Þjóðviljinn - 05.05.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 05.05.1988, Blaðsíða 13
HÖRFRÉTTIRH Kosningauppgrip er orö bandaríska stjörnuspek- ingsins Joyce Jillson um atvinnu- horfur sínar sem stendur, og segir hún stjórnmálamenn flykkj- ast til sín núna á kosningaárinu. „Þeir spyrja grannt um mögu- leika sína gegn tilteknum and- stæöingum," segir hún. Jillson komst í heimsfréttirnar í gær er hún kvaðst hafa ráöiö hæstráð- endum í Hvíta húsinu heilt þegar þeim hefur legiö lítið við, og gaf meðal annars í skyn aö hún hafi öðrum fremur útsirklaö George Bush í framboð meö Reagan áriö 1980. Mannskæð leikföng eiga að vonum ekki upp á pall- borðið, en nú ætlar Evrópu- bandalagið að gera eitthvað í málinu fyrir sína parta; leikföng sem hætta er talin stafa af veröa bönnuð frá og með árinu 1990, en rafmagn og ýmsar efnablönd- ur eru hér í aðalhlutverki. Með reglugerðum á að sjá til þess að frágangur allur verði tryggilegri en hingað til, og ennfremur eiga leikföng með hvössum brúnum að hverfa úr umferð. Ákvörðun í þessa veru-var tekin á fundi við- skiptaráðherra bandalagsins í gær, en talið er að allt að 20 þús- und börn í aðildarlöndunum týni tölunni á ári hverju í heimahúsum og við leik. Stórfínansmenn í Svíþjóð eru því sem næst á einu máli um að réttast væri að ganga í Evrópubandalagið. Blaðið Dag- ens industri gerði nýskeð könnun í þessa veru og þá var nú ekki verið að spyrja nein blávötn; menn urðu að vera forstjórar, framkvæmdastjórar eða gegna öðrum toppstöðum í fyrirtækjum með að minnsta kosti 200 starfs- menn til að ná máli. 91% að- spurðra vildu að Svíþjóð gengi í bandalagið. Fyrir nokkrum mán- uðum var athugað hvernig sauðsvartur almúginn væri stemmdur í þessu máli: 38% voru þá með aðild, 25% á móti og 37% á báðum áttum. ERLENDAR FRETTIR ísraelsher Til föðurhúsanna Hart baristíSuður-Líbanon ígœr, en ísraelsmenn segjastnú hafa kvatther sinn heim Að sögn hæstráðenda í ísrael innrás í Suður-Líbanon. Ekki ber ástunda ísraelsmenn tryggilega hefur herinn nú verið kvadd- fréttum af þessum ótíðindum ritskoðun á fréttum þeim sem frá ur til síns heima eftir fólskulega saman í öllum greinum, enda landinu berast. Angóla Gagnlegar vioræður Tveggja dagafundi Angóla, Kúbu, Suður-Afríku og Bandaríkjanna lauk í Viðræðurnar fóru fram í já- kvæðum anda og nokkur ár- angur náðist, segir í sameiginlegri yfirlýsingu Angóla, Kúbu, Suður-Afriku og Bandaríkjanna að loknum fundahöldum þeirra i milli í London í gær um hernaðar- ástandið í suðurhluta Afríku. Hernaðurinn í Angóla hefur nú staðið í þrettán ár, og það eitt út af fyrir sig að fá málsaðila að samningaborðinu þykir marka tímamót. Apartheiddólgar Londonígær Suður-Afríku hafa ráð Namibíu í hendi sér, og beindust viðræð- urnar fyrst og fremst að því hvernig sjálfstæði landsins yrði tryggt, sem og brottkvaðning er- lendra herja frá Angóla. Viðræðurnar stóðu í tvo daga, og að þeim loknum sagði formað- ur kúbönsku sendinefndarinnar, Jorge Risquet, að vel hefði tekist til, en vildi ekki úttala sig nánar um gang mála. Talið