Þjóðviljinn - 05.05.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.05.1988, Blaðsíða 3
Hótel Neyðar- kallfrá Loftleiðum Neyðarsendir bresks ferjuflugmannsfór í gang uppi á hótelherbergi Breskur ferjuflugmaður vakn- aði við illan draum í fyrrinótt þegar menn frá Loftferðaeftirlit- inu bönkuðu uppá hjá honum, þar sem hann svaf svefni hinni réttlátu á hótelherbergi sínu á Hótel Loftleiðum, til að slðkkva á neyðarsendi hans sem farið hafði í gang um nóttina. Að sögn Lárusar Atlasonar, hjá Loftferöaeftirlitinu var hér um að ræða aukaneyðarsendi sem flugmenn bera jafnan á sér til að nota td. í björgunarbátum. Flugmaðurinn hafði haft sendinn með sér upp á hótelherbergi þar sem hann hafði farið óvart í gang með þeim afleiðingum að vaktha- fandi starfsmenn Flugturnsins urðu hans varir og hófu strax eft- irgrennslan. Lárus sagði að það hefði strax legið ljóst fyrir að sendirinn væri staðsettur á flugvallarsvæðinu og eftir nánari athugun bárust bönd - in að ákveðnu herbergi á Hótel Loftleiðum þar sem sendirinn síðan fannst. Þetta er hvorki í fyrsta né síð- asta skipti sem neyðarsendir fer af stað án þess að nokkuð alvar- legt liggi að baki og geta ástæð- urnar fyrir því verið ótalmargar, en þrátt fyrir það verður að kanna sérhvert tilvik því það get- ur skipt sköpum milli lífs og dauða. -grh FRETTIR Verslunarmenn Samningar í höfn Gefa heldur betri kaupmátt en ífyrra. KristinnH. Gunnarsson: Byrjunin á baráttusemframundaner Verslunarmenn og atvinnurek- endur skrifuðu undir nýja kjarasamninga í Karphúsinu í gær. Samningurinn gerir ráð fyrir 5000 króna launauppbót í júní, fastlaunauppbót hækkar í 1100 krónur og undirbúningur sérstakra námskeiða fyrir versl- unarfólk fer af stað. Hagfræðing- ur verslunarmanna segir samn- inginn gefa heldur meiri kaup- mátt á þessu ári en í fyrra. Kristinn H. Gunnarsson, for- maður verslunarmannafélags Bolungarvíkur, sagði þennan samning vera besta heildarlauna- samning gerðan á þessu ári. Síð- asta sóknin hafi mótast af því að minnihluti VR samþykkti miðl- unartillöguna í trássi við meiri- hlutann. Engu að síður sagði Kristinn þetta verkfall skila sam- tökum verslunarmanna traustum og samheldnum. „Við verðum enn öflugri í næstu samninga- lotu". Félögin héldu flest fundi seinnipartinn í gær þar sem samn- ingarnir voru teknir til atkvæða. Verkfalli var svo aflýst í kjölfar þeirra. Guðlaugur Þorvaldsson, rfkissáttasemjari sagði þessa launadeilu vera eina þá erfiðustu sem hann man eftir. „Þessi deila var hatröm á köflum og verður ein af þeim sem maður man eftir þó nokkrar hafi verið erfiðari". Kristinn H. Gunnarsson lagði áherslu á það að þessi átök væru bara „generalprufa" fyrir þá bar- áttu sem framundan væri. Hún muni snúast um grundvallar- breytingar á tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu. „Krafan um breyttar pólitískar áherslur í efnahagsmálum ss. varðandi fjármagnskostnað og auknar fé- lagslegar áherslur, verður æ há- værari". „Þá er krafan um að lág- markslaun nái skattleysismörk- um ekki hvað síst orðin hávær". Kristinn taldi þessa baráttu verslunarmanna vera fyrstu al- varlegu uppreisnina gegn ríkj- andi efnahags- og kjarapólitík undanfarinna 5 ára. Eftir undirritun samningsins í gær eru þrír samningar í gangi hjá verslunarmönnum. Austfirðing- ar samþykktu strax í upphafi og Reykvfkingar og Hvammstangi samþykktu miðlunartillöguna. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans voru gefnar munnlegar yfir- lýsingar um að allar kærur sem fram komu í verkfallinu, verði látnar niður falla. -hmp Forystumenn verslunarmannafélaganna fletta nýja samningnum með sáttasemjara í hádeginu í gær. Bretlandsmarkaður Rúmlega 2 þúsund tonn af gám- afiski eru væntanleg á mark- að á Bretlandi í næstu viku og má þá búast við verulegum verð- lækkunum á fiskverði vegna of- framboðs héðan. Þrátt fyrir við- varanir þar um láta útgerðar- menn ekki segjast og spyrja í stað- inn hvað gera eigi við fiskinn! Gámafiskur á útsölu LÍÚ: Útlitfyrir offramboð og verðlœkkun ínœstu viku. Útgerðarmenn láta ekkisegjast í gær tilkynnti utanríkisráðu- þess verðs sem fæst fyrir hann neytið bann við gámaútflutningi á karfa og þorski frá og með næsta mánudegi til 16. maí. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar hjá LÍÚ er þessi gegndar- lausi útflutningur á ferskum fiski á markað á Bretlandi án tillits til orðið að miklu vandamáli en eng- in lausn virðast vera enn sem komið er í sjónmáli þrátt fyrir umræður og fundi hagsmunaað- ila um málið. Vilhjálmur sagði þetta mál vera dæmigert fyrir það veiðimannaþjóðfélag sem hér væri þrátt fyrir allt tal manna um Suðurland Sjúklingar sendir heim Ingibjörg Sigtryggsdóttir: Erfitt aðfara íþetta verkfall. Einungis ósamið um launaliði hið svokallaða upplýsingasamfé- lag. Allavega næðu upplýsingar LIU ekki eyrum útvegsmanna. í fyrradag og í gær seldi Börkur NK í Grimsby 174 tonn fyrir 11,5 milljónir króna og var meðal- verðið 65,78 krónur fyrir kflóið. Aflinn var þorskur. I dag selja tvo skip þar í landi, Dalborg EA og Stapavík SI. í gær seldi Vigri RE 340 tonn í Þýskalandi fyrir rúmar 20 milljónir króna og var meðal- verðið 59,12 krónur. Aflinn var karfi og grálúða. í dag selur svo Gullver NS karfa og þorsk. -grh Samvinnutryggingar Samkomu- lagi rift Valur braut „heiðursmanna"- samkomulag um stjórnarkjörið Með andstöðu sinni við kjör Guðjóns B. Ólafssonar í stjórn Samvinnutrygginga fór Valur Arnþórsson á svig við „heiðursmanna-samkomulag" sem mörgum framkvæmda- stjórnarmönnum hafði verið tjáð að í gildi væri milli Guðjóns og Vals. Frétt Þjóðviljans í þriðju- dagsblaðinu um stjórnarkjörið í Samvinnutryggingum hefur vak- ið verðskuldaða athygli, ekki síst hjá Vali Arnþórssyni sem segir, til dæmis í Morgunblaðinu í gær, að fréttin hafi að verulegu leyti verið „heilaspuni". Þjóðviljinn stendur við frétt sína, en biðst þó forláts á þeirri missögn að Valur hafi sjálfur stungið uppá Þorsteini Sveinssyni kaupfélagsstjóra á Egilsstöðum í það stjórnarsæti sem ætlað var Guðjóni. Það gerði Sveinn Guð- mundsson einsog skýrt hefur ver: ið frá annarstaðar. Hinsvegar varð afstaða Vals til kosninganna öllum ljós í einskonar framboðs- ræðu sem Valur hélt fyrir Þórar- ins hönd. Traustar heimildir Þjóðviljans herma að með andstöðu sinni við Guðjón hafi Valur verið að brjóta „heiðursmanna-sam- komulag" sem þeir hafi gert fyrir fundinn áður en Guðjón fór utan. Valur segir hinsvegar svo frá í Morgunblaðinu að hann hafi rætt við Guðjón og sá síðarnefndi þá ekki „lagt sérstaka áherslu" á að komast í stjórnina. í sömu frétt segist Guðjón svo „ekki telja nema eðlilegt að forstjóri Sam- bandsins sæti í stjórn Samvinnu- trygginga". tiærdagurinn rann upp með verkfalli ræstingarfólks á sjúkra- stofnunum á Suðurlandi. Sjúk- lingar hafa því verið sendir heim af Sjúkrahúsinu á Selfossi og Heilsuhælinu í Hveragerði. Undanþága á ræstingar hefur verið veitt á Ljósheimum, lang- fegudeild aldraðra. Verkfall starfsfólks í þvottahúsum hefst á morgun hafi samningar ekki tek- ist. Verkfallið nær einnig til dval- arheimilis aldraðra á Hellu og Ás og Ásbyrgis í Hveragerði. Ef verkfall skellur á í þvottahúsum þessara stofnana á morgun verður nánast útilokað að reka þær áfram. Hvergerðingar hafa raunar boðað allsherjarverkfall á morgun hjá Heilsuhælinu, Ás og Ásbyrgi. Ingibjörg Sigtryggsdóttir, for- maður Verkalýðsfélagsins Þórs, ságði óljúft að standa í þessum aðgerðum vegna þeirra sjúklinga sem það bitnaði á. Undanþága var gefin á ræstingar í Ljós- heimum vegna þess að þar eru langlegusjúklingar sem ekki er hægt að senda heim. Hún sagði að eingöngu ætti eftir að semja um launaliði en vildi ekki gefa upp kröfur síns fólks vegna stöðunnar í samningamálum al- mennt. í gær var hafist handa við að útskrifa sjúklinga á Sjúkrahúsinu á Selfossi. Bjarni Jónsson, fram- kvæmdarstjóri sjúkrahússins, sagði að heimsóknir hefðu þegar verið takmarkaðar og að allar að- gerðir lægju niðri. Aðeins verður gert að neyðartillfellum. Vegna hás hlutfalls langlegusjúklinga sagði Bjarni erfitt að senda marga heim. Hann taldi báða að- ila gera allt til þess að verkfallið bitnaði sem minnst á sjúklingum. Bjarni vonast til að samið verði fyrir helgi, aðra hugsun þyrði hann ekki að hugsa til enda. -hmp Evrópudagurinn Norður-suður sama framtíð Evrópudagurinn er haldinn hátíðlegur í dag 5. maí sem er stofndagur Evrópuráðsins. Að þessu sinni er dagurinn haldinn undir kjörorðinu Norður-suður sama framtíð. „Örlög Evrópu eru nátengd framtíð Afríku, Asíu og Suður- Ameríku," segir í ávarpi dagsins. „Við erum hvert öðru háð í efnahagsmálum og í félagsmálum og hvað varðar umhverfismál. Samskipti norðurs og suðurs hafa bein áhrif á líf okkar sjálfra. Við komumst ekki undan þeim, en verðum að líta á þau sem örvun til dáða. Af þessum sökum standa 21 ríki Evrópuráðsins með þátttöku Vatikansins að áróðursherferð um samstöðu norðurs og suðurs og gagnkvæma hagsmuni. Þessi áróðursherferð á erindi til allra." Norður-suður: Sömu verk - sama framtíð Fimmtudagur 5. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.