Þjóðviljinn - 03.05.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.05.1988, Blaðsíða 9
IÞROTTIR Fótbolti Þýskaland Austur-Þjóðverjar of sterkir ísland tapaði 3-0 en átti þó góða kafla Það var þónokkur munur á lið- unum strax í byrjun. Austur- Þjóðverjarnir voru meira með boltann og voru áberandi fljótari og sterkari en Islendingarnir. Leikurinn byrjaði mjög jafnt þó að heimamenn kæmust í fleiri færi. Á 15. mínútu varð Halldór Áskelsson að fara af leikvelli vegna meiðsla en inná kom Heimir Guðmundsson frá Akra- nesi. íslendingar brutu mun meira á Þjóðverjunum og í einni af aukaspyrnunum á 25. mínútu kom boltinn fyrir markið þar sem Olaf Marschall skallaði hann í netið óvaldaður. Þjóðverjarnir komust strax aftur í færi en tókst ekki að koma boltanum í netið en íslendingarnir fóru að sækja meira og sköpuðu nokkrum sinn- um hættu við mark heimamanna. Síðari hálfleikur var hraðari og ætluðu Þjóðverjar greinilega að skora fleiri mörk. Þeir komust líka oft í færi en Birkir var vel á verði í markinu. Hann varði glæsilegaá29. mínútu þrumuskot en Pescke náði samt að skora skallamark mínútu síðar. Þjóð- verjarnir sóttu síðan afláts þó að íslefidingar næðu að komast í færi við og við. Á 37. mínútu varð Ólafur Þórðarson að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og kom Ormarr Örlygsson í hans stað. Það var síðan á lokamínútunum að Þjóðverjar bættu þriðja mark- inu við og var þar Raab að verki eftir slæm mistök hjá Birki og Ágústi Má þegar boltinn lá á milli þeirra þar til Raab slæmdi í hann fætinum. Styrksmunur Austur-Þjóðverjarnir voru einfaldlega mun betri. Fljótari í Guðmundur Steinsson hafði lítið í Þjóðverjana að segja enda mikill styrksmunur á liðunum. boltann og sterkari. Þeir voru einnig snöggir uppi við markið og byggðu sóknir sínar vel upp. Þeir gerðust hins vegar grófir þegar leið á leikinn enda fengu þeir að sjá að minnsta kosti 4 gul spjöld. íslendingarnir höfðu góða vörn og Birkir var mjög góður í markinu. Hins vegar réðu þeir ákaflega litlu á miðjunni og kom- ust ekkert áleiðis í gegnum þýsku vörnina. Þá vantar kraft og snerpu til að standa f Þjóðverjun- um þó að til dæmis Ólafur Þórð- arson gæfi ekki þumlung eftir og einnig vantar tilfinnanlega stjórnanda á miðjuna. Handbolti Naumt hjá landsliöinu Unnu Japani 23-24 í Ólympíuhöllinni í Tókýó Enn á ný tókst íslendingum að vinna sigur á síðustu sekúndun- um og í þetta skiptið var það Atli Hilmarsson sem skoraði sigur- markið 5 sekúndum fyrir leiks- lok. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og var staðan í leikhléi 12-11 Jap- önum í vil. íslendingarnir brutu mikið af sér strax í síðari hálfleik I kvöld , Fótbolti Gervigras kl.20.30 (R og Fylkir leika í Reykjavíkurmótinu um 5.