Þjóðviljinn - 05.05.1988, Page 9

Þjóðviljinn - 05.05.1988, Page 9
pavogs i BORG & BYGGÐIR 7 Hjörleifur Sveinbjörnsson undir kostnaðinum við þessa framkvæmd... Já, og tilgangurinn með því var tvíþættur: Bæði til að efla félags- ólahljómsveit Kópavogs. Miklir möguleikar á Dkið. Mynd: E.ÖI. og menningarstarf í bænum, og eins eru þetta hrein og klár við- skipti, þar sem Kópavogskaup- staður eignaðist fyrir bragðið 3. hæðina af sjálfseignarstofnuninni sem á og rekur húsið, en leigði hana áður. Á þessari 3. hæð er tæknideild bæjarins og bæjar- skrifstofurnar síðan á þeirri fjórðu. Bæjarfélagið á stærstan hlut í sjálfseignarstofnuninni, en á móti ýmsum félögum; Breiða- bliki, kvenfélaginu, leikfélaginu og fleiri. Stjórnina skipa svo fimm manns; þrír tilnefndir af bæjarstjórninni en tveir í samein- ingu af aðildarfélögunum. Verður breyting á rekstrar- forminu núna þegar sér fyrir endann á framkvæmdunum við félagsheimilið? Félagsheimilið er sjálfseignar- stofnun þar sem bærinn er þung- amiðjan og það stendur ekki til að breyta því. En stjórnin hefur einsett sér að ráða sérstakan framkvæmdastjóra í haust til að annast reksturinn. Við leggjum áherslu á að halda föstum kostnaði eins mikið í lág- marki og mögulegt er. Við viljum reka félagsheimili eða félagsmið- stöð, en verðum ekki í sam- keppni við veitingahúsarekstur á höfuðborgarsvæðinu. Þannig gerum við ekki ráð fyrir að sjá um matseld fyrir matarboð hér þegar um slíkt verður að ræða, heldur verður maturinn aðkeyptur. Búnaðurinn í eldhúsinu hjá okk- ur nýtist síðan mætavel til að halda heitu og þar fram eftir göt- unum. Laga gamalt eða byggja nýtt? Það er grunnt á það sjónarmið hér á landi að meira vit sé í að byggja nýtt en lappa upp á gamalt, gagnið á ný og endurbygging félagsheimilis- ins hefur sætt gagnrýni eftir þess- um nótum; hvernig horfir málið við þér? Pað fylgja því náttúrlega augljósir kostir að byggja nýtt, enda ekki nema satt og rétt að hússkrokkurinn sneið okkur þröngan stakk. Engu að síður er þessi partur af umræðunni ærið broslegur: Við stóðum frammi fyrir því um 1980 að húsið var í niðurníðslu og þá var ákveðið að ráðast í endurbyggingu eins og fram hefur komið. Hvað annað var í rauninni hægt að gera? Ég býst við að fólk sjái vankantana á því að brjóta niður 1. og 2. hæð- ina en ætla þeirri 3. og 4. jafn- framt að hanga uppi! Eða átti kannski að negla upp í gluggana? Hins má geta að þegar ég sat í bæjarstjórninni á síðasta áratug vildi ég að byggt yrði yfir félags- starfsemina annars staðar í mið- bænum og að bæjarskrifstofurnar yfirtækju alla bygginguna. Þessar hugmyndir fengu ekki hljóm- grunn á sínum tíma, en eftir á að hyggja sýnist mér það miður far- ið: núna er bærinn á að minnsta kosti fjórum stöðum með sínar skrifstofur. Það breytir þó ekki því að við getum verið stolt yfir því í dag hvernig til hefur tekist. Og starfsemin í framtíðinni, svona í lokin... Það opnast miklir möguleikar núna þegar endurbyggingunni er lokið. Þarna er aðstaða fyrir að- ildarfélögin og margs konar menningarstarfsemi, sem verður haldið úti í náinni samvinnu við Lista- og menningarráð Kópa- vogs. Að mínu viti hefur Kópa- vogur lengi verið í fararbroddi sveitarfélaga þar sem menning- armál eru annars vegar og varið ákveðnu hlutfalli tekna til kaupa á listaverkum og til stuðnings öðrum menningarmálum. Þá er eitt atriði sem ég vil ekki láta hjá líða að drepa á þótt af nógu sé að taka, en það er það sem snýr að unglingunum. Við 212 manns geta setið til borðs í einu í aðalsalnum, en þar má einnig slá upp balli og setja upp leikrit svo eitthvað sé nefnt. Mynd: Sig. Kópavogsbíó hefur heldur en ekki fengið andlitslyftingu eins og sjá má. Aðalsamkomusalinn vill Sigurður Grétar kalla fjölnotasal þar sem unnt er að nýta hann í margvíslegu skyni. Mynd: Sig. þurfurn að huga að því að nýta þá takist góð samvinna. Ef ekki þessa aðstöðu fyrir þá og ég tel að er til lítils barist. skólarnir eigi að taka virkan þátt í Og frá unglingunum til hinna starfsemi félagsheimilisins. Ég öldruðu: félagsstarf aldraðra er vona að við berum gæfu til að nú í félagsheimilinu og vonandi verða unglingunum sem mest að verður engin breyting á því. liði með þessu nýj a húsi og að við HS Fimmtudagur 5. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.