafa vitað neitt um þessa keppni áður en hún tók að sér flutninginn á sigurlaginu. Eftir þessa útreið er nú verið að ræða um það í alvöru að hætta þátttöku í þessari keppni enda er ekki hægt að vera endalaust með besta lagið ef aðrar þjóðir átta sig ekki á þeirri staðreynd. -FRI 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.