Þjóðviljinn - 06.05.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.05.1988, Blaðsíða 3
Suðurland Samningar að takast Dciluaðilar í verkfalli ræstinga- fólks sjúkrastofnana á Suður- landi voru í gærkvöldi frekar vongóðir um að samningar færu að nást í Karphúsinu. Viðræð- urnar fara nú fram í tvennu lagi þar sem Hvergerðingar klufu sig úr viðræðum og frestuðu verk- falli um viku, en starfsfólk í þvott- ahúsum annarstaðar hóf verkfall á miðnætti í nótt. Launanefnd sveitarfélaga hef- ur farið með samningsumboð flestra stofnananna, en skilaði umboði sínu eftir fund í fyrradag. Bjarni Jónsson hjá Sjúkrahúsinu á Selfossi sagði erfitt að fá um- boðið svo fyrirvaralítið en var bjartsýnn á gang viðræðna. Litlar líkur voru þó taldar á því að samningar yrðu undirritaðir í gær. Boðinn frestaði verkfalli á Ási, Ásbyrgi og Heilsuhælinu og semur nú sér við atvinnurekend- ur þar, og voru Boðamenn í gær bjartsýnir á samninga. -hmp Álverið Allar líkur á verkfalli Allt bendir til þess að verkfall 10 félaga í Álverinu í Straumsvík hefjist á miðnætti. Deiluaðilar hittust hjá ríkissátta- semjara í gærdag en voru langt frá því að ná saman. Menn vildu ekkert segja um fundinn í gær að honum loknum né um hvað var rætt. Friðrik Guðmundsson, formaður Versl- unarmannafélags Hafnarfjarðar á sæti í samninganefnd. Hann sagði menn ekkert hafa nálgast samkomulag í gær og var ekki bjartsýnn á að komist yrði hjá verkfalli. Samningsaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara kl 17.30 í dag og bendir fátt til að samning- ar takist fyrir miðnætti. -hmp Félagar úr samtökunum Tjörnin Lifir fylgdust grannt með málflutningi borgarstjóra þegar hann mælti fyrir samþykkt byggingarleyfis fyrir byggingu ráðhúss í borgarstjórninni í gær. Mynd: Sig Ráðhúsið Hálf-fasískar aðgerðir Byggingarleyfifyrir ráðhúsinu samþykkt í borgarstjórn með 9:6. Stjórnarandstaðan: Lagðifram bókun þarsem umrœddu byggingarleyfi erharðlega mótmælt Á fundi borgarstjórnar í gær- kvöld var samþykkt að viðhöfðu nafnakalli byggingarleyfi fyrir byggingu ráðhúss í Tjörninni með 9 atkvæðum Sjálfstæðis- manna gegn 6 atkvæðum stjórn- arandstöðunnar í borgarstjórn. í ræðu sinni um fyrirhugaða ráðhúsbyggingu sagði Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins ma. að^ öll framganga meirihluta sjálfstæðis- manna í ráðhúsmálinu hefði til þessa einkennst af ribbaldahætti þar sem meðferð þess hefði öll verið á skjön við landslög. Kristín vakti einnig máls á því hvernig borgaryfirvöld hefðu eftir megni reynt að setja stein í götu þeirra sem stóðu að undirskriftaherferð gegn ráðhúsbyggingunni. Hún sagði að ma. hefðu borgarstarfs- menn ekki treyst sér til þess á vinnustöðum sínum að skrifa nafn sitt á þessa lista af hættu við hefndaraðgerðir af hálfu borgar- yfirvalda og framferði þeirra bæri keim af hálf-fasískum stjórnar- háttum. Við afgreiðslu málsins í borg- arstjórn lögðu borgarfulltrúar Alþýðubandalags, Kvennalista og Álþýðuflokks fram bókun þar sem segir orðrétt: - Húsið mun raska mjög þeim heildarsvip sem nú er umhverfis Tjörnina. Stærð hússins er úr öllu samræmi við þá smágerðu byggð timburhúsa sem setur svip sinn á umhverfið. í öðru lagi kostnaði við fram- kvæmdina. Engar forsendur eru fyrir því að fara út í slíka fram- kvæmd meðan verulegur skortur er á margvíslegri þjónustu við borgarbúa, ekki síst við börn og aldraða“. Þá segir ennfremur í bókun borgarfulltrúanna að byggingar- leyfið stangist á við 2. mgr. 9. gr. byggingarlaga þar sem segir að framkvæmdir skuli vera í sam- ræmi við staðfest aðalskipulag og samþykkt deiliskipulag. En það ráðhús sem samþykkt bygging- arnefndar nær til er í veigamikl- um atriðum í ósamræmi við stað- fest deiliskipulag. Húsið sé nú fullar 4 hæðir í stað 2ja-3ja hæða, það sé 5356 fermetrar í stað 4600 og það sé 24.279 rúmmetrar í stað 19 þúsund rúmmetra. -grh Grandi h/f Einn fær bíl, annar uppsögn Ragnar Júlíusson keyrir Saab frá Granda, tugum verkafólks sagtupp. Framkvœmdastjóri Granda: Hljómar ankannalega Asama tíma og 50 manns er sagt upp störfum hjá Granda hf. vegna erfiðrar stöðu fyrirtækis- ins ekur stjórnarformaður Granda um á 1,5 milljónkróna eðalvagni sem fyrirtækið leggur honum í té. Ef bíllinn er metinn í árslaunum verkafólks væri amk. hægt að draga þrjár