Þjóðviljinn - 06.05.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.05.1988, Blaðsíða 6
Fjallganga Örtröð þaki heimsins Sexfaldur fjölþjóða- sigur á Mount Everest Sex fjallgöngumenn frá Japan, Tíbet og Nepal birtust glaðbeittir á sjónvarpsskjám í Katmandu, höfuðborg síðastnefnda ríkisins, í gær, en útsendingin barst frá þeim ólíklega stað hátindi Mount Everest. Höfðu sexmenningarnir skipt liði og klifið 8.848 metra hátt fjallið sitt úr hvorri áttinni. Tveir Tíbetbúar og Nepali lögðu upp frá suðurhlíðum Ever- est innan landamæra Nepal, en Japani, Nepali ogTíbetbúi komu norðan að, eða hófu klifur sitt í Tíbet með öðrum orðum. Lítilsháttar uppstokkun er fyrirhuguð í niðurgöngunni, og mun einn úr hvorum hópnum skipta um föruneyti. Tiltæki þetta sætir nokkrum tíðindum meðal áhugamanna um há- fjallaklifur, þar sem menn hafa hingað til farið sömu leið niður og upp Mount Everest og þóst góð- ir. Ekki hefur þessi sexfaldi fjöl- þjóðasigur á hæsta fjalli heims þó gengið áfallalaust fyrir sig: Jap- anskur læknir í suðurhlíðahópn- um lést úr hjartaslagi 21. apríl, i þann mund er fjallgangan var að síga af stað. Við þetta er svo að bæta að fjallgöngur á heimsmælikvarða virðast vera sport fyrir miðaldra fólk. Meðalaldur sexmenning- anna er 37 ár eða þar um bil. Sá yngsti er 27 ára, en aldursforset- inn mjög f námunda við fimmtugsaldurinn. HS/Reuter Frakkland Kosningalykt af gíslasigrum Mikill fögnuður í Frakklandi eftir lausn tvennskonar gísla- mála en spurt um „verðið“ og tímasetninguna réttfyrir kosn- ingarnar. íran segist hafa hjálpað Chirac Gert er ráð fyrir að tvöfaldur sigur stjórnarinnar í París í gíslamálum auki líkur forsætis- ráðherrans Jacques Chiracs á sigri í forsetakosningunum á sunnudaginn, en eftir fyrstu fagn- aðarölduna gerast áleitnar spurn- ingar um tímasetningu og sér- staklega um það gjald scm stjórn- in hafi greitt mannræningjuiium í Beirút. Frakkar voru í hátíðaskapi í fyrrakvöld eftir að fréttir bárust um að síðustu frönsku gíslarnir í Líbanon væru á leið til Parísar, - tveir sendiráðsmenn og einn blaðamaður sem hafa verið í haldi hjá íranssinnuðu öfgasamt- ökunum „Heilögu stríði“ í rúm þrjú ár. I gærmorgun bárust síðan þær fréttir frá Nýju-Kaledóníu að hersveitir hefðú frelsað frönsku gíslana 23 sem skæruliðar Kan- aka höfðu þar í haldi með árás á stöðvar skæruliðanna. Fimmtán Kanakar og tveir franskir her- menn féllu í árásinni að sögn franska hersins. Frakkar hafa fylgst mjög með málum gíslanna frönsku í Beirút, og má nefna að ein sjónvarps- stöðvanna hefur í nokkur misseri hafið kvöldfréttir sínar á því að sýna myndir af gíslunum og greina frá fjölda daga sem þeir hafa verið í haldi. Chirac- stjórninni hefurorðið nokkuð á - gengt við gíslamál í Líbanon.og hafa með þessum þremur samtals sloppið tíu á ferli hennar, en einn verið myrtur. Hinsvegar er ekki ljóst hver skilyrði Frakkar þurftu að uppfylla til að heimta sína menn úr helju, og hefur meðal annars verið deilt um það í kosn- ingabaráttunni nú. Bæði Chirac og Pasqua innan- rfkisráðherra hafa neitað því að Frakkar hafi gert samning um gís- lana við „Heilagt stríð“, og meðal annars gefið Bretum og Banda- ríkjamönnum sérstaka skýrslu um málið, en stjórnirnar í London og Washington höfðu báðar lýst áhyggjum sínum af slíkum samningum. Fullvíst þykir þó að ræningjun- um gangi ekki til manngæskan ein saman. Eftir ónafngreindum heimildarmönnum í Beirút hafa fréttaritarar að franska