er að um 40 þúsund Kúbanir séu Angóla- mönnum til halds og trausts viö að reka úlf frá durum þar sem eru herir Suður-Afríku, en Angóla- stjórn býðst til að ganga að brottkvaðningu Kúbananna gegn því að sjálfstæði Namibíu verði tryggt; Pretoríustjórn kveðji sína menn heim til föðurhúsanna og að stjórnir Bandaríkjanna og Suður-Afríku láti af stuðningi sínum við hin hægrisinnuðu Unita-samtök í Angóla. HS/Reuter Herför ísraelsmanna gegn ná- grönnum sínum stóð yfir í tvo sól- arhringa, og voru 1500 dátar hið fæsta gerðir út til að fínkemba svæðið í leit að palestínskum skæruliðum, en tilgangurinn virt- ist ekki síður sá að hræða íbúa þorpa í Suður-Líbanon frá öllum stuðningi við þá. Alltént varð fjöldi smáþorpa fyrir grimmileg- um árásum ísraelshers. Bardagar geisuðu klukku- stundum saman í þorpinu Maido- un í gær. Að minnsta kosti 40 skæruliðar Líbana féllu í átökun- um auk nokkurra ísraelskra her- manna. Hersveitir hinna síðar- nefndu réðust gegn þorpinu af þvílíku offorsi að þar stóð ekki steinn yfir steini um það er lauk. Að minnsta kosti 17 ísraelsher- menn særðust í götubardögum í Maidoun, en þaðan er ekki nema um 5 kflómetra vegalengd til Sýr- lands. Líbanir hafa harðlega fordæmt innrás ísraelsmanna, og áskilja stjórnvöld sér allan rétt til að krefjast fundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna þess arna. Er innrásin kölluð ósvífin árás á öryggi Líbana, auk þess sem fullveldi landsins sé fótum troðið. Hersveitir Sýrlendinga höfðust ekki að, en Israelsmenn beittu byssum um borð í þyrlum til að eyðileggja skotvopn Líbana sem þeir beittu til að reyna að hefta framsókn innrásarhersins. Viðbrögð umheimsins við innrásinni mega heita á eina lund; Egyptar eru einu Araba- þjóðin sem friðmælst hafa við Israelsmenn, en í gær fordæmdu þeir verknaðinn, og sögðu hann vera ljón í vegi friðar í Austur- löndum nær. Pá má nefna að bæði Tyrkir og Kýpurbúar hafa fordæmt innrásina. Reuter/HS Bandaríkin Farið að spá í varaforsetaefnin Dukakis nær gulltryggður íframboð eftirsigra í Ohio og Indiana Michael Dukakis vann traustan sigur í prófkjöri demókrata í Ohio og Indiana í fyrradag og eftir þau úrslit er tal- ið öruggt að hann verði forseta- efni demókrata þótt hann hafi enn ekki náð tilskildum fjölda kjör- manna á flokksþinginu. Þarsem Bush hefur fyrir nokkru rutt úr vegi keppinautum í eigin flokks- röðum beinist athygli æ meir að undirbúningi þeirra tveggja fyrir lokahríðina, - og þá ekki síst að hugsanlegum varaforsetaefnum. Dukakis vann Jesse Jackson með nokkrum yfirburðum bæði í Ohio (64%-26%) og Indiana (68%-24%), en Jackson vann góðan sigur í höfuðborginni Was- hington (77%-21%) þar sem sjö tíundu íbúa eru svartir. í fylkjun- um tveimur eru valdir samtals 238 kjörmenn en hinsvegar að- eins 16 frá Washington, og er kjörmannastaðan nú þannig sam- kvæmt NBC-sjónvarpinu að Dukakis hefur 1483, Jackson 946. Meirihluti á flokksþinginu er 2081 maður. Dukakis var fremur hógvær eftir úrslitin, sagði lokaúrslit ekki örugg enn þótt Jackson mundi reynast þrautin þyngri