Þjóðviljinn - 07.05.1988, Síða 1

Þjóðviljinn - 07.05.1988, Síða 1
Laugardagur 7. maí 1988 103. tölublað 53. órgangur Forsetinn í þungum þönkum yfir síðustu mótleikjum forsætisráð- herrans. Frakkland Tveir etja kappi Á morgun mun alþýða manna í Frakklandi klæðast betri fötun- um og bregða sér af bæ til þess að mismuna þeim Francois Mitter- rand forseta Frakklands og Jacq- ues Chirac fórsætisráðherra sama lands. Til skamms tíma var það al- mannarómur að Mitterrand myndi gjörsigra fjanda sinn en veður kunna að hafa skipast í lofti eftir óvæntan þríleik Chiracs á elleftu stundu. Sjá bls. 17 Fiskmarkaðir Fiskverðið hrapar Slœm staða á mörkuðunum og mikið framboð orsaka verðhrun Karfi og ufsi eru nánast á út- sölu á fiskmörkuðunum innan- lands þessa dagana og meðalverð á þorski hefur síðustu daga hrap- að úr 42 krónum í 25 krónur. Ástæður fyrir þessu verðhruni eru fyrst og fremst mikið offram- boð af fiski, verðfall á erlendum mörkuðum og slæm staða fisk- vinnslunnar. Sjá bls. 3 Leitin að nýjum leiðum „Ég hef fundið þessar myndir með því að vinna mig inn í ákveð- inn massa eða efni,“ segir Örn Þorsteinsson myndlistarmaður sem opnaði skúlptúrsýningu í Gallerí Grjót í gær. Örn ræddi við blaðamann Þjóðviljans um átök sín við form- in og aðbúnað listamanna hér á landi nokkrum dögum fyrir sýn- ingu. Sjá bls. 8 Örn við undirbúning sýningarinn- ar: Ég er alltaf að fást við formin. Bílakaup samþykkt samhljóða Ragnar Júlíusson telur eðlilegt að hann fái nýjan bíl frá fyrirtæk- inu. Hann segir að þessi ráðstöf- un hafi verið samþykkt sam- hljóða í stjórn fyrirtækisins. Davíð Öddsson, sem er tals- maður stærsta eiganda Granda hf., Reykjavíkurborgar, telur að ekkert sé við það að athuga að fyrirtækið láti mann, sem er í fullri vinnu hjá ríkinu, fá lúxusbíl til afnota. Minnihlutinn borgarstjórnar ber fram hörð mótmæli. Sjá bls. 3 Heilsugœsla Myndlist Grandi Krabbameinslækningar komnar á villigötur? Möguleg lœkning eða oftrú á hátœknigaldra ? S iturforvarnastarf áhakanum? Verður sigur unninn á krabba- meini með kóbaltgeislum og sinnepsgasi? Eða hefur átrúnaðurinn á tæknigaldur sérfræðinganna af- vegaleitt okkur í baráttunni gegn þessum válega sjúkdómi? Sú er skoðun Edgars Borgen- hammars prófessors við Norræna heilsugæsluháskólann í Gauta- borg, sem segir að eins og menn hafi haft oftrú á blóðtöku gegn öllum kvillum hér áður fyrr, þá beiti menn nú hátæknilækningum gegn mögulegum og ómögu- legum sjúkdómum. Þetta kemur fram í afar athygl- isverðri grein eftir Borgenhamm- ar, sem Sunnudagsblaðið birtir í dag. I greininni kemur fram að þeir séu 10-20 sinnum fleiri sem látast af völdum reykinga en þeir sem læknast með þeirri geisla- og lyfjameðferð sem hátæknilæknis- fræðin býður uppá gegn krabba- meini. Vandi krabbameinslækning- anna er einfaldlega sá að þær hafa ekki skilað þeim árangri sem af þeim var vænst og á meðan er forvarnarstarfið látið sitja á hak- anum. Það er læknisfræðilegt, fé- lagslegt, efnahagslegt og pólitískt hneyksli að stjórnvöld skuli til dæmis ekki taka tóbaksvarnirnar fastari tökum, en setja trú sína á hátæknigaldurinn í staðinn, segir prófessorinn. Sjá Sunnudagsblaðið, bls. 16-17

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.