Þjóðviljinn - 05.05.1988, Síða 8

Þjóðviljinn - 05.05.1988, Síða 8
Þetta eru og verða asnar Guðjón Stórhýsi ísafoldar byggtoní Borgarleikhúsið. Lögmál að þrengt skuli að leikhúsbyggingum í Reykjavík? Framkvæmdum við stórhýsi ísafoldar í Nýja miðbænum mið- ar vel og fyrir bragðið verður það nú berara með hverjum deginum sem líður hvflíkt skipulagshryðj- uverk hefur verið unnið á Borg- arleikhúsinu, en einungis fáeinir metrar skilja byggingarnar að. Þegar menn starta sinni starf- semi á nýjum stað ersú hugsun að vonum nærtæk að sneiða hjá ska- vönkunum á þeim gamla. Það er til dæmis eðlilegasti hlutur í heimi þegar byggt er Borgarleikhús að reyna að sjá við ævintýralegum þrengslunum sem allt eru að drepa í Iðnó og hafa nóg pláss fyrir allrahanda tækni- og sviðs- dót sem og fólkið sem við slíkt vinnur. Þetta hafa menn líka svikalaust gert, eins og hægt var að sannfærast um á afmælisárinu sællar minningar, en þá gat mað- ur valsað um húsið vegna tækni- sýningarinnar. í þessu ljósi er það aldeilis stór- furðulegt að skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar skuli hafa lagt blessun sína yfir byggingu stór- hýsis oní leikhúsið, og voru þó heldur betur vítin að varast þar sem Þjóðleikhúsið er og pláss- leysið sem það hrjáir og lýtir við Hverfisgötuna. Hvaðer eiginlega að þessu fólki? Má ekki gera þá kröfu til meirihluta skipulags- nefndar, og borgarstjórnar í framhaldinu, að hann sjái til þess að nýja leikhúsið fái það pláss sem það þarf? En ónei: Þess í stað hafa menn dregist á að leyfa flikki fyrir skrifstofu- og verslunarhús- næði í hlaðinu. Samt er ekki eins og verið sé að byggja leikhús í höfuðborginni á hverjum degi, og því engin ofrausn að ætlast til þess að umhverfi Borgarleikhúss- ins yrði meiri sómi sýndur en hér er raunin. „Segið honum frá mér að láta rífa þetta strax,“ voru skilaboðin sem biskupinn í skáldsögu Lax- ness, Kristnihaldi undir Jökli, bað Umba fyrir til séra Jóns prím- usar, og átti við „höfuðósmíð“ þá sem hann frétti að hefði verið reist oní kirkjuna hjá presti, en það var búngaló þess góða dokt- ors Sýngmanns. Og náttúrlega stóð höfuðósmíðin söguna á enda þrátt fyrir digurbarkalegt tal biskups eins og lesendur vita. Það er nefnilega verstur and- skotinn að skipulagsslysin eru aldrei rifin, hvorki í skáld- skapnum né alvörunni; þegar menn eru einu sinni búnir að hrækja þessu upp þá skal sú rök- semd gilda að það sé of dýrt að iðrast, en í þessu tilfelli fælist sú sanna iðrun í niðurrifi. Það kom fram í annars heldur sveiflukenndum þáttum um Guðjón Samúelsson í Sjónvarp- inu nýskeð að hann teiknaði Þjóðleikhúsið áður en því var val- inn staður, og myndi margur segja að þarna hefðu verið höfð hausavíxl á hlutunum. Staðarval- ið sem ofan á varð var höfundi byggingarinnar mjög á móti skapi og jafnan haft til marks um skammsýni viðkomandi ráða- manna, ef ekki eitthvað þaðan af verra. Vegna þess arna mætti snúa bókarheiti Einars Kársonar, Þetta eru asnar Guðjón, upp á þá seinheppnu menn sem fengu því ráðið að Þjóðleikhúsið reis þar sem það reis. En það kallar þá líka á þá viðbót sem í fýrirsögn- inni felst: Ef þetta voru asnar, Guðjón, hvaða titlatog hæfir þá skipulagsyfirvöldunum núna sem þrengja jafnhressilega að Borg- arleikhúsinu og raun ber vitni, en hafa þó Þjóðleikhúsvítið að var- ast? HS Byggt oní Borgarleikhús: Það er og verði Sigurður Grétar: Miklu skiptir að góð samvinna takist við ungling- ana og að þeir taki virkan þátt í starfsemi félagsheimilisins. Mynd: Sig. Sigurður Grétar Guðmundsson, varaformaður stjórnar félagsheimilisins: Miklir möguleikar opnastíkjölfar endurbyggingar- innar i i Félagsheimili Kó - Mergurinn málsins er sá að upp úr 1980 standa menn frammi fyrir því að félagsheimilið er í niðurníðslu - hluti af því var bíó sem búið var að loka en leikfé- lagið leigði salinn án þess þó að hafa bolmagn til - og orðið brýnt að taka ákvörðun um framhald- ið. Það var ákveðið að