uppsagnir til baka með því að selja bflinn. Ragnar Júlíusson, stjórnarfor- maður, klessukeyrði eigin bíl seint á síðasta ári. Sá atburður hafði meðal annars áhrif þegar Grandi ákvað að færa Ragnari Saab upp á 1,5 milljónir að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra Granda. En Brynjólfur staðfesti við Þjóðvilj- ann í gær að bíllinn væri eign Granda. Að sögn Brynjólfs sér Ragnar um rekstur bílsins og er hann á einkanúmerum Ragnars eins og fram kemur í Helgarpóstinum í gær. Þjóðviljinn spurði Brynjólf hvort stæði til aö Ragnar keypti bílinn en hann sagðist ekkert geta sagt um það. Fiskvinnslan hefur að undan- Samvinnutryggingar Valur vísar á bug Hörmuð frétt um heiðursmannasamkomulag við stjórnarkjör hjá Valur Arnþþrsson stjórnarfor- maður SIS og Samvinnu- trygginga hefur sent Þjóðviljan- um eftirfarandi athugasemd: „í Þjóðviljanum í dag, mið- vikudaginn 4. maí, er frétt á 3. síðu þess efnis að Valur Arnþórs- son stjórnarformaður Sambands- ins hafi brotið heiðursmanna- samkomulag við Guðjón B. Ól- afsson forstjóra Sambandsins varðandi kjör til stjórnar Sam- Samvinnutryggingum vinnutrygginga sem fram fór á aðalfundi trygginganna á föstu- dag í síðastliðinni viku. Eg harma þessa frétt mjög og vísa henni algjörlega á bug. Ekk- ert slíkt samkomulag hafði verið gert og ég ítreka það sem ég sagði um þetta mál í viðtali við Morg- unblaðið nú fyrr í vikunni. Þeim sem ég ráðfærði mig við um upp- stillingu til stjórnarkjörs í Sam- vinnutryggingum er það ljóst að ég leitaðist við að samræma ýmis og mismunandi sjónarmið og ýmsum þeirra er það einnig ljóst að ég stefndi að því að Guðjón B. Ólafsson kæmi í stjórn Samvinn- utrygginga eftir eitt ár. Ánnað hef ég ekki um málið að segja en finnst þó að þær traustu heimildir sem Þjóðviljinn ber fyrir sig ættu að koma fram í dags- ljósið fremur en að vera með hælabit úr launsátri." förnu verið að kvarta undan slæmri rekstrarstöðu og hefur Grandi ekki skorast undan þar. Grandi er líka eitt þeirra fyrir- tækja sem hafa brugðist við stöðunni með uppsögnum starfs- fólks, sögðu nýlega upp um 50 manns. Brynjólfur var spurður hvort ekki væri undarlegt að út- vega stjórnarformanninum glæsi- bifreið til afnota á meðan fjölda- uppsagnir ættu sér stað hjá fyrir- tækinu. Hann sagði það „vissu- lega hljóma ankannalega" en benti Þjóðviljanum annars á að tala við Ragnar Júlíusson. Málhildur Sigurbjörnsdóttir trúnaðarmaður hjá Granda sagð- ist ekki hafa heyrt af þessum bíla- viðskiptum þegar Þjóðviljinn tal- aði við hana í gær. Ef þetta væri rétt gæti hún ekki annað en tekið undir með framkvæmdarstjóran- um og sagt að þetta „hljómaði vissulega ankannalega" á þessum tímum. Málhildur spurði einnig: Myndu þeir gera þetta fyrir mig ef ég klessukeyrði minn bíl? Þjóðviljinn gerði ítrekaðar til- raunir til að ná í Ragnar í gær en án árangurs. Ragnar er skóla- stjóri Álftamýrarskóla, varaþing- maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var lengi fulltrúi hans í borgar- stjórn. -hmp Föstudagur 6. mai 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Vestmannaeyjar Dregur til tíðinda Fiskverkunarfólk í Vestmanna- eyjum átti sinn fyrsta sáttaf- und í mánuð hjá ríkissáttasemj- ara í gær. Er talið að nú fari að draga til tíðinda í málum Eyja- fólks eftir að samningar náðust við verslunarfólk. Þolinmæði þeirra i Vestmannaeyjum hefur vakið athygli en þau felldu sk. Akureyrarsamning eins og kunn- ugt er. Vilborg Þorsteinsdóttir, for- maður Snótar, sagðist jafn undr- andi á þolinmæði fólksins og aðr- ir. Á meðan deila verslunarfólks stóð yfir andaði fólk hins vegar rólega vegna þess að verslunar- menn unnu að nokkru leyti fyrir okkur í Eyjum sagði Vilborg. Hún sagðist svo sem ekki eiga von á einu né neinu á fundinum í gær. En þar sem enginn samn- ingafundur hefði verið í mánuð hlyti að fara að draga til tíðinda. „Verslunarmenn hafa verið í víg- línunni að undanförnu og nú erum við mætt til leiks,“ sagði Vilborg. Að sögn Vilborgar liggja kröf- ur Eyjafólks hreinar fyrir. Þau væru með sín fyrri mál og færu með þau inn á fund sáttasemjara. Hún sagðist reikna með að nokk- ur tími færi í að hlusta á kveinstafi atvinnurekenda í upphafi. En þolinmæði Eyjafólks þolir það eins og annað. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.