Þjóðviljinn - 05.05.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.05.1988, Blaðsíða 10
Eiðfaxi Þaö mun nú verða nokkurt hlé á þessari pistlasmíði minni hérásíð- unni um sinn a.m.k., og er sjálfsagt bættur skaðinn. Ég er nefnilegaáför- um úr borgarysnum og norður á land og hef bara góðar vonir um að lifa þá breytingu af. Að vísu verður svefninn áreiðanlega eitthvað minni en venju- lega en „Hver er alltof uppgefinn, eina nótt að kveða og vaka“, spyr Stephan G. Næturnar verða raunar vísast fleiri en ein en hver veit nema maður sjái þá „sólskinsrönd um miðja nátt" og þá hefur vakan svo sannarlega borgað sig. Jæja, ég ætla nú að bregða ofur- lítið út af vana mínum í þessum pistlum og minnast hér aðeins á tíma- rit, sem mér hefur borist nýlega og reyndar með nokkuð reglubundnu millibili undanfarin ár. Þettaertímarit- ið Eiðfaxi, sem gefið er út af samnefn- du hlutafélagi og er nú kominn á 12. aldursárið. Þar ráða þeir einkum ríkj- um Hjalti Jón Sveinsson, ritstjóri og Sigurður Sigmundsson, ritstjórnar- fulltrúi og auglýsingastjóri og ofan í kaupið Ijósmyndari. Verður ekkert að taumhaldi þeirra á Eiðfaxa fundið. í ritstjórnargreininni ræðir Hjalti Jón um ýmis tískufyrirbæri í hesta- mennskunni og finnst fremur hvim- leið. Víkur hann þar bæði að búningi sumrahestamannaog reiðlagi. Þar erég ritstjórunum hjartanlegasam- mála. Afkáraskapurog hesta- mennska eiga enga samleið. Eiðfaxi hefur ætíð gert mikið að því að segja frá einstökum hestamanna- félögum og starfsemi þeirra. Að þessu sinni er greint frá 60 ára afmæli hestamannafélagsins Glaðs í Dölum. Glaður er næst elsta hestamannafé- lagið á landinu, aðeins Fákur í Reykjavík er eldri, stofnaður 1922. Aðalhvatamaður að stofnun Glaðs og fyrsti formaður var Jón bóndi Sumarliðason á Breiðabólstað. Ferð- in í Dali er svo jafnframt notuð til þess að taka þar tali ýmsa hestamenn. Þá er sagt frá hestamönnum á Vestfjörð- um. Þar hefur löngum verið fremur fátt af hrossum en áhugi á hesta- mennsku fer þar nú mjög vaxandi. Sagt er frá heimsókn, sem hesta- mannafélaginu Funa í Eyjafirði var gerð og spjallað við hestamenn í Eyjafjarðarbyggðum. Þorleifur Hjaltason í Hólum í Hornafirði er mikill hrossaræktarmaður og kempulegur eftir því. Þarna er að finna fróðlegt sþjall við hann. „Betra er lag en afl þegar þessi hross eiga í hlut,“ segir Þorleifur um hornfirsku hrossin. Á það raunar við um öll hross. En fleiri austur-skaftfellskir hestamenn verða á leið Eiðfaxa þótt ekki sé rúm til að rekja hér. Og enn erdeilt um næsta landsmótsstað og leggja þeir nú orð í þann belg Stefán Haraldsson á Húsavík og Ármann Gunnarsson á Dalvík. Helgi Sigurðsson, dýralæknir, skrifar um gangmál og fylpróf. Loks má svo nefna grein um hestaíþrótta- mótið sem haldið var í Reiðhöllinni 9. og 10. apríl s.l. Myndir eru margar og góðar. - mhg í dag er 5. maí, fimmtudagur í þriðju viku sumars, 15. dagur Hörpu. Sólin kem- ur upp í Reykjavík kl. 04.45 en sólset- ur er kl. 22.06. Evrópudagurinn. Atburðir: Eldgos í Hekluhlíðum 1970. Karl Marxf. 1818. 'UM ÚTVARP & SJÓNVARP „Tónlist á síðkvöldi“ Tónlistarmaðurinn og jafnréttis- sinninn Sting. Dagur Evrópu Sjónvarp kl. 22.30 í tilefni af Evrópudeginum, sem er dagurinn í dag, sýnir Sjón- varpið dagskrá, sem helguð er Evrópuráðinu. Að frumkvæði Ólafs Ragnars Grímssonar ákvað ráðið að tileinka yfirstandandi ár samskiptum norðurs og suðurs, undir kjörborðinu: „Einn heimur - sama framtíð". Ólafur Ragnar hefur látið sig miklu skipta starf- semi Evrópuráðsins og fslending- ar eiga starfsmenn í ráðinu. Verður rætt við hann í þættinum. - Pá kemur þar og fram tónlistar- maðurinn Sting og flytur frum- sagmið lag: „One World Is Eno- ugh“. Þá koma og fram ekkja og sonur Bobs Marlyns og syngja þau með Sting. Sting mun svo ræða um starfsemi Evrópuráðs- ins en hann er mikill áhugamaður um viðgang þess. - Stjórnandi þáttarins er Kristófer Már Krist- insson. - mhg Kl. 23.00 er á dagskrá Útvarpsins „Tónlist á síðkvöldi. Þar verða flutt þrjú tónverk. Fyrst er það „Lés Preludes“, sinfónískt ljóð nr. 3 eftir Franz Liszt. Gwandhaushljómsveitin í Leipzig leikur, Kurt Mazur stjórnar. - Þá kemur Sónata nr. 23 op. 57 „Appassionata", eftir Ludwig van Beethoven, Murray Perahia leikur. - Loks er það „Mas- eppa“, sinfóniskt Ijóð nr. 6, eftir Franz Liszt, Gewandhaushljómsveit- in í Leipzig leikur, Kurt Mazur stjórnar. - mhg Tónleikar Útvarp rás 1 kl. 20 í kvöld gefur Útvarpið okkur kost á að hlusta á tónlist, sem flutt var á tónleikum í Fríkirkj- unni þann 22. mars sl. Þar léku þau á harmoniku Hrólfur Vagns- son og Elisabeth Moser og Christa Eschmann á flautu verk eftir þá Johann Sebstian Bach, Wolfgang Amadeus Mozart, Jukka Tiensu, Claude Debyssy o.fl. - f annan stað eru það svo tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur, sem haldnir voru í Bústaðakirkju 10. maíífyrra. Þar flutti Kammersveitin sex bagat- ellur fyrir strengjakvartett op. 9, eftir Anton Webern og píanó- konsert op. 57, eftir Dimitri Sjostakovitsj. - Kynnir er Bergl- jót Haraldsdóttir. - mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI tHBQA Kemur sér vel að eiga alminlegan vasahníf. Er nokkur að koma? Er þessi leikur innan ramma laganna? FOLDA Ritgerð um vorið. Vorið byrjar oftast seint í apríl eða maí og stendur nokkurnveginn þangaðtil fólk fer að kaupa sér inn fyrir sumarfríið. Það koma blöð á trén og allskonar gosdrykkir seljast mjög vel. © Bulls Líka sólgleraugu og ýmis ferðaútbúnaður. Það verður meira Ijós á daginn og ég get verið í búðinni í staðinn fyrir í skólanum. Meðal annars þessvegna er vorið besta árstíðin og allir verða ánægðari þegar það kemur. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.