Þjóðviljinn - 05.05.1988, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 05.05.1988, Qupperneq 15
IÞROTTIR Fótbolti Enn einn ósigur íslendingar lagðir að velli í Ungverjalandi í gær með of stórum sigri 3-0 Það voru mikil vonbrigði þegar íslenska landsliðið tapaði gegn Ungverjum á Nep-leikvangnum i Búdapest. Þetta var fyrsti vin- áttulandsleikur þjóðanna og jafn- framt fyrsti leikur. Sigurinn var of stór því með miklum klaufa- skap við markið urðu mörkin þrjú. Liðin sóttu bæði mikið í byrjun leiksins en fyrsta færið kom á 12. mfnútu þegar Ungverjar áttu skot naumlega yfir markið. Lítið var síðan um góð færi fyrr en Ragnar Margeirsson átti skot að marki heimamanna á 20. mínútu en það fór yfir. Ungverjar áttu næsta færi á 35. mínútu en Guð- mundur Baldursson varði vel. Leikurinn gerðist grófari þegar á leið og á 42. mínútu var Pétri Golf Opið mót Fyrsta opna mótið hjá Golf- klúbbi Suðurnesja, Sól mótið, verður haldið á Hólmsvelli í Leiru laugardaginn 7. maí og byrjað verður að ræsa út kl. 09.00. Hægt er að láta skrá sig f síma 92-14100 eða í Golfskálan- um í Leiru á fimmtudag eða föstudag. Verðlaun eru gefin af Sól hf og ef menn hafa áhuga er best að skrá sig sem fyrst því búist er við mikilli þátttöku. Ogþetta líka... Loksins er Johan Cruyff búinn að ákveða sig en hann hefur ákveðið að taka við Barcelona frá Spáni. Hann leysir af hólmi Luis Aragones en sá tók við af Terry Venables. Cruyff þjálfaði áður Ajax og leiddi þá til verðlauna í Evr- ópukeppni. Hann lék með Barcelona frá 1973 til 1978 og varð liðið þá deildarmeistari á fyrsta árinu hans. Draumurinn er búinn sagði Maradonna og átti þá við drauminn um að vinna deildartiti- linn í Italíu. Napoli á leik við Fiorentina um helgina og Sampdoria helgina þar á eftir en Milan með Ruud Gullit í fararbroddi eiga leik við Juventus um næstu helgi en helgina á eftir við Como. Maradonna getur ekki leikið með Napoli vegna meiðsla og því eru möguleikar liðsins á titlinum enn minni. Steffi Graf hætti við að taka þátt í tennismóti á Italíu til að þurfa ekki að mæta Mart- inu Navratilovu því Steffi vill ekki spila við hana nema í stórum mótum. Á síðustu stundu dró Martina sig einnig úr keppni vegna meiðsla. Grætt á falii Knattspyrnuyfirvöld í Hollandi eru ánægð með Den Haag skyldi falla. Þeir segja að verstu ólátalýðurinn fylgi Den Haag en í 2. deild séu bæði færri leikir og minni vellir sem geri lýðnum erfiðara fyrir. Suður-Ameríka Gremio frá Brasilíu lögðu River Plata frá Argentínu 1-0 í "Supercup" keppninni sem haldin er milli liða í Suður-Ameríku. Valdo skoraði mark- ið á 13. mínútu en það er líklega ekki nóg því seinni leikurinn fer fram á heimavelli River Plate. Ormslev gefið gult spjald eftir að hann svaraði fyrir sig þegar brot- ið var á honum. Undir lok hál- fleiksins fengu Ungverjar síðan aukaspyrnu rétt utan vítateigs og náðu að skora beint úr henni, 1-0, og gafst íslendingum varla tæki- færi á að byrja áður en blásið var til leikhlés. íslendingar urðu daufari strax í síðari hálfleik og leikurinn varð grófari. Ungverjar sóttu meira og áttu skot í stöng strax á þriðju mínútu síðari hálfleiks en íslensk- ur varnarmaður náði að koma við knöttinn. Á 10. mínútu komst þó Viðar Þorkelsson óvænt í færi en gott skot hans fór framhjá. Þar kom þó að því að Ungverjum tækist að skora. Það var á 17. mínútu þegar íslenska vörnin gerði mistök sem heimamenn nýttu sér vel. Þeir voru síðan mun meira í sókninni en tókst ekki að nýta sér færin fyrr en á síðustu mínútu leiksins þegar Þorvaldur Örlygsson og Guðmundur mark- vörður Baldursson