að vinna upp forskotið. Jackson ætlar að halda áfram baráttu þartil yfir lýkur og bindur vonir við óvænt- an sigur í síðasta kjörinu í Kalif- orníu. Enn eru eftir prófkjör í sjö fylkjum sem samtals senda 573 menn á þing demókrata: 10. maí í Nebraska og Vestur-Virginíu, 17. maí í Oregon, 7. júní í Mont- ana, Nýju Mexíkó, New Jersey og Kaliforníou sem mest munar um (314 kjörmenn). Möguleikar Jacksons á að klekkja á Dukakis á þessum stöðum eru taldir hverf- andi, en þó verður að taka með í reikning að Jackson hefur áður komið á óvart. Bush vann auðveldan sigur í prófkjörum repúblikana enda þegar öruggur um útnefningu. Hann er farinn að beita sér gegn Dukakis af öllu afli og sakar hann um svartagallsraus, Bush ætli hinsvegar sjálfur að vera fulltrúi vonar og tækifæra og framtaks, enda taki bandaríska þjóðin öllum öðrum fram á jörðunni, sagði hann eftir sigurinn. Dukak- is segir aftur um Bush að hann sé eitt stórt núll sem skorti gjörsam- lega eigin pólitík, og vísar þar til fylgispektar varaforsetans við Reagan í átta ár. Nunn? Eða geimfarinn? Samuel Nunn er talinn æskileg- asti fylgisveinn Dukakis í kosn- ingunum í nóvember. Nunn er suðurríkjamaður en Dukakis frá Massachusetts, Nunn er talinn íhaldssamur og vægi upp á móti meintu frjálslyndi Dukakis, og Nunn hefur mikla reynslu af utanríkismálum en Dukakis enga. Nunn segist hinsvegar ekki langa mikið, og þarsem Jackson er ekki talinn koma til greina beinast augu manna að Bruce Babbitt fyrrum keppinaut Duk- akis um útnefninguna, og nú uppá síðkastið hefur alltíeinu verið talað um John Glenn, geimfara og misheppnaðan for- setaframbjóðanda fyrir fjórum árum. Getum er að því leitt að því umtali hafi verið stjórnað úr her- búðum Dukakis í tengslum við prófkjörið í Ohio, - sem Glenn er fulltrúi fyrir í öldungadeildinni. Meðal repúblikana er meðal annars rætt um Deukmejian fylk- isstjóra Kaliforníu, kollega hans í Illinois, Thompson, og dóma- rann O'Connor sem Reagan skipaði í Hæstarétt fyrsta kvenna. Ef til vill sýna bollaleggingar bandarískia fjölmiðla um vara- forsetaefnin þó fyrst og fremst að öll spenna er úr útnefningar- slagnum og langt í raunveruleg átök Dukakis og Bush, - en fjöl- miðlafyrirtækin festa sem kunn- ugt er gífurlegt fé í kosningabar- áttunni og reyna að halda þar uppi dampi einsog hægt er. Fyrstu teikn benda til að loka- hrinan í nóvember verði jöfn og spennandi. Varaforsetinn hefur nokkra hríð verið talinn sigur- stranglegri í könnunum, en Duk- akis hefur haft betur síðustu vik- ur. Kannanir síðustu daga benda til að þeir demókratar sem síðast og þaráður svermuðu fyrir Reag- an séu á leið til föðurhúsa, sem eru góð tíðindi fyrir Dukakis og félaga því mun fleiri Bandaríkja- menn telja sig demókrata en rep- úblikana. Á næstunni ætti svo hug- myndafræðilegur og pólitískur munur frambjóðendanna að skýrast aðeins þegar stefnuskrár flokkanna verða undirbúnar, - og kynnu þá sigrar Jesse Jackson að segja til sín demókratamegin. -m/reuter Fimmtudagur 5. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.