-6. sætið. sem leiddi til þess að þeir voru iðulega færri. Það dugði Jap- önum vel því þeir náðu góðu for- skoti 19-16 og um miðjan síðari hálfleik voru þeir fjögur mörk yfir 21-17. Það var síðan í miklum darraðardansi á næstu mínútun- um að íslendingum tókst að jafna og var það helst að þakka Einari Þorvarðarsyni sem lokaði bók- staflega markinu. Júlíus Jónas- son náði síðan forystunni fyrir landann 23-22 og Japanir jöfnuðu en eins og áður sagði átti Átli lok- aorðið í leiknum með marki 5 sekúndum fýrir leikslok. Mörk íslands: Júlíus Jónasson 9 (2v), Atli Hilmarsson 7 (2v), Þorgils Óttar Mathiesen 3, Karl Þráinsson 2, Jakob Sigurðsson 2, Árni Friðleifs- son 1. Kristján Arason meistari Gummersbach varð um helgina Þýskalandsmeistari í handknattleik í 11. sinn. Óánœgja íröðum leikmanna með að Kristján skuli vera áförumfrá liðinu Gummersbach, lið Kristjáns Arasonar, tryggði sér þýska mcistaratitilinn um helgina er lið- ið gerði jafntefli við Dortmund sem þegar var fallið í aðra deild. Að vísu hefði Gummersbach mátt tapa leiknum þar sem keppinaut- arnir Kiel og Diisseldorf töpuðu sínum leikjum. Leikurinn var jafn og spenn- andi og leiddi Gummersbach með einu marki, 8-9, í hálfleik. Kom þessi mikla mótspyrna Dortmund mjög á óvart þar sem liðið var langneðst í Bundeslig- unni. Síðari hálfleikurvareinnigí járnum og var jafnt á flestum tölum allt til loka leiksins, en leikurinn endaði 18-18. Kristján stóð sig mjög vel og skoraði 5 mörk, en markahæstur í liði meistaranna var Neigzel með 6 mörk. Gummersbach varð nú þýskur meistari í 11. skipti en liðið vann sinn fyrsta meistaratitil árið 1966. Á sínum tíma þótti liðið eitt al- besta félagslið heims og er nú tal- ið að nýtt gullaldarskeið sé að hefjast hjá þessu stórliði. Krist- ján mun eiga mjög ríkan þátt í velgengni félagsins og eru ekki allir sáttir við að hann skuli nú fara frá liðinu. Forráðamenn Fyrstu leikirnir í norsku 1. deildinni voru háðir um helgina. Þar eru þrír íslendingar að störf- um, Teitur Þórðarson sem þjálfar Brann en Bjarni Sigurðsson stendur í markinu og Gunnar Gíslason sem leikur með meistur- unum frá í fyrra, Moss. Það vakti mikla athygli hversu margir áhorfendur mættu á leikina því í fyrra var mætingin frekar léleg og vonast norskir eftir því að þetta boði meiri áhuga á norska fót- boltanum. Brann-Valerengen 1-2 Bjarni og félagar byrjuðu af miklum krafti og náðu forystunni snemma í leiknum 1-0. En eftir 15 mínútur yfirgaf lukkan Brann og snerist á sveif með Valerengen. Þeir jöfnuðu 1-1 og þegar venju- legur leiktími var búinn tókst þeim að bæta við öðru marki sem gaf þeim 3 stig. Þar sem þetta var heimleikur Brann voru áhorfend- ur mjög vonsviknir og fannst sem þeir hefðu verið rændir en Teitur sagði eftir leikinn að menn ættu ekki að örvænta. Bjarni fékk góða dóma og var með hæstu ein- kunn í liðinu þó að hann kæmist ekki í lið vikunnar. Áhorfendur voru 12.500. Rosenborg-Moss 2-1 Moss byrjaði mjög vel og náði að skora fyrsta markið í ár eftir aðeins fjóra og hálfa mínútu. En Gummersbach hafa verið mjög ánægðir með Kristján en vegna ólympíuleikanna getur hann ekki tekið þátt í 8 fyrstu leikjunum á næsta keppnistímabili og því vilja þeir ekki halda honum lengur. Essen-Dusseldorf 20-17 Dússeldorf varð að vinna þennan leik til að eiga möguleika á titlinum en það fór á annan veg. Þeir voru að vísu yfir í hálfleik, 9-11, en í síðari hálfleik tóku leik- menn Essen leikinn í sínar hend- ur og sigruðu 20-17. Jocken Fra- atz var að vanda markahæstur í liði Essen en hann skoraði 9 mörk. Alfreð Gíslason skoraði 3, en sem kunnugt er var Páll Ólafs- son ekki með Dússeldorf vegna meiðsla á öxl. Hofweier-Lemgo 22-21 Vægast