gerðu gífurleg varnarmistök, 3-0. Þar með er þetta þriðji leikur- inn í þessari keppnisferð lands- liðsins og hafa allir tapast. Fyrst voru það Hollendingar 1-0, síðan komu Austur-Þjóðverjar 3-0 og riú síðast Ungverjar með 3-0 aft- ur. íslenska liðlð: Guðmundur Baldurs- son Val, Gunnar Gíslason Moss, Sæ- var Jónsson Solothurn, Atli Edvalds- son Bayer Uerdingen, Viðar Þorkels- son Fram, Pétur Arnþórsson Fram- (Rúnar Kristinsson KR), Ólafur Þórð- arsson ÍA(Ormarr Örlygsson Fram), Pétur Ormslev Fram, Ómar Torfason Olten, Guðmundur Torfason Wint- erslag, Ragnar Margeirsson ÍBK. Fótbolti Frestanir teknar fyrir England 1-deild Nott.Forest-Norwich.2-0 Tottenham-Luton.....2-1 Skotland Úrvalsdeild Aberdeen-Hibemian...0-2 Falkirk-Dundee Utd..1-2 Evrópa Ovænt úrslit Espanol með þrjú í nesti Stórstjörnulaust spánskt 2.deildarlið vann Bayer Leverk- usen í fyrri leik liðanna í Evróp- ukeppninni sem fram fór í Barce- lona á Spáni í gærkvöldi. Það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks að Sebastian Losa- da, sem er í láni frá stórliðinu Real Madrid, náði forystunni fyrir Spánverjana með skalla- marki. Strax á þriðju mínútu síðari hálfleiks skoraði Miguel Soler síðan annað mark Espanol en hann var maðurinn á bak við sigurinn. Enn voru Spánverjar á ferðinni 9 mínútum síðar og var þar Losada með sitt annað mark. Þegar leið á leikinn gerðust þjóð- verjarnir örvæntingafullir og náðu ekki að einbeita sér að spi- linu en tóku meira til við brotin. Það verður því ágætt nesti sem Espanol fær með sér til Bæjara- lands því það gæti reynst Leverk- usen erfitt að skora 4 mörk án þess að fá á sig neitt. Bæjararnir hafa þó staðið fyrir sínu í Evróp- ukeppninni því þeir hafa sigrað ekki minni lið en samlanda sína í Borussia Mönglegladbach og íta- lana í Inter Milan og AC Milan. Áhorfendur voru 42.000 en síðari leikur liðanna fer fram 18.maí í Þýskalandi. -ste Guðmundur Baldursson kom inní landsliðið eftir langt hlé og hefur hann örugglega leikið betri leiki en í gær. Fatlaðir Vor- og afmælismot Dagana 5. til 7. maí fer fram vor- og afmælismót íþróttafélags- ins Aspar. Keppt verður í 5 grein- um, boccia, borðtennis, sundi, frjálsum og hokký, og fer keppn- in fram á þremur stöðum, Öskju- hlíðarskóla, Hagaskóla og Sund- höllinni. Borötennis verður í Öskjuhltðar- skóla fimmtudaginn 5. maí og hefst kl. 19.00. Sundmótið fer fram í Sundhöll- inni við Barónsstíg einnig á fimmtudaginn og hefst upphitun kl.19.00 en mótið kl.19.30. Boccia verður í Hagaskóla laugardaginn 7. maí og hefst kl. 10.00. Öllum íþróttafélögum þroskaheftra er boðin þátttaka. Frjálsar verða einnig í Hagaskóla laugardaginn 7. maí og hefst kl.14.00. Kepþt verður í hástökki, langstökki og kúluvarpi. Innanhússhokký verður í Hagaskóla laugardaginn um kl. 15.00 •og eru 7 í hverju liði. Mótslit eru síðan í Tónabæ laugar- dagskvöldið og hefst kl.20.00. SumarstarftfA í ReykjavíkSt fyrir böm og unglinga í þessari viku fá nemendur í grunnskólum Reykjavíkur í hendur bækling með upplýsingum um framboð á sumarstarfi borgarstofnana og félaga í Reykjavík. Foreldrar eru hvattir til að skoða bæklinginn vandlega með börnum sínum. ms Gleðilegt sumar! ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ SÍMI: 62 22 15 Innritun í sumarstarf á vegumÍTR. Innritun í Laugardalshöll 14. og 15. maí kl. 13.00- 18.00. Framhaldsinnritun fer fram á viðkomandi starfsstöðum frá 16. maí. Ekki er innritaö í síma. Þátttökugjald greiðist við innritun. Upplýsingar í Laugardalshöll 14. og 15. maí í síma 680980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.