Þjóðviljinn - 04.05.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.05.1988, Blaðsíða 10
Rauna- saga Ennþá hendir það, að maður hittir einn og einn Alþýðuflokksmann af gamla skólanum. Og ekki þarf djúpt að grafa til þess að finna óánægju þeirra með hina nýju og hávaðasömu skrautfugla á bæjarburst flokksins. Gefum einum þeirra snöggvast orðið: - Ansi finnst mér að Alþýðuflokkur- inn minn sé orðinn mikið breyttur frá því sem hann var þegar ég var að berjast fyrir hann í gamla daga. Þá var hann raunverulegur Alþýðuflokk- ur. Öll hans barátta beindist að því, að rétta hlut þeirra, sem minna máttu sín gagnvart auð- og atvinnurekend- avaldinu. Hugsjónin varsú, að í stað þess að atvinnutækin væru í höndum atvinnurekenda, sem notuðu þau fyrst og fremst til eigin auðsöfnunar, yrðu þau í eigu fólksins sjálfs og rekin af því. Það var auðvitað ekki ætlun okkar að efna til neinnar byltingar til að ná þessum markmiðum. Við töld- um að það yrði að gerast smátt og smátt, einstakartilraunírgætu mis- tekist, leiðin til fyrirheitna landsins yrði löng og torsótt, en við vorum sannfærðir um að þangað myndum við ná ef við sýndum nóga þrautseigju, ef við brygðumst ekki sjálf. En því miður gerðist einmitt það. Flokkurinn tók að færast til hægri. Hann gafst uþþ við að heyja hina erf- iðu baráttu, tók að friðmælast við erk- ióvininn, íhaldið, eldurinn í hlóðunum kulnaði. Á þessari þróun tók að bera að verulegu marki upp úr 1940. Harð- asti og áhrifamesti formælandi henn- ar var Stefán Jóhann Stefánsson. Margir bjuggust við breytingu þegar þeir Hannibal og Gylfi hófust til áhrifa í flokknum. Sú von varð þó ekki lang- líf. Gylfi reyndist úthaldslítill, Hannibal tækifærissinni. Þeir sprengdu vinstri stjórn Hermanns Jónassonar á tylli- ástæðum einum. Við fyrsta tækifæri gengu þeir svo í eina sæng með íhaldinu, hírðust undirbrekáninu í 11 ár og var loks bjargað þaðan fyrir til- verknað annarra, nær dauða en lífi. Jón Baldvin elur með sér þann draum að þessi saga megi endurtaka sig. Úrslit síðustu Alþingiskosninga ollu því, að sá draumur rættist ekki, í bili a.m.k. Ég veit, að sumir forystumenn flokksins og fjölmargir óbreyttir flokksmenn eru sáróánægðir. En þeir virðast ekki hafa bolmagn til þess að ráða ferðinni. Jónarnir ráða ferðinni í flokknum, báðir íhaldsmenn og annar auk þess bullukollur. Efnahagsað- gerðir þeirra eru ómenguð íhaldsúr- ræði. Byrðarnareru lagðaráalmenn- ing, stóreignamönnum hlíft. Guðríði Elíasdóttur „finnst ráðamenn Alþýð- uflokksins hafa farið nokkuð úr sam- hengi við verkalýðshreyfinguna. Þeir eru of mikið fyrir sjálfa sig“. Það er nærgætnislega til orða tekið. Og Guðmundur próventumaður Einars- son segir Alþýflokkinn ekki hafa „út- skýrt nægilega fyrir sjálfum sér og öðrum hvað hann er í raun að gera..." Það er varla á góðu von þegar menn skilja ekki sjálfir eigin aðgerðirog af- leiðingar þeirra. Eru þeir ekki einfald- legaárangrihillu? -mhg I dag er 4. maí, miðvikudagur á annarri viku sumars, 14. dagur Hörpu. Sólin kem- ur upp í Reykjavík kl. 04,49 en sólset- urerkl. 22,03. Atburðir: Hernámi nasista á Danmörku lýkur 1945. Þjóðviljinn fyrir 50 árum: Einræðisherrarnir hittast til að ráðg- ast um nýja kúgunarherferð gegn menningunni. Hitler er tekið með ó- skaplegri viðhöfn í Róm. - Deilan við matsveina og þjónafélagið leyst. Þjónar, matsveinar og búrmenn fá hækkun. - Flugvélin „Örn“ kemur til Akureyrar og er fagnað af bæjarbú- um. - Lauge Koch bíður ÍTromsö eftir góðu flugveðri. Næsti áfangastaður erTromsö-Spitsbergen. - Hljómsveit Reykjavíkur heiðrar Pétur Jónsson. Viðhafnarsýning á Bláu kápunni í kvöld. - Vertíðin á Hornafirði: Hæsti báturinn með 25 skpd. eftir tveggja mánaðavertíð. -mhg Bakafólkið 'UM ÚTVARP & SJONVARP 7 Þetta er nú skrítið verkfæri. Stöð tvö, kl. 21,20 Nú hefst ný þáttaröð á Stöð tvö, sem nefnist Bakafólkið. Er það heimildaþáttur um dvergþjóð, sem býr að sínu í regnskógum Austur-Kamerún. Kvikmynda- tökumennirnir bjuggu með Baka fólkinu í tvö ár, meðan á mynda- tökunni stóð. Við fáum að fylgj- ast með einni fjölskyldu þessa merkilega þjóðflokks, brauðstriti hennar og ýmiss konar erfið- leikum, ástum, gleði- og sorgar- stundum, en allt fylgir þetta mannlegu lífi hvar sem því er lifað. - í þessum fyrsta þætti er efnið kynnt og meðlimir fjöl- skyldunnar, sem fylgst er með. -mhg Blönduós Sverrir Kristjánsson Sverrir og Pétur Útvarp rás 2, kl. 23.00 „Hér ei brestur rauða rós/ runnar flestir anga / en fyrir vestan, út við Ós, /er þó best til fanga“. Svo mælti Gísli Stefánsson í Mikley í Skagafirði eitt sinn þegar hann leit inn á „bail“ á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð. Þótt Gísla virtist þar margt álitlegra kvenna varð hon- um samt hugsað til Kvenna- skólans á Blönduósi og ung- meyjablómans þar. En „nú er hún Snorrabúð stekkur" og lyngið blánar ekki lengur af berj- um. Allt um það á Blönduós sér sina sögu, að mörgu inerka og hefur af ýmsu að státa. Því fáum við að kynnast í kvöld. Útvarps- menn eru þar á stjákli, ræða við gest og gangandi og leika lög, sem bæjarbúar kjósa að heyra. -mhg Sjónvarp kl. 20,40 Þeir, sem þekktu Sverri Krist- jánsson sagnfræðing, segja hann ógleymanlegan mann. Því get ég vel trúað af þeim augnabliks kynnum, sem ég hafði af honum. Ég hitti hann eitt sinn að kvöld- lagi heima hjá Aðalgeiri Krist- jánssyni skjalaverði. Aðalgeir var þá að halda upp á afmælið sitt og mig minnir, sannast að segja, að afmælisgestirnir hafi ekki ver- ið nema fjórir því þótt Aðalgeir sé hýbýlaprúður var ekki miklu húsrými fyrir að fara. Auk mín voru gestirnir Sverrir og þeir bræður Þórhallur og Gunnar Guttormssynir. Þetta var dýrlegt kvöld og síðan hef ég ekki undr- ast það þótt Sverrir sé mönnum minnisstæður. - í kvöld heyrum við og sjáum þá spjalla saman Pétur Pétursson, fyrrverandi út- varpsþul og Sverri Kristjánsson. - Þátturinn var áður á dagskrá 29. júní 1975. -mhg Al-Anon samtökin Blönduós Útvarp Rót, kl. 20,30 í þættinum Frá vímu til veruleika verður rætt um Al-Anon samtök- in en það eru samtök aðstand- enda áfengissjúklinga. Starfsemi þeirra er fólgin í því, að aðstoða fólk til sjálfshjálpar. Mikið er rætt um áfengissýkina og marg- háttaðar afleiðingar hennar. Minna um þá, sem standa þessum sjúklingum næst. - Félagsmaður í Al-Anon kemur fram í þættinum og segir frá samtökunum. Farið verður yfir helstu starfsaðferðir og þær hugmyndir, sem unnið er eftir. - Þátturinn er á vegum Krís- uvíkursamtakanna. Umsjónar- menn eru Björn Hafberg og Guð- bjartur Finnbogason. -mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI Til hamingju með afmælið Fríða. Hæ Kalli. Velkominn. Nei, er ekki uppstoppaða tígrisdýrið þitt með bindi! Ofboðslega er hann sætur! Já, já. Þú hafðir á réttu að standa: bindið skapar manninn. Hættu að glotta. FOLDA ÚJaginn. Eru skórnir mínir til? Voru þeir til þá, kannski? Nei, aldeilis ekki. Og ég^ hef annað að gera en É að heimsækja þig seint og snemma 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. mai 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.