sagt furðulegur leikur, enda hafði hann enga þýðingu. Lemgo hafði þriggja marka for- skot, 14-17, í leikhléi, en þeim tókst aðeins að skora 4 mörk í síðari hálfleik. Einnig vakti það furðu að Sigurður Sveinsson skoraði aðeins eitt mark í öllum leiknum. Nurnberg féll í fallbaráttunni kom á óvart að um rniðjan hálfleikinn tókst Ros- enborg að jafna og var staðan því í leikhléi 1-1. Rosenborg komst síðan mun meira inn í leikinn og gerði annað mark en það var sanngjarn sigur. Gunnar fékk hæstu einkunn í liði sínu þó að hann eins og Bjarni kæmist ekki í lið vikunnar. Áhorfendur voru 14.500. Bryne-Molde 0-0 Lilleström-Strömmen 1-0 Djerv 1919-Tromsö 1-1 Sogndal-Kongsvinger 1-0 Fjölnir, Ungmennafélag Graf- arvogs, hélt á baráttudegi verka- lýðsins fjölskylduhlaup sem jafn- framt er fyrsti íþróttaviðburður- inn í hverfinu. Þátttaka var mjög góð og voru þátttakendur allt niður í þriggja ára gamlir. Hlaupvegalengd var 2,5 kíló- metrar og sigurvegari varð Jón Gíslason á 10,34 mínútum. í öðru sæti varð Ólafur Þorsteinn Blomberg á 10,48 mínútum og Kristján Arason bætti einni skrautfjöður í hatt sinn er hann varð þýskur meistari í handknatt- leik um helgina. Hattur hans er nú væntanlega hlaðinn fjöðrum. Núrnberg féll úr Bundesligunni en Milbertshofen tókst að hanga uppi á betri markatölu. Núrnberg tapaði naumlega fyrir Wallau Massenheim 23-22, en jafntefli hefði nægt liðinu. Á hinn bóginn vann Milbertshofen Bayer Dor- magen á útivelli og eru uppi radd- ir um að einhver maðkur sé í mys- unni á þeim bæ. Dormagen leiddi 11-9 í hálfleik en liðinu tókst með undraverðum hætti að tapa gegn slöku liði Milbertshofen. Frammistaða þeirra síðarnefndu hefur komið mjög á óvart í vetur en eins og menn muna þá ætluðu þeir sér að taka „Iíguna" með trompi og fengu til sín kempur á borð við Gagin og Wunderlicht. Aðrir leikir fóru þannig að Kiel tapaði fyrir Grosswaldstadt 25-21, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 12-13 Kílarbúum í vil. Þá vann Schwabing Göppingen með 23 mörkum gegn 16 og skoraði pólska skyttan Klempel 9 mörk fyrir Göppingen. Schwa- bing var fallið fyrir þennan leik. Lokastaðan í Bundeslig- unni: Gummersbach..................40 Dússeldorf ..................38 Kiel.........................37 Essen........................32 Bayer Dormagen...............27 Grosswaldstadt...............26 Göppingen....................25 W.Massenheim.................22 Hofweier.....................22 Milbertshofen-r..............21 Núrnberg.....................21 Schwabing....................18 Dortmund.....................13 -þóm þriðji varð Guðmundur Krist- jánsson á 11,16 mínútum. Næstir í röðinni urðu Gunnar Sverrir Harðarson, Birgir Hilmarsson og Stefán Ari Stefánsson. Mikillar uppbyggingar er að vænta á íþróttastarfi í Grafarvogi á næstunni og ætla Fjölnismenn að standa fyrir æfingum í knatt- spyrnu og frjálsum íþróttum í sumar. -þóm Noregur íslendingamir byrja vel Gunnar Gíslason og Bjarni Sigurðsson fengu hœstu einkunn í sínum liðum Hlaup Fjöldi í Voginum Á þriðja hundrað manns tóku þátt í fyrsta íþróttaviðburði Grafarvogs Umsjón: Þorfinnur Ómarsson og Stefán Stefáns son ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.