Þjóðviljinn - 05.05.1988, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 05.05.1988, Qupperneq 2
FRETTIR Ráðhúsið Sigur gegn ofureflinu Guðrún Jónsdóttir arkitekt: Ákvörðun ráðherra kom mér ekki á óvart. Áframhaldandiframkvœmdir bein ögrun við ráðherra ogíbúa Tjarnargötu Þessi ákvörðun félagsmálaráð- herra að ógilda graftarleyfíð og stöðva þar með byrjunarfram- kvæmdir við byggingu ráðhúss- ins, kom mér ekki á óvart og ég átti von á þessari niðurstöðu frá ráðuneytinu,“ sagði Guðrún Jónsdóttir arkitekt og sem sæti á Skipulagsstjórn ríkisins við Þjóð- viljann. Hún hefur verið frá upp- hafí einn harðasti andstæðingur ráðhússbyggingarinnar í Skipu- lagsstjórn ríkisins og harðlega gagnrýnt þá málsmeðferð sem málið hefur fengið þar sem ann- arsstaðar. Guðrún sagði að niðurstaða ráðuneytisins hefði ekki komið sér á óvart vegna þess að ómögu- legt hafi verið að fella þessar framkvæmndir undir ákvæði laga skipulags-og byggingamála. Hún sagði ennfremur það vera sér- stakt fagnaðarefni að kæra íbú- anna við Tjarnargötu skyldi fá þennan farsæla endi því þeir hefðu verið í stríði við ofurefli sem borgaryfirvöld óneitanlega væru. Hinu væri þó ekki heldur að leyna að fólk í dag væri óðum að uppgötva í æ ríkari mæli en áður rétt sinn til að fá leiðréttingu sinna mála teldi það sig á ein- hvern hátt vera misboðið af stjórnvöldum ríkis eða bæja eða gengið á rétt sinn. Aðspurð um hvort borgaryfir- völd væru ekki að gefa ráðherra langt nef með því að halda áfram vinnu á byggingarsvæðinu, eins og gerðist í gær, sagði Guðrún líta svo á að með því væru borgaryfir- völd að ögra íbúunum og ráð- herra sem bæri ekki vott um mikla stjórnkænsku af hálfu ráðamanna borgarinnar. „Ég verð að segja að öll máls- meðferð ráðhúsmálsins frá upp- Undirbúningsvinna hélt áfram á fullum krafti við ráðhússbygging- una í gær þrátt fyrir að félags- málaráðherra hafi stöðvað allar byrjunarframkvæmdir með ógild- ingu graftarleyfisins. Mynd: Sig. hafi hefur verið all skrautleg og ég vona bara að svona lagað eigi ekki eftir að endurtaka sig í fram- tíðinni því hvort sem það er borg- in eða einhver annar, þá verða hinir sömu að hlíta þeim lögum sem í gildi eru, en ekki reyna að láta kné fylgja kviði eins og borg- aryfirvöld hafa reynt til þessa,“ sagði Guðrún Jónsdóttir arki- tekt. -grh Pjóðhagsstofnun Hallæri í fískvjnnslunni Afkoman versnað verulega á síðustu mánuðum. 10% halli á frystingu en 3% hagnaðurísaltfiskverkun jóðhagsstofnun telur í nýrri skýrslu til ríkisstjórnarinnar að fískvinnslan sé nú rekin með 6% halla. Afkoman hefur versnað verulega í greininni á síð- ustu mánuðum og er frystingin rekin með 10% halla að mati Þjóðhagsstofnunar, en saltfísk- verkun með 3% hagnaði. I botnfiskveiðum er tapið nú áætl- að um 2%. Þessar tölur eru mið- aðar við 6% ávöxtun fastafjár- muna. í iðnaði eru einnig blikur á lofti, einkum útfluningsiðnaði og atvinnurekstur á landsbyggðinni á mjög í vök að verjast. Á síðsta ári var bæði fisk- vinnslan og veiðarnar reknar með hagnaði en miðað við horfur nú telur Þjóðhagsstofnun að rekstrarhallinn í þessu undir- stöðugreinum þjóðarbúsins muni aukast enn frekar þegar líður á árið. -*g- Kaffibaunamálið: Augljós umboðsviðskipti Ríkissaksóknari: Leyndin bendir til sviksamlegs athæfis. Endurskoðenda skipað að hœtta eftirgrennslan íLondon. Erlendur áfram ákœrðurfyrir fjársvik. Ný gögnfrá báðum aðilum Bragi Steinarsson vararíkis- saksóknari náði ekki að Ijúka máli sínu á fyrsta degi málflutn- ingsins í Hæstarétti í kaffibau- namálinu svokallaða, og heldur hann áfram sóknarræðu sinni í dag. Fyrsta daginn fjallaði Bragi m.a. um dómkröfur ákæruvald- sins, tildrög málsins, skattarann- sóknina I því, atburðarásina og þær ákvarðanir sem teknar voru á árunum 1979-81 og reifaði ein- stök atriði þessa máls sérstaklega. Hann leggur fram ný gögn í mál- inu til grundvallar sjálfum ákær- uatriðunum og raunar hafa Sam- bandsmenn einnig lagt fram ný gögn er þeir segja að sýni fram á