stjórnin hafi fallist á að senda skæruliðas- amtökunum og skjólstæðingum þeirra í Teheran bæði varahluti, skotfæri og vopn ýmisleg, enn- fremur hefur verið rætt um beinar peningagreiðslur (vitað er að „Heilagt stríð“ hafði farið frammá 160 milljónir franka, 1,2 milljarðar íslenskir). Þegar Chir- ac sagði frá lausn gíslanna tók hann jafnframt fram að stjórnmálasamband yrði tekið upp á ný við fran, og ennfremur hefur fengist staðfest að Frakkar ætla að borga til baka að fullu lán sem þeir fengu á sínum tíma hjá sjahinum sáluga og höfðu síðan neitað að borga. Frönsk dagblöð voru í sjöunda himni í gær, að minnsta kosti á forsíðunum en mörg þeirra voru hófstilltari í leiðurunum, og Li- bération sagði að nú yrði hugað að öðru reikningsdæmi: hversu mörg prósent fær Chirac fyrir sinn snúð? Mitterrand var talinn hafa að minnsta kosti tíu prósenta fors- kot á forsætisráðherrann fyrir at- burði síðustu sólarhringa, en Chirac-menn vonast til að nú sé staðan gjörbreytt. Hugsanlegt er þó að eftir fagn- aðarlætin snúist gíslamálin Chir- ac í óhag. íranir hafa lýst opin- berlega yfir að þeir hafi átt þátt í lausninni, og samkvæmt heimild- um í Beirút er það meðal annars r HEIMURINN 7 Pólland Búist við lögregluárás Lech Walesa og þrjúþúsund verkfallsmenn bjuggust í gær- kvöldi til tvísýnnar næturdvalar í Lenínsmiðjunum í Gdansk. Búist var við að lögreglusveitir mundu gera árás í nótt og reyna að binda endi á verkfallið. í gærmorgun réðist lögregla þúsundum saman inní stálverið í Nowa Huta og sundruðu verk- fallsmönnum þar með hvell- sprengjum og og barsmíðum. Samkvæmt talsmanni stjórnar- innar voru 38 handteknir, þaraf 13 af 15 verkfallsnefndar- mönnum Samstöðu. Fréttir herma að ekki sé byrjað að vinna í stáliðjuverinu, en skipulegum forystuhópi þó gert nánast ókleift að halda áfram. Árásin í Nowa Huta í morgun eru hörðustu átök stjórnvalda við Samstöðumennn síðan herlögin voru sett í landinu fyrir sjö árum. Síðdegis í gær söfnuðust iög- reglusveitir að Lenínsmiðjunum í Gdansk, og rýmdu meðal annars tónlistarskóla í grenndinni. Var búist við að lögregla réðist inn á hverri stundu, en engar fréttir höfðu borist um átök rétt fyrir miðnætti í gær. í bréfi sem laumað var útúr skipasmíðastöðinni í gær segir Lech Walesa að hann ætli að verða síðastur manna til að yfir- gefa vinnustaðinn. Kröfur verk- fallsmanna séu réttar og hann geti ekki annað en staðið með þeim til enda. Verkföll hafa ekki breiðst út um landið nema í mjög litlum mæli, og hörkulegar aðgerðir lög- reglunnar í gær virðast hafa kom- ið verkalýð og andófsmönnum í opna skjöldu. Þannig herma fréttir að í stálverinu í Katowice hafi verið blásnar af fyrirhugaðar aðgerðir til stuðnings Nowa Huta- og Gdansk-mönnum. Vestrænir sendimenn segja stjórnina hafa ákveðið leið hörkunnar af þeim ástæðum meðal annars að ella væru öll um- bótaáform hennar í hættu, - en verðhækkanirnar sem eru undir- rótin að andófinu nú voru kynntar sem liður í efnahagsvið- reisn. Stjórnin telji að verkfallsmenn njóti ekki almenns stuðnings og hafi því talið best að slá á verk- föllin sem fyrst þótt það kostaði átök. Árásin á verkfallsmenn í Nowa Huta batt enda á samninga- umleitanir kaþólsku kirkjunnar og má búast við að fari sem horfir breikki enn gjáin milli stjórnvalda annarsvegar og hins- vegar stjórnarandstöðuafla kirkj- unnar og Samstöðumanna. Líbanon Herförin í SÞ-ráðið Israelsher yfirgaf í fyrrinótt þau svæði í Suður-Líbanon sem hann herjaði