Þjóðviljinn - 06.05.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.05.1988, Blaðsíða 1
Föstudagur 6. maí 1988 102. tölublað 53. örgangur. Húsnœðisstofnun Loforð í næstu viku Það fólk sem sótti um lánslof- orð til Húsnæðisstofnunar seinni hluta marsmánaðar í fyrra og er í forgangshópnum fær úthlutað lánsloforðum í næstu viku. Um 300 manns eiga að fá loforð mán- aðarlega. Vinsældir núverandi húsnæðis- kerfi hafa dvínað verulega frá því það var ein helsta uppistaða þjóðarsáttar. f Pjóðviljanum í dag birtist þriðja grein Stefáns Ingólfssonar um óáranina í hús- næðismálum, og rætt er við þrjá Alþýðubandalagsmenn sem um helgina fylgja úr hlaði drögum að nýrri húsnæðisstefnu á mið- stjórnarfundi flokksins. Sjá síður 2 og 5 Bandaríkjaher Norðurhöf hraðbraut gegn Sovét Hlutverk flota Bandaríkjanna og Nató á Norður-Atlantshafi hefur gjörbreyst í tíð Reagan- stjórnarinnar. Áður var fyrst og fremst miðað við að tryggja flutn- ingaleiðir til Vestur-Evrópu, en hin nýja flotastefna gerir ráð fyrir Norðurhöfum sem einskonar hraðbraut í stórsókn gegn so- vésku landsvæði á krepputímum. í þeirri sókn er herstöðinni ís- landi ætlað mikið hlutverk. Um þetta er fjallað í grein Vig- fúsar Geirdal í blaðinu í dag. Sjá síður 8-9 Grandi útvegar stjórnarformanni sínum bíl að andvirði svo gott sem þriggja árslauna fiskverkafólks. Hefur nýlega sagt upp 50 manns vegna rekstrarörðugleika. (Mynd af R-174, bíl Ragnars: Jim Smart/HP) Grandi Ekur um bæinn á þremur uppsögnum Ragnar Júlíusson stjórnarformaður Granda ekur um á Saab sem fyrir- tœkið útvegar. Kostar 1,5 milljónir. Á sama tíma eru fjöldauppsagnir í gangi hjá frystihúsinu Ragnar Júlíusson, stjórnarfor- maður Granda hf, fékk Saab upp á 1,5 milljónir til eigin afnota hjá fyrirtækinu. Helgarpósturinn upplýsti um þetta í gær. Á sama tíma er verið að segja upp fjölda manns hjá fyrirtækinu vegna erf- iðrar rekstrarstöðu Ragnar hafði klessukeyrt eigin bíl seint á síðasta ári og segir Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdarstjóri Granda, það meðal annars hafa ráðið ákvörð- un fyrirtækisins. Hann sagði við Þjóðviljann að það væri „vissu- lega ankanalegt á þessum tím- um“ að útvega stjórnarformann- inum svo dýran bíl. Það finnst trúnaðarmanninum Málhildi Sig- urbjörnsdóttur einnig og spyr: Myndu þeir gera þetta fyrir mig? Sjá bls 3 Bílar Nýju númerin í gegn? Efri deild samþykkti í gær frumvarp um fastskráningarkerfi á ökutækjum, sem gerir ráð fyrir nýjum bflnúmerum, sem fylgi bflnum og ekki eigandanúm. En neðri deild er eftir, og þár sitja ýmsir með lág bílnúmer. ——-----t—'■------------- Sjá síðu 2 Ráðhúsið Davíð talaði í tómu húsi Byggingarleyfi samþykkt í borgarstjórn Eins og við var búist skarst eng- inn Sjálfstæðismaður úr leik þeg- ar Davíð Oddsson borgarstjóri lét í gær samþykkja byggingar- leyfi fyrir ráðhúsið á borgar- stjórnarfundi. Fulltrúar stjórnarandstöð- unnar\ borgarstjórn greiddu at- kvæði gegn leyfinu, -sem búast má við að verði kært til ráðherra. Athygli vakti að flestir borgar- fulltrúar í stjórnarandstöðu mættu á fundinn með merkið „Tjörnin lifi!“ í barminum. Állmargir áheyrendur voru á pöllum, hliðhollir Tjarnarvina- samtökum, og hlýddu á umræður um ráðhúsið en þegar borgar- stjóri var byrjaður á ræðu sinni gengu flestir þeirra út og sungu um hús byggð á sandi. Sjá síðu 3 „Tjömin lifi“ á pöllum borgarstjórnar í gær. Þegar Davíð hóf mál sitt gengu áhorfendur út og rauluðu um þá sem byggja hús sín á sandi. (Mynd: Sig).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.