endur- byggja, og var endanleg sam- þykkt þar að lútandi tekin árið 1982, segir Sigurður Grétar Guð- mundsson, varaformaður í stjórn Félagsheimilis Kópavogs. Félags- heimilið er nú komið í gagnið á ný eftir tímafrekar endurbætur, og er myndunum sem fyigja þessu spjalli ætlað að gefa nokkra hug- mynd um hvernig til hefur tekist. Framkvæmdin er raunar nokk- uð umdeild; ýmsum þykir kostn- aðurinn óhóflegur, og tilbrigði við það stef er að það orki tvímæl- is að lappa upp á gamalt húsnæði, heldur eigi að byggja nýtt. Við spjölluðum við Sigurð Grétar í síðustu viku um málefni félags- heimilisins, og báðum hann fyrst að tæpa á framkvæmdunum. - Ég vil árétta að félagsheimil- ið tók til starfa þegar árið 1959 og hefur starfað síðan, segir Sigurð- ur Grétar. Húsið drabbaðist svo smám saman niður, en árið 1982 var tekið á því máli og ákveðið að ráðast í endurbyggingu. Frá því ári er samningur um að 1. hæðin skuli endurnýjuð og húsið jafn- framt stækkað. Á 1. hæðinni er aðalsamkom- usalurinn sem ég vil kalla fjölnot- asal. Þar geta 212 manns setið til borðs í einu, en salinn má einnig nýta til fundahalda, dansleikja- og annars skemmtanahalds, leiksýninga og svo framvegis. En þó að leiksviðið hafi verið til stað- ar má segja að allt sem því til- heyrir hafi vantað - búningsher- bergi, tjaldageymslur, æfinga- svið, smíðastofu, geymslur - en með viðbyggingunni var ráðin bót á því. Þessar framkvæmdir hafa tekið hátt í átta ár, en það er líka búið að ný- og endurbyggja um 1765 fermetra. Rúmlega 100 miljónir með öllu Hver er kostnaðurinn orðinn? Framreiknaður kostnaður er nálægt 93 milljónum miðað við byggingavísitölu í janúar í ár, en á að líkindum eftir að skríða yfir 100 miljónir áður en öll kurl eru komin til grafar. Þess misskiln- ings hefur gætt að upphæðin taki aðeins til 1. hæðarinnar sem nú er verið að reka smiðshöggið á, en hér erum við einnig að tala um 2. hæðina svo og viðbygginguna, eða með öðrum orðum allt hús- næði félagsheimilisins. Þá taka þessar upphæðir ekki einungis til byggingakostnaðar heldur einnig innréttinga og alls búnaðar. Þar má nefna ljósabúnað á sviði sem dæmi, eldhúsinnréttingar og allt sem er innanstokks; borð, stóla og annan húsbúnað. Og er þessi kostnaður innan eðlilegra marka að þínu mati? Það er auðvitað dýrt að endur- og nýbyggja tæpa 1800 fermetra, en það er fjarri lagi að bruðlað hafi verið í nokkrum hlut. Hitt er satt og rétt að við í stjórn og bygg- inganefnd höfum talið það skyldu okkar að fylgjast mjög vel með framkvæmdum, hreinlega að vera með nefið niðrí öllu, og ekki vanþörf á. Ýmsir hafa legið okk- ur á hálsi fyrir að ganga of langt í þessa átt, en að mínu áliti þarf að hafa sterka stjórn á verki eins og þessu, þar sem byggingin er viða- mikil og margir hönnuðir og verktakar leggja í púkk. Ertu ánægður með hvernig til hefur tekist? Ég tel að framkvæmdin hafi tekist mjög vel og er ekkert upp- næmur fyrir því umtali sem hún hefur hlotið. Þannig finnst mér grein í næstsíðasta hefti Þjóðlífs um endurbyggingu félagsheimil- isins og kostnaðinn við hana í rauninni fagnaðarefni, enda um margt fróðleg. En við höfum haft það að leiðarljósi að á fyrstu hæð- inni yrðu aðlaðandi salarkynni þar sem allt væri vel úr garði gert, og jafnan reynt að fylgjast með því að peningarnir sem til verks- ins hafa runnið nýttust vel. Þetta hefur gengið upp, eins og hægt er að færa sönnur á í dag. Sem dæmi um góða útfærslu má taka að leiksviðið er færan- legt, en fyrir bragðið er hægt að tvínýta rúmlega 20 fermetra; við getum stækkað leiksviðið ef því er að skipta sem þessum fer- metrafjölda nemur, og eins dansgólfið, og þetta bætir nýting- una gífurlega. Höldum föstum kostnaði í lágmarki Kópavogskaupstaður stóð Frá Kópavogsvöku í febrúar á þessu ári; Heiða María Sigurðardóttir stjórnar Sk margs konar starfsemi opnast núna þegar endurbyggingu félagsheimilisins er k 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.