á í tvo sólarhringa, en bandamenn í suðurlíbanska hernum svokallaða héldu í gær áfram að eyða þorpum sem talin voru undir áhrifum skæruliða. Líbanska ríkisstjórnin fór í gær frammá fund í Öryggisráðinu til að ræða hernað ísraela, og verð- ur hann haldinn fyrir luktum dyr- um í dag. Enn er tekist á í ísrael sjálfu, og var palestínskur bóndi skotinn í gær af ísraelskum landnemum á hernumda svæðinu, og hafa þá 177 fallið af Palestínumönnum síðan blóðug átök hófust í sept- ember. Chirac, maður dagsins í Frakk- landi að leystum gíslamálum. Lyftir fagnaðarbylgjan honum í forsetastól á sunnudaginn? tilgangur þeirra að hjálpa Chirac sem þeim þykir vænlegri viðmæl- andi en Mitterrand, - en ekki er víst að franskir kjósendur fari óð- fúsir eftir ráðum frá Teheran. -m/reuter Reykingar Reykingamál í dóm Áfrýjunardómstóll í Minnesota hefur úrskurðað mál ekkju gegn tóbaksfyrirtæki tækt í dóm. Málsókninni hafði áður verið vís- að frá dómi. Fjölmörg mál hafa verið höfðuð gegn tóbaksframleiðend- um vestra síðari ár, en fyrirtækin bjargast úr flestum þeirra. Ekkjan höfðaði mál á hendur Reynolds-fyrirtækinu fyrir þrem- ur árum eftir að eiginmaður hennar hafði fengið ólæknandi lungnakrabba. Lögfræðingur ekkjunnar sagði að úrskurðurinn í gær styrkti þau rök að fyrirtækið hefði vitað um hættuna en neitað að vara neytendur við áður en sett voru lög um aðvörunar- skyldu. Forsetakosningarnar í Frakklandi Hvers vegna faer Le Pen svo mikið fylgi? Er hlutur hinna óánœgðu og útskúfuðu alltaf jafnstór? Græðir Le Pen fyrst og fremst á hnignun Kommúnistaflokksins? Fyrir skömmu töluðu menn háðslega um hægriofstopa Le Pens, leiðtoga Þjóðfylkingarinn- ar frönsku, sem hefur mjög haft á oddi hatursáróður gegn innflytj- endum. En þegar hann á dögun- um fékk meira en 14 prósent at- kvæða í fyrri umferð forsetakosn- inganna fóru margir að klóra sér í hausnum: getur það verið að 4,4 miljónir franskra kjósenda séu orðnir fasistar og kynþáttahatar- ar? Nei, menn töldu það ólíklegt. Hér hlyti fleira að koma til. Mótmæalatkvæði á flakki Ein kenning sem nú er nokkuð í tísku er sú, að það mikla fylgi sem Le Pen hefur fengið sýni ein- mitt, að franskt samfélag sé ósköp svipað og það hefur verið. Menn benda þá á það, að um fjörtíu ára skeið hafi um fjórð- ungur kjósenda kosið gegn kerf- inu, „litli maðurinn" hafi látið uppi vonbrigði sín og óánægju með kröpp kjör með því að greiða „mótmælaatkvæði" kjósa þá sem mjög ólíklegt væri að yrðu til stjórnar teknir í landinu. Framan af, segja höf- undar þessarar kenningar, fór obbinn af þessum atkvæðum til PCF, Kommúnistaflokks Frakk- lands, en hefur axlast svo til að Le Pen gengur betur nú að veita þessum atkvæðum til sín. Þetta fá menn meðal annars út með því að segja sem svo: Kommúnistaflokkurinn fékk um 20% atkvæða 1978, í þingkosn- ingum 1986 fengu Kommúnistar um 10 prósent atkvæða og Þjóð- fylking Le Pens líka 10 prósent, nú fær Le Pen 14 prósent og fors- etaefni kommúnista tæplega sjö: samanlagt eru „mótmælaat- kvæðin" nokkuð stöðugt hlutfall af frönskum kjósendum. Blómaskeið PCF Það er rifjað upp í þessu sam- hengi að á bestu árum sínum tókst Kommúnistaflokknum að koma upp hlýlegu „andkerfi" eða „öðruvísi menningu“ í ömur- legum verkamannahverfum stór- borganna - með dagheimilum og elliheimilum, íþróttafélögum, verklýðsfélögum og flokks- deildum. Síðan tókst Mitterrand að gera Sósíalistaflokk sinn að sterkara vinstriafli, Kommúnist- aflokkurinn gróf