sakleysi þeirra eins og nánar verður greint hér frá síðar. Dómkröfur ákæruvaldsins eru í stuttu máli þær að krafist er staðfestingar á dómum undirrétt- ar í þessu máli og einnig er krafist sakfellingar á hendur ákærða Er- lendi Einarssyni samhljóma dómkörfunum sem gerðar eru á hendur Hjalta Pálssyni en sem kunnugt er var Erlendur sýknað- ur í undirrétti. Of langt mál væri að fjalla ítar- lega um málflutning vararíkissak- sóknarar en nokkur athyglisverð atriði komu fram í máli hans. Hann taldi augljóst að um um- boðsviðskipti hafi verið að ræða, eða umsýsluviðskipti, á milli Sambandsins og Kaffibrennslu Akureyrar í þessum viðskiptum. Afslættir þeir sem fengust á þess- um viðskiptum voru ekki í formi reiðufés heldur ávísana á ákveðið magn af kaffi í næstu sendingu. Skrifstofa Sambandsins í London var síðan með tvöfalda faktúru í þessum viðskiptum, sendi KA brúttóreikningana en hélt sjálf eftir nettóreikningunum og setti mismuninn inn á reikning Fóður- vörudeildarinnar í London. Sú leynd sem hvfldi yfir þessum til- færslum sagði Bragi að benti til sviksamlegs athæfis. í máli sínu vitnaði Bragi til skýrslu sem Valur Arnþórsson gaf til RLR í þessu máli en þar kom fram að hann hafi frétt af þessum afsláttum skömmu fyrir aðalfund Sambandsins 1981. Hann sá þá að miklar tekjur höfðu skapast af þessum við- skiptum og hélt hann uppi athug- unum á þessari tekjumyndun fram eftir sumri. Þessar athugan- ir leiddu til þess að Valur sendi Geir Geirsson endurskoðenda Sambandsins til London þá um haustið til að kanna málið nánar. Sigurður Árni Sigurðsson var þá orðinn forstjóri skrifstofunnar og er Geir kom þangað bað hann um frest til að hafa samband við Er- lend Einarsson. Hann hafði svo þau boð að færa frá Erlendi að Geir skyldi skoða gögn um þessi kaffiviðskipti í Reykjavík. Hvað þetta atriði varðar segir Geir síðan í yfirheyrslum að hann minnist þess ekki að hafa fengið þessi boð frá Erlendi en Bragi vakti sérstaka áherslu á þessu orðalagi: minnist ekki.“ Nefnd í málið Eftir þetta kom Valur á fót fjögurra manna nefnd til að leita lausnar á skiptingunni á þessum tekjum en engar bókanir munu til um störf þessarar nefndar og víst að í henni náðist aldrei sam- komulag um skiptinguna. Það var síðan ekki fyrr en árið 1984 að stjórn Sambandsins samþykkti að endurgreiða KA það sem var kallað oftekin umboðslaun fyrir kaffiviðskiptin 1979-81r samtals að upphæð rúmar 43 miljónir króna. Bragi rakti framburð Gísla Theódórssonar, eins hinna ákærðu en sá segir að starfsmenn skirfstofunnar í London hefðu, gert eins og fyrir þá var lagt og hefðu þeir fengið skipanir um hina tvöföldu faktúru frá Hjalta og Sigurði Árna en skrifstofan heyrði síðan beint undir forstjóra Sambandsins. Fyrirmælin komu ýmist á telex eða í gegnum síma og sagði Bragi að: „talað hefði verið tæpitungulaust um hlutina á telex-skeytum.“ Framkvæmdastjóri KA hefur sagt að fyrirtækinu hafi aldrei borist aðrir reikningar en brúttó- reikningarnir en ef þeir hefðu borgað rétt verð fyrir kaffið hefði mátt lækka verð þess verulega. Skýringar Sambandsins Eitt viðamesta nýja gagnið í máli þessu er 250 bls. skýrsla sem Sambandið, að frumkvæði þeirra Guðjóns B. Ólafssonar og Vals Amþórssonar, lét Guðmund Einarsson verkfræðing gera um Erlendur Einarsson fær sér kaffi, að öllum líkindum Bragakaffi. þessi viðskipti. Meginniðurstaða hans er að RLR, ákæruvaldið og undirréttur hafi ekki skilið eðli þessara viðskipta. Guðmundur telur að eðli þessara viðskipta hafi verið verslunarkaup en ekki umboðsviðskipti en þetta er ein- mitt átakapúnktur málsins. Undirréttur tók það sem stað- festingu að um umboðsviðskipti væri að ræða að KA hefði greitt Sambandinu 1.5% umboðslaun. Skýringuna á þessu segir Guð- mundur vera að þessi umboðs- laun komu til á árum áður er KA greiddi sjálf fyrir hrákaffið og telja verði mistök að þessu hafi ekki verið breytt er fyrirkomulag viðskiptanna breyttist. -FRI 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.