Þjóðviljinn - 05.05.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.05.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 4. maí 1988 100. tölublað 53. árgangur Virðisaukinn Matarskatturinn festur í sessi Nú hamast ráðherrar við að koma siðbúnum frumvörpum sínum gegnum alþingi. Þing- menn, sem stundum hafa verið verkefnalitlir í vetur, þurfa nú að sitja kvöldfundi. Mörg stjómar- fmmvörpin eru þó ekki nógu vel undirbúin. Þar á meðal frumvarp Jóns Baldvins fjármálaráðherra um virðisaukaskatt. Því leggja stjórnarliðar á þingi til að ákvarð- anir um veigamikil atriði í því máli verði tekin af sérstakri nefnd stjórnarþingmanna og embættis- manna. Alþýðusambandið hefur and- mælt því að virðisaukaskatturinn sé jafnhátt hlutfall af öllum varn- ingi og allri þjónustu. Bent hefur verið á að víða í Evrópu er um fleiri en eitt þrep að ræða og því er það vel framkvæmanlegt að hafa lægri álagningu eða jafnvel enga á matvælum og öðrum nauðsynjavarningi. Fjármálaráð- herra og aðrir ráðherrar einblína á formfegurð kerfisins og vilja ekki neina hnúða sem skemma straumlínulagið. Matarskattin- um verður ekki aflétt. Sjá bls. 6 og leiðara Virðisaukaskattinum þrýst gegnum þingið. Framlenging matarskattsins sem er 6000 miljón króna skattlagning á almenning. Ný skattlagning á húsbyggjendur. 5-7% hcekkun á íbúðarhúsnœði Það eru ekki bara alþýðuheimilin sem greiða þurfa matarskattinn. Hafi menn efni á að fara út að borða verða þeir að hlíta því að greiða hærra verð vegna matarskattsins. Virðisaukinn festir þessa skattheimtu í sessi. Þeir Steingrímur og Halldór eru léttir á brúnni á myndinni hér að ofan, enda í hvalaveislu í boði Þjóðviljans og enginn matarskattur þá kominn til. Verslunarmenn Samninga- Kaffibaunamálið Leyndin bendir til sviksamlegs attiæf is Bragi Steinarsson vararíkis- saksóknari náði ekki að ljúka máli sínu á fyrsta degi málflutn- ingsins í kaffibaunamálinu fyrir Hæstarétti í gær og heldur því áfram í dag. í máli hans fyrsta daginn kom m.a. fram að leynd sú sem hvfldi yfir hinum tvöföldu færslum í bókhaldi skrifstofu Sambandsins í Lxmdon í viðskiptunum með kaffibaunirnar benti til sviksam- legs athæfis. Þá þótti Braga ljóst af málsskjölum að kaffiviðskiptin hefðu verið augljós umboðsvið- skipti. Báðir aðilar leggja fram ný gögn í málinu fyrir Hæstarétti en meðal gagna Sambandsmanna er 250 bls. skýrsla sem þeir hafa látið vinna um eðli þessara við- skipta. Að þessu sinni hlýða 6 dómarar á málflutninginn fyrir Hæstarétti. 5 munu dæma en einn er á varamannabekknum. Sjá bls. 6 málin í höfn Nýr kjarasamningur 13 versl- unarmannafélaga sem undirrit- aður var í Karphúsinu í hádeginu í gær, var samþykktur á fundum í öllum félögum síðdegis í gær og í gærkvöld. Samningurinn felur í sér nokkrar bætur frá miðlunartil- lögunni sem var kolfelld í öllum félögunum. Verkfalli hefur því verið aflýst og verslun í landinu verður komin í eðlilegt horf í öllu landinu í dag eftir nær hálfsmán- aðarverkfall. Sjá bls. 3 Bretlandsmarkaður Utsala á gámafiski Rúmlega 2 þúsund tonn af gámafiski á markað í nœstu viku. Utlitfyrir verðhrun Útgerðarmenn láta sem vind um eyru þjóta öll viðvörunarorð Utanríkisráðuneytið hefur bann- að alla'n gámaútflutning á karfa og þorski til Evrópu í næstu viku. frá LÍÚ um að offramboð af fiski á markað á Brétlandi leiði til verulegra verðlækkana og í næstu viku fara héðan rúmlega 2 þús- und tonn af gámafiski á markað þar. Viðkvæði útgerðarmanna við athugasemdum vegna þessa gengdarlausa útflutnings er sama aulalega tilsvarið og verið hefur: „Hvað á að gera við fiskinn?! Sjá bls 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.