og sjálfur undan sér með kreddufestu og brott- rekstrum gagnrýninna félaga - margt sameinaðist um að hrekja kjósendur Kommúnistaflokksins úr sínu athvarfi. Eftir varð svo sá minnihlutakjarni sem hélt fast við hugmyndafræðina. Gamall vandi, nýr ótti En félagsleg vandamál eru áfram til: atvinnuleysi mikið, húsnæðisskortur, rótleysi - og nú bætist við ótti við útlendinga ( samkeppni um störf), óttinn við hermdarverkamenn ( með kröf- um um meira lögregluvald) og svo ótti við framtíðina: margir, og ekki síst úr alþýðustétt, óttast að í tölvuþjóðfélagi framtíðar- innar verði ekkert pláss fyrir þá. Inn í þetta ástand kemur svo Le Pen með sínar „einföldu lausnir": Leysum atvinnuleysið með því að flæma burt útlendingana og þá fyrst og fremst Múslímana frá Norður-Afrfku. Kveðum niður glæpi með dauðarefsingu og lög- regluveldi, porrum upp þjóðar- sálina með því að hylla Heilaga Jóhönnu af Örk í stað rauða fán- ans fyrsta maí. Ráðlaus reiði Það kann nokkuð að vera til í þessari kenningu, sem gerir ráð ' ’ fyrir því, að tiltölulega fáir fylgj- endur flokka, hvort sem væri Kommúnistaflokksins eða Gaull- ista eða Þjóðfylkingar, séu vel heima í hugmyndafræðinni, boð- skapnum. Það er rétt að Le Pen sækir fylgi í margar áttir og til allra stétta. En það er engu að síður mikill pólitískur og félags- legur munur á því hvort „mót- mæli“ leita tií Kommúnista- flokks, sem boðar breytt þjóðfé- lag í nafni framtíðarsýnar, eða Le Pens, sem boðar fyrst og síðast afturhvarf til einhvers þess Frakklands sem var (og var kann- ski aldrei til nema í ímyndun smá- borgarans). Og tiltölulega mest fylgi á Le Pen meðal þeirra sem jafnan hafa tekið fyrst og líflegast undir viðhorf „öfgamanna til hægri“ - meðal svonefndra Svartfætlinga í Marseille og ná- grenni (þeirra Frakka sem urðu að hrökkva frá Alsír þegar landið fékk sjálfstæði) og meðal smák- aupmanna þeirra sem standa höllum fæti í samkeppni við stór- fyrirtæki og hafa fyrr og síðar ver- ið á höttum eftir „sterkum manni“ til að rétta sinn hlut. Fylgi foringja eins og Le Pens er vissulega tákn um gremju margra sem telja sig hafa orðið Le Pen í hópi stuðningsmanna: hann er maðurinn sem túlkar það sem við öll hugsum, segja þeir. undir í þjóðfélaginu, hrakist þar út í horn. Það minnir um leið á það, hve dapurlega ráðvillt hin pólitíska reiði þessa fólks getur orðið, þegar ekki er fyrir hendi öflugt róttækt afl sem getur virkj- að hana til nytsamlegra hluta. Þá mega menn eins eiga á því von að hún sökkvi í fen kynþáttafor- dóma og leiðtogadýrðar af illkynjuðu tagi. áb tók saman. 83.468 FERMETRAR 788 ÍBÚÐIR 1970 ÍBÚAR Byggingarsamvinnufélag ungs fólks í Reykjavík, BYGGUNG, var síofnað 1974 til að byggja meðsem hagfelldustum kjörum íbúðir og íbúðarhús fyrir unga félagsmenn sína. Fró þeim tíma hefur BYGGUNG byggt íbúðarhús víða í Reykjavík og ó Seltjarnar- nesi. í lok þessa órs verður BYGGUNG búið að afhenda alls sjö hundruð óttatíu og ótta íbúðir. í órslok verða því samanlagðar fimmtón óra byggingaframkvœmdir BYGGUNG orðnar rétt um 83.468,89 heildarfermetrar. Við reiknum að meðaltali með u.þ.b. 2,5 íbúum ó hverja íbúð, sem þýðir að í órslok 1988 búa nólœgt um 1970 íslendingar í BYGGUNG-húsnœði, eða jafnmargir einstakl- ingar og búa í Grindavík. BYGGUNG er virkur þótltakandi í að gera búsetu í Reykjavík betri. BYGGINGARSAMVINNUFELAG UNGS FÓLKS Lynghólsi 3, 110 Reykjavík, sími (